Alþýðublaðið - 27.05.1994, Síða 2

Alþýðublaðið - 27.05.1994, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ POLITIK Föstudagur 27. maí 1994 MÞBUBLM9 HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgetandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Er alþýðuflokksfólk leiguliðar íhaldsins? Reykvíkingar ganga til kosninga á morgun. Þeir kjósa um hverjir eigi höfuðborgina: Fjármagnið eða fólkið. Undan- fama daga og vikur hafa borgarbúar fylgst með angistar- fullum viðbrögðum sjálfstæðismanna að halda borginni áfram í einræðislegri greip sinni. Sterkustu fjölmiðlar þjóð- arinnar hafa verið á þeirra bandi. Eignarhald fjölmiðla og hvemig þeim er beitt í stjómmálabaráttu er vemlegt um- hugsunaratriði fyrir alla þá sem láta sér lýðræðið varða. Er lýðræðið falt fyrir fé? var spurt í leiðara Alþýðublaðsins fyrr í vikunni. Eru allir sterkustu fjölmiðlar þjóðarinnar í eigu og undir stjóm sama stjómmálaaflsins? Er það í raun fjármagnið og fjölmiðlamir sem ráða Islandi? Sjálfstæðismenn virðast óhikað vera þeirrar skoðunar. Þeir hika ekki við að ausa meiri íjármunum í kosningabaráttu sína í höfuðborginni en menn eiga að venjast. Og sjóðirnir virðast ótæmandi. Sjálfstæðismenn em greinilega þeirrar skoðunar að skoðanir séu söluvara; að skoðanir annarra sé hægt að kaupa. Stjómmálaleg sannfæring er orðin mark- aðsvara, kjósendur ganga kaupum og sölum. Sjálfstæðismenn í Reykjavík keyptu heilsíðu auglýsingu í Alþýðublaðinu í gær. í auglýsingunni sem beint er til al- þýðuflokksfólks, er því haldið fram, að um helmingur flokksmanna Alþýðuflokksins í alþingiskosningum kjósi D- listann í borgarstjómarkosningum í Reykjavík. Þeirri áskomn er sem sagt beint til alþýðuflokksfólks frá sjálf- stæðismönnum að kjósa D-listann. Það er sýnilegt af aug- lýsingu sjálfstæðismanna að þeir telja sig „eiga“ stóran hluta af kjósendum Alþýðuflokksins, allt að því helming. Umrædd auglýsing var einnig birt sama dag í Morgunblað- inu. Það kostar mikla peninga að gera og birta slíka auglýs- ingu. Auglýsingin er enn eitt dæmið um fjáraustur sjálf- stæðismanna í kosningabaráttunni. Og hugsunin er ein: Með fjármagni skal alþýðuflokksfólki snúið til fylgis við Sjálfstæðisflokkinn. í beinum orðum þýðir þetta að hægt sé að kaupa skoðanir alþýðuflokksfólks. Hvað segir alþýðu- flokksfólk við slíkri ögrun sem umrædd auglýsing er? Em kratar leiguliðar íhaldsins? Falir fyrir fé sjálfstæðismanna? Þessum spumingum getur sérhver alþýðuflokksmaður svarað í kjörklefanum á ntorgun. Setji hann X við D-listann hefur hann svarað já. Setji hann X við Reykjavíkurlistann svarar hann sömu spumingum neitandi. Alþýðuflokkurinn ákvað að taka þátt í sameiginlegu fram- boði í höfuðborginni gegn einsflokkskerfi Sjálfstæðis- flokksins. Jafnaðarmenn héldu prófkjör og að því loknu lögðu þeir Reykjavíkurlistanum til tvo glæsilega frambjóð- endur, Pétur Jónsson viðskiptafræðing og Gunnar Gissur- arson tæknifræðing. Það er skoðun Alþýðuflokksins að borgarbúar eigi að hafa lýðræðislega kosti í borgarmálum. Alþýðuflokkurinn hefur áður lagt til fólk á sameiginlegum listum eins og 1990 þegar Nýr Vettvangur varð til. Reykjavíkurlistinn er annað og aflmeira framboð en Nýr vettvangur. Skoðanakannanir hafa sýnt og sannað að Reykjavíkurlistinn hefur raunhæfa möguleika að steypa einsflokkskerti sjálfstæðismanna af stalli. Þetta vekur auð- vitað skelfingu og hroll meðal sjálfstæðismanna. Og þeir beita öllu sem þeir eiga til að verja einræðisvöld sín í borg- inni. Þeir ráða yfir fjölmiðlunum. Þeir ráða yfir fjármagn- inu. Sameinist fólkið gegn þessu ofurvaldi er sigurinn Reykjavíkurlistans. Þess vegna mun alþýðuflokksfólk styðja frambjóðendur sína og kjósa samkvæmt sinni sam- visku. Alþýðuflokksfólk er ekki falt fyrir fé, þótt sjálfstæð- ismenn í Reykjavík telji svo í auglýsingu sinni. RÖKSTÓLAR . j muniniK jafnadarmanns Hann var aldrei langt frá honurn Vimma í þá góðu gömlu daga, þegar siðvæð- ingarbylgjan reis sem hæst 1977-78. Hann hafði jú stúderað í Svíþjóð - fyrir- myndarríki jafnaðarstefn- unnar. En menn voru ekki gamaldags sossar, sei, sei, nei; menn voru ný-jafnað- armenn. En umfram allt var þetta siðvæðingarhreyfing: „Moral Re-armament“ ef einhver skyldi muna eftir því. Hann var reyndar á Iaun- um hjá sænska krata- flokknum sem fræðslufull- trúi á Islandi. Það voru sett sérstök lög á Alþingi til að koma í veg fyrir það. Svo tók hann við fjármálastjóm Alþýðublaðsins - Helgar- póstsins. Þar fór í verra. Þegar búið var að gera upp óreiðuna varöllum forystu- mönnum Alþýðuflokksins safnað á skuldabréf til 15 ára - og mega gera svo vel og greiða þau fósturgjöldin til ársins 1999. Svo var reynt fyrir sér í bleyjubransanum með borgarstjóm að bakhjarli. En bleyjumar fóru á sömu lund og hitt - í vaskinn. Með góðra manna hjálp var hann svo ráðinn sem stað- arhaldari á hinu fomfræga höfuðbóli, Reykhólum. Þar er staðarlegt heim að líta, útsýni ægifagurt yfir Breiðaíjörð - og gott næði til að hugsa. Hann fór að birtast aftur á flokksstjómarfundum af og til. Lagði jafnvel fram tillögur, örfá orð á blaði, án frekari rökstuðnings: ís- land ætti að ganga í Evr- ópusambandið. Landið ætti að vera eitt kjördæmi. Vextir ættu að Iækka. Venjulega var þessum til- lögum kastað fram þegar önnur stórmál voru á dag- skrá, enda unnið að við- komandi málum í málefna- nefndum. Það var aldrei neinn andvígur þessum til- lögum - enda ástæðulaust. Þær lýslu ýmist yfirlýstri stefnu flokksins (landið eitt kjördæmi) eða hnigu í sömu átt og að var unnið (lækkun vaxta, Evrópu- sambands-aðild). Smám saman fór að heyrast stríðari tónn. Sveit- arstjórinn var óánægður með Jón Baldvin. Jón Baldvin væri of hægri sinn- aður. Of mikill markaðs- hyggjumaður. Of hallur undir íhaldið. Jóhanna væri hinn eini sanni jafnaðar- maður. Og loks var óánægjan svo sár að hann ákvað að stofna Jafnaðar- mannafélag íslands, þar sem samhljóma sálir gætu fundið frið og grið til að ræða hugsjónir jafnaðar- stefnunnar, óáreitt af mark- aðshyggjustaglinu í Jóni Baldvini, Sighvati og co. Og stutt hana Jóhönnu í góðum félagsskap með Ólínu (sem reyndar felldi hann í borgarstjóminni með þessum Nýja vett- vangi - svona er nú þetta félagshyggjufólk) og Jóni Baldri Lorange. Og svo fer að birta til. Félagshyggjuöflin hafa náð saman um Reykjavíkurlist- ann. Alþýðuflokkurinn á á brattan að sækja sums stað- ar í sveitarstjómarkosning- unum. Og sannir jafnaðar- menn ætla að bjóða Jó- hönnu fram gegn formann- inum á næsta flokksþingi. Það er með öðram orðum að birta til yfir sönnum jafnaðarmönnum og sveit- arstjóram. En einmitt þá - þegar Fróni reið allra mest á - datt botninn úr baráttunni: Leiðtogaefnið læddist á braut. Næst spurðist til hans á síðum Morgun- blaðsins og Pressunnar. Hvað hafði komið fyrir? Jú, Ami Sigfússon hefur sýnt það með auglýsingum í sjónvarpinu, að þar er kominn hinn eini sanni Jafnaðarmaður (meiri en heilög Jóhanna, mildari en Ólína og staðfastari en Jón Baldur Lorange eða hvað?) Og Bjarni vitnar um veginn að drottins náð og segisl ætla að „vinna að fram- gangi sjálfstæðisstefnunn- ar.“ „Ertu hættur að vera jafnaðarmaður?" - spyr Pressan. „Þetta er langerf- iðasta spumingin...“ segir hann hugsi. En konan er ánægð, og tengdapabbi - og mamma var sú fyrsta til að óska manni til ham- ingju. Mamma var reyndar alltaf (hel)blátt íhald. Mað- ur hefði kannski heldur átt að hlusta á hana héma í gamla daga, fremur en að láta ’ann Vimma véla sig með öllu þessu tali um jafn- aðarstefhuna. Alla vega Jóhanna og Ólína verða bara sjálfar að sjá um sig. Maður hélt þetta bara ekki lengur út - og er farinn heim til mömmu. Og er ekki eitthvað til í því að Ami (sem er úr Vest- mannaeyjum og spilar á gítar) sé miklu mýkri rnað- ur en hún Jóhanna? Var ég að reyna að koma höggi á félaga mína, á ör- lagastundu? Nei - hvemig dettur þér í hug að spyija svona? Maður er bara svoldið seinþroska - eða sagði ekki Nóbelsskáldið eitthvað á þá leið svona tuttugu og fimm árunt el'tir dúk og disk? Það er ekki leiðum að líkjast. P/F SKIPAFELAG FÆREYJA, FÆREYJALEIDIN, hefur hafiö vikulegar siglingar milli Þorlákshafnar, Vestmannaeyja og hafna í Vesfur-Evrópu. Fjölhæfniskipin M/S Saga og M/S Viking annast þessar siglingar. >au eru bretta- og gámaskip (RORO) með almennri vörúlest, frysti- og kælilestum, auk þess sem sérstakt bílskýli er unlir yfirbyÍjgingu. Á mánudðgum: ÞorlákShöfn, Vestmannaeyjar og Vlissingen í Hollandi. Á miðvikudögum og fímmtudögum: Færeyjahafnir. laugardögum: Hírtshals i Danmörku Á tveggja vikna fresti er síglt til Grimsby á Englandi, Scalloway á Shetlandséyjum og Stavanger, Florö og Álasunds í Noregi. nging, með umskípun í Færeyjum, er við ■ysekil í Svíþjóð og dönsku hafnirnar Kaupmannahöfn, Á Látið Fermi um farminn FERMI HF. Umboð fyrir p/f Föroyaleiðin Laugavegi 3,101 Reykjavík, sími 91-16799, fax 91-16798

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.