Alþýðublaðið - 31.05.1994, Page 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Þriðjudagur 31. maí 1994
MENNTUN
FYRSTU menntuðu
slátrarar landsins út-
skrifuðust frá Iðnskól-
anum í Reykjavík síð-
astliðinn fóstudag, og
fór athöfnin fram í
Hallgrímskirkju. Það
voru 15 slátraranemar
sem útskrifuðust eftir
að hafa notið bóklegrar
og verklegrar kennslu.
Haustið 1991 skipaði
Ólafur G. Einarsson
menntamálaráðherra
nefnd til þess að taka
saman tillögur um nám
fyrir starfsfólk sem vinn-
ur við slátrun búljár.
Nefndin var skipuð á
þeim forsendum að
brýna nauðsyn bæri til að
auka og bæta menntun
þeirra sem vinna þessi
störf, því að aukin
menntun og verkhæfni
ykju ekki aðeins gæði
vörunnar, sem þeir hand-
íjatla, heldur einnig verð-
mæti hennar. Formaður
nefndarinnar var Stefán
Ólafur Jónsson deildar-
stjóri.
Nefndin lagði til að sett
yrði á stofn námsbraut í
slátrun við Iðnskólann í
Reykjavík. Námið yrði
tvö og hálft ár og skiptist
í bóklegt og verklegt nám
sem skyldi fara fram eftir
námssamningi, sem nemi
í slátrun gerði við vinnu-
stað. Að námi loknu
fengi hann starfsheitið
slátrari.
Fyrsta hluta námsins
var hmndið í fram-
kvæmd á skólaárinu
1993 til 1994 á vegum
Iðnskólans í Reykjavík.
Fimmtán nemendur með
mikla starfsreynslu við
slátrun sóttu þijú tveggja
vikna námskeið, bæði
bókleg og veikleg. Nám-
skeiðin vom haldin við
Iðnskólann í Reykjavík, í
sláturhúsinu á Hvamms-
tanga og Slátraraskólan-
um í Hróarskeldu í Dan-
mörku. Kennarar vom
firá íslandi, Englandi og
Danmörku. Starfs-
menntasjóður félags-
málaráðuneytisins og
Framleiðnisjóður land-
búnaðarins styrktu nám-
skeiðin myndarlega.
Störfuðuð þér hjá
Reykjavíkurbæ 1944?
Eigið þér ef til vill í fórum yðar myndir eða
önnur gögn tengd starfinu á þeim tíma?
Vinsamlegast hafið þér þá samband við
Borgarskjalasafn Reykjavíkur (sími
632370) eða Ljósmyndasafn Reykjavík-
urborgar (sími 632530).
Frá Háskóla íslands:
Skrásetning nýrra stúdenta
Skrásetning nýrra stúdenta til náms í Háskóla íslands há-
skólaárið 1994-1995 fer fram í Nemendaskrá í aðalbygg-
ingu Háskólans, dagana 1.-15. júní 1994. Umsóknareyðu-
blöð fást í Nemendaskrá sem opin er kl. 10-15 hvern virk-
an dag á skráningartímabilinu.
Við nýskrásetningu skrá stúdentar sig jafnframt í nám-
skeið á komandi haust- og vormisseri.
Umsóknum um skrásetningu skal fylgja:
1) Ljósrit eða staðfest eftirrit af stúdentsprófsskírteini.
(Ath! Öllu skírteininu.)
2) Skrásetningargjald: kr. 22.975,-.
Ljósmyndun vegna stúdentaskírteina fer fram í skólanum
í september 1994.
Ekki er tekið á móti beiðnum um nýskrásetningu eftir að
auglýstu skrásetningartímabili lýkur 15. júní nk. Athugið
einnig að skrásetningargjaldið er ekki endurkræft eftir 20.
ágúst 1994.
Mætið tímanlega til að forðast örtröð.
RAÐAUGLÝSINGAR
MENNTAMÁLARAÐUNEYTIÐ
Auglýsing
Laus er til umsóknar staða skólameistara
Menntaskólans á Egilsstöðum. Staðan veitist
frá 1. ágúst 1994.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu fyrir
23. júní nk.
Menntamálaráðuneytið.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Útboð
F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir
tilboðum í viðgerðir á gangstéttum.
Verkið nefnist:
Gangstéttaviðgerðir II, 1994.
Helstu magntölur eru:
Steyptar stéttir u.þ.b. 3.000 m2
Hellulagðar stéttir u.þ.b. 1.000 m2
Síðasti skiladagur er 1. október 1994.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudegin-
um 31. maí, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn
8. júní 1994, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Félagsmálaráðuneytið
auglýsir til umsóknar eftirtaldar
stöður á sviði barna- og unglinga-
mála á vegum ráðuneytisins:
Stöðu yfirmanns skrifstofu ráðuneytisins í barna- og ung-
lingamálum. Skrifstofan annast yfirstjórn og heildarskipu-
lagningu barnaverndarmála á grundvelli laga um vernd
barna og ungmenna. Umsækjendur skulu hafa háskóla-
menntun auk reynslu og/eða þekkingu á sviði barna-
verndar, stjórnunar og rekstrar.
Stöðu yfirmanns við Móttöku- og meðferðarstöð fyrir ung-
linga (áður Unglingaheimili ríkisins). Stofnunin sinnir
bráðavistun/neyðarvistun auk skammtíma- og eftirmeð-
ferðar fyrir unglinga. Umsækjendur skulu hafa háskóla-
menntun auk reynslu og/eða þekkingar á sviði meðferðar
bama- og unglinga.
Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
berist félagsmálaráðuneytinu fyrir 30. júní nk.
Félagsmálaráðuneytið, 26. maí 1994.
Félagsmálastofnun
Hafnarfjarðar
Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar óskar eftir góð-
um og traustum sveitaheimilum fyrir 6-12 ára
börn til sumardvalar. Nauðsynlegt er að viðkom-
andi hafi reynslu af barnauppeldi.
Upplýsingar gefa Harpa Ágústsdóttir og Ingelise
Allentoft, uppeldis- og félagsráðgjafar í síma
53444 milli kl. 15.00 og 16.00 alla virka daga.
Félagsmátastjórinn í Hafnarfirði.
Leikskólar
Reykjavíkurborgar
Lausar eru til umsóknar stöður leikskólakennara í eftir-
talda leikskóla:
Álftaborg v/Safamýri, s. 812488.
Fálkaborg v/Fálkabakka, s. 78230.
Heiðarborg v/Selásbraut, s. 77350.
Þá vantar leikskólakennara og matreiðslufólk í neðan-
greinda nýja leikskóla:
Funaborg v/Funafold, s. 879160.
Lindarborg v/Lindargötu, s. 15390.
Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277.
Leikskólar
Reykjavíkurborgar
Leikskólastjóri
Staða leikskólastjóra við leikskólann Laufásborg við
Laufásveg er laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 10. júní nk.
Leikskólakennaramenntun áskilin.
Nánari upplýsingar gefa Bergur Felixson framkvæmda-
stjóri og Margrét Vallý Jóhannsdóttir deildarstjóri í síma
27277.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277.