Alþýðublaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ VATIÐINDI Föstudagur 27. maf 1994 RÖKSTÓLAR II. Steinþór Bergs, stjórnarformaður byggingafyrirtækisins Fjármagnsfells hf: íhugar hlutabréfakaup í Alþýðublaðinu íhugar hlutabréfakaup í Alþýðublaðinu Steinþór Bergs, stjómarfor- maður og aðaleigandi bygg- ingafyrirtækisins Fjármagns- fells hf. hafði samband við Rökstóla og sagðist vilja koma sjónarmiðum sínum til skila varðandi borgarstjómar- kosninganna. Þar sem Rök- stólar em óháðir, opnir og móttækilegir var Steinþóri veitt áheym. Alþýðublaðið staðið sig afleitlega - Það fyrsta sem ég vil segja, er að mér fínnst Alþýðublaðið hafa staðið sig afleitlega í kosningabarátt- unni, sagði Steinþór með þunga. Tíðindamaður Rökstóla sagðist ekki geta tekið ábyrgð á Alþýðublaðinu þar sem Rökstólar væm óháður og frjáls dálkur í blaðinu. - Það er alveg sama, þmm- aði Steinþór. Við sjálfstæðis- menn vitum að helmingur krata kýs D-listann í borgar- stjómarkosningum og því er það krafa okkar að blaðið styðji D-listans þótt ekki væri nema til hálfs. - Þú meinar að Alþýðu- blaðið ætti að styðja D-listann hálfshugar? spurði U'ðinda- maður. - Nei, af fullurn krafti, til hálfs, svaraði Steinþór. Steinþór Bergs segir að það sé lygi að byggingafyrirtækið Fjármagnsfell hf. sem byggt hefur meirihluta allra húsa á vegum borgarinnar, styðji D- listann með fjárframlögum. - Þetta er bara tómt mgl, segir Steinþór. Við höfum að vísu hjálpað okkar mönnum með smáframlögum enda ekki nema von eftir allt sem þetta ágæta fólk hefur gert fyrir okkur. En það em engar svimandi upphæðir eins og Alþýðublaðið hefur verið að tala um. Við höfum vikið smásummum að okkar flokki, svona 30 milljónum eða slfkri skiptimynt. Steinþór harðneitar að það sé hagsmunatengsl milli nú- verandi meirihluta borgar- stjómar og Fjármagnsfells hf. - Þetta er eintómt kjaftæði, segir Steinþór. Er þetta ekki fijálst land? Þótt við kjósum að víkja smotteríi að flokkn- um og flokkurinn taki alltaf okkar tilboðum í bygginga- framkvæmdir - hvað hefur það að gera með hagsmuna- tengsl!? Eg bara spyr? Þarf maður virkilega að kaupa hlutabréf í Alþýðublaðinu svo þið fáið réttar skoðanir og far- ið að ilytja réttar fréttir? Gott að fjárfesta í okkar skoðunum Fjármagnsfell hf. á stærst- an eignahlut f flestum fjöl- miðlum landsins. Aðspurður hvers vegna Fjármagnsfell hf. fjárfesti svona grimmt í fjöl- miðlum, svarar Steinþór: - Þetta er góð fjárfesting, peningamir skila sér fljótlega og margfalt til baka. - En nú hafa flestir fjöl- miðlar ykkar verið reknir með stórfelldu tapi á undanfömum ámm? - Tapið hefur ekkert að gera með þetta. Með fjárfest- ingu okkar í fjölmiðlum hefur okkur tekist að snúa við óheillaþróun í íslenskri blaða- mennsku. Fjölmiðlamir em ekki lengur undir stjómmála- flokkum heldur í eigu frjáls- lyndra og víðsýnna manna. Nú heyrast loksins okkar skoðanir. - Er það hlutleysi? spurði tíðindamaður sakleysislega. - Fréttamenn okkar em fijálsir og hlutlausir að fara með þær staðreyndir sem við viljum, sagði Steinþór Bergs. Við höfum frelsi gagnvart þeim og þeir gagnvart okkur. Sundlaugin kostaði sama og tíu orrustuvélar Það hefur vakið athygli í kosningabaráttunni að Fjár- magnsfell hf. hefur ítrekað birt heilsíðuauglýsingar af þeim byggingaframkvæmd- um sem fyrirtækið hefur reist fyrir borgina. - Já, er eitthvað athugavert við það? spyr Steinþór. Má ekkert lengur? Við emm bara að óska borgarbúum til ham- ingju með ný hús sem við höfum byggt fyrir þá. - En flest þeirra hafa farið rosalega framúr áætlunum. Eins og sundlaugin til dæmis sem kostaði álíka og tíu bandarískar omstuþotur. - Það vérður ekkert dýrara ofan í, svaraði Steinþór. Sundlaugagestir verða ekki látnir gjalda þess. - En borgarbúar? - Flokkurinn hækkar kannski útsvarið pínulítið um tíma. En vilja menn ekki al- mennilega sundlaug? Viltu ganga um skítugur frá morgni til kvölds eins og þetta ósnyrta lið i Reykjavíkurlist- anum? Ha? Tíu metra hátt líkneski af borgarstjóra Fjármagnsfell hf. hefur ný- lega látið reisa tíu metra hátt lfkneski af fyrrverandi borg- arstjóra á lóð sinni að Himna- gmnd. - Já, segir Steinþór Bergs stjómarformaður, okkur þótd rétt að heiðra þann mann sem hefur ötulast hefur staðið að því að gera fyrirtæki okkar að því sem það er. Það var á valdatíma þessa mikla braut- ryðjenda að hugsunin „Borg fyrir byggingar" varð til. Að- ur fyrr höfðu vinstri menn og öfgafólk staðið í þeirri mein- ingu að borgin væri fyrir fólk. Það átti að gera allt fyrir eitt- hvað pakk. Raunsæir menn vita að borg er ekkert annað en umferðaræðar fyrir bfla og stórbyggingar fyrir íbúðir og skrifstofubyggingar. Ekkert grænt kjaftæði. Utivistar- svæði og annað mgl. Ef menn langar í útivistarsvæði geta þeir bara keyrt út úr borginni. Það er nóg af útivistarsvæð- um fyrir utan borgina. Upp á Rauðhólum til dæmis. „Borg íyrr byggingar“ var upphafið að valdatíma okkar. Og við höfum látið greypa í stall styttunnar : „Hann skildi að borgin er fyrir byggingar." Einn flokkur, einn foringi og margir penmgar Steinþór segir að lokum, að úrslitin ráðist í borgarstjómar- kosningunum á þvf hvort menn skilji nauðsyn þess að einn samhentur ilokkur stjómi eða hvort fjölflokka- óráðsían fái að taka völdin. - Sko, segir Steinþór Bergs, einn flokkur, einn for- ingi, eitt land, ein borg, einn borgarbúi. Það er málið. Margar byggingar, margir embættismenn, margir pen- ingar og mörg atkvæði til D- listans. Það er sko málið. Orðum sínum til áréttingar segir Steinþór enn og aftur að lokum: - Við viljunt ekki marga flokka, margar skoðanir, margt fólk eða mörg útboð. Mikið af mörgu gerir eitt margt. Eitt og sér gerir hins vegar eitt stórt. Þess vegna er einræði mis- skilið hugtak. Einræði er vald hins eina og flýtir öllum ákvörðunum. Lýðræði eða fjölflokkaræði þýðir hins veg- ar vald margra og tefur fram- kvæmdir. Það er málið, segir Steinþór Bergs, stjómarfor- maður Fjármagnsfells hf. að endanlegum lokum við Al- þýðublaðið og lét þessa kveðju fylgja: - Ef við töpum borginni mun ég flytja til Haití þar sem ómældar byggingafram- kvæmdir bíða eftir duglegu fólki. UPPLYSIMGABA ÚTBOÐI er íslenskur upplýsingabanki um útboð. Hann er til húsa hjá Skýrr. Þjónustumarkmið ÚTBOÐA ertvíþætt: 1. Að auðvelda kaupendum að kynna útboð með ódýrum og 2. Að auðvelda bjóðendum yfirsýn yfirþau útboð sem eru á markaðinum. Varlega áætlað fara a.m.k. 700 útboð fram á íslandi á ári hverju, og veltir þessi kaupvangur 7-10 milljörðum króna. Viðskiptavinir Auglýsendur-kaupendur • Ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki • Sveitarfélög og fyrirtæki þeirra • Einkarekstur og einkaaðilar • Bankar og fjármálafyrirtæki Tilboðsgjafar • Aðilar í verslun og innflutningi • Aðilar í öðrum þjónustugreinum • Framleiðslu- og iðnfyrirtæki Helstu kostin UTBOflA ■ Fyrirtæki geta lækkað auglýsingakostnað sinn. ■ Bjóðendur, hvar sem er á landinu, eiga samtímis kost á upplýsingum um tiltekin útboð. ■ Hagsmunaaðilar hafa gleggri yfirsýn yfir þau útboð sem eru á markaðinum á hverjum tíma. ■ Bjóðendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af að missa af auglýstum útboðum - þeir gá í bankann þegar þeim hentar. ■ Enginn pappírs- eða skjalavörslukostnaður er samfara notkun (pappírslausar upplýsingar). ■ Upplýsingar um eidri útboð og niðurstöður þeirra eru ■ aðgengilegar á einum stað. Pappírslaust aðgengi að helstu lögum og leikreglum um útboð. Kostnafiur í kynningarskyni verða afnotaí ÚTBOÐA ókeypis íjúní 1994, fyrirþá sem skrá sig til þátttöku fyrir miðjan mánuðinn. Að þessum kynningartíma loknum verður verðskrá þannig:* Auglýsendur greiða 5.000 kr. fyrir hverja auglýsingu sem þeir skrá sjálfir inn í ÚTBOÐA frá útstöð. Er þá allur kostnaður af varðveislu gagna innifalinn. Þeir auglýsendur sem senda handrit að auglýsingu til Skýrr greiða 6.500 kr. Skoðendur í ÚTBOÐA (bjóðendur eða aðrir leitendur) greiða 2.500 kr. í mánaðargjald fyrir aðgang að auglýsingum og upplýsingum í bankanum. Þeir sem ekki hafa beintengingu við bankann geta fengið daglega yfirlitsskrá um auglýsingar með símbréfi gegn 1.200 kr. gjaldi á mánuði. Afnot af beintengingu við TED-bankann í Lúxemborg kosta nú 4.000 kr. á mánuði. IVánari upplýsingar um UTBOÐA Allar frekari upplýsingar um tengingar, tækniatriði eða önnur þau mál sem þig kann að varða um, veitir starfsfólk Skýrr í síma 69 51 00. Hafðu samband - við svörum spurningum þínum fúslega. * Verðlag í maí 1994. u ÚTBOÐI UPPLÝSINGAR UM ÚTBOÐ Háaleitisbraut 9, 108 Reykjavfk. Sími; (91) 69 51 00. Bréfaslmi (91) 69 52 51.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.