Alþýðublaðið - 31.05.1994, Side 1

Alþýðublaðið - 31.05.1994, Side 1
Sögulegur viðburður! Þessarþijár konur munu fara með viðamestu embœtti Reykjavíkurborgar nœstu þrjú árin. Án efa erþað einsdœmi að konur hafi valist á þennan hátt til œðstu embœtta í höfuðborg. Hér eru þœr Sigrtín Magnúsdóttir, sem mun gegna embcetti formanns 18 manna borgarstjómatflokks Reykjavíkuriistans, einskonar verkstjóri og stjómandi listans; Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri og forseti borgarráðs; og Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjómar. Mytidin var tekin í rigningunni ígcerdag við Ráðhús Reykjavíkur. Mþýöublaðsmyná/Bnar óiasw Borgin frelsuð úr grapum ílialdsins Afgerandi sigur Reykjavíktirlistans blasti við strax og fyrstu tölur voru lesnar upp í sjónvarpi. Mikill fögnuður braust út í höfiiðborginni þegar úrslitin voru Ijós. BorgarfuIItrúar nýs meirihluta óttast að þeir séu að taka við verra búi en reiknað var með INGIBJORG Sólrún Gísladóttir er nýr borgar- stjóri í Reykjavík eftir borgarstjórnarkosningarn- ar á laugardag. Reykja- víkurlistinn fékk afgerandi stuðning borgarbúa, fékk 53% atkvæðanna, 34.418 atkvæði, D-listi Sjálfstæðis- flokksins fékk 47% og 30.504 atkvæði. Reykjavík- urborg verður næstu fjögur árin undir stjórn kvenna, sem fara munu með veiga- mestu embætti borgarinn- ar. Það út af fyrir sig er ekki lítil frétt. Mikill fögnuður braust víða út í höfuðborg- inni, þegar ljóst var hvert stefndi. -Sjánánarleiðara og Riiksttíla á blaðsíðu 2. „Stórsigur borgarbúa’4 á blaðsíðu 3 og „Borgin frelsuð úr helgreipum flialdsias" á blaðsfðu 8. í samtali við Alþýðublaðið í gær sagði hinn nýi borgar- stjóri að Reykvíkingar þyrftu engu að kvíða, þrátt fyrir að bæði henni og öðrum fulltrúar Reykjavíkurlistans hefði ver- ið lýst sem einskonar borgar- skelmum og að víðfrægur fréttamaður Moggans hefði talað um sigur Reykjavíkur- listans sem „valdarán" á kosninganóttina. „Ég held að Reykvíkingar séu sammála unt að þeir hafi ekki haft neinu að tapa. Við munum standa þétt saman um að stjóma borginni vel“, sagði Ingibjörg Sólrún í gær. Borgarmálaflokkur Reykja- víkurlistans hóf þegar að starfa og mun verða í önnum næstu daga og vikur að skipu- leggja starf sitt í meirihluta borgarstjómar Reykjavíkur. Pétur Jónsson, fjórði maður á Reykjavíkurlistanum, fulltrúi Alþýðuflokksins, sagði í sam- tali við Alþýðublaðið í gær: „Samheldnin milli fram- bjóðenda og stuðningsmanna Reykjavíkurlistans hefur ver- ið með eindæmum góð allt frá upphafi. Og þannig verður það áfram“, sagði Pétur, en hann verður varaforseti borgar- stjómar Reykjavíkur. Pétur kvaðst óttast að nýr meirihluti kæmi að lakara búi en látið hefur verið í veðri vaka. Reikningar borgarinnar verða birtir síðar í vikunni. Alþýðuflokksmenn fagna! Þeir félagar Pétur Jóttsson og Gunnar Levy Gissurarson (Lh.)jögnuðu ákaft á kosninga[sigur]hátíð Reykj- avíkurlistans sem lialdin var á Hótel íslandi síðastliðið laugardagskvöld. Pét- ur skipar jjórða sceti listans og Gunnar Levy það níunda. „Samheldnin milli frambjóðenda og stuðningsmanna Reykjavíkuriistans hefur verið með ein- dcemum góð alltfrá upphafL Og þannig verður það áfram“, sagði Pétur, en hann verður varaforseti borgarstjómar Reykjavíkur. Alþýðublaðsmynd/Enaróiason Kosnmgaárangur jafiiaðarmanna vítt og breitt um landið: Vonbrigði ogánægja íbland VIÐA UM Iand urðu sveitarstjórnarkosn- ingarnar Alþýðuflokknum hvort tveggja, gleðiefni sem og nokkur vonbrigði í sumum bæjanna. Það þarf vart að minnast á sigurinn í höfuðborginni, en þar var Alþýðuflokkurinn meðal sigurvegaranna og á sinn stóra þátt í sameiginlegu framboði Reykjavíkurlistans. I viðtölum blaðamanna Alþýðublaðsins við oddvita A-lista víða um land var rýmandi fylgi skýrt á ýmsa vegu eins og gengur. Vonbrigði Al- þýðuflokksfólks úti á landi voru hvað mest á Akranesi þar sem tveir bæjarfulltrúar töpuðust. Mest var gleði krata á Eskifirði þar sem Alþýðu- flokkurinn var ótvíræður sigurvegari kosning- anna, náði manni inn og vantaði aðeins 17 at- kvæði upp á annan manninn, - sem á að nást næst. A Akureyri myndar Alþýðuflokkurinn meirihluta með Framsóknarflokknum. í Borgar- nesi gekk ffemur vel. I nágrannabæjum höfuðborgarinnar gekk sumsstaðar ffemur illa. I Kópavogi missti Al- þýðuflokkurinn fylgi yfir til Kvennalistans og tapaði flokkurinn góðri baráttukonu úr bæjar- stjóm, sem vissulega vom mikil vonbrigði. Flokkurinn þar er þó til umræðu í myndun meiri- hluta. í Hafnarfirði missti flokkurinn meirihluta sinn, en talið næsta víst að hann gangi til meiri- hlutasamstarfs að nýju við Alþýðubandalagið. í Garðabæ bætti Alþýðuflokkurinn við sig fylgi og hélt sínum eina bæjarfulltrúa. í Mosfellsbæ átti A-listinn stóran þátt í að fella áratuga gamlan meirihluta íhaldsins og vantaði sáralítið uppá að ná inn manni. í Suðumesjabæ hinum nýja fékk Aiþýðuflokk- urinn 3 bæjarfulltrúa og verður í minnihluta. f Sandgerði vann K- listi óháðra og alþýðuflokks- fólks hreinan meirihluta. í Grindavík fékk A-list- inn tvo menn kjöma sem fyrr, meira en spár gáfu til kynna, vamarsigur eins og víða gerðist hjá al- þýðuflokksfólki. ,— Vel gekk starfið á Skagaströnd þar sem fylgið jókst til muna og flokkurinn fékk einn mann í sveitarstjóm en situr í minnihluta. Á Sigluftrði fékk flokkurinn svipað fylgi og 1990 og tvo menn kjöma og myndar áfram meirihluta. Sama er að segja um Sauðárkrók, þar heldur Alþýðu- flokkurinn áfram í meirihlutasamstarfi. Á Húsa- vík reyndist fylgi A-listans nánast óbreytt frá síð- ustu kosningum og þess ekki að vænta að flokk- urinn komist í meirihlutasamstarf. I hinu nýja sveitarfélagi Snæfellsbæ varð upp- skera A-listans bjartari en nokkur þorði að vona og fékk hann tvo bæjarfulltrúa. Möguleikar em þar á aðild að meirihlutasamstarfi. Á ísafirði héldu Alþýðuflokksmenn tveimur fulltrúum sín- um, en em ekki taldir í myndinni varðandi meiri- hlutaviðræður. Vestmannaeyjalistinn sem Al- þýðuflokkurinn tók þátt í fékk tvo fulltrúa, en Siálfstæðisflokkurinn fékk þar hreinan meiri- hluta. -Sjá „KosningaumfjölIun“ á blaðsíðum 4 og 5.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.