Alþýðublaðið - 08.06.1994, Page 8

Alþýðublaðið - 08.06.1994, Page 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Tillögur laganefndar umlaga- breytíngar á 47. flokksþingi Lög Alþýðuflokksins - Jainaðarmannaflokks Islands - XV. Kafli: „Tillögur um breytingar á lögum þessum skal senda til flokksskrifstofu ekki síðar en mánuði fyrir flokksþing og skal framkvæmdastjómin þá senda allar tillögur til lagabreytinga til flokksfélaganna fyrir flokks- þing. Á flokksþinginu skulu hafðar tvær umræður um laga- breytingar. Til lagabreytinga þarf tvo þriðju greiddra at- kvæða. Lög þessi eru samkvæmt samþykkt 40. flokksþings Al- þýðuflokksins, og með breyt- ingum, sem gerðar voru á 41., 42., 43., 44., 45. og 46. þingi flokksins." Tillaga frá laganefnd: „Laganefnd leggur til við 47. flokksþing Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands - að skipuð verði 5 manna nefnd er vinni að heildarendurskoðun laga flokksins, og skili tillögum fyrir næsta flokksþing. Ljóst er að ýmis atriði núver- andi laga þarf að lagfæra, skerpa á áhersluatriðum og skilgreina frekar en gert er, skyldur og fyr- irkomulag starfa þeirra sem kjörnir eru til trúnaðarstarfa á vegum flokksins. Hér er á ferðinni yfírgrips- mikið og tímafrekt verk, en mjög tímabært. Laganefnd leggur til að tillög- unni verði vísað til fram- kvæmdastjómar sem tilnefni 5 manns í nefndina strax að loknu þessu 47. flokksþingi.“ Tillaga sem vísað var til Iaganefndar á síðasta flokksþingi: „Á síðasta flokksþingi var samþykkt að laganefnd mótaði tillögur fyrir 47. flokksþing sem nú fer í hönd, vegna tillögu um að „sveitarstjómarmenn Al- þýðuflokksins hafi full réttindi til jafns við aðra kjöma fulltrúa í flokksstjóm“. I lögum flokksins 36. gr. seg- ir: „í flokksstjóm eiga sæti: 1. Framkvæmdastjóm flokks- ins sbr. 34. gr. 2. 31 maður kosinn af kjör- dæmisráðum Alþýðuflokksins sbr. 20. gr. 3. Þrjátíu menn kosnir á flokksþingi samkvæmt c lið 34. gr- 4. Alþingismenn Alþýðu- flokksins. 5. Formenn kjördæmisráða. 6. Formenn félaga. 7. Sveitarstjómarmenn Al- þýðuflokksins með málfrelsi og tillögurétt. Laganefnd leggur til að flokksþingið samþykki breyt- ingu laganna þannig að í 36. gr - 7. lið segi: „Sveitarstjómarmenn Al- þýðuflokksins.“ Með þessari breytingu njóta sveitarstjómarmenn Alþýðu- flokksins réttinda til jafns við aðra flokksstjómarmenn." Tillaga frá Sambandi Alþýðuflokkskvenna: Varðandi 15. gr (sem gildir á milli flokksþinga) - Kosning og fulltrúar, hefur borist eftirfar- andi tillaga frá Sambandi Al- þýðuflokkskvenna: „Samband Alþýðuflokks- kvenna leggur til að 15. gr. laga Alþýðuflokksins - Jafnaðar- mannaflokks fslands gildi áfram óbreytt. Greinin hljóðar svo: Við kjör í allar stofnanir flokksins, þar sem kjósa skal 2 eða fleiri fulltrúa í einu, skal hvort kyn eiga rétt til a.m.k. 40% fulltrúa, svo framarlega sem nægilega margir em í fram- boði. Gildir þetta m.a. um kjör í flokksstjórn skv. 21. gr. laga þessara, kjör í framkvæmda- stjóm og flokksstjóm skv. b og c lið 34. gr., kjör í fræðsluráð skv. 38. gr., kjör í fjármálaráð skv. 39. gr„ kjör í verkalýðsmála- nefnd skv. 40. gr. og kjör starfs- hópa skv. 46. grein. Þessi regla gildir fram að næsta flokksþingi." Island SAMCÖNCUíABUNEmÐ llvll V !■ MmuBimiD Miðvikudagur 8. júní 1994 Glefsur úr skýrslu Sigurðar Eðvarðs Amórssonar, gjaldkera Alþýðuflokksins - Jafliaðarmannaflokks íslands: Höfiini forgöngu um opnun bókhalds stjómmáMokka „Ég tel afar mikilvægt að bókhald flokksins sé í sem allra besta lagi og aðgengilegt á hverjum tíma. Við höfum ekkert að fela og eigum að undirbúa okkur sent allra best undir að hugsanlega verði gerðar breytingar á lögum varðandi bókhald stjómmála- flokka, og jafnvel að hafa for- göngu um slíkar breytingar," segir Sigurður Eðvarð Arn- órsson meðal annars í skýrslu sinni sem gjaldkeri Alþýðu- flokksins - Jafnaðarmanna- flokks Islands. „Geysileg vinna hefur farið í endurskipulagningu á með- ferð' fjármuna í flokknum. Mikið vantaði á að nægilegt aðhald væri á málum og því hefur gjaldkerinn oft þurft að taka óvinsælar ákvarð- anir og því fer fjarri að all- ir hafi verið sammála um niðurskurð og nirfilsskap,“ segir Sigurður Eðvarð. „Á flokksþinginu verð- ur gerð grein fyrir fjár- hagslegri stöðu flokksins samkvæmt bráðabirgða- uppgjöri pr. 31 maí 1994. Þar sem uppgjörstímabil flokksins er frá 1. septem- ber til 31. ágúst ár hvert verður endanlegt uppgjör að bíða þangað til eftir þau tímamörk. Ég mun leggja fullnaðaruppgjör fyrir flokksstjómarfúnd eins og lög kveða á um á haust- dögum. Á undanfömum tveimur ámm má segja að öll fjár- málaleg umsýsla flokksins hafi verið brotin upp og endurskipulögð. Það á bæði við um tekju- og gjaldaliði og einnig öll vinnubrögð. Frá síðasta flokksþingi hefur bókhald flokksins verið unnið i' nýtísku tölvuforriti og þær kröfur gerðar til vinnubragða að þau standist allar þær kröf- ur sem lög kveða á um og löggiltir endurskoðendur starfa eftir. Ég mun því í haust skila af mér uppgjöri með fullri áritun slíks lög- gilts endurskoðenda. I mfnum huga er málið afar einfalt. Sá sem ekkert á, hefur engu að eyða og sá sem ekkert vill eignast get- ur aldrei reiknað með að verða nokkurs megnugur fjárhagslega. Stjómmála- flokkur eins og Alþýðu- flokkurinn sem ekki teng- ist neinum hagsmunasam- tökum verður að vera fjár- hagslega sjálfstæður og hafa metnað til að efla sína eiginfjárstöðu. Nú undir það síðasta hefur orðið mikil hugarfarsbreyting innan flokksins og menn gera sér æ betur grein fyrir mikilvægi aðhalds og metnaðarfullra vinnu- bragða í meðferð fjár- muna, þannig að kerfis- bundin vinna í þessum málaflokki er farin að skila sér. Tekjur em meiri en áð- ur, rekstrarkostnaður er minni en áður, skuldir hafa minnkað vemlega, hlutfall skulda er orðið viðunandi, flokkurinn er allsstaðar í skilum og hefur samt getað tekið meiri þátt í uppbyggingu félagsstarfsins um SIGURÐUR EÐVARÐ: „Stjórnmálaflokkur eins og Alþýðuflokkurinn sem ekki tengist neinum liagsmunasamtökum verður að vera fjáriutgslega sjálfstœður og hafa metnað til að efla sína eiginfjárstöðu.“ land allt, en áður hefur tíðkast. Með tilkomu Ferðajöfnunar- sjóðsins er brotið blað í félagslegri stöðu þeirra sem kosnir em til að taka þátt í flokksstarfmu og vænti ég mikils af því, en hlutverk hans er að styrkja þá sem kosnir em til trún- aðarstarfá til að sækja fundi um langan veg. Visst hlutfall árlegra tekna flokksins er eymamerkt til þessa verks og ekki má snerta höf- uðstólinn nema með samþykki flokksþings. Ég vil þakka samstarfsfólki mínu á aðalskrifstofu flokksins í Reykja- vík fyrir ánægjulegt samstarf og síðast en ekki síst þeim fjölmörgu flokksmönnum sem hafa tekið mér af mikilli velvild á ferðum mínum um landið fyrir flokkinn, nú undan- farið.“ Símaskráin '94 tvíefld og tilbúin til afhendingar Símaskráin 1994 kemur nú út í tveimur bindum Nafnaskráin geymir alla símnotendur, jafnt einstaklinga sem fyrirtæki, skráða með síma- og faxnúmer. í Atvinnuskránni eru símanúmer allra fyrirtækja, Gulu síðurnar og svo Bláar síður með símanúmerum stjórnsýslu, ríkis og sveitarfélaga. Símaskráin er afhent á næsta afgreiðslustað Pósts ocfsíma gegn framvísun afhendingarmiða. Símaskráin fæst innbundin fyrir 185 kr. Símaskráin tekur gildi 11.júní. PÓSTUR OG SÍMI

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.