Alþýðublaðið - 05.05.1994, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 05.05.1994, Qupperneq 1
TiDaga minnihlutans í borgarstjóm: Stofiiað verði hlutafélag umrekstur hafnarinnar Fram fari ítarlega könnun á því hvemig megi efla Reykjavfkurhöfn sem atvinnusvæði. Komið verði á fríverslun- arsvæði og umskipunarstarfsemi BORGARFULLTRÚAR minnihlutaflokkanna leggja fram tillögu á fundi borgar- stjórnar í dag um að ítarleg könnun fari fram á því hvernig efla megi Reykja- víkurhöfn sem umsvifamik- ið atvinnusvæði, fjölga skipakomum og stuðla að aukinni samkeppni í sjó- flutningum og þar með lækkun vöruverðs. Metið verði hvaða fyrirkomulag er ákjósanlegt tii að koma á fríverslunarsvæði og efla umskipunarstarfsemi. Sér- staklega verði skoðaðir möguleikar á að stofna sjálfstætt hlutafélag með meirihlutaeign Reykjavík- urborgar sem eigi þá að- stöðu sem til þarf við höfn- ina. Tillagan gerir ráð fyrir að verði af stofnun hlutafélags þá eigi það þá aðstöðu sem þarf til þess að reka góða upp- og útskipunarþjónustu fyrir allan fraktflutning um Reykjavíkurhöfn (stevedore- fyriitæki). Einnig verði sér- staklega skoðað að stofna sambærilegt fyrirtæki sem ræki þjónustu við Vogabakka og framtíðarhöfn í Eiðsvík. Metið verði síðan hvor þess- ara kosta eða jafnvel sá þriðji þyki heppilegastur til þess að ná þeim markmiðum sem til- greind éru í tillögunni. I tillögunni er gert ráð fyrir að auglýsa eftir rekstrarsér- fræðingi til þess að stjórna könnuninni. Hann leiti síðan upplýsinga og kanni viðhorf meðal annars hjá innlendum hagsmunaaðilum, svo sem skipafélögum, inn- og útflutn- ingsaðilum og verkamannafé- laginu Dagsbrún. Skortur á samkeppni í greinargerð með tillög- unni segir að í nýbirtri skýrslu enska ráðgjafafyrirtækisins Drewry sé því haldið fram að verð á sjóflutningum til og frá íslandi sé mun hærra en tíðk- ast annars staðar í heiminum. Síðan segir í greinargerðinni: „Skortur á samkeppni er talin ein ástæðan fyrir þessu og því haldið fram að því valdi meðal annars aðgangs- hindranir að markaði. I því sambandi er bent á að eignar- hald skipafélaga á hafnarað- stöðu og skort á sjálfstæðri upp- og útskipunarstarfsemi eins og algengast er í hafnar- borgum. I skýrslunni er jafnframt vakin athygli á því að við nú- verandi aðstæður geti þriðju- landaverslun og hugmyndir um frísvæði sem byggja á sjó- flutningum átt erfitt uppdrátt- ar. í Reykjavíkurhöfn háttar nú þannig til í vöruflutningum að tvö skipafélög leigja land af höfninni en eiga sjálf að mestu aðstöðuna sem þarf, svo sem krana, tæki og hús- næði (Reykjavíkurhöfn á undirstöðu fyrir gámakrana og ekjubúnað á svæði Eim- skips). Svæði Eimskipafé- lagsins er 210.000 fermetrar, en Samskip ráða 70 þúsund fermetrum. Auk þess hefur Reykjavíkurhöfn yfirráð yfir um það bil 60 þúsund fer- metra svæði við Vogabakka, sem ekki er fest einstökum aðila. Þar vantai' tæki, skemmur og aðra aðstöðu íyr- ir flutningastarfsemina. I Eiðsvík við Geldinganes hef- ur hafnarsvæði verið tryggt í aðalskipulagi fyrir framtfð- ina.“ Tímabær breyting I greinargerð með tillögu borgarfulltrúa minnihluta- flokkanna segir síðan: „Erlendis er hafnaraðstaða víða leigð til einkanota skipa- félaga, en þá er um mun meiri samkeppni að ræða en hér rík- ir og gjarnan starfandi sam- hliða upp- og útskipunarfyrir- tæki (stevedore) sem þjóna þá skipum margra skipafélaga. I höfnum til dæmis í Sví- þjóð, Kaupmannahöfn og Ar- ósum eru sjálfstæð stevedore- fyrirtæki sem annast þjónustu við öll skip sem koma f við- komandi hafnir. Ymist eru þau alveg í eigu viðkomandi hafnarborgar, rekin sem hlutafélög margra aðila eða sjálfseignarfélög. Flutningsmenn tillögunnar telja tímabært að kanna til hlítar möguleika og hag- kvæmni þess að breyta því fyrirkomulagi sem ríkir nú við Reykjavíkurhöfn. Mark- mið hugsanlegra breytinga er að efla Reykjavíkurhöfn sem umsvifamikið atvinnusvæði, fjölga hér skipakomum og stuðla að lækkun flutnings- gjalda og þar með vömverð fyrir íslenska neytendur með aukinni samkeppni á þessu sviði.“........ Alþýðublaðinu í dag fylgir málgagn jafnaðarmanna á Akureyri. Blaðinu er af þessu tilefni dreift inn á hvert heimili á Akureyri. Healey heilsar ,J3amiibalsson“ DENIS HEALEY, jyrrum þingmaður og ráðherra breska Verkamannaflokksins, er staddur á Islandi þessa dag- ana ífyrirlestraferð. í gœr heilsaði hann upp á íslenskan skoðanabróður sinn, JÓN BALDVIN HANNIBALS- SON, utanríkisráðherra ogformann Alþýðuflokksins. Denis Healey var varnarmá/aráðherra Bretlands 1964 til 1970 og fjármálaráðherra 1974 til 1979. Healey var ennfremur varaformaður breska Verkamannaflokksins á árunum 1980 til 1983. Hann hefur skrifað fj'ólda bóka um stjórnmál, einkum öryggismál og málefni jafnaðar- stefnunnar. Sjálfsœvisaga Healeys kom út árið 1989 og bar heitið The Time of My Life sem verður að teljast óþýðanlegur titill með tilliti til orðaleiksins (Lífstími minn/Besta skemmtun œvi minnar). Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Yfirgangur og ruddamennska drukkinna ferðalanga orðið viðvarandi vandamál í Þórsmörk, Landmanna- laugum, LaugafeDi og SnæfeDsskála: Ofurölvi ökumenn þeysa um á vélsleðum og jeppum Þórsmörk, Landmanna- laugar, Laugafell, Snæfells- skáli og aðrar náttúruperl- ur Islands eru að breytast svínastíur og slysagildrur eftir heimsóknir drukkinna ökumanna jeppa og vél- sleða. Stórir hópar manna og kvenna sækjast í fjalla- ferðir til þess að neyta áfengi í hömluleysi og kom- ast undan almennum lögum og reglum eins og um ölv- unarakstur og þeysa ofur- ölvi um á jeppum og vélsleð- um. Afleiðingarnar eru stóraukin tíðni slysa á há- lcndinu. Fyllerísferðirnar eru á góðri leið að breyta helstu náttúruperlum ís- lands í svínastíur og sukk- stöðvar sem fæla innlcnda jafnt sem erlenda ferða- menn frá og hafa valdið for- ráðamönnum íslenskra fyr- irtækja í ferðaiðnaði þung- um áhyggjum. Þessar upplýsingar ásamt kræfum lýsingum á villi- mennskulegri hegðan drukk- inna jeppa- og vélsleðamanna á hálendi Islands er að finna í grein í nýju tölublaði Mann- lífs. í greininni er að finna ófagrar lýsingar af hegðan og umgangi svonefndra „villi- manna“. Meðal annars segir frá dauðadrukknum vélsleða- manni sem fór allsnakinn úr heitu baði í Laugum og settist á Adamsklæðum upp á vél- sleðann sinn með handklæði á herðunum í hörkufrosti. Mað- urinn fannst síðar allsnakinn í 16 stiga frosti þar eð hand- klæðið hafði fest í loftinntaki sleðans og var kappinn orðinn blár og dofinn og lagstur á fjórar fætur. Þá segir einnig í Mannlífi frá alvarlegu ástandi sem skapaðist í Landmannalaug- um tvær helgar í janúar á þessu ári er 60 manns voru á svæðinu á jeppum og vélsleð- um og gífurleg ölvun og gá- leysishegðun setti svip sinn á samkvæmið. Einn fótbromaði í stiganum í skálanum og ann- ar lærbrotnaði á þeysireið á vélsleða. Var talið mildi að ekki hlaust banaslys af. Fleiri álíka sögur er að finna f grein- inni í Mannlífi af svallveisl- um og ntanndrápsferðum dauðadrukkinna manna á jeppum og vélsleðum. Sveinn Helgi Sverrisson skálavörður í Landmannalaugum segir að þeir sem skipuleggja ferðir með útlendinga forðast staði eins og Landmannalaugai', Þórsmörk og Hveravelli um helgai' hvort sem er urn sumar eða vetur vegna ónæðis af út- úrdrukknum Islendingum. Umgengnin er í takt við drykkjulætin. Leiðsögumaður segir ífá því að aðkoman að skálanum við Alftavatn á Landmannaafrétti snemma vors hafi verið skelfileg. Breiður af álpappír. tómar bjórdollur, notuð dömubindi og matarleifar í samfelldum flekk á hjaminu í kringum skálann sem var sem svínastía að innan eftir jeppahóp. Eng- inn hafði nennt að grafa kam- arinn upp en taðhrúgur eftir gestina var að finna á víð og dreif um svæðið. Ein meginástæða þess að menn sleppa fram af sér beisl- inu í sæluhúsum og skálum á hálendinu er sú, að löggjafinn er fjarri góðu gamni. Erfitt er að hringja til byggða og biðja um löggæslu þegar allt er komið úr böndunum. Drukknir ökumenn jeppa og vélsleða þeysa því óheftir í kappaakstri um víðáttumai', oftast í mikilli lífshættu. Gæsla í skálum dragi hins vegar úr heimsóknum villi- manna hálendisins sem kjósa aðra gististaða sem eru án gæslu. Samkvæmt Mannlífi er hins vegar lítil gæsla al- mennt á þessum slóðum og yfirgangur og mddamennska dmkkinna ferðalanga er orðið viðvarandi vandamál í Þórs- mörk, Landmannalaugum, Laugafelli, Snæfellsskála og víðar á hálendinu. Skaftafell er eini staðurinn að sögn u'ma- ritsins þar dmkknum óeirðas- eggjum er markvisst vísað frá enda skálinn í byggð og heimatökin hægari.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.