Alþýðublaðið - 08.06.1994, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 08.06.1994, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FLOKKSÞING Miðvikudagur 8. júní 1994 Rannveig Guðmundsdóttir er annar ábyrgðarmanna málefnahóps um efnahags- og atvinnumál: Starfs- menntun er forgangs- verkefni „Þegar við í málefnahópn- um fórum að ræða atvinnu- málin fannst okkur skipta mestu máli að fjalla um lyk- ilatriði í stefhu flokksins á næstu misserum enda eru langtímamarkmiðin skýr. Á þessum atvinnuleysistímum er mikilvægast að atvinnu- leysið verði ekki varanlegt og álykmnin mótast af því,“ sagði Rannveig Guð- mundsdóttir alþingismaður sem er ábyrgðarmaður málefnahóps um efnahags- og at- vinnumál ásamt Braga Guðbrandssyni aðstoðarmanni félagsmálaráðherra. , Jafnaðarmannaflokkar í Evrópu hafa lagt mikla áherslu á uppbyggingu í atvinnulífinu og sendu meðal annars út sameiginlegt ávarp 1. maí. Megininntak þess var að hvetja til fjárfestinga í atvinnulífinu og fjárfestinga í menntun og þá ekki síst starfsmenntun. Þessi sjónarmið endurspeglast meðal annars í okkar ályktun. Starfsmenntun og þá eink- um atvinnulausra þarf að vera forgangsverkefni. Atvinnu- átak á að vera samstarfsverkefni ríkis, sveitarfélaga, fyrir- tækja og aðila vinnumarkaðarins. Nýsköpun í atvinnulíf- inu þarf ekki síst að miðast við atvinnuþáttöku kvenna, ungs fólks, fatlaðra og þeirra sem hafa búið við langvar- andi atvinnuleysi,“ sagði Rannveig Guðmundsdóttir. Hörður Zóphaníasson, annar ábyrgðarmanna málefnahóps um menntamál, segir að kjarni ályktunar hópsins sé: Menntun til Birgir Hermannsson er annar ábyrgðarmanna málefnahóps um kjördæma- og kosningamál: Aherslaá nýsköpunar „Ályktun um menntamál verður allítarleg þar sem er tekið á mörgum atriðum og horft ffam til breyttra tíma. Það má segja að kjami stefn- unnar sé menntun til nýsköp- unar,“ sagði Hörður Zóphan- íasson skólastjóri sem er ábyrgðarmaður málefnahóps um menntamál ásamt Margr- éti Björnsdóttur aðstoðar- manni iðnaðar- og viðskipta- ráðherra. „Menntun til nýsköpunar er ætlað að svara kalli kom- andi tfma. Við horfum til nánari tengsla við atvinnulífið og gjörbreytt atvinnulíf í heimi nýjustu tækni svo sem ljós- leiðara. Atvinnuvegir eru kanski að færast meira úr stórum húsum og inn á heimili fólks þar sem það situr við tölvuna og vinnur. Við viljum líka færa stjómunina nær skólunum, sem næst vettvangi, þannig að skólinn eigi auðveldara með að aðlaga sig að kringumstæðunum. Þá leggjum við áherslu á rammastjómun sem skólinn útfærir síðan sjálf- ur,“ sagði Hörður Zóphaníasson. Hann sagði að ályktunin væri yfirgripsmikil og þar væri tekið á mörgum atriðum. Óhætt væri að segja að þama kæmi fram róttækt stefna í menntamálum. jöfnun kosninga- réttar „í ályktun málefnahópsins er lögð áhersla á jöfnun kosn- ingaréttar allra landsmanna. Besta leiðin til að ná því markmiði er að landið verði allt gert að einu kjördæmi. Enda hefur það verið baráttumál Alþýðuflokksins allar götur síðan fyrir 1930,“ sagði Birgir Hermannsson að- stoðarmaður umhverfisráðherra, en hann er ábyrgðarmað- ur málefnahóps um kjör- dæma- og kosningamál ásamt Vilhjálmi Þorsteinssyni kerfisfræðingi. „Með því að gera landið að einu kjördæmi má ná fram fjómm markmiðum í einu. í fyrsta lagi verður kosninga- réttur allra landsmanna jafn, í öðm lagi jafnast þingstyrkur og kjörfylgi flokka og í þriðja lagi aðlagast slíkt kerfi sjálf- krafa breytingum í atvinnu- háttum og búsetu. í fjórða lagi kemur þetta fyrirkomulag í veg fyrir hrepparíg og óeðlilega hagsmunagæslu. Við för- um ekki út í nánari útfærslu á þessum breytingum heldur setjum fram ákveðna valmöguleika. En jafn atkvæðisréttur er gmndvallarmannréttindi og það verður að einfalda kosningalögin og auka valfrelsi kjósenda um einstak- linga,“ sagði Birgir Hermannsson. Magnús Arni Magnússon er annar ábyrgðarmanna málefnahóps um Evrópumál: Evrópumálin munu vigta þungt í störfum þingsins „Málefnahópur um Evr- ópumál hefur komið nokk- uð oft saman og lagt gífur- lega mikla vinnu í sín verk. Við komum til með að skila afar ítarlegum tillögum um framtíðarstefnu Jafnaðar- mannaflokks íslands í Evr- ópumálum. Menn hafa lagt mikið undir til að móta þessar tillögur og fórnfúst starf verið innt af hendi. Bara það að þessi hópur skuli hafa verið settur á laggimar sýnir að vissulega er þetta mál á dagskrá þingsins og kemur til með að vigta þungt í störfum þess. Hvað sem hver segir eru Evrópu- málin mál málanna um þessar rnundir," segir Magnús Ámi Magnússon sem ásamt Jóni Baldvini Hannibais- syni utanríkisráðherra hefur stýrt Evrópumálahópnum. „Ég verð náttúrulega að segja það sem formaður Sam- bands ungra jafnaðarmanna að tillögur málefnahóps Al- þýðuflokksins um Evrópumál ganga ef til vill ekki eins langt og við ungir jafnaðarmenn hefðum viljað. Við SUJ- arar komum engu að síður sterkir til þingsins með tillög- ur SUJ í farteskinu. Þær grundvallast á þeirri fjögurra ára gömlu stefnu Sambands ungra jafnaðarmanna að Island eigi tafarlaust að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það að ég sem formaður SUJ - samtaka með þessa ákveðnu stefnu - hafi verið valinn sem annar ábyrgðar- manna Evrópumálahópsins sýnir glögglega að borin er virðing fyrir Evrópustefnu SUJ innan flokksins. Ég tel þess sjá stað í tillögum málefnahópsins. Það er ungra jafnaðarmanna von og trú að þessa 47. flokksþings Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks ís- lands - verði ekki minnst á spjöldum sögunnar sem átakaþings sem snérist fyrst og fremst um formanns- kosningar heldur sem þings sem tók afdrifaríkar ákvarð- anir um framtíðarstefnu íslenskra jafnaðarmanna; ákvarðanir sem reyndust upphafið að breiðfylkingu jafn- aðarmanna til framtíðar. Þar skipta Evrópumálin afar miklu,“ segir Magnús Ámi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.