Alþýðublaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 26. maí 1994 * * * 3(c) k í bæj arstj órn íanna í Mosfellsbæ 1994 bílamálari, Arkarholti 6. Ríkharð er 43 ára gamall. Maki hans er Guðný Erla Guðmundsdóttir og eiga þau þrjú börn. Þau hafa búið í Mosfellsbæ síðan árið 1970. Hann er lærður bflamálari og hefur starfað sem slíkur í mörg ár en vinnur nú í versluninni Bflanaust. Ríkharð er mikill áhugamaður um íþróttir, útiveru og félagsmál. Hann er í stjórn knattspyrnudeildar UMFA, í tómstundaráði og í bygginganefnd íþróttamannvirkja. 5. Sylvía Magnúsdóttir, nemi, Njarðarholti 8. Sylvía er 21 árs og hefur búið í Mosfellsbæ frá því að hún var 5 ára. hún býr í foreldrahúsum. Félagsmál hafa heillað Sylvíu og hún hafið störf í unglið- ahreyfingu Rauða kross íslands. Hún er í stjórn vináttufé- lags íslands og Kúbu. 6. Ólafur Guðmundsson, forvarnarfulltrúi, Stórateigi 18. Ólafur er 46 ára kvæntur Sigríði Sæmundsdóttur, ganga- verði í Varmárskóla, og eiga þau tvær dætur. Pau fluttu í Mosfellsbæ árið 1981. Hann starfar sem forvarnarfulltrúi í fíkniefnamálum hjá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík. Hans starf er aðallega fólgið í því að miðla starfshópum og einstaklingum upplýsingum sem hafa forvarnaráhrif á hver- skyns fíkniefnameðhöndlun. Vinnan hefur tekið mestan tíma Ólafs undanfarin ár og fáar frístundir í boði. Þær frístundir sem gefist hafa hefur hann notað til að vera sem mestum samvistum við fjölskyldu sína. arf skólanna vikvöld nast athygli gi hafí forgang útivistarbær 8. Hildur Hrönn Oddsdóttir, guðfræðinemi, Stórateigi 14. Hildur Hrönn er 20 ára og hefur búið í Mosfellsbæ frá fæðingu. Hún stundar nú guðfræðinám við Háskóla íslands. 12. Georg Tryggvason, framkvæmdastjóri, Arnartanga 32. Georg er 52 ára gamall, fæddur á Akureyri. Hann er kvæntur Ástríði Hauksdóttur og eiga þau fjögur börn. Hann er bæjarlögmaður og fjármálastjóri hjá Vestmanna- eyjabæ og um tíma aðstoðarmaður ráðherra. Hvfldu þungar skyldur á honum í erfiðleikum eldgossins í Vestmannaeyj- um. Helstu áhugamál Georgs er golf og ferðalög. Hann er einn af stofnendum Golfklúbbsins Kjalar og var í stjórn klúbbsins fyrstu 12 ár klúbbsins. 13. Oddur Gústafsson, deildarstjóri, Stórateigi 14. Oddur er 53 ára kvæntur Aðalheiði Ernu Gísladóttur og eiga þau tvær dætur uppkomnar. Oddur er deildarstjóri hjá Ríkissjónvarpinu og hefur verið bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ undangengin 8 ár og þar á undan varabæjarfulltrúi. Hann var formaður starfsmannafélags Sjónvarpsins um árabil, sem hann telur að hafi orðið þess valdandi að pólitískur áhugi kviknaði hjá honum. 14. Gréta Aðalsteins- dóttir, hj úkr unarforstjóri, Reykjalundi. Gréta er 55 ára og á hún tvö uppkomin börn. Hún er hjúkrunarforstjóri á Reykjalundi og var áður hjúkrunar- forstjóri á Heilsugæslustöð Mosfellsbæjar. Hún var bæjar- fulltrúi jafnaðarmanna í Mosfellsbæ 1982-1986.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.