Alþýðublaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 2
2M * * * Fimmtudagur 26. maí 1994 Alþýðuflokksfó’ Framboðslisti jafnaðari 1. Bjarnþór Aðalsteinsson, rannsóknarlögreglumaður, Stórateigi 20. 2. Sigurður Rúnar Símonarson, kennari, Bergholti 2. 3. Áslaug Ásgeirsdóttir, kennari, Leirutanga 33. Bjarnþór er 49 ára, kvæntur Ingibjörgu Bernhöft, hjúkr- unarforstjóra og eiga þau tvær dætur. Hefur hann búið í Mosfellsbæ í rúm 20 ár, en sótt vinnu í Kópavog þar sem hann hefur starfað hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins undan- farin ár. Hann er formaður Félags íslenskra rannsóknarlögreglu- manna, ritari Landssambands lögreglumanna og með- stjórnandi í Nordisk Kriminalpolis union. Félagsstörf hafa því verið honum mikilvæg og tekið mikinn tíma af frístund- umhans. Golfíþróttin hefur fangað hann, eins og svo marga aðra og er hann einn af stofnfélögum Golfklúbbsins Kjalar. Sigurður er 52 ára, kvæntur Jóhönnu Jóhannsdóttur, fóstru, og eiga þau þrjú börn. Hann fluttist í Mosfellsbæ árið 1977. Árið 1985 gerðist hann bæjarstjóri á Egilsstöðum og gegndi því starfi þar til síðla árs 1991 og fluttist hann þá aftur í Mosfellsbæ. Auk þess að hafa verið bæjarstjóri á Egilsstöð- um hefur hann stundað kennslustörf og verið framkvæmda- stjóri Norræna félagsins. Helstu áhugamál Sigurðar tengjast æskulýðs-, skóla- og menningarmálum. Áslaug er 42 ára gift Halldóri Bjarnasyni, framkvæmda- stjóra, og eiga þau 3 börn. Pau hafa búið í Mosfellsbæ undanfarin 7 ár. Áslaug hefur kennt í Gagnfræðaskólanum og Varmár- skóla frá því að hún fluttist hingað. Auk þess að hafa unnið við kennslustörf, var hún flugfreyja og læknaritari um nokk- urn árabil. Helstu áhugamál Áslaugar eru skóla- og umhverfismál. Félagsmál eru mikið áhugaefni Áslaugar og situr hún í skólanefnd grunnskólans, var í stjórn foreldra- og kennara- félagsins og meðlimur ITC í fimm ár. Pá er hestamennska og garðyrkja henni mjög hugfólgin. 7. Svanhildur Svavarsdóttir, talmeinafr æðingur, Breiðufit 3. Svanhildur er 46 ára gömul gift Tómasi Ingólfssyni og eiga þau fjögur börn. • Eflum innra s • Áhyggulaust; • Æskufólk þai • Umferðaröry • Mosfellsbær - 9. Bjarni Bærings Bjarnason, iðnrekandi, Merkjateigi 4. Bjarni Bærings er 44 ára gamall, fæddur að Drangsnesi í Standasýslu. Hann hefur búið í Mosfellsbæ síðan árið 1974 og rekið eigið framleiðslufyrirtæki í mörg ár. Hans áhuga- mál snúa að iðnþróun og íþróttamálum. 10. Margrét Arnórsdóttir, viðskiptafræðingur, Hagalandi 10. Margrét er 46 ára gift Árna Gunnarssyni, verkfræðingi, og eiga þau uppkominn son. Þau hafa búið í Mosfellsbæ síðan 1976 eða í 18 ár. Hún er yfirkerfisfræðingur hjá SKYRR. Hún hefur mikinn áhuga á hverskyns útivist, s.s. skíðum, sundi, golfi og gönguferðum ásamt lestri góðra bóka. skólastjóri, Stórateigi 13. Einar er 48 ára gamall kvæntur Vilborgu Á. Einarsdótt- ur, kennara. Þau eiga tvö börn. Þau hafa búið í Mosfellsbæ í 19 ár. Hljómlist hefur ávallt verið ofarlega á lista hjá Einari og reyndar allri fjölskyldunni. Lék hann með hljómsveitum í mörg ár. Auk framangreinds eru félagsmál, útivist og ferðalög áhugamál Einars.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.