Alþýðublaðið - 19.05.1994, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.05.1994, Blaðsíða 8
8 (a) ALÞÝÐUBLAÐIÐ Kjötmeistari 1994: Páll Hjálmarsson yanntítílinn FAGKEPPNI Meistarafélags kjötiðnaðar- manna „íslenskir kjötdagar“ var haldin í annað sinn hér á landi á dögunum. Alls tóku 43 einstak- lingar frá 17 fyrirtækjum þátt í henni og sendu 130 vörur í keppnina. í keppni til kjötmeistara eru hæst gefin 300 stig. Páli Hjálmarsson frá Kjötiðnaðarstöð KEA á Akureyri varð stiga- hæstur með 282 stig og hlýtur því titilinn Kjöt- meistari 1994. Páll fékk gullverðlaun fyrir vínarpylsur, Peder- sen-salami, úrbeinað hangilæri og reyktan lax og bronsverðlaun fyrir sviðasultu. í dómnefnd störfuðu fimm kjötiðnaðarmenn og einn matvælafræðingur og kom yfírdómari keppninnar frá Danmörku. Auk einfaldrar keppni, þar sem hver vara er dæmd fyrir sig, er keppt til verðlauna innan sex vöruflokka. Þá er veitt viðurkenning fyrir athyglisverðustu nýjung- ina. Loks fær sá sem hlýtur flest stig samanlagt í öll- um flokkunum titilinn Kjötmeistari 1994. í flokki hrárra og soðinna kjötvara varð Hrönn Káradóttir frá Kjötiðju KÞ á Húsavík meistari fyrir úrbeinaðan hangiframpart. í flokki soðinna matar- og áleggspylsa sigraði Páll Hjálmarsson fyrir vínar- pylsur. Jónas F. Hjartarson frá Meistaranum í Reykjavík fékk gullið fyrir hrápylsur. Hann sigraði líka í framleiðslu á kæfu og patéum og fyrir hrein- dýrapaté. Ævar Austfjörð frá Kjötiðnaðarstöð KEA fékk gull fyrir blóðmör og Amar S verrisson hjá Síld og fiski í Hafnarfirði vann flokk fyrir sérvörur og nýjungar með hráskinku. Katla hf. veitir farandverðlaun fyrir athyglisverð- ustu nýjungina. Margar vörur komu þar til greina. Mikill áhugi virðist á framleiðslu á alls konar hrás- kinku og hráu hangikjöti svo og vörum úr laxi og silungi. Dómnefndin valdi þó ákveðna gerð af paté sem athyglisverðust nýjungina. Verðlaunahafinn í þessum flokki var kjötiðnaðarmeistarinn, veiði- maðurinn og þingeyingurinn Kristján R. Amarson frá kjötiðju KÞ á Húsavík fyrir svartfuglapaté með rósahlaupi. PÁLL HJÁLMARSSON Kjötmeistari 1994 (frá Kjötiðnaðar- stöð KEA)tekur við viðurkenningu frá Halldóri Blöndal land- búnaðarráðherra. Reykjavíkurlistinn: Menningarhátíð haldin í Glæsibæ í KVÖLD, fimmtudagskvöld, býður Reykja- víkurlistinn íbúum gömlu austurborgarinnar og öðrum Reykvíkingum til menningarhátíðar í hverfamiðstöðinni í Glæsibæ Álfheimum 74. Hátíðin hefst klukkan 20.30 og er dagskráin á þá leið að Bjöm Bjömsson bariton syngur við undir- leik Guðbjargar Sigurjónsdóttur. Þá mun Kristín Omarsdóttir lesa úr eigin verkum. Fríður Sigurðardóttir og Halla Jónasdóttir syngja dúetta við undirleik Kára Gestssonar og Elísabet Jökulsdóttir les úr eigin verkum. Auk þess mun Reynir Jónasson þenja nikkuna. Borgarstjóraefni Reykjavíkurlistans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flytur stutt ávarp. Hverfamiðsöðin í Glæsibæ er opin á virkum dög- um frá klukkan 16 til 22 og frá klukkan 13 til 20 um helgar. Sími 886262. MMUMÐ Fimmtudagur 19. maí 1994 Heildarútlán banka og sparisjóða á síðasta ári 184 milljarðar: Afskriftirnar 5,2 milljarðar Hlutfallslega mestar afskriftir vegna fiskeldis AFSKRIFTIR við- skiptabanka og spari- sjóða á árinu 1993 námu rúmlega 5.2 millj- örðum króna. Heildar- útlánin af frádregnum lánum til ríkis og sveit- arfélaga námu á sama tíma 184 milljörðum króna. Hlutfallslega þurfti að afskrifa mest á síðasta ári vegna fisk- eldis. Næstefst á lista glataðra útlána er bygg- ingastarfsemi, síðan iðn- aður,verslun og þjón- usta. Minnstu afskrift- irnar í atvinnugreinum urðu í sjávarútvegi. Hlutfallslega eru lang- minnst útlánatöp vegna lána til einstaklinga. Þessar tölur eru unnar upp úr gögnum frá Lands- banka íslands, Búnaðar- banka íslands, íslands- banka, Samband ís- lenskra sparisjóða og Hagdeild Seðlabanka Is- lands fyrir Samtök fisk- vinnslustöðva. Af tölum lánastofnanna kemur fram, að á síðastliðnum þremur árum hafa bankar og sparisjóðir afskrifað tæplega 10,5 milljarða króna. Afskriftir viðskipta- banka og sparisjóða árið 1993 á lánum til fyrir- tækja og einstaklinga í hlutfalli við skuldastöðu þeirra í árslok 1993 er sem hér segir: Fiskeldi og landbúnaður: 10,9%, byggingastarfsemi 7,1%, iðnaður 4,6%, verslun og þjónusta 2,7%, sjávarút- vegur 2,5% og einstak- lingar 1%. Tekið skal fram að útlánastofnanir flokka ftskeldi og land- búnað undir eitt en ljóst er að afskriftir vegna land- búnaðs eins og sér eru hverfandi litlar. Samkvæmt saman- burðartölum frá útlána- stofnunum hefur verið mest lánað á árinu 1993 til verslunar og þjónustu (29,5%), þá sjávarútvegs (útgerð og fiskvinnsla) (20,5%), fiskeldis (16,9%), iðnaðar (15,5%), einstaklinga (10,7%), byggingaverk- taka (6,1%) og landbún- aðar (0,8%). Markaðssókn í Rússlandí - verðí efld tíl miina og Hafnarsamband sveitarfélaga gefi út rit á rússnesku. Þetta er meðal tillagna neftidar um aukin viðskipti Islands og Rússlands MARGRÉT S. BJÖRNSDÓTTIR, formaður nefndar sem iðnaðar- og viðskiptaráðlierra skipaði leita leiða til að auka viðskipti Islands og Rússlands. Nefndin leggur meðal annars til að markaðssókn i Rúss- landi verði aukin og áhersla lögð á tœkjabúnað fyrir fiskvinnslu og veiðar, orkumál og byggingariðnað. NEFND SEM Sighvat- ur Björgvinsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra skipaði til að leita leiða til að auka viðskipti Islands og Rússlands hefur skil- að tillögum sínum. Meðal þess sem nefndin leggur til er að iðnaðar- og við- skiptaráðuneytið leiti eft- ir samstarfi við Hafnar- samband sveitarfélaga um útgáfu rits á rúss- nesku fyrir skip og út- gerðir þeirra. í þessu riti á að kom fram helstu upplýsingar um þá þjónustu sem í boði er í íslenskum höfnum, reglur sem gilda um við- skipti með fisk, sóttvamar- og heilbrigðisreglur svo og reglur um aðra vöru og þjónustu er snerta þessi skip eða áhafnir þeirra. Nefndin telur að það þurfi að greiða fyrir og gera hagkvæmari hvers kyns viðskipti í gegnum hafnir landsins, þannig að viðskipti séu sem einföld- ust og við séum þar á öll- um sviðum samkeppnis- fær við aðrar þjóðir í verði jafnt sem þjónustu. Stuðla þarf að auknum viðskipt- um með fisk með breyting- um á reglum og samning- um á milli þjóðanna á sjáv- arútvegssviðinu. Þá þarf að styðja markaðsaðgerðir í Rússlandi og auðvelda viðskipti við þarlenda að- ila með útflutningslánum, tryggingum eða annarri þjónustu ljármálafyrir- tækja. Nefndin fundaði meðal annars með Jouri A. Rec- hetov sendiherra Rúss- lands sem sagði að ekki einungis hinar formlegu reglur skiptu máli, heldur allt eins framkvæmd þeirra og það viðmót sem Rússar mættu hér á landi. Nefnd- armenn segja fullljóst að viðskipti við Rússland, einkum á sjávarútvegs- sviði, munu búa við ýmsar ytri takmarkanir nema að pólitísk lausn fáist í deilu landanna um veiðar í Bar- entshafi, það er Smugu- deilan. Lækkun gjalda í tillögum nefndarinnar segir að í því skyni að auka möguleika hafna til að keppa um viðskipti við- komuskipa sé því beint til samgönguráðuneytisins að það endurskoði núgildandi reglugerð er geri hafnar- stjórum mögulegt að nýta sér heimildir laga til að draga úr gjaldtöku í höfn- um, án þess að slíkt hefði í för með sér skerðingu á framlagi hins opinbera. Ennfremur að hafnar- stjórnir haldi gjaldtöku í lágmarki og íjármálaráðu- neyti hlutist til um að toll- skoðunargjald verði fellt niður. Þeim tilmælum er beint til landbúnaðarráðuneytis- ins að það breyti reglugerð þannig að auðveldara verði að reka tollfrjálsar forða- geymslur með erlendar landbúnaðarafurðir fyrir viðkomuskip. Meðal þess sem nefndin leggur til er að umhverfisráðuneytið hafi forgöngu um að settar verði samræmdar reglu- gerðir um eftirlit með inn- flutningi á fiski og að það hlutist til um að fram- kvæmd þeirra verði eins á öllu landinu. Þar verði komið í veg fyrir óeðlileg- ar viðskiptahindranir, en tekið tillit til eðlilegs áhættumats, eins og dval- artíma í höfn, hvort um upp- eða útskipun er að ræða, umfangi umskipunar og reynslu af fyrri heim- sóknum. Tilmælum er beint til utanríkisráðuneyt- isins um að það ráði við- skiptafulltrúa við sendiráð- ið í Moskvu og tilnefni ræðismann í Murmansk. Einnig leggur nefndin til að markaðssókn í Rúss- landi verði aukin og áhersla lögð á tækjabúnað íýrir fiskvinnslu og veiðar, orkumál og byggingariðn- að. Formaður nefndarinnar var Margrét S. Bjömsdótt- ir frá iðnaðar- og við- skiptaráðuneyti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.