Alþýðublaðið - 19.05.1994, Page 4

Alþýðublaðið - 19.05.1994, Page 4
4 (a) ALÞÝÐUBLAÐIÐ FUNDIR Fimmtudagur 19. maí 1994 p 'msi llll fráé fQGJCiSRJfiL rnm Hafl einhver gengið með þá grillu í höfðinu að sátt væri að skapast um fiskveiðistefnuna og friður og ró að færast yflr þann málailokk þá er hinum sama óhætt að endur- skoða hug sinn. Alþingi var vart búið að samþykkja breyt- ingarnar á lögunum um stjórn Fiskveiða þegar hagsmuna- aðilar voru komnir í hár saman, ásamt því að enn ein svört skýrslan um horfur í fiskveiðum leit dagsins ljós. Krókaleyfíð áfram Eitt mesta hitamálið sem Alþingi glímdi við var hið svokall- aða krókaleyfi smábáta. Sainkvæmt þeim lagatexta sem var í gildi hefðu allir smábátar á krókaleyFi farið inn í aflamarkskerf- ið J. september á þessu áii og fengið til skíptanna um það bil 4000 tonna afla. Ekki þarf mikla skarpsýni til að sjá að hefði þetta gengið eftir hefði útgerð þessa flota lagst af á einu bretti. Tvíhöfðanefndin margfræga sem skipuð var af sjávarútvegs- ráðherra til að endurskoða fiskveiðilögin lagði til að krókaleyf- isbátamir færu allir á aflamark og fengju til skiptanna 13 til 14 þúsund tonn. Á fundaherferð sinni hringinn í kring um landið kom hins vegar ekkert fram hjá nefndinni að við þær hugmynd- ir víir mikil andstaða. Niðurstaða Alþingis var að lögfesta krókaleyfið áfram, en setja þak á veiðar þeirra sem miðast við meðalafla krókaveiði- flotans tvö síðustu fiskveiðiár, eða um 21.500 tonn af þorski. Að auki er hið nýja krókakerfi með mun strangari sóknartak- markanir en hið gamla. Þannig bætast við þá banndaga sem fyrir voru í gamla keifinu sex banndagar í mánuði, það er þrír dagar um aðra og fjórðu helgi hvers mánaðar. Banndagar þess- ara báta eru því orðnir að lágmarki 136 á ári. Nýja kvótakerfið er einnig þeim breytingum háð að fari afli fram úr meðalveiði þessa flota á fyrirfram mörkuðum tímabil- um innan ársins, íjölgar banndögum á sania tímabili árinu sið- ar, eftir þar til gerðri reiknireglu. Smábátaeigendur virðast ekkert sérlega upprifnir yfir niður- stöðunni. Þeir segja veður og ytri aðstæður skammta þessum aðilum sóknardaga af yfirdrifinni sparsemi þó annað bætist ekki þar ofan á. A sama tíma telja forsvarsmenn stærri útgerða aUt of langt gengið til móts við smábátaeigendur á krókaleyfi. Veiðar þeirra komi beinlínis í veg fyrir hagræðingu í sjávarút- veginum. Aflamarksmenn afar óhressir Útgerðaraðilar minni skipa á afiamarki eru ntjög óhressir þessa dagana. Þeir benda á að engir hafi farið jcifn illa út úr þorskskerðingunum, því stærstur hluti þeina veiðiheimilda sé í þorski og möguleikar minni skipa og báta til annarra bjargráða nijög takmarkaðir. Því hefði verið eðlilegt að löggjafinn rétti þeina hlut innan kerfisins. Það hafi hins vegar ekki verið gert. Margir þingmanna ræddu vanda þessara aðila, sérstaklega í umræðum um frumvarp sjávarútvegsráðherra. Allar tillögur sem fram komu um aðstoð þeim til handa voru hins vegar felld- ar í atkvæðagreiðslum. Það er því langt í land með að þessir aðilar séu sáttir við framgang mála. Heyrst hefur meðal þeiiTa, að fyrst pólitísk lausn hafi ekki komið fram á þeirra málum muni þeir leita rétt- ar síns fyrir dómstólum með tilvísan til ákvæða stjórnarskrár- innar um eignarrétt og atvinnufrelsi. Enn ein svört skýrsla Fyrir nokkrum dögum kom fram skýrsla frá vinnuhópi um nýtingu fiskistofna. Vinnuhópur þessi var myndaður af aðilum frá Hafrannsóknastofnun og Þjóðhagsstofnun, ásamt tveimur utanaðkomandi aðilum. Ohætt er að segja að hér sé enn ein svört skýrsla á ferðinni um fiskveiðamar. Þá em í skýrslunni settir upp líkindareikn- ingar um þorskveiðar í framtíðinni, raunar allt til ársins 2023, eða þtjá áratugi fram í tímann. Ekki er nokkur vafi á því að skýrsla þessi á eftir að verða mikið í umræðunni þegar nálgast ákvörðun um úthlutun afla- marks fyrir næsta fiskveiðiár og mun þar sitt sýnast hveijum. í skýrslunni er dregin upp dökk mynd af framtíðinni verði þorskafii aukinn að einhverju marki frá því sem nú er. í henni stendur raunar orðrétt, að 7% líkur eru á hmni hans (þorskstofnsins) sé 175.000 tonna afla haldið til streitu". Yrði aflamark næsta fiskveiðiárs ákveðið eftir þessari ábend- ingu yrði raunar um samdrátt að ræða. Hversu alvurlega ráðamenn munu taka niðurstöður vinnu- hópsins eru erfitt að segja til um. En hætt er við að vcrði þorsk- veiðiheimildir áfram að jafn skornum skammti og á yfirstand- andi fiskveiðiári heldur stríðið áfram um kvótakerfið. Hvert ár- ið af öðm hafa veiðinienn talið að „nú væri botninum náð og ekki meira skorið niður". Þessar vonir hafa brugðist jafn óðum og engin trygging sjáanleg að botninum sé loks náð á yfirstand- andi fiskveiðiári. Sveitarstjómarkosningar 1994: Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra verður á ferð um landið fram að kosningum Fimmtudagur 19. mai HAFNARFJÖRÐUR: Klukkan 13.00 tU 16.00; KÓPAVOGUR: Viðtalstmii í Hamraborg 14a, n. hæð, klukkan 16.00 td 18.00. Föstudagur 20. maí SUÐURNESJABÆR: Virttalstími í Flughótelinu klukkan 17 til 17. Grillveisla klukkan 1730 til 19.00. Laugardagur 21. maí REYKJAVÍK: Heimsóknir á kosningaskrifstofiir Reykjavíkurlistans. Þriðjudagur 24. maí AKRANES: Klukkan 1330 til 1530; BORGARNES: Viðtalstími í Svarfhóli klukkan 17.00 til 18.00. Miðvikudagur 25. maí SIGLUFJÖRÐUR: Stjómmálafundur klukkan 20.30. Fimmtudagur 26. maí SIGLUFJÖRÐUR: Viðtalstími á bæjar- skrifstofunum klukkan 09.00 til 10.00; SAUÐÁRKRÓKUR: Fundur með flokksfólki klukkan 12.00 til 1330. Við- talstími á bæjarskriístofum klukkan 14.00 td 15.00); HUSAVÍK: Stjómmálafundur. Föstudagur 27. maí: HÚSAVÍK: Viðtalstími á bæjarskrifstof- um klukkan 09.00 til 10.00; AKUREYRI: Viðtíilstími á bæjarskrifctofum kfukkan 13.00 til 14.00. Kratarós dreift með fram- bjóðendum. Bókun viðtala og nánari upplýsingar eru gefiiar á skrifetofum viðkomandi bæjar- og sveitarstjóra og á kosningaskrifctofiim jafnaðarmanna. A öUum stöðunum heim- sækir Jóhanna vinnustaði og stofiianir, ræðir við sveitarstjómarfólk og hittir jafii- aðarmenn á kosningaskrifstofunum. Alþýðuflokkurinn - Jafnaðannannaflokkur íslands. J Kosningaskrifetofiir: KÓPAVOGUR Hamraborg 14a. Sími 91-44700. Fax 91-46784. Tengiliður Hulda Finnbogadóttir. HAFNARFJÖRÐUR Strandgata 32. Sími 91-50499. Fax 91-655559. Tengiliðir Tryggvi Harðarson og Valgerður M. Guðmundsdóttir. GARÐABÆR Við Garðatorg. Sími 91-657622. Tengiliður Halldór Magnússon. MOSFELLSBÆR Háholt 14. Sími 91-668690. Tengiliður Sylvía Magnúsdóttir. SUÐURNESJABÆR Hafnargata 31. Sími 92-13030. Fax 92-12092. Tengiliður Arnór Benónýsson. GRINDAVÍK Víkurbraut 26. Sími 92-68138. Fax 92-67620. Tengiliðir Kristmundur Ásmundsson og Albína Unndórsdóttir. AKRANES Vesturgata 53. Sími 93-11716. Fax 93-14160. Tengiliður Ingvar Ingvarsson. BORGARNES Svarfhóll. Sími 93-71197. Fax 93-71041. Tengiliðir Sigurður Már Einarsson og Hólmfríður Sveinsdóttir. SNÆFELLSBÆR Höfði á Ólafsvík og Virkið á Rifí. Sími í Ólafsvík 93-61682. Sími á Rifi 93-66692. Tengiliðir Þröstur Kristófersson og Gylfi Magnússon. PATREKSFJÖRÐUR Aðalstræti 1. Símar 94-1221 og 94-1173. Tengiliðir Óiafur Arnfjörð og Tony Tayag. ÍSAFJÖRÐUR Aðalstræti 26. Sími 94-5398. Fax 94-4297. Tengiliður Árni Sædal. SKAGASTRÖND Miðnes. Símar 95-22624 og 95-22710. Tengiliðir Steindór Haraldsson og Björgvin Brynjólfsson. SAUÐÁRKRÓKUR Aðalgata 21. Sími 95-35487. Fax 95-36045. Tengiliður Björn Sigurbjörnsson. SIGLUF J ÖRÐUR Aðalgata 18. Sími 96-71402. Fax 96-71399. Tengiliður Kristján L. Möller. AKUREYRI Gránufélagsgata 4. Sími 96-24399. Fax 96-24999. Tengiliður Jón Ingi Cæsarsson. HÚSAVÍK Garðarsbraut 62. Sími 96-42001. Fax 96-42233. Tengiliður Jón Ásberg Salómonsson. ESKIF J ÖRÐUR Strandgata 78. Sími 97-61306. Tengiliður Katrín Guðmundsdóttir. BOLUNGARVÍK Hafnargata 37. Sími 94-7049. Fax 94-7050. Tengiliður Sigurður Þorleifsson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.