Alþýðublaðið - 31.05.1994, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 31.05.1994, Qupperneq 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MMIIIiHIAIIIII Þriðjudagur 31. maí 1994 INGVAR SVERRISSON, eirai afþremur upphafsmönnum Reykjavíkurlistaiis: , Jiorgiii frdsuð úr helgreipum íhaldsins“ INGVAR SVERRISSON, sem skipar þrettánda sœti Reykjavíkurlistans og GUNNAR LEVY GISSURARSON (t.h.) sem skipar níuna sœtiðfagna kröftuglega sigri listans á íhaldinu síðastliðna laugardagsnótt. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason UPPHAF framboðs Reykjavíkurlistans þekkja flestir. í einum fréttatíma Ríkissjón- varpsins seint á síðasta ári kom fram að skoðana- könnun sem Félagsvís- indastofnun Háskóla Is- lands hefði gert, sýndi að sameiginlegt framboð fé- lagshyggjuaflanna myndi sigra íhaldið í borgar- stjórnarkosningum. En hvaðan kom þessi fyrsta skoðanakönnun. Af hverju var hún gerð? Við spjölluðum stuttlega um máfið við Ingvar Sverris- son, ungan jafnaðarmann sem skipar 13. sætið á Reykjavíkurlistanum. Ingvar hefur af kunnug- um verið kaliaður einn af guðfeðrum listans ásamt þeim félögum Helga Hjörvar (Verðandi) og Hrannari B. Arnarssyni (Nýjum vettvangi). Ingvar, Helgi og Hrannar eru þrír ungir menn sem eftir að hafa kynnt sér út- reikninga fróðra manna sannfærðust um að sameig- inlegt ffamboð félags- hyggjuaflanna í Reykjavík væri eina raunhæfa leiðin til að ná árangri í borginni. Sundruð myndu þessi öfl aldrei vinna borgina - sam- einuð myndu þau sigra. Eft- ir þetta fóru þeir félagar að vinna markvisst að málinu og létu meðal annars gera fyrmefnda skoðanakönnun sem RUV keypti síðan af þeim. Síðan rak hver við- burðurinn annan - eða rétt- ara sagt hver jákvæð skoð- anakönnunin aðra. „Það sem við gerðum eftir að hafa komið saman og rætt málin, var að tala við samstarfsfólk okkar í pólitík um hvemig mönn- um litist á þetta. Þessi þrig- gja manna gníppa okkar safnaði smám saman utan um sig jafnt óháðu sem flokksbundnu ungu félags- hyggjufólki. Við settum niður fasta fundartíma og hittumst á Hótel Borg í há- deginu hvem laugardag. Með hverri vikunni sem leið stækkaði hópurinn. Greinaskrif fóm af stað og hver um sig talaði fyrir málinu innan -sinnar hreyf- ingar á fundum og ráðstefn- um. Þama inn á milli létum við gera skoðanakönnunina sem reyndist á endanum vera litla þúfan sem velti hlassinu þunga. I október og nóvember hófum við síðan skipulegar viðræður við fulltrúa allra minnihlutaflokkanna, nema Kvennalistann. Nei, þær vom ekki viljandi skiídar útundan. Þvert á móti því þær tjáðu okkur aðspurðar að þær hefðu ekki tíma til að elta hvaða saumaklúbb sem er. En þetta kom síðan með tímanum og hægðinni. Forystufólk flokkanna í borginni kom svo flest inn í málið eftir nokkuð stapp og þá virtist okkar hlutverki í raun lokið í bili. Flokkamir fjórir og ýmis óháð öfl náðu saman um markmið og leiðir og restina þekkja all- ir. Reykjavíkurlistinn leit dagsins ljós eftir langa og erfiða fæðingu. Þetta reyndist vera frábær hópur fólks sem þama náði að tengja. Fólk áttaði sig á nauðsyn sameiginlegs framboðs. Sumir þurftu bara svolítið lengri tíma en aðrir.“ Éj> kem niður úr skyjunum í haust „Ég kom síðan inn á Reykjavíkurlistann sem þriðji maður Alþýðuflokks- ins í þrettánda sætið og tók af krafti þátt í kosningabar- áttunni. Maður var við þetta vakinn og sofinn í nokkra mánuði. Konan mín, Hólmffíður Björk, rétt þekkti mig af af- spum. Og allt þetta stór- kostlega fólk sem þama sameinaði krafta sína. Fólk sem lagði allt að veði - blóð, svita og tár - til að láta stóra drauminn rætast. Óviðjafnanlegt. Ég vil þakka þeim öllum. Ég veit varla hvaða til- fmningar bærast innra með mér eftir þetta allt saman. Maður trúir þessu varla. Ég kem niður úr skýjunum ein- hvem tímann í haust. Hví- líkur sigur. Borgin er fallin og frelsuð úr helgreipum íhaldsins. Lýðræðisöflin - félagshyggjuöflin - hafa sigrað. Ég verð til æviloka þakk- látur fyrir að fengið tæki- færi til að leggja mitt þar af mörkum. Nú er bara að halda borginni í nokkra tugi ára,“ sagði himinlifandi Ingvar Sverrisson að lok- um. Vinningstölur 28. maí 1994 | ViNNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING H 5 at 5 0 1.858.784 P^|+4a(5 2 161.614 11 4 af 5 96 5.808 J 3 af 5 2.762 471 Aðaltölur: BÓNUSTALA: :© Heildarupphaeð þessa víku: kr.4.040.482 UPPLVSINGAH. SÍMSVAHI 91- S9 1611 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 w Fjármálahandbók fyrir alla Sigurður Stefánsson, framkvæmdastjóri Verðbréfa- markaðar Islandsbanka. afhenti á dögunum viðskiptaráð- herra, Sighvati BjörgvinsSTni fyrsta eintakið af bókinni Verðbréfog áhœtta sem VIB gefur út. Bókin fjallar á að- gengilegan og skýran hátt um það hvemig best sé að ávaxta peninga. Nokkrir reyndustu starfsmenn VÍB tóku saman efni bókarinnar. Bók sem ekki á erindi við sér- fræðinga eingöngu, heldur allan almenning. Á myndinni tekur Sighvatur tekur fyrsta eintakinu af bókinni Verðbréf og áhætta. Nýtt olíuskip í flotann Skeljungur II heitir nýtt olíuskip sem bæst hefur í flot- ann og kom hingað til lands á föstudaginn var. Skipið var keypt hingað frá Svíþjóð og mun þjónusta viðskiptavini Skeljungs á Faxaflóasvæðinu. Einar Sigurgeirsson yfir- verkstjóri í Örfirisey, var skipstjóri á siglingunni heim. Hann sagði að skipið hefði reynst í alla staði hið besta. Skeljungur II tekur 260 þúsund lítra af eldsneyti og er bú- inn öflugum dælum, sem afkasta 120 þúsund lítrum á klukkustund. Sérstakur hreinsibúnaður er í geymum skipsins sem er notaður þegar flytja þarf aðrar eldsneytis- tegundir en fyrir em í tönkum þess. Búnaðurinn safnar úr- gangsolíunni í sérstakan tank um borð áður en henni er skipað í land. Með tilkomu skipsins dregur mjög úr land- flutningum olíuvara um götur höfúðborgarsvæðisins, um Hvalfjörð og Suðumesjaveg. Skipið er smíðað 1973 og er mikið endumýjað. Sáttmáli um stöðugleika í Evrópu Upphafsráðstefna um Sáttmála um stöðugleika í Evr- ópu var haldin í París fyrir síðustu helgi. Fyrir frumkvæði Evrópusambandsins komu þar saman utanríkisráðherrar og embættismenn 39 ríkja í Evrópu og Norður-Ameríku, auk níu áheymarríkja og samþykktu að hefja fundaferli til lausnar á deilum um landamæri og þjóðemisminnihluta í Mið- og Austur- Evrópu. Gert er ráð fyrir að efnt verði til hringborðsumræðna um svæðisbundin deilumál, sem ljúki að ári með undirritun Sáttmálans. Varsla hans og eft- irlit kemur þá í hlut RÖSE - Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu. Hjálmar Hannesson, sendiherra ís- lands hjá RÖSE sótti ráðstefnuna fyrir hönd utanríkisráð- herra. Ævintýri 09 útilíf með skátum Útilífsskóli skáta starfar í sumar eins og undanfarin ár. Hann er starf- ræktur af Skátafélaginu Skjöldungum í Reykjavík, Bandalagi ís- lenskra skáta, Skátasambandi Reykjavíkur, Þroskahjálp og Öryrkjabanda- laginu. Á nám- skeiðunum munu fatlaðir starfa við hlið annarra þátt- takenda og er það sérstaka skólans og hefur reynst vel. Boðið er upp á tvennskonar námskeið og íjölbreytta dagskrá. Nánari upplýsingar er að fá hjá skátaheimilinu í Sólheimum 21A í síma 686802. Meðfylgjandi mynd er frá útilífsskóla skátanna í Sól- heimum 21A í Reykjavík. Rektorar ræða saman Ráðstefna 60 norrænna háskólarektora stendur yfir þessa dagana í Reykjavík. Eru slíkar ráðstefnur haldnar á þriggja ára fresti. Meginviðfangsefnið nú er samvinna norrænna háskóla og breytt viðhorf í samstarfi háskóla í Evrópu. Hvað sem líður öllum útreikningum fiskifræðinga virðist sá guli ekki gera sér minnstu grein fyrir útrým- ingarhættunni sem hann er í. Víða í kringum landið hafa menn verið að fiska með ágætum og á nokkrum stöðum er hreint og klárt mok. Blíðan undanfarna daga hefur gert það að verkuni að ailar skeljar geta á sjó farið og jiað hafa menn verið duglegir við að nýta sér. Fiskur upp á grunninu í Breiðafirði hefur verið rótfiskerí. Krókabátamir eru þeir einu sem geta nýtt sér þetta ástand því flest allir sem á aflamarki eru hafa ýmist klárað kvóta sína eða em svo langt komnir að þeir reyna að nýta það sem þeir eiga eftir í þorski sem meðafla við aðrar tegundir. í Ólafsvík einni eru nú um 120 smábátar að róa og mik- ið líf og tjör í kringum svo stóran flota. Dagsaflinn er að vonum misjafn, en hefur verið að rokka á bilinu 400 til 500 kfló og upp í tvö tonn. Afla sínum landa þeir á fisk- mörkuðum. Meðal þeiira útgerðaraðila sem stunda eingöngu veið- arnar uppi á gmnninu heyrast raddir þar sem það er gagn- rýnt að hið svokallaða togararall Hafró sé ekki útfært yfir á öll veiðarfæri. Það sé löngu kunn staðreynd að veiðar geta gengið misjafnlega eftir veiðarfæmm og sagan raun- ar sýni þetta. Margir handfæra-, línu- og netamanna segja það fullum fetum að afli þeirra miðað við „sóknareiningu" eins og það heitir á fræðimálinu sé mun meiri en undanfarin ár. Nú er það svo að togararall Hafró að veiðarfærin sem þar eru notuð em stöðluð og alltaf eins. Ástæða þess er að stöðugar breytingar em að eiga sér stað á veiðarfærum. Breytingamar em þó hvað minnstar, ef þá marktækar á handfæmnum og línunni. Línubeitningarvélar breyta í sjálfu sér ekki eðli línunnar þó viðkomandi bátar geti lagt fleiri lfnur í sjó þeirra vegna. Þetta hlýtur að vera íhugunarefni fyrir fiskifræðinga. Vemlegur hluti aflans er tekin með öðmm veiðarfæmm en trollinu og því finnst mörgum sjómanninum það eðli- legt að gengi annarra veiðarfæra sé jafnframt vigtað inn í útreikninga um fiskistofna. Vel vart við Langanes Um 40 bátar em nú að róa frá Bakkafirði. Fiskiríið var gott hjá þeim í síðustu viku og einstaka bátur komst í tvö tonn yfir sólarhringinn. Með straumnum sem er nú stækk- andi hefur heldur dregið úr en útlitið í byijun sfðustu viku var ágætt, því eins og einn sjómaðurinn á svæðinu orðaði það lóðaði „inn úr öllu“ með Langanesinu. Grásleppan að bregðast Grásleppuvertíðin hófst fyrir Norðurlandi þann 20. mars. Margir grásleppukarla gátu þó ekki langt net sín íyrr en talsvert síðar vegna stirðra gæfta. En byijunin lof- aði víða góðu. Ágætis „skot“ var hjá allmörgum bátum til að byrja með. Botninn datt síðan snarlega úr og hefúr ver- ið afar dauft yfir veiðunum síðan. Heyrst hefur jafnframt að víða hafi grásleppukarlar lent í vandræðum með net sín vegna þorskgegndar. Þorskurinn vöðlar upp netunum þannig að grásleppan veiðist ekki í þau. I síðustu viku vom komnar á land rúmar 6.700 tunnur af grásleppuhrognum sem er raunar heldur meira en á sama tíma í fyrra. Vertíðin í fyrra var þó ein af þeim léleg- ustu frá upphafi þannig að viðmiðunin erekki rismikil. Svo undarlega vill til að skoðanamunur sjómanna og fiskifræðinga hvað grásleppuna varðar snýst í mörgum tilfellum alveg við hvað ástand hennar varðar. Margir grásleppukarlar hafa af því þungar áhyggjur að allt of hart sé sótt í grásleppustofninn og úr sókninni þyrfti að draga til að ná veiðinni upp. Þelta hafa fiskifræðingar ekki samþykkt og talið grá- sleppunni lítil hætta búin af þeirri sókn sem í hana er í dag. Lítil grásleppa við Kanada Þær fréttir hafa borist frá austurströnd Kanada að byrj- un grásleppuvertíðar þar hafi verið hörmuleg. Eins og kunnugt er, em Nýfundnalendingar komnir með stærstu hlutdeildina. Á síðasta ári var hlutdeild Kanadamanna um það bil 45% af heimsveiðinni, meðan hlutur íslendinga fór alla leið niður í 25%. Vegna þeirra erfiðleika sem steðjað hafa að Nýfundna- lendingum, þar sem búið er að loka á alla flestar veiðar var ætlunin að gera gríðarlegt átak í grásleppuveiðunum á þessari vertíð. Keyptu til dæmis einstaka kaupendur hrognanna þúsundir neta sem þeir útdeildu til veiðimanna gegn viðskiptum með hrognin. En það á ekki af þeim að ganga og veiðin í byijun ver- tíðar nánast engin. Viðbrögð Kanadamanna hafa verið þau að setja takmarkanir á fjölda neta fyrir hvem veiði- mann, þannig að sóknin minnki eitthvað. Meðal veiði- manna þar em að koma upp sams konar áhyggjur og em uppi meðal íslenskra starfsbræðra þeirra, það er að of hart sé gengið að grásleppustofninum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.