Alþýðublaðið - 08.06.1994, Page 5

Alþýðublaðið - 08.06.1994, Page 5
Miðvikudagur 8. júní 1994 FLOKKSÞING ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Gísli S. Einarsson er annar ábyrgðarmanna málefnahóps um landbúnaðar- og neytendamál: „Það hefur oft verið litið á okkur í Alþýðuflokknum sem óvini bændastéttarinnar. Það er auðvitað hinn mesti mis- skilningur. Við höfum gagn- rýnt, einkum milliliðakerfið, en óvinir bænda erum við hreint ekki“, segir Gísli S. Einarsson alþingismaður sem stýrt hefur málefnahópi flokksins sem fjallað hefur urn landbúnaðar- og neyt- endamál, sem samið hefur drög að ályktun um þau mál sem lögð verða fyrir flokks- þingið. Ásamt Gísla hefur Bolli Runólfur Valgarðsson, formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, stýrt hópnum. Gísli segir að á flokksþinginu verði margt lagt fram sem er til bóta fyrir íslenskan landbúnað, þegar horft er til framtíðar. f drögunum segir Gísli að einmitt sé lögð áhersla á að á íslandi fái að dafna öflugur og sjálfstæður landbúnaður dugmikilla bænda. Þeir eigi að geta lifað sómasamlegu lífi af búrekstri sínum án þeirrar miklu ríkisforsjár sem hafi sligað þá undanfama áratugi. „Við leggjum á það áherslu að bændur og neytendur eiga sameiginlega hagsmuni, sem hljóta að byggjast á frjálsu markaðskerfi. Við fögnum hagræðingu í landbún- aði sem hefur orðið til að lækka vöruverð til neytenda, enda þótt enn sé það of hátt. Við teljum að með takmörk- uðum innflutningi og samkeppni afurðastöðva skapist að- stæður til að lækka verð til neytenda enn frekar. Jafnaðar- menn telja það brýnt að sátt ríki milli neytenda annars veg- ar og bænda hinsvegar“, sagði Gísli. GATT-samningnum er fagnað í drögum málefnahópsins. Sá samningur auki frelsi og eðlilega samkeppni í alþjóð- legum viðskiptum með landbúnaðarafurðir. En Gísli segir að jafnaðarmenn séu ekki boðberar hugmynda um óheftan innflutning erlendra, niðurgreiddra landbúnaðarvara, en leggi áherslu á eðlilegan umþóttunartíma. íslenskum bændum sé fyllilega treystandi til að standast samkeppni á jafnréttisgrundvelli við innfluttar búvörur, enda standi þeir sig frábærlega í framleiðslunni þegar miðað er við bændur sem búa við svipuð skilyrði á norðurslóðum. Þá sagði Gísli S. Einarsson að Alþýðuflokkurinn vilji aðstoða þá sauðfjárbændur sem vilja bregða búi með því að tryggja þeim viðunandi lífsafkomu næstu árin á eftir. Þannig er rætt um að ríkið kaupi jarðir eða ákveðinn hluta jarða til afnota fyrir þéttbýlisbúa fyrir skógrækt, sumarbú- staði og útivist. „I þessu endurspeglast stefna okkar jafnað- armanna um að landið er sameign þjóðarinnar", sagði Gísli S. Einarsson. Umhverfísmál eru peningamál, segir Njáll Harðarson, annar ábyrgðarmanna málefnahóps um umhverfismál: Landgræðsla og skógrækt í umhvcrfls- ráðuneytíð semverði styridogeflt áallalund „í málefnavinnu okkar fyrir flokksþing Alþýðuflokksins höfum við lagt áherslu á það meðal annars að Islendingar verða að gera sér grein fyrir því að markviss umhverfis- vemd er afar mikilvæg og skiptir hvem einasta íslend- ing stóm fjárhagslegu máli. í raun er hún lykillinn að vel- ferð okkar í þessu landi. Þær náttúruauðlindir sem við eig- um em enn ómengaðar og gjöfular, og þeirra viljum við njóta til frambúðar og verð- um þá að beijast harðri baráttu fyrir því að svo verði áfram. Það er ekki víst að svo verði, ef við sofum á verðin- um“, sagði Njáll Harðarson, sem ásamt Össuri Skarp- héðinssyni er ábyrgðarmaður málefnahópsins, sem fjallað hefur um umhverfismál og leggur ffam drög að ályktunum fyrir 47. flokksþingið í Suðumesjabæ um helgina. Njáll sagði að umhverfismál og sjálfbær þróun væri for- senda allrar búsetu hér á landi, þar sem matvælafram- leiðsla skipti svo miklu máli í afkomu landsmanna. Þá mætti benda á að aukin ferðalög útlendinga til landsins væm tengd hreinleika landsins og væri forsenda þess að byggja mætti upp öfluga ferðamannagrein. „I því skyni að taka megi umhverfismálin fastari tökum leggjum við til að umhverfisráðuneytið verið styrkt og eflt á alla lund. Teljum við að forsenda fyrir því sé sú að sem flestar stofnanir sem fjalla um þau málefni er varða vemd- un lands, lofts og lagar, ásamt landgræðslu og skógrækt heyri undir umhverfisráðuneytið", sagði Njáll. Þröstur Ólafsson, annar ábyrgðarmanna málefnahóps um Velferðarmál og ríkisfjármál: Almennum skatta- hækkunum hafiiaðen Qármagns- og hátekju- skattí fagnað „Við leggjum þunga áherslu á ábyrgð íslenskra jafnaðarmanna á velferðar- kerfinu. Það kerfi er forsenda jöfnuðar og félagslegs rétt- lætis í samfélaginu og um velferðarkerfið er brýn nauð- syn að standa vörð“, sagði Þröstur Ólafsson, aðstoðar- maður utanríkisráðherra og annar ábyrgðarmanna mál- efnahóps, sem gert hefur drög að ályktunum 47. flokksjrings Alþýðuflokksins um velferðarmál og ríkisfjár- mál. Ásamt Þresti hefur Sigbjörn Gunnarsson alþingis- maður stýrt hópnum. Þröstur Olafsson segir að jafnframt verði bent á að á vissum sviðum hafi velferðarkerfi okkar vaxið úr sér. Nauðsynlegt og eðlilegt sé að endurmeta sjálfvirkni þess og framtíðarþróun. „Við bendum ennfremur á þá staðreynd að enn stendur yfir efnahagslegur samdráttur, sem ekki er séð fyrir end- ann á. Þótt náðst hafi mikill og góður árangur á ýmsum sviðum efnahagsmála þá eru atvinnuleysið og ríkissjóðs- hallinn helstu vandamálin sem vinna þarf bug á og það hið fyrsta“, sagði Þröstur. í drögunum er lagt til að samþykkt verði rammafjárlög til lengri tíma. Alþýðuflokkurinn muni ekki skorast undan ábyrgð til að ná fram spamaði í ríkisútgjöldum. Skulda- staða þjóðarinnar er komin að hættumörkum, segir í álykt- unardrögum hópsins, snúa verður við af þeirri braut og efla spamað og aðhald í ríkisrekstri. Þá sagði Þröstur að í drögunum væri gert ráð fyrir að flokksþingið samþykkti að Alþýðuflokkurinn hafnaði al- mennum skattahækkunum en jafnframt væri ítrekaður stuðningur við fjármagnstekjuskatt og framlengingu há- tekjuskattsins. Þá em gerðar tillögur í nokkmm liðum um aðgerðir til lausnar á atvinnuleysi og tillögur til endurbóta og aðhalds í heilbrigðismálum. Bent er á að lífeyriskerfið sé veikburða og veiti mismunandi réttindi. Þar sé enn of margt eldra fólk sem búi við skort og líði örbirgð. Þá sagði Þröstur að bent væri á árangur sem náðst hefur í málefnum fatlaðra og bama. Jafnaðar- mennengir óvinir bænda

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.