Alþýðublaðið - 27.05.1994, Side 14
14 ALÞYÐUBLAЮ
LANDIÐ
Fðstudagur 27. maí 1994
Landgræðslusjóður:
Selur bjarkarlauf uið kjörstaðina
Merkjasala með suipuðu sniði og uið lýðueldiskosningarnar 1944
Landgræðslusjóður hef-
ur fengið heimild til að hafa
fjársöfnun með merkjasölu
við kjörstaði um iand allt á
kjördegi sveitarstjórnar-
kosninganna á morgun.
Merkjasalan verður með
svipuðu sniði og í maí 1944
og samskonar merki á
pappír með þremur bjark-
arlaufum boðið til sölu.
Merkið á enn sem áður að
minna Islendinga á að
merkasti þáttur að fengnu
stjórnarfarslegu sjálfstæði
er að klæða landið skóei
og öðrum nvtilegum gróðri.
Lýðveldiskosningamar ár-
ið 1944 fóru fram dagana 20.
til 23. maí. Sérhver kjósandi
fékk um leið og hann kaus
barmmerki, sem var hringur
með bremur bjarkarlaufum.
Landsnefnd kosninganna
valdi þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni þetta merki.
Skyldi merkið þvf næst
verða (jársöfnunannerki
Landgræðslusjóðs, sem stofn-
aður var fyrir atbeina lands-
nefndar samtfmis Iýðveldisk-
osningunum og til minn-
ingar um þær.
Hugmynd Aragríms
I landsnefnd lýðveldisk-
osninganna árið 1944 átti
einnig sæti Amgrímur Krist-
jánsson skólastjóri í Reykja-
vík. Honum datt í hug að að
nota þetta tækifæri. kosning-
amar. til þess að gera eitthvað
„sem verða mætti til nytja í
framtíðinni og til minningar
um endurheimt sjálfstæði
þjóðarinnar. Kom honum til
hugar, að landsmenn gætu
efnt til skóggræðslu í stærri
stíl en hingað til með almenn-
um samskotum í sambandi
við atkvæðagreiðsluna 20. til
23. maí 1944.“
Svo lýsir Hákon Bjamason
því, hvemig hugmyndin að
Landgræðslusjóði varð til.
í bú til Evrópu fyrir
18.450
kr: á mannl*
Bókaðu tímanlega,
sumar ferðir eru að fyllast.
Haföu samband og viö setjum saman hagstætt verö á
bíltúr fyrir þig og fjölskylduna um Evrópu í sumar.
Sumarbæklinginn færðu hjá flestum feröaskrifstofum.
* 4 farþegar í eigin bíl með Norrænu, þar af tveir 15 ára eða yngri í fjögurra manna
klefa. Brottför 9. eða 16. júní til Esbjerg, heimferð 21. - 28. júní frá Bergen, ódýrara
ef komiö er heim eftir 6. ágúst. Bíllinn innifalinn.
NORRÆNA
F E RÐAS KRÍFSTO FAN
Smyril Line, Laugavegi 3, Reykjavík, sími 91-626362
AUSTFAR HF.
Seyðisfirði, sími 97-21111
Hefurðu hualeitt
Fiskeld isnám
Fjölbrautaskóli Suðurlands býður upp á fiskeldisnám við fiskeldisbraut
skólans sem staðsett er á Kirkjubæjarklaustri.
Inntökuskilyrði eru annað hvort tveggja ára nám í fjölbrautaskóla (eða
sambærilegt nám) eða að viðkomandi sé orðinn 25 ára og hafi unnið við
fiskeldi, sjávarútveg eða matvælaiðnað í tvö ár en þá er krafist
færri eininga skólanáms.
Að loknu námi fá nemendur starfsheitið fisk„eldisfræðingur" með
réttindi til starfa við fiskeldisstöðvar en auk þess er námið leið til
stúdentsprófs eins og aðrar brautir fjölbrautaskóla.
Við skólann er heimavist, gott bókasafn og fiskelidsstöð, þar sem hluti verklegu
kennslunnar fer fram, og hann er á ýmsan annan hátt aðlaðandi staður fyrir lítinn
hóp í verklegu og bóklegu námi.
Kirkjubæjarklaustur er rómað fyrir veðursæld og náttúrufegurð og þar er öll almenn
þjónusta, svo sem heilsugæsla, verslanir, bankar, póstur og sími,
leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli o.s.frv.
Umsóknarfrestur um skólavist næsta ár er til 5. júní '94.
Nánari upplýsingar gefur Hanna Hjartardóttir
í síma 98-74633 eða 98-74635, fax 98-74833.