Alþýðublaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 1
MÁLGAGN A-LISTA JAFNAÐARMANNA VIÐTAL - Bjamþór Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumaður skipar 1. sœtið á A-lista jajhaðarmanna í Mosfellsbœ: sérstaldega nefna málejhi bama, unglinga, og málejhi aldraðra sem afar brýnt er að beina athygUnni að“ segir Bjamþór Bjarnþór Aðalsteins- son, rannsóknarlög- reglumaður, skipar 1. sæti A-lista jafnaðar- manna í bæjarstjórnar- kosningunum í Mosfells- bæ, laugardaginn 28. maí næstkomandi. Hann hefur búið í Mosfellsbæ síðan 1973, en stundað vinnu í Reykjavík og nú í Kópavogi. Bjarnþór er kvæntur Ingibjörgu Bernhöft, hjúkrunarfor- stjóra í Víðinesi á Kjalar- nesi. Þau eiga tvær dæt- ur, en Bjarnþór á þrjú uppkomin börn frá fyrra hjónabandi. Bjamþór Aðalsteinsson hefúr mestan hluta síns starfsaldurs verið lög- reglumaður, enda byijaði hann snemma í lögregl- unni, aðeins 19 ára gamall. Hann hefur verið í flestum deildum lögreglunnar, þar með talið sex ár í fíkni- efnadeild, en nú síðustu 11 árin sem rannsóknarlög- reglumaður hjá Rannsókn- arlögreglu ríkisins. Hann starfaði um tíma sem ör- yggisvörður hjá Samein- uðu þjóðunum í New York og hefur stundað ýmis aukastörf með lögreglu- starfmu, svo sem akstur leigubfla, ökukennslu og fleira. Er blaðamann Alþýðu- blaðsins bar að garði á heimili Bjamþórs var hann að gegna afahlutverkinu með því að sinna dóttur- dóttur sinni sem nú er rúm- lega tveggja mánaða göm- ul. „Þessi litla písl fæddist níu vikum fyrir tímann og var aðeins tæpar fimm merkur, eða 1240 grömm þegar hún kom í heiminn. Hún hefur daftiað ótrúlega vel og aldrei orðið mis- dægurt. Hún var einmitt skírð á hvítasunnudag, það er daginn sem hennar var í raun vænst í heiminn og heitir að sjálfsögðu Sunna Mjöll. Dóttir mín hefur talsverðar áhyggjur af því að ég ofdekri hana og má vel vera að hún hafi rétt fyrir sér,“ segir Bjamþór. Þroskandi starf - Þú byijaðir mjög ung- ur í lögreglunni og hefur mestan þinn starfsferil verið við lögreglustöif. Hvemig gagnast slíkt verðandi pólitíkus? „Það hefur löngum verið talið að lögreglumenn Bjamþór og Ingibjörg Bernhöft, eiginkona hans, ásamt dœtrum þeirra tveimur. upplifi oftlega þá reynslu á einum degi sem tekur aðra ef tfl vill alla ævina og sumir upplifa aldrei. Lög- reglustarfið er mjög þrosk- andi og tilbreytingarríkt. Þar er maður sjaldan að BJARNÞOR: „ lega póMskur og eins lengi og ég man qftur í tínuum hefég aðhyUstjafnaðar- mannastefnuna, Að sjálfsögðu hef ég ojtíega orðið ósáttur við Atyýðuflokkinn og afstöðu einstakra jafnaðarmanna til málefria, en stíktatttaftiðið hjá og kost- irnir orðið til að maður gleynúr ókost- unum. Bjarnþór sinnir afahlutverkinu. Þama er hann með Sunnu Mjöll, dótturdóttur sina, sem nú er rúmlega tveggja mónaða gömul. glíma við sömu verkefnin og þegar upp er staðið er það megin verkefni lög- reglumannsins að skilja mannlegt eðli og breysk- leika. Prestar sem hafa stundað lögreglustörf á námstíma sínum, fullyrða að sú reynsla sem þeir hafi við það öðlast sé þeim ákaf- lega mikils virði í þeirra störfum. Sumir prestar ganga svo langt að segja að það ætti að vera hluti af námi þeirra að starfa í lög- reglunni um tíma.“ - Nú varst þú um tíma í starfi hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Hvernig var að búa og starfa í New York? Voru það ekki mikil viðbrigði að koma frá friðsemdinni í Reykjavík í ógnaröld stórborgarinnar New York. ,Jú, að vísu vom þetta mikil viðbrigði en um leið mikil lífsreynsla sem mað- ur býr að alla ævi. Eg starf- aði sem öryggisvörður í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í rúmlega eitt og hálft ár. Starfið var ekki ólíkt því sem við eigum að venjast hér heima, en hætt- umar mun meiri og menn ávallt viðbúnir því versta.“ - Iþróttir hafa verið þér hugleiknar og eitthvað hefur þú reynt fyrir þér á því sviði? „Ég tel íþróttir hafa ákaflega miklu hlutverki að gegna, ekki bara á upp- vaxtarárunum heldur alla ævina. íþróttir sameina marga þætti sem öllum er afar nauðsynlegt að ástunda. Vil ég þar nefna að auk þess að efla líkams- styrk, efla íþróttir sjálfs- traust, þroska skapsmuni, veita félagsskap og era mjög afstressandi. Ég hef nú ekki verið neinn afreksmaður á íþróttasviðinu, en haft yndi af innanhússknattspymu og golfíþróttinni. Mest stunda ég núorðið golfíð, þar sem harkan í fótboltan- Ég hef haft mikinn áhuga á starfí í verkalýðs- félögum og unnið talsvert á því sviði í stéttarfélögum lögreglumanna. Ég er núna á þessum dögum að láta af störfum sem formaður Fé- lags íslenskra rannsóknar- lögreglumanna og ritari Landssambands lögreglu- manna. Þessi félagsstörf hafa verið mjög þroskandi og skemmtileg á margan hátt en að sama skapi kreíjandi." - Nú gefur þú kost á þér til staifa að bœjarstjóm- armálum Mosfellsbcejar. Er þetta ekki ólíkt þeirri pólitík sem gildir í félags- málunum? „Af mínum fyrstu kynn- um af þessari pólitík, „Við leggjum áherslu á að þjónustan við bæjarbúa verði efld á sem flestum sviðum og manngildi haft í fyrirrúmi. f þessu tilviki vil ég sérstaklega nefna mál- efni bama og unglinga, svo og málefni aldraðra sem afar brýnt er að beina at- hyglinni að í ríkara mæli. Þá er ekki úr vegi að staða fjölskyldunnar verði hugleidd og skilgreind á ári fjölskyldunnar. Einnig teljum við ekki síður mikilvægt að hin al- menni bæjarbúi fái að hafa áhrif á umhverfi sitt og verði hafður með í ráðum þegar ráðist er í stórfelldar framkvæmdir eða bæjar- sjóður tekur á sig stórfelldar langtíma Bjamþór í góðum félagsskap vaktfélaga hjá Sameinuðu þjóðunum þar sem hann starfaði um nokkurt skeið. um er of mikil þegar mað- ur er orðinn þetta gamall.“ Alltaf verið pólitískur - Hvenœr vaknaði pól- itískur áhugi þinn? „Ég hef alltaf verið ákaf- lega pólitískur og eins lengi og ég man aftur í tím- ann hef ég aðhyllst jafnað- armannastefnuna. Að sjálfsögðu hef ég oftlega orðið ósáttur við Alþýðu- flokkinn og afstöðu ein- stakra jafnaðarmanna til málefna, en slíkt alltaf lið- ið hjá og kostimir orðið til að maður gleymir ókost- unum. finnst mér hún á margan hátt áhugaverðari en fé- lagsmáhn. Ég verð hins vegar að játa að sá mikli áróður og það mikla íjármagn sem fer í þessar svokölluðu kynningar á frambjóðend- um og stefnum flokkanna er mér ekki að skapi.“ Efla þjónustuna - Hvað er það sem þið jafnaðarmenn í Mosfells- bce cetlið að leggja mesta áherslu á, komist þið til áhrifa? skuldbindingar. í dag er útsvarsprósenta hæst í Mosfellsbæ á öllu stór- Reykjavíkursvæðinu. Þetta viljum við skoða ítar- lega og kanna ástæður þess að hér þurfi að vera meiri álögur á íbúana en í ná- grannabyggðarlögunum. Ég veit að of langt mál væri að gera ítarleg skil á stefnumarkmiðum A-list- ans í Mosfellsbæ, en eitt höfum við haft að leiðar- ljósi, það er að vera ekki með einhveija loforðamllu sem einsýnt er að ekki er unnt að standa við,“ sagði Bjamþór Aðalsteinsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.