Alþýðublaðið - 27.05.1994, Qupperneq 9
Föstudagur 27. maí 1994
SIGURLISTINN
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9
^^■NS BALOUINS HANNIBALSSQNAR
Kæru félagar!
Á morgun göngum við Reykvíkingar að kjörborðinu
og kjósum okkur nýja forystu í borgarmálum til ársins
1998 - í aðdraganda nýrrar aldar.
í fyrsta sinn um áratugi stöndum við frammi fyrir
skýrum kostum: Áframhaldandi einsflokkskerfi Sjálf-
stæðisflokksins - eða Reykjavíkurlistinn með Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur sem borgarstjóraefni.
Með þessum orðum vil ég eindregið hvetja ykkur til
að kjósa Reykjavíkurlistann og beita áhrifum ykkar
gagnvart fjölskyldu, vinum og starfsfélögum að gera
slíkt hið sama. Það er eina leiðin til að vega upp á móti
fjáraustri og fjölmiðlayfirburðum Sjálfstæðisflokksins.
Það er enn sem fyrr fólkið gegn fjármagninu.
Við jafnaðarmenn leggjum Reykjavíkurlistanum til
mjög frambærilega frambjóðendur, sem verðskulda
traust okkar. Við jafnaðarmenn sýndum það með Nýj-
um vettvangi 1990 að við getum vikið ágreiningi í
landsmálum til hliðar fyrir hinni meiri nauðsyn að gefa
Reykvíkingum raunhæfa lýðræðislega kosti í borgar-
málum. Þá voru Kuennalistinn, Framsókn og Alþýðu-
bandalagið ekki reiðubúin. Nú hefur það sem betur fer
breyst.
Að lokum: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, alþingismað-
ur er borgarstjóraefni Reykjavíkurlistans. Ingibjörg
Sólrún sýndi það og sannaði með afstöðu sinni á Al-
þingi til EES-samningsins að hún er aluörustjórnmála-
maður, sem tekur sjálfstæða afstöðu til mála, þegar
þjóðarhagsmunir eru í húfi. Hún er málefnalegur og
rökfastur stjórnmálamaður sem við getum treyst til
að stýra málefnum Reykvíkinga af fjárhagslegri
ábyrgðartilfinningu, hófsemi og sanngirni.
Látum þuí ekki fjáraustur og fjölmiðlafár sjálfstæðis-
manna rugla okkur í ríminu. Stefnum ótrauð að settu
marki. Tryggjum Reykjavíkurlistanum MEIRIHLUTA í
REYKJAVÍK.
Með baráttukueðjum,
Jón Baldvin Hannibalsson,
formaður Alþýðuflokksins
- JAFNAÐARMANNAFLOKKS ÍSLANDS