Alþýðublaðið - 19.05.1994, Síða 2

Alþýðublaðið - 19.05.1994, Síða 2
2 (a) ALÞÝÐUBLAÐIÐ__________________ HPÍWIiMB HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverö kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Húsaleigubætur eru velferð og siðbót í senn Aðstoð hins opinbera við einstaklinga vegna íbúðaröflunar hef- ur verið snar þáttur í velferð Vesturlanda. Island er engin undan- tekning hvað þetta varðar. Hingað til hefur þó opinber aðstoð miðast fyrst og fremst við kaupendur íbúðarhúsnæðis. Með frumvarpi félagsmálaráðherra um húsaleigubætur hefur verið bætt úr þessu. Leigjendur hafa verið tiltölulega réttlaus hjörð til þessa. Leigumarkaðurinn sem slíkur hefur verið stór hluti af neð- anjarðarhagkerfmu. Þar sem leigutekjur hafa verið svartar tekjur í miklum mæli hafa leigjendur ekki getað nýtt sér skattaívilnanir vegna leigugjalda. Reyndar var sá réttur aðeins löglegur í nokk- ur ár en á ámnum 1981 til 1988 höfðu leigjendur rétt til skatta- ívilnunar og var heimilt að draga helming greiddrar leigu frá tekjum. Þessi heimild var felld niður með upptöku staðgreiðslu-' kerfís skatta. Húsaleigubætur hafa það tvíþætta markmið að koma á niður- greiðslu á húsnæðiskostnaði hjá tekjulágum einstaklingum og jafnframt draga úr þeim aðstöðumun sem í dag ríkir með tilliti til þess hvort um er að ræða eigendur eða leigjendur að íbúðarhús- næði. Kostnaðarþátttaka vegna húsaleigubóta skiptist milli sveit- arfélaga og ríkissjóðs. Húsaleigubætumar stuðla ennfremur að því að einstaklingar eignast meira val milli eignar og leigu og veita þar með ungu fólki eða tekjulitlum einstaklingum svigrúm til að vera á leigumarkaði meðan verið er að byggja upp sparnað til fasteignakaupa. Leigjendur em sá hópur í þjóðfélaginu sem að jafnaði er tekjulægstur og eignaminnstur. Aðstoð við leigjendur hefur verið mjög af skomum skammti til þessa. Samræmdar reglur hafa ekki verið neinar. I dag veita sveitarfélögin skjólstæðingum sínum aðstoð í formi leigu á ódým húsnæði í eigu sveitarfélaga og þátttöku í húsaleigukostn- aði. Reglur sveitarfélaganna em mjög mismunandi. Með fmm- varpi um húsaleigubætur er það lagt í hendur sveitarstjóma hvort greiddar verði húsaleigubætur. Fmmvarpið felur því ekki í sér al- mennan rétt leigjenda til húsaleigubóta. Það þarf viðkomandi sveitarstjóm til að samþykkja gildistöku húsaleigubóta þar eð sveitarfélagið greiðir 40% af húsaleigubótunum en ríkið 60%. Það hlýtur hins vegar að vera hagur sveitarstjóma að samþykkja að upp verði teknar húsaleigubætur því ugglaust lækka útgjöld sveitarfélaga vegna húsaleigukostnaðar félagslegra bótaþega á móti. Ekki síst munu húsaleigubætur bæta ástandið á leigumark- aði vemlega. Svört leiga mun sjálfkrafa hverfa við tilkomu húsa- leigubóta þar sem leigutakinn gefur upp húsaleigu til að eiga kost á húsaleigubótum. Þannig verða húsaleigubætunar sjálf- krafa hreinsun í annars gmggugu vatni. Húsaleigubætur félagsmálaráðherra hafa verið gagnrýndar meðal annars fyrir að skapa hættu á að verð á leigumarkaði hækki. Húsaleiga er almennt mjög há á íslandi. Vemlegt fram- boð er einnig á leiguíbúðum. Það er því vafasamt að húsaleiga muni hækka á næstunni með tilliti til greiðslugetu almennings og lágrar verðbólgu. Húsaleigubætumar auka einnig þrýstinginn á að leigusalar gefí upp leigutekjur til skatts. Háar leigutekjur þýða auðvitað hærri skattgreiðslur af tekjunum. Það er því vafasamt að húsaleigubætur muni hækka húsaleigu á markaði. Þvert á móti er það hagur leigusala að hið opinbera tryggir stóran hluta leigunnar. Húsaleigubótum er ætlað að taka til varanlegra leigu- sambanda en ekki skammtímaleigu. Þess vegna ýta húsaleigu- bætumar undir lengri leigusamninga sem óneitanlega hlýtur í flestum tilfellum að vera leigusölum til góða. Alþingi hefur afgreitt húsaleigubætumar fyrir sitt leyti. Áfram- haldið er undir sveitarstjómunum komið. I Reykjavík, stærsta svæði leigutaka, hefur Reykjavíkurlistinn fagnað húsnæðisbót- unum. Minna hefur heyrst um málið frá sjálfstæðismönnum. Það verður forvitnilegt að heyra hvernig stærsta sveitarfélag landsins bregst við fmmvarpinu um húsaleigubætur. PÓLITÍK Fimmtudagur 19. maí 1994 Kosningaslagurinn í Reykjavík er að verða skemmtilegri og skemmti- legri. Árni Sigfússon hefur nú lýst því yfír að svonefndar „grímuauglýsingar“ verði lagðar til hliðar í þágu mann- úðar og mannelsku á andstæð- ingum. En grímuballinu er síður en svo lokið. Ýmsir em óðum að fella grímuna og enn aðrir að setja hana upp. Og svo em sumir að fella grímuna á öðr- um og öfugt. Um þetta fjalla Rökstólar í dag. Ritstjórar Morgunblaðsins kasta grímunni Grímudansleikurinn hófst í Morgunblaðinu. í auglýsingu þar sem fjöldi manna stóð með grímu fyrir andlitinu var spurt á bak við hvaða grímu Alfreð Þorsteinsson fæli sig. Við fengum aldrei svar við því en nú hefur borgarstjóri lýst því yfir að gímuballinu sé lokið og Alfreð verði bara áfram bak við eina grímuna. Ritstjórar Morgunblaðsins gerðu þó enn betur og felldu grímuna fyrr í mánuðunum þar sem þeir hættu að þykjast vera líberal. Þeir lýstu því há- tíðlega yfir í einum tveimur Reykjavíkurbréfum að Morg- unblaðið styddi Sjálfstæðis- flokkinn í Reykjavík, setti x við D á kjördag þótt blaðið væri engu að síður opið, víð- sýnt og allt það. Lesendur blaðsins vom eiginlega orðnir hálfhlessa á þessu umburðar- lyndi ritstjóranna sem földu sig bak við alls kyns grímur. Stundum meira að segja á bak við grímur foringja Álþýðu- flokksins eins og í fiskveiði- stefnu, velferðarmálum, menningarmálum, heilbrigðis- málum, peningamálum, ríkis- fjármálum, landbúnaðarmál- um og vaxtamálum. Og enn meira vom lesendur Morgunblaðsins orðnir hlessa á umburðarlyndi forráða- manna Sjálfstæðisflokksins sem lásu Moggann sinn ein- sog hvert annað Alþýðublað í skrautbúningi. Að lokum hlaut að draga til tíðinda. Tíðindamanni Rökstóla er ekki kunnugt með hvaða hætti, en skyndilega köstuðu ritstjórar Morgunblaðsins grímunni. Og viðurkenndu að þeir styddu D- listann. Og Árni Sigfúss og kó gátu varpað öndinni léttar. Staksteinar svipta grímunni af Guðmundi Magnússyni og DV En greinilega hafa sjálfstæð- ismenn ekki verið nógu ánægðir með játningar rit- stjóra Morgunblaðsins sem iðrast fyrri synda sinna og tek- ið niður grímuna í þágu D-Iist- ans. Alla vega hefur nú Morg- unblaðið byrjað að taka niður grímur annarra manna. í Staksteinum í gær gaf að líta afar fróðlega úttekt á leið- ara DV frá 11. maí en sú for- ystugrein fjallaði um kosning- amar í Reykjavík. Staksteinar byrja á því að vitna í grein eft- ir Jónas Haraldsson frétta- stjóra DV og gera óspart gys af fréttastjómnum og yfirlýs- ingum hans að DV sé „frjálst og óháð,“ og á því byggist til- vemgmndvöllur þess og traust tugþúsunda kaupenda blaðs- ins. Því í kjölfarið birta Stak- steinar glefsur úr umræddum leiðara sem Guðmundur Magnússon fyrrverandi Þjóð- minjavörður skrifaði. Og Staksteinar bæta um bet- ur. Þeir taka niður grímu Guð- mundar og þar með er gyrt niður um DV, ritstjórana, fréttastjórana og alla blaða- mennina. Við blasir hið bláa hörund blaðsins undir rauðstr- ípuðum buxunum. Og Staksteinar klykkja út með: „Eftir þennan leiðara hlýtur fréttastjórinn að gera sér einhveija grein fyrir því við hvað blað hann vinnur. DV er augljóslega frjálst og óháð stuðningsblað Sjálfstæðis- flokksins - og fer vel á því.“ Munu Staksteinar fella grímuna fyrir Tímann? Það er sem sagt í tísku að rit- stjórar felli niður grímumar. Auðvitað er það skiljanlegt frá sjónarhomi ritstjóra Morg- unblaðsins að fleiri felldu grímuna en þeir. Og því nær- tækast að grípa til DV. Það var kannski óþarfi að niðurlægja auntingja fréttastjóra DV svona í Ieiðinni, en hvað gera menn ekki sem komnir em í kosningaham? Nú bíðum við spennt eftir frainhaldinu. Tíminn er gefinn út af eig- endum DV og því skammur gangur þar á milli. Fyrst að Staksteinar em búnir að taka ofan grímuna fyrir Jónas Har- aldsson, Jónas Kristjánsson, Ellert, Hauk Helgason og alla hina, hlýtur að vera áfram haldið. Næst taka Staksteinar sennilega ofan grímuna fyrir Jón Kristjánsson ritstjóra Tímans og finna á einhvem hátt út að hann sé stuðnings- maður D-listans og það fari vel á því. Fléttan gæti orðið einhvem veginn svona: DV er fijálst og óháð stuðningsblað Sjálfstæð- isflokksins. Það gefur út Tím- ann. DV er því einnig frjálst og óháð stuðningsblað Tím- ans. Þar með hlýtur Tíminn að vera frjálst og óháð stuðnings- blað Sjálfstæðisflokksins. Stöð 2 fellir grímu Rásar 2 og BSRB feykir burt grímu Stöðvar 2 Stöð 2 hefur einnig dansað á grímudansleiknum. Fréttastofa stöðvarinnar benti á að yfirmaður Rásar 2 hefði tekið ofan grímuna og stutt R-listann opinberlega. Þar með tók Stöð 2 ofan grím- una fyrir Sigurð G. Tómas- son sem áður hafði sjálfur tek- ið ofan grímuna í auglýsingu sem birtist í Mogganum. Og Stöð 2 bætti einnig um betur og tók grímumar á þremur öðram á Rás 2 sem einnig studdu Reykjavíkurlistann í sömu auglýsingu. Ögmundur Jónasson for- maður BSRB svipti hins vegar grímunni af Elínu Hirst fréttastjóra Stöðvar 2 í I. maí- ræðu sinni og auk þess grím- unni af ritstjómm Morgun- blaðsins sem voru í þá mund að bisa við að taka sjálfir af sér grímuna. Ögmundur svipti einnig grímunni af ritstjómm DV en þá var Morgunblaðið ekki búið að svipta grímunni af þeim. Sjálfur hefur Ög- mundur enn ekki tekið af sér grímuna og menn vita því ekki hvort hann styðji Reykjav- íkurlistann. Varla styður hann þó D-listann. Gaman verður hins vegar að fylgjast með því hvort Morgunblaðið taki grím- una af Ögmundi og sanni að hann kjósi Áma Sigfússon og færi vel á því. Það sem truflar mann þó í öllum þessum grímudansleik er að menn em famir að fella grímumar og rífa þær hver af öðrum áður en ballið er búið. í mínu ungdæmi tóku menn niður grímumar með elegans á miðnætti þegar grímudans- leiknum lauk.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.