Alþýðublaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 4
4(c) Fimmtudagur 26. maí 1994 VIÐTAL - Sigurður Símonarson kennari skipar 2. sœtið á A- lista Jafnaðarmanna í Mosfellsbœ: Gagnrýnum stjómarhœtti sjálfstœðismanna Sigurður Símonarson skipar 2. sætið á A-lista Jafnaðarmanna í Mosfells- bæ. Hann er 52 ára, fæddur á Vatnsleysuströnd og er kennari að mennt. Kennslu- störf hefur Sigurður stund- að bæði í Hafnarfirði við Öldutúnsskóla og við Æf- mgaskóla Kennaraháskóla Islands, þar sem hann var lengst af æfingakennari og gegndi jafnframt stöðum æfingastjóra við Kennara- háskólann og yfirkennara við Æfingaskólann. Sigurð- ur stundaði framhaldsnám í uppeldis- og kennslufræð- um við Háskólann í Gauta- borg og 1985 réðist hann sem sveitarstjóri til Egils- staða og starfaði við það til vorsins 1991 er hann tók við starfi framkvæmdastjóra Norræna félagsins á íslandi. Um sfðustu áramót lét hann af því starfi og stundar nú kennslustörf á ný. Sigurður er kvæntur Jóhönnu Jó- hannsdóttur, fóstru, og eiga þau þrjú uppkomin börn. - Hver telur þú að verði helstu verkefni bœjarstjórn- ar Mosfellsbcejar á nœsta kjörtímabili? „Verkefni bæjarstjómar em mýmörg og þó ég vilji telja upp þau helstu sem ég vildi sjá unnin á næstu árum, geri ég mér fyllilega grein fyr- ir því að stærstur hluti af tíma bæjarstjómarfulltrúa fer í að sinna málefnum sem þeir hafa ekki valið sérstaklega að fást við, heldur koma til kasta bæjarstjómar í dagsins önn, ef svo má segja. Kjörin bæjarstjóm má þó ekki gleyma sér f slíkum verkefnum, heldur verður að vinna markvisst að stefnu- mótandi viðfangsefnum fyrir bæjarfélagið. Sveitarfélögin í landinu þurfa á næstunni að takast á við mjög stór verkefni sem munu færast alfarið til þeirra vegna breyttra laga um verka- SIGURÐUR SÍMONARSON: „Það mun koma að þvi, þó síðar verði, að takast mun að hnekkja veldi sjálfstœðismanna íMosfellsbœ.“ skiptingu ríkis og sveitarfé- laga og koma fyrst upp í hug- ann í því sambandi málefni gmnnskólans, heilbrigðismál, öldrunarmál og málefhi fatl- aðra. Allt em þetta stórir mála- flokkar og er brýn nauðsyn til þess að bæjaryfirvöld, það er bæjarstjóm og viðkomandi nefndir fari að móta þá heild- arstefnu sem vinna á eftir í Mosfellsbæ varðandi þá.“ - Hvað er það sem þið Imf- ið helst gagnrýnt bœjar- stjórnarmeirihluta Sjálf- stœðismanna fyrir? „Ég vil taka það ffam að gagnrýni okkar jafnaðar- manna beinist fyrst og ffemst að því hvemig sjálfstæðis- menn hafa stjómað bænum, ekki endilega á það hvað hef- ur verið gert. Að sjálfsögðu em einstök verkefni alltaf umdeild og höfum við í þeim efhum bent á að kaup bæjarins á húsnæð- inu í svonefndum Kjama er ráðstöfun sem við teljum að komi til með að kosta bæjar- félagið allt of mikið og koma þannig í veg fyrir að unnt verði að sinna öðmm nauð- synlegum framkvæmdum í bænum nema því aðcins að taka allt fjármagn vegna þeirra að láni. Þá teljum við að meirihluti sjálfstæðismanna hafi verið allt of sofandi í málefnum ungs fólks í bænum sem býr nú við algjört aðstöðuleysi fyrir sín félags- og tóm- stundamál, það er að segja sá hluti þeirra sem ekki stundar íþróttir reglulega með íþrótta- félaginu. Margt gott hefúr samt áunnist á undanfömum ámm og er sjálfsagt að viðurkenna það. Það er hins vegar það sambandsleysi sem ríkir milli bæjarstjómar og hins al- menna kjósanda sem við vilj- um sjá breytast á næsta kjör- tímabili. I þessu sambandi vil ég til dæmis nefna fjölgun borgara- funda sem bæjarstjóm stend- ur fyrir og reglulega útgáfu fréttabréfs bæjarstjómar þar sem greint er frá því helsta sem bæjarstjóm og nefndir bæjarins em að vinna að, svo og að sjálfsögðu auglýstur viðtalstími bæjarfulltrúa og formanna helstu nefnda bæj- arins.“ - Er eitthvað sem þú vildir segja að lokum? „Eg vil vera raunsær fyrir þessar kosningar og á því ekki von á að sveiflan til minni- hlutaflokkanna verði svo stór að jrcssu sinni að meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjar- stjóm falli. Eg tel það hins vegar raun- hæft markmið að fella þeirra 5. mann til þess að geta veitt sjálfstæðismönnum aukið að- hald á næsta kjörtímabili. Það mun svo koma að því, þó síð- ar verði, að takast mun að hnekkja veldi sjálfstæðis- manna í Mosfellsbæ.“ VIÐTAL - Aslaug Asgeirsdóttir kennari skipar 3. sœtið á A- lista jafnaðarmanna í Mosfellsbœ: Núvemndi mehihluti hefiir eytt langt um efidfram Áslaug ásgeirsdóttir fæddist í Reykjavík og ólst upp á Sólvallagötunni, nán- ast á sömu þúfunni í 28 ár. Heimilið var mannmargt, systkinin fimm auk foreldra og afa. „Skólagangan þarna í Vesturbænum var síðan mjög hefðbundin, það var Öldugötuskóli, Melaskóli, Hagaskóli og MR fyrir þá sem það kusu,“ segir Ás- laug. Hún lauk kennara- prófi frá Kennaraháskóla Islands árið 1975 og hefúr unnið við kennslu frá þeim tíma ásamt öðrum störfum. Áslaug er gift Halldóri Bjamasyni og eiga þau þrjú börn. - Hvaðan sœkir þú áhug- ann á pólitík? „Ætli ég hafi ekki skynjað eitthvað sem heitir réttlæti, ranglæti og siðleysi í umræð- unni heima hjá mér. Það var spjallað um ýmis málefhi, meðal annars um áfengis- vandann, bamavemd og jafn- réttismál kvenna vora þar of- arlega á baugi. Seinna meir fékk ég áhuga á að taka þátt í að móta mitt umhverfi, hafa eitthvað að segja til að skapa vænni heim fyrirbömin. Þetta er sjálfsagt baktería sem ég losna ekki við, hún er í blóð- inu.“ - Hvers vegna valdi fjöl- skyldan að setjast að í Mos- fellsbœ sem framtiðarstað? „Það er einmitt staðreynd- in, þetta er framtíðarstaður fyrir fjölskylduna, ef rétt er á málum haldið. Við fluttum hingað nánast beint efitir fjög- urra ára dvöl erlendis, fast- eignaverð hér var mun lægra en í Reykjavík fyrir sjö áram. Auk þess bjuggu tvær syst- ur mínar hér, böm létu vel af dvöl sinni í bænum og náttúr- an hér er óspillt. Ég fékk síð- an stöðu við Gagnfræðaskól- ann. Einnig má nefna að við eigum nokkra hesta sem okk- ur þótti fysilegt að flytja hing- að. Enda hefúr raunin orðið sú að öllum hefur liðið bærilega, ÁSLAUG ÁSGEIRSDÓTTIR ásamt eiginmanni sínum, Hatldóri Bjamasyni, og bömum fyrir framan heimili þeirra í Mosfellsbce: „Núverandi meirihluta hefur tekist nokkuð vel upp í að eyða langt um efni fram. Reyndar svo vel að nú blasa heilu fjöllin af óleystum mjúkum málum við þeim sem taka við eftir kosn- ingar.“ menn og skepnur fá hér nægt efni í tómstundir og útivera." - Nú hefur Sjálfstœðis- flokkurinn verið í meirihluta hér í 20 ár, hafa þeir ekki staðið sig þokkalega síðast- liðið kjörtímabil? „Þeir hófu kjörtímabilið á því að samþykkja, í trássi við vilja bæjarbúa, risastórt stjómsýsluhús sem firam- kvæmdafé bæjarins hefur að stóram hluta verið bundið í síðan. Þetta era aðalmistök þeirra og sem veltur inn á borð til þeirra fleiri vandræðum en þeir kæra sig um að viður- kenna. Staðan í dag er slík að Ijúka á við bygginguna (þar sem fermetrinn kostar 80 þúsund krónur), aukin heldur hefur verið samþykkt að byggja nýtt íþróttahús fyrir lánsfé upp á litlar 210 milljónir. Þannig liggur ljóst fyrir að málefni sem era í brennidepli munu sitja á hakanum.“ - Hvaða málefni eru það helst? „Það era málefni fjölskyld- unnar: Skólinn, dagheimilis- vistun, unglingamir okkar, aukið öryggi aldraðra, mál- efni fatlaðra, atvinnumálin og umhverfismál. I þessu sambandi má til að mynda nefna að Skálatún er hér í bæjarfætinum og starfs- fólk þar hefur á undanfömum áram þurft að notast við hita- veitustokkinn til að ýta heim- ilisfólki á hjólastólum inn í bæinn. Nú er búið að byggja upp slóða sem á að vera úrlausn fyrir þetta fólk en ekki vildi nú betur til við framkvæmd- ina en svo að hann endar beint inn á hringtorgi við Vestur- landsveg. Og sá vegur er auð- vitað þjóðbraut númer eitt með öllum þeim umferðar- þunga sem henni fylgir. Þetta eru auðvitað forkastanleg vinnubrögð. Lítið er gert til að gera ævi- kvöldið bærilegra, en örygg- ismál heimilismanna á DA- MOS eru ekki sem skyldi. Eitt lítið dæmi um hugsana- leysið er að það er ekki einn einasti bekkur til að tylla sér á í grennd við heimilið. Fólkinu er boðið upp á að þurfa ganga á götunni ef það þarf í versl- un. Núverandi meirihluta hefur tekist nokkuð vel upp í að eyða langt um efni fram. Reyndar svo vel að nú blasa heilu fjöllin af óleystum mjúkum málum við þeim sem taka við eftir kosningar." - Hvert er þitt stœrsta bar- áttumál? , J>að er að leysa húsnæðis- vanda skólans með ffamtíðina í huga. Yngri deild grann- skólans býr við þrengsli sem ósjálfrátt kemur niður á starf- inu í skólanum. Við fáum æ fleiri einstak- linga sem þurfa séraðstoð, og bara það eitt kallar á fleiri og betri úrræði en þau sem nú era til bráðabirgða. Síðast- nefndu Iausnimar hafa ein- mitt verið viðkvæðið hjá meirihluta sjálfstæðismanna hér í bæ. Mér finnst einfaldlega að forgangurinn ætti einu sinni að vera skólanna.“ • § GREIN- Ólafur Guðmundsson forvarnarfulltrúi skipar 6. sœtið á A-lista Jafnaðarmanna íMosfellsbœ: Oflugarforvamir eru besta ráðið gegn óreglu í umfjöllun fjölmiðla um fíkniefni nú að undanfomu kemur ffam að samkvæmt nýrri könnun eru nú í landinu um þijú hundmð „sprautu- fíklar". Þetta em hörmulegar fréttir því það að sprauta sig með vímuefnum er offast síðasta stigið í langri óregluþróun hjá einstaklingi. Flestir fíklanna byija ferilinn á að fara að fikta við reykingar mjög ungir. Þegar þeir era tólf, þrettán eða fjórtán ára gamlir byrja þeir að drekka áfengi. Einu til tveimur áram síðar byija þeir að reykja hass. Sextán, sautj- án eða átján ára era þeir famir að taka amfetamín í nefið og nokkrum árum síðar eru þeir famir að sprauta sig með því. Þessi gerð óregluþróunnar er langalgengust þó til séu af henni allskyns afbrigði. Flest- ir stoppa þó á áfengisstiginu með mjög mismunandi ár- angri eins og flestir vita, því ennþá drepa sig fleiri á áfeng- isdrykkju en á neyslu fíkni- efna. Það að byrja að reykja er talsvert stórt skref í ferlinu. Ef það skref er ekki tekið virðist vera minni hætta á annarri neyslu. Það er því mikilvæg- ast að kenna bömum nógu snemma að velja og hafna allri vímu. Við komum ekki í veg fyrir innflutning á fíkniefnum með löggæslu eða tollleit, því að á meðan einhver vill kaupa þá era alltaf til ævintýramenn, sem vilja taka þá áhættu til að auðgast á að flytja þau inn og selja. Við komum heldur ekki í veg fyrir áfengisdrykkju með boðum eða bönnum. Eft- ir því sem áfengi er gert óað- gengilegra og dýrara eykst at- hafnasemi bruggara og smyglara. Það er því ekki nema eitt ráð sem ég kann til að draga úr líkum á að menn ánetjist vímuefnum og það era öflug- ar forvamir gegn allri óreglu. Þær eiga að hefjast sem fyrst ÓLAFUR GUÐMUNDSSON: „Það er ekki nema eitt ráð sem ég kann til að draga úr líkum á að menn ánetjist vímuefnum og það eru öflugar forvarnir gegn allri óreglu.“ áður en, eða um svipað leyti og böm fara að leggja eyru að og rangtúlka hetjusögur um reykingar og áfengisdrykkju annarra. Það er of seint fyrir ungling að fara að hugsa og taka ákvörðun þegar hann er staddur í boði við rómantískar aðstæður og honum er rétt eitthvað sem að sögn veitand- ans mun veita honum óminn- issælu. Böm og unglingar í Mos- fellsbæ era eins og allt ungt fólk lífsglatt, áhyggjulaust og áhrifagjamt. Þeim er því jaíú hætt og öðmm. Það er því ekki vanþörf á að aðstoða þau við „að ná tökum á tilver- unni“ eins og námsefnið Lions Quest nefnist á Islandi. Ég varð mjög ánægður þegar að ég frétti að heíja ætti kennslu á því í skólunum í Mosfellsbæ næsta haust. Námsefnið Lions Quest var gefið fyrst út fyrir nokkrum árum síðan. Það hefur átt fremur erfitt uppdráttar, en nú em sífellt fieiri skólar að heija kennslu á því. Lions Quest er ágæt byijun á því forvamar- starfi, sem vinna þarf. Ég er stundum að velta fyr- ir mér hvað margir opinberir aðilar séu að vinna að ein- hveijum forvömum í þessa átt. Væri ekki ráð að sameina þá í eina stofnun líkt og lagt er til í lagafrumvarpi að skipu- legum vímuvömum? Þessi stofnun gæti haft á sínum vegum sérhæft starfsfólk sem sinnti ffæðslumálum kerfis- bundið í skólum, aðstoðaði vímuvamamefndir sveitarfé- laganna og samræmdi vinnu þeirra svo hún yrði markviss- ari og árangursríkari. Að því markmiði ber að keppa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.