Alþýðublaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 31. maí 1994
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5
A-listi Jafiiaðarmanna
íKópavogi:
Möguleikará
meirihluta-
samstarfi
„ÉG HEF aldrei farið dult með það að við vilj-
um gjarnan starfa í meirihluta í bæjarstjórn
Kópavogs“, sagði Guðmundur Oddsson, fyrsti
maður á Iista Jafnaðarmanna í Kópavogi, þegar
Alþýðublaðið ræddi við hann í gær. Hann vísaði
á bug fréttum sem birtar voru í gær um viðræð-
ur við Sjálfstæðisflokkinn. Engar slíkar viðræð-
ur hefðu farið fram.
„Við erum að sjálfsögðu svekktir yfir því mikla
fylgi sem við misstum í kosningunum. Það er ljóst
að við töpuðum ekki fylgi til meirihlutaflokkanna
tveggja, heldur til Kvennalista. Það er bókstaf-
lega útilokað að átta sig á hvernig þessi samgang-
ur jgat átt sér stað“, sagði Guðmundur.
I Kópavogi fékk A-listi Jafnaðarmanna 1.580
atkvæði og tvo menn kjörna - töpuðu einum bæj-
arfulltrúa yfir til Kvennalistans, og 5,8% af at-
kvæðum frá því í kosningunum 1990, sem er ná-
kvæmlega sama hundraðshlutfall og Kvennalisti
bætti við sig nú. Helga E. Jónsdóttir bæjarfull-
trúi féll því út úr bæjarstjórn. Sjálfstæðismenn
sem gældu við hreinan meirihluta, misstu nokk-
urt fylgi, en héldu sínum 5 bæjarfulltrúum.
Framsókn fékk 1 mann kjörinn og Alþýðu-
bandalag 2 sem fyrr.
Staðan sýnist því óbreytt frá því á síðasta kjör-
tímabili, meirihlutaflokkarnir eru með sömu
styrkleikahlutföll. En áframhaldandi samvinna
flokkanna er þó hreint ekki tryggð. Sjálfstæðis-
menn tilkynntu Gunnar Birgisson sem bæjar-
stjóraefni sitt fyrir kosningar, svo fremi að að-
stæður sköpuðust til þess. Sigurður Geirdal er
sagður vilja embættið áfram, auk þess sem sagt
er að Framsóknarflokkurinn vilji meiri völd en á
fyrra kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkur er sagður
tregur til að láta bæjarstjórastólinn af hendi öðru
sinni og býður Sigurði að verða formaður bæjar-
ráðs. Sjálfstæðismenn og Framsókn hafa fundað
um málin, síðast í gær, og áframhald viðræðna
fyrirhugað.
Svo kann að fara að sjálfstæðismenn leiti til
annarra flokka um meirihlutasamstarf næstu
fjögur árin og í umræðunni mun vera að auglýsa
bæjarstjóraembættið laust til umsóknar. Ekki er
talið að sjálfstæðismenn leiti til Helgu Sigurjóns-
dóttir, kvennalistakonu, - fremur til Guðmundar
Oddssonar eða Valþórs Hlöðverssonar, efsta
manns Alþýðubandalagsins. Á Kópavogsgötum í
gær var einkum rætt um Sjálfstæðisflokk og AI-
þýðubandalag sem samstarfsaðila næsta kjör-
tímabil og hafa þeir flokkar ræðst við.
A-listi Alþýðuflokksins
íMosfelIsbæ:
íhaldið
fallið
A-listi ALþýðuflokksins í Mosfellsbæ náði ekki
inn manni í þetta skiptið en naumt var það. Sjálf-
stæðisflokkurinn beið afhroð, fékk þrjá menn
kjörna og missti áratuga gamlan meirihluta,
Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag fengu
bæði tvo menn kjörna. Við ræddum við efsta
mann á A-listanum, Bjarnþór Aðalsteinsson:
, Ja, ég er nú ekki mjög ánægður með minn
hlut þar sem við náðum ekki manni inn. Það
vantaði 2,4 prósent uppá. En það voru mikil og
óvænt tíðindi hér í Mosfellsbæ að íhaldið féll í
þessum kosningum. Við jafnaðarmenn fórum
seint af stað í baráttuna og vorum í gífurlega
miklu tímahraki. Ástandið hér var nú þannig að
félagsstarf jafnaðarmanna hafði legið niðri meira
og minna í sex ár þannig að það var við erfiðar
aðstæður að etja. En aðalmálið hjá okkur nú er
að vera tilbúin í Alþingiskosningarnar og leggja
okkar skerf þar af mörkum.
Annars má nefna það að bæði framsóknar-
menn og alþýðubandalagsmenn viðurkenna að
án okkar atbeina hefði meirihlutinn ekki fallið í
Mosfellsbæ. Þannig að við getum sjálfsagt nokk-
uð vel við unað. Við náum inn manni næst,
það er engin spurning. Kjarninn í þessu
máli er að við hefðum þurft að hafa betri
tíma og meira næði til að byggja upp starflð og
KOSNINGAUMFJOLLUN
kynna okkur. En það kemur næst.
Fyrir utan hin sögulegu úrslit hér í bæ þá ber
sigur Reykjavíkurlistans og fall sjálfstæðis-
manna í Reykjavík hæst. Það fer síðan nokkuð
eftir forystumönnum flokkanna hvernig unnið er
úr þessu R-listadæmi. Ef Reykjavíkurlistinn nær
sér á strik þá er þetta sennilega upphaflð að
tveggja flokka kerfi. Þetta eru náttúrulega dálítið
ólík öfl á Reykjavíkurlistanum og talsvert ber í
milli en þannig er það nú líka í Sjálfstæðisflokkn-
um. Þetta kemur í ljós með tímanum,“ sagði
Bjarnþór Aðalsteinsson.
K-listi óháðra
og alþýðuflokksmanna
í Sandgerði:
Hreinn
meirihluti
f SANDGERÐI náði K-listi óháðra og alþýðu-
flokksmanna hreinum meirihluta, fjórum mönn-
um. Sjálfstæðisflokkurinn fékk tvo menn kjörna
og Framsóknarflokkurinn einn. Við náðum tali
af Pétri Brynjarssyni á K-listanum:
„Við á K-listanum unnum gífurlega vel. Kosn-
ingabaráttan var góð hjá okkur - reyndar lang-
best - og við uppskárum eftir því. Við unnum
einfaldlega langbest. Við græddum sjálfsagt mest
á því að hafa boðið upp á reynslumikið fólk og
konur sem áttu raunhæfan möguleika á sæti í
bæjarstjórn. Það skiiaði okkur miklu.
Við ætlum að funda í kvöld, mánudagskvöld,
og líta á stöðuna í rólegheitum. Ég á ekki von á
miklum breytingum á starfi okkar. K-listinn hér
í Sandgerði á sér áratuga langa sögu og fólk
þekkir vel til okkar. Kosningabaráttan var prúð-
mannleg og fór vel fram.
Sé litið yfir úrslitin á landsvísu þá finnst mér
hreint ótrúlegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli
ekki tapa meiru. Alþýðuflokkurinn virðist hafa
tekið á sig slæmu hlutina frá ríkisstjórninni. Al-
þýðuflokkurinn var einnig minna í sviðsljósinu
en oft áður vegna þátttöku í sameiginlegum
framboðum einsog Reykjavíkurlistanum og það
hafði náttúrulega sitt að segja. Einnig held ég að
óheppilegar stöðuveitingar sem Alþýðuflokkur-
inn átti hlut í hafi komið okkur illa og séu ein af
ástæðunum fyrir ekki nógu góðu gengi flokks-
ins,“ sagði Pétur Brynjarsson.
A-listí Alþýðuflokksins
á Sauðárkróki:
/
Aframí
meirihluta
Á SAUÐÁRKRÓKI var bæjarfulltrúum
fækkað úr níu í sjö. ÖHum að óvörum hélt meiri-
hlutinn samt velli og hefur þegar verið gengið frá
áframhaldandi samstarfi Alþýðuflokks með einn
mann, K-Iista með einn og D-Iista með tvo full-
trúa. Framsókn fékk tvo menn og Alþýðubanda-
lag einn.
„Við óttuðumst að með því að fækka bæjar-
fulltrúum um tvo eða úr níu í sjö kæmi það harð-
ast niður á fylgi ríkisstjórnarflokkanna. Urslitin
urðu hins vegar þau að D- listinn tapaði ekki
miklu og Alþýðuflokkurinn bætti heldur við sig.
K-Iisti óháðra hélt sínu fylgi en þessir listar
mynduðu meirihlutann.
Það er þegar búið að ganga frá áframhaldi á
þessum meirihluta,“ sagði Björn Sigurbjörnsson
bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins á Sauðárkróki.
Björn verður áfram formaður bæjarráðs.
Af þeim tveimur fulltrúum sem fækkað var
um fór annar frá D- lista en hinn frá B-lista. Al-
þýðubandalagið bætti við sig fylgi en ekki nóg til
að bæta við manni.
A-listínn á Siglufirði:
Meirihlutinn
heidur
ALÞÝÐUFLOKKURINN fékk álíka fylgi í
kosningunum á Siglufirði og hann hafði áður og
tvo menn kjörna. Flokkurinn myndar áfram
meirihluta í bæjarstjórn ásamt Öháðum sem
unnu mann af Framsóknarflokki og fengu fjóra
fulltrúa.
„Ég hefði viljað fá 35 til 40 atkvæði í viðbót til
að halda sama fylgi og áður. Það var mikil breyt-
ing á kjörskrá frá því við síðustu kosningar og við
fengum talsvert af nýjum kjósendum. en það
vantaði svolítið upp á að við héldum óbreyttu
fylgi. Hins vegar eru þessi úrslit svo sem ekki
slæm þegar á heildina er litið,“ sagði Kristján
Lúðvík Möller sem er bæjarfulltrúi Alþýðu-
flokksins á Siglufirði ásamt Ölöfu Kristjánsdótt-
ur sem skipaði annað sæti flokksins.
Kristján sagði að hið mikla fylgi Óháðra, F-
lista, hefði komið nokkuð á óvart. Hins vegar
hcfðu Óháðir lagt mikla áherslu á það fyrir kosn-
ingar að halda óbrevttum meirihluta og það hefði
tekist auk þess sem Björn Valdimarsson bæjar-
stjóri væri vinsæll maður.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk tvo fulltrúa og
Framsóknarflokkurinn einn.
A-listí Alþýðuflokksins
á Skagaströnd:
Bættí
mikið við sig
Á SKAGASTRÖND voru þrír listar í kjöri. A-
listi Alþýðuflokks fékk einn mann en S-listi
Skagastrandarflokksins fékk fjóra menn kjörna.
G-listi Alþýðubandalags fékk engan mann.
„Við bættum verulega við okkur fylgi og feng-
um nú 92 atkvæði eða 22,5% atkvæða en höfðum
áður 56 atkvæði. Ég reiknaði ekki með að við
næðum svo góðum árangri því það var lagt hart
að okkur að bjóða fram með S-Iistanum. Urslitin
sýna að Alþýðuflokkurinn á hér orðið harðan
kjarna sem vinnur mjög vel og skipulega,“ sagði
Steindór Haraldsson efsti maður á lista Alþýðu-
flokksins á Skagaströnd.
Við kosningarnar 1990 voru fimm listar í kjöri.
Þá fékk A- listi 14,3 prósent atkvæða og einn
mann, B-listi 19 prósent og einn mann, D-Iisti
27,5 prósent og tvo menn, G-listi 13,5 prósent og
engan mann og H-listi 25,7 prósent og einn mann.
Nú komu hins vegar aðeins fram þrír listar sem
fyrr segir.
Steindór sagði að Skagastrandarflokkurinn
hefði ætlað sér alla fimm fulltrúana en það hefði
ekki tekist. Steindór sagði Alþýðuflokksmenn
hafa unnið vel fyrir kosningarnar og það hefði
svo sannarlega skilað sér á kjördag.
A-listi jafnaðarmanna
og óháðra í Snæfellsbæ:
Uppskeran
framar
vonum
I HINU nýstofnaða sveitarfélagi Snæfellsbæ
fékk A-listi jafnaðarmanna og óháðra tvo menn
kjörna, þá Svein Þór Elinbergsson og Gunnar
Már Kristófersson og alls 21,6% atkvæða. Sjálf-
stæðisflokkurinn fékk 4 fulltrúa, Framsóknar-
flokkurinn tvo og Alþýðubandalagið einn. Við
spjölluðum stuttlega við Svein Þór, efsta mann á
A-lista jafnaðarmanna og óháðra:
„Við erum afar ánægð. Vorum nokkuð viss um
að einn maður næðist inn, en okkar björtustu
vonir gengu út á tvo fulltrúa. Það gekk eftir
þannig að við hljótum að vera afar sátt. Kosn-
ingabaráttan var skemmtileg og málflutningur
okkar jafnaðarmanna, sem grundvallaður var á
vandaðri málefnaskrá, hefur gengið vel í fólk.
Listinn var borinn fram af nýstofnuðu Jafnaðar-
mannafélagi Snæfellsbæjar í samvinnu við óháða
borgara. Mikil endurnýjun var í starfinu og
kraftmikið fólk kom inn.
Við byrjuðum formlegan undirbúning kjör-
tímabilsins strax daginn eftir kosningar með
stofnun bæjarmálaráðs og göngum óbundin til
viðræðna um meirihlutamyndun. Þar koma
nokkrir möguleikar til greina. Þreifingar eru enn
ekki hafnar en boltinn er hjá Sjálfstæðisflokkn-
um. Það sem mest kom á óvart í kosningunum
hérna var uppgangur íhaldsins og góð útkoma
okkar jafnaðarmanna," sagði Sveinn Þór Elin-
bergsson.
A-listí Alþýðuflokksins
í Suðumesjabæ:
Meirihlut-
anum veitt
öflugtað-
hald
KOSNINGAÚRSLITIN í Suðurnesjabæ
komu mörgum á óvart. Hið nýja sveitarfélag
varð til við sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur
og Hafnarhrepps. Kosið var um 11 bæjarfulltrúa
og urðu úrslit þau að Sjálfstæðisflokkurinn fékk
fjóra, Alþýðuflokkurinn þrjá, Framsóknarflokk-
urinn tvo og Alþýðubandalagið tvo.
„Þetta eru ekki þau úrslit sem við vildum sjá
og fylgi Alþýðuflokksins náði ekki því sem við
áttum von á. Þó höfum við greinilega sótt á mið-
að við skoðanakannanir þar sem okkur var spáð
tveimur fulltrúum. En við munum veita harða og
öfluga stjórnarandstöðu,“ sagði Anna Margrét
Guðmundsdóttir oddviti Alþýðuflokksins í Suð-
urnesjabæ. Auk hennar náðu kjöri af A- lista
þeir Ragnar Halldórsson og Kristján Guð-
mundsson.
„Það var margt sem kom á óvart í þessum
kosningum. G-listinn náði tveimur fulltrúum öll-
um að óvörum og sennilega hafa þeir sjálfir orð-
ið mest hissa því þeir hafa ekki átt fulltrúa hér í
átta ár. En þeir hömruðu stöðugt á því fyrir
kosningar að við blasti alræði D-listans og sá
áróður virðist hafa dugað þeim vel,“ sagði Anna
Margrét ennfremur. Hún sagði að Alþýðuflokk-
urinn hefði átt á brattann að sækja og þar hefðu
landsmálin spilað inn í ásamt fleiru. Éramsókn
og Sjálfstæðisflokkur hefðu flýtt sér að mynda
meirihluta. Þessir flokkar hefðu áður setið saman
í meirihluta í bæjarstjórn Keflavíkur í 16 ár þar
til Alþýðuflokkurinn velti þeim úr sessi við kosn-
ingarnar 1986.
„Ég sé eftirá að við höfum ekki gætt þess nóg
að kynna störf okkar í bæjarstjórn út á meðal
kjósenda. Við vorum á kafi í að vinna að góðum
málefnum en vanræktum kynninguna. En ég vil
þakka öllum þeim sem studdu okkur og lögðu
fram vinnu við kosningabaráttuna. Við munum
vinna af alefli að framgangi góðar mála enda
studdi fjórði hver kjósandi Alþýðuflokkinn,“
sagði Anna Margrét Guðmundsdóttir.
Vestmannaeyjalistírai
í Vestmannaeyjum:
Arásir
íhaldsins
í VESTMANNAEYJUM fékk Vestmanna-
eyjalistinn, sem Alþýðuflokkurinn tók þátt í, tvo
menn kjörna, Sjálfstæðisflokkurinn fékk í jóra
menn og Il-Iisti óháðra einn. Við hringdum í
Guðmund Þ.B. Ólafsson, sem skipaði efsta sæti
V-listans:
„Það var hreint út sagt hroðaiegt að vakna upp
við þetta. Það tókst ekki það sem við ætluðum
okkur. Meirihluti bæjarbúa hefur valið og við
því er svo sem ekkert að segja. Við þurfum nú að
skoða okkar mál og meta stöðuna. Það er greini-
legt að stór hópur bæjarbúa var óánægður með
Vestmannaeyjalistann. En það sem mér er efst í
huga er þakklæti til þeirra sem studdu okkur og
unnu með okkur að þessu framboði. En þetta var
reynt og við þurfum að líta á hvort þetta ber að
gera aftur.
Kosningabaráttan hér var gífurlega persónu-
leg af hálfu Sjálfstæðisflokksins og miklar sví-
virðingar þeirra í garð einstaklinga voru áber-
andi. Það er í raun grátlegt að þeir skuli ekki hafa
uppskorið einsog þeir áttu skilið. Þetta voru mik-
il átök þar sem við hinir rembdumst við að vera
málefnalegir en máttum okkar lítils.
Annars eru stærstu og merkilegustu úrslitin
yfir landið í Reykjavík og Mosfellsbæ þar sem
íhaldinu var veittur reisupassinn af kjósendum.
Það voru sannarlega söguleg úrslit,“ sagði Guð-
mundur Þ.B. Ólafsson.