Alþýðublaðið - 05.05.1994, Side 7

Alþýðublaðið - 05.05.1994, Side 7
MENNING Sínfómuhljómsveit íslands: Fegurö í fyrirrúmi á tónkikunum í kviSd Fimmtudagur 5. maf 1994 Á EFNISSKRÁ tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar í kvöld eru aðeins tvö verk, það er 40. sinfónía Mozarts og önnur sinfónía Brahms. Þær eru taldar tvær af feg- urstu sinfóníum tónbók- mentanna. Til stóð að þess- um tónleikum stjórnaði hinn þekkti rússneski hljómsveit- arstjóri Evgeny Svetlanov en hann forfallaðist vegna veikinda. f hans stað kemur Valery Polyansky sem einn- ig er Rússi og í fremstu röð rússneskra hljómsveitar- stjóra. Polyansky stundaði nám í Tónlistarháskólanum í Moskvu, meðal annars undir handleiðslu Rozhdestvensky. Að loknu námi gerðist hann hljómsveitar- stjóri við Bolshoi leikhúsið auk þess að stjóma helstu hljóm- sveitum Rússlands og kenna við Tónlistarháskólann í Moskvu. Hin síðari ár hafa kraftar hans aðallega tengst „The Russian State Symphonic Capella“ þar sem hann er nú aðalstjómandi. Þar sameina krafta sína 60 manna Kammerkór rússneska iikisins og 90 manna Sinfóníu- hljómsveit menningarmálaráðu- neytis Rússlands, en þennan hóp stofnaði kennari og fyrir- rennari Polyanskys í starfi, Gennady Rozhdestvensky, árið 1991. Fegurstu sinfoníurnar Fáar sinfóníur hafa náð eins miklum vinsældum og 40. sin- fónía Mozarts en hann skrifaði þijár síðustu sinfóníur sínar sumarið 1788. Talið er að Moz- art hafi þetta sumar átt í miklum fjárhagserfiðleikum og hafi hann hugsað sér að efna til tón- leika í ábataskyni þar sem þess- ar þrjár sinfóníur væru fluttar á einum tónleikum, en þær em mjög ólíkar að gerð. Sú fertug- asta er tilfinningarík og allt að því rómantísk. Það tók Brahms 15 ár að semja fyrstu sinfóníu sína en við þær góðu undirtektir sem sú sin- VALERY l’OLYANSKY: Hljóm- sveitarstjóri Sinfómuhljómsveitar ís- lands í kvöld. fónía hlaut efldist honum sjálfs- traust. Það liðu ekki nema 13 mánuðir frá því að sú fyrsta var fmmflutt þar til önnur sinfónía hans leit dagsins ljós en hún var frumflutt í árslok 1877. Sinfón- ían var samin á fögmm suinar- leyfisstað við Wörthersee í Ölp- unum og það lýsingarorð sem hæftr henni kanski best er „sól- rík“. Fyrir aðdáendur klassískrar tónlistar er efnisskrá þessara tónleika hreinasta eymakonfekt. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 (a) Drögum úr hrada <Zo>- -ökum af skynsemi! mIumfhrðar Uráð Starfsmannafélagið Sókn Lokað Skrifstofa og heilsurækt Sóknar verða lokaðar frá kl. 12, föstudaginn 6. maí nk. vegna minningarathafnar um, Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, fyrrverandi formanns Sóknar. Stjórn Starfsmannafélagsins Sóknar. Þjóðleikhúsið: Kæra Jelena snýraftur ÞJOÐLEIKHUSIÐ hef- ur ákveðið að taka aftur til sýningar leikritið Kæru Jelenu eftir Ljudmilu Raz- umovskaju. Þessi sýning sló öll sýningarmet á Litla sviðinu leikárið 1991 til 1992 en nú verða aðeins örfáar sýningar. Kæra Jelena þótti með bestu leiklistarviðburðum þess leikárs og var það alls sýnt 161 sinnum, að leikferð- um meðtöldum. Leikritið var fyrst sýnt á Litla sviðinu en leikárið 1992-93 vaiþaðeinn- ig tekið til sýningar á Stóra sviðinu. Þrátt fyrir það kom- ust færri að en vildu og hefur því verið ákveðið að sýna verkið á nýjan leik. Leikarar í kæm Jelenu em:Anna Kristín Arngríms- dóttir, Ingvar E. Sigurðs- son, Baltasar Kormákur, Hilmar Jónsson og Hall- dóra Björnsdóttir. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Fyrsta sýningin á Kæm Je- lenu í þetta skipti er þriðju- daginn 17. maí og verður sýnt flest kvöld í þeirri viku. Auk þess verða fáeinar sýningar í júní. ANNA KRISTÍN ARNGRÍMSDÓTTIR og HILMAR JÓNSSON í hlutverkium sínum í Kæru Jelenu. Veöurathugunar- menn á Hveravöllum Veðurstofa fslands óskar að ráða tvo ein- staklinga, hjón eða einhleypinga, til veðurat- hugana á Hveravöllum á Kili. Starfsmennirnir verða ráðnir til ársdvalar, sem væntanlega hefst seint í júlímánuði 1994. Umsækjendur þurfa að vera heilsu- hraustir og reglusamir, og nauðsynlegt er, að a.m.k. annar þeirra kunni nokkur skil á meðferð véla. Tekið skal fram, að starfið krefst góðrar athyglisgáfu, nákvæmni og samviskusemi. ,Laun eru samkvæmt launa- kerfi ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, heilsufar, menntun, fyrri störf og meðmæl- um, ef fyrir hendi eru, skulu hafa borist Veðurstofunni fyrir 20. maí nk. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á Veður- stofu íslands, Tækni- og athuganasviði, Bústaðavegi 9, 150 Reykjavík, sími (91)- 600600. Borgarnes ^annsóknastofa mjólkuriðnaðarins mun flytj- ast til Borgarness (í húsnæði Mjólkursamlags Borgfirðinga) íjúlí-ágúst. Nokkrir starfsmenn óskast til starfa við stofuna í Borgarnesi: A. Starfsmaður með þekkingu/menntun á Örverusviðinu og/eða rannsóknastofumennt- un. Starfsreynsla nauðsynleg. Starfið felst í móttöku og meðferð mjólkursýna, gerlarækt- un, prófunum, framleiðslu gerlaætis o.a. efna, vörutiltekt, afgreiðslu pantana o.fl. B. Starfsmaður til hliðstæðra starfa. Reynsla af störfum á rannsóknastofu æskileg. C. Aðstoðarmaður við gæslu sjálfvirkra mælingartækja, töivuskráningu gagna, pökk- un og frágang sendinga o.fl. Sérmenntunar ekki krafist. Hlutastarf kemur til greina í öllum tilfellum. Ath.: Starfsmaður skv. lið A þarf að geta hafið störf sem fyrst í Reykjavík, þar sem starfsemin er nú. Skriflegar umsóknir með sem fyllstum upp- lýsingum þurfa að berast framkvæmdastjóra fyrir 15. maí nk. Athugið að tilgreina hvaða starf er sótt um. Rannsóknastofa mjólkuríðnaðarins, pósthólf5166, 125 Reykjavík. Útboð Póstur og sími óskar eftir tilboðum í land- póstþjónustu frá póst- og símstöðinni á Sauðárkróki, um Rípurhrepp, Viðvíkurhrepp, Hólahrepp og Akrahrepp. Dreifing mun fara fram þrisvar sinnum í viku frá póst- og símstöðinni á Sauðárkróki. Afhending útboðsgagna fer fram hjá stöðvar- stjóra, póst- og símstöðinni á Sauðárkróki, frá og með 3. maí 1994, gegn 2.000 kr. skila- tryggingu. Tilboðum skal skilað á sama stað eigi síðar en 2. júní 1994 kl. 10.00. Tilboð verða opnuð sama dag kl. 10.30 á póst- og símstöðinni á Sauðárkróki, að viðstöddum þeim bjóðend- um, sem þess óska. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. PÓSTUR OG SÍMI Póstmálasvið - 150 Reykjavík. Útboð Póstur og sími óskar eftir tilboðum í land- póstþjónustu frá póst- og símstöðinni á Sauðárkróki, um Staðarhrepp, Seyluhrepp og Lýtingsstaðahrepp. Dreifing mun fara fram þrisvar sinnum í viku frá póst- og símstöðinni á Sauðárkróki. Afhending útboðsgagna ferfram hjá stöðvar- stjóra, póst- og símstöðinni á Sauðárkróki, frá og með 3. maí 1994, gegn 2.000 kr. skila- tryggingu. Tilboðum skal skilað á sama stað eigi síðar en 2. júní 1994 kl. 10.00. Tilboð verða opnuð sama dag kl. 10.30 á póst- og símstöðinni á Sauðárkróki, að viðstöddum þeim bjóðend- um, sem þess óska. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. PÓSTUR OG SÍMI Póstmálasvið - 150 Reykjavík

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.