Alþýðublaðið - 27.05.1994, Page 11

Alþýðublaðið - 27.05.1994, Page 11
Föstudagur 27. maí 1994 ALÞYÐUFLOKKURINN ALÞYÐUBLAÐIÐ 11 SIGURÐUR TQMAS BJÖRGUINSSON: Undirbúningur 47. flokksþings Alþýðuflokksins JAFNADARSTEFIUA FRAMTÍÐARINNAR Alþýðuflokkurinn - Jafn- aðarmannaflokkur Islands - er flokkur athafna og atorku. Stjómmálaflokkamir hafa verið uppteknir við undirbún- ing sveitarstjórnarkosninga undanfamar vikur, en sam- fara þeirri miklu vinnu hefur Alþýðuflokkurinn undirbúið 47. flokksþing sitt, sem haldið verður í Suðumesjabæ 10. til 12. júní. A slíkum tímamót- um koma jafnaðarmenn sam- an, skiptast á skoðunum og móta stefnu framtíðarinnar. Flokksþing em, ásamt undir- búningi kosninga, hápunktur flokksstarfsins og menn fyll- ast pólitískum eldmóði. Flokksþing Alþýðuflokksins hafa einkennst af pólitískri nýsköpun og margt bendir til þess að komandi þing gæti orðið flokksþing hinna stóm ákvarðanna. Blómlegt starf Kröftugar kosningavélar jafnaðamianna em nú í gangi um allt land, en samt hafa flokksfélögin náð að undirbúa málefnastarf og kjör fulltrúa á flokksþingið. A morgun og sunnudag, 28. til 29. maí, verða fulltrúar kjömir hjá Al- þýðuflokksfélagi Reykjavík- ur. Hér er um að ræða lang stærsta jafnaðarmannafélag landsins og því vill undirrit- aður nota tækifærið og hvetja félagsntenn til þess að fjöl- menna í Alþýðuhúsið um helgina og taka þátt í kjöri sinna fulltrúa á flokksþingið. Þetta á að sjálfsögðu einnig við um þau fjölmörgu flokks- félög sem starfandi em um land allt. Góð þátttaka ber vitni um blómlegt flokksstarf. Róttækar umbætur Það fer sjálfsagt ekki frarn- hjá neinum að Alþýðuflokk- urinn - Jafnaðarmannaflokk- ur Islands - hefur verið ger- andinn í íslenskum stjómmál- um. Undir traustri forystu framsýnna leiðtoga hefur flokknum tekist að knýja fram róttækar umbætur á ýmsum sviðum, oft við mikla andstöðu afturhaldsflokk- anna. Nægir þar að nefna lækkun verðbólgu og stöðugleika í efnahagslífinu, uppbyggingu húsnæðiskerfisins, endur- skoðun velferðarkerfisins, lækkun vaxta, samkeppnis- löggjöf og neytendavemd, sameiningu sveitarfélaga, nýjar áherslur í stjómun fisk- veiða, átak í málefnum fatl- aðra og Evrópska efnahags- svæðið. Sumir hafa nefnt það að jafnaðarmenn séu stundum á undan sinni samtíð - og kannski er eitthvað til í því. Því miður hefur hræðsluáróð- ur íhalds og afturhalds hlotið hljómgmnn, og jafnvel náð inn í okkar raðir. Að auki hef- ur komið til ábyrgðarleysi og „vinsældaveiðar" stjómar- andstöðunnar þegar teknar hafa verið erfiðar ákvarðanir á þeim samdráttartímum sem nú ern. Frambjóðendur jafn- aðarmanna um land allt hafa því ekki farið varhluta af árás- um og gagnrýni á flokksfor- ystuna fyrir sín framsýnu verk. En ef við lítum til baka og rifjum upp fyrri árásir þá SIGURÐUR TOMAS BJÖRGVINSSON. sjáum við að við vomm að gera rétt. Engum dettur nú í hug að vera á móti húsbréfum eða EES! Við geturn því borðið höfúðið hátl og skul- um spyija að leikslokum. Ferskar hugmyndir En um hvað mun 47. flokksþing Alþýðuflokksins snúast? Eitt er víst að á árinu 1994 þá mun flokksþing AI- þýðuflokksins ekki snúast um lagningu vegarspotta til bónd- ans á Leiðarenda - þegar þjóðin þarf að taka ákvörðun um varanlega brúarsmíði við Evrópu og umheiminn. Þá er það einnig ljóst að flokksþing Alþýðuflokksins mun ekki snúast um byggingu Iúxus- Ijárhúss í Borgarfirði - þegar leita þarf leiða til þess að lækka verð á nauðsynjavöm. Nei, á flokksþingi Alþýðu- flokksins verður tekist á um mál sem snerta alla Islend- inga, en ekki um sérhags- muni. A 50 ára lýðveldisaf- mæli þjóðarinnar ntun flokks- þing Alþýðuflokksins leitast við að treysta lýðræðið og efnahagslegt sjálfstæði lands- ins. Undanfamar vikur hafa verið starfandi opnir málefna- hópar sem hafa lagt gmnninn að jafnaðarstefnu framtíðar- innar. Fleiri munu koma að þessari stefnumótun eftir kosningamar og síðan verður lokahöndin lögð á smíðina á sjálfu flokksþinginu. Mál- efnasviðin sem em til um- íjöllunar em efitirfarandi: efnahags- og atvinnumál, vel- ferðar- og ríkisfjármál, evr- ópumál, kjördæmamál, um- hverfismál, menntamál, neyt- enda- og landbúnaðarmál. Stefna framtíðar Af þessari upptalningu má Ijóst vera að þetta getur orðið þing hinna stóm ákvarðanna. Það er því mikilvægt að við jafnaðarmenn tökum saman höndum svo niðurstaðan verði vönduð og jákvæð. Við þurfum í sameiningu að ákveða tengsl íslands við Evr- ópu framtíðarinnar. Við þurf- um einnig að endurskoða menntastefnuna. fara nýjar leiðir í atvinnumálum og út- rýma atvinnuleysi - svo helstu mál séu nefnd. Ef þetta á að takast þá verð- um við að treysta á samtaka- mátt jafnaðarmanna. Aðeins þannig tekst okkur að halda áfram á braut framfara. Við skulum fjölmenna á flokks- þing og marka jafnaðarstefnu framtíðarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur: Kjör fulltrúa Alþýöuflokksfélags Reykjavíkur á 47. flokksþing Alþýðuflokksins — Jafnaðarmannatlokks íslands - fer fram á skrifstofum Alþýðuflokksins laugardaginn 28. maí og sunnudaginn 29. maí, klukkan 15 til 18 báða dagana. Félagsfólk í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur er eindregið hvatt til þess að kjósa og hafa þannig áhrif á það hverjir verða fulltrúar félagsins á flokksþinginu sem fer fram í Suðurnesjabæ dagana 10. til 12. júní 1994. Uppstillingarnefnd. Nissau Sunny SLX ES beinskiptar NISSAIM í stöðugri sókn Það er kraftur í Nissan, ekki 1300, heldur 1600 vél og kostar aðeins kr. 1.322.000.- Nissan Sunny SLX ES ■ 1.6 lítra vél ■ Samlæsing hurða ■ Upphitanleg framsæti ■ Tölvustýrð fjölinnsprautun ■ Útihitamælir ■ Rafmagnsrúðuvindur ■ Frítt þjónustueftirlit í eitt ár "T\ ISsIlsfcKi 8 NJ la? Aðeins örfáir NISSAN SUNNY SLX ES fáanlegir með öllum þessum aukahlutum og kosta aðeins kr. 1.322,000.- Vindskeið m/ hemlaljósi 'V i J.Wmí Útvarp m/kasettutæki Nissan gólfmottur Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 slml 91-674000

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.