Alþýðublaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 1
Kosningamar á 47. flokksþingi Alþýðiif lokksins - Jafiiaðarmannafld<ks íslands - um hdgina: - Jóhönnu Sigurðardóttur í formaiinskoaiingum á 47. flokksþingi jafnaðarmanna. Jón Baldvin fékk 60% atkvæða en Jóhanna 39%. Guðmundur Ámi var kjörinn varaformaður flokksins með 51 % atkvæða en ()ssur SkarpháHnssím hlaut í þeirri kosningu 44% atkvæða. Atliygli vaktíaðungir jaíhaðarmenn hlutu einstaklegii góöa kosningu í framkvæmdastjóm tk)kksius og flokksstjóni Jón Baldvin Iiannibalsson var endurkjörinn formaður Alþýðu- flokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands - með 60% atkvæða á sögu- legu 47. flokksþingi jafnaðarmanna sem lauk síðastliðinn sunnudag í Suðumesjabæ. Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra gaf einn- ig kost á sér til formennsku en beið lægri hlut með 39% atkvæða. Jón Baldvin fékk 226 atkvæði í kosn- ingunni og Jóhanna 146. Þetta var heldur meiri munur ep gert var ráð fyrir. Guðmundur Árni Stefáns- son, heilbrigðis- og tryggíngamála- ráðherra, fékk síðan eitt atkvæði í kosningunni og einn seðill var ógildur. (Seðillinn sá mun reyndar hafa verið ógildur vegna þess að á hann var ritað nafn Marðar Árna- sonar íslenskufræðings sem mun enn vera skráður í Alþýðubanda- lagið - en gaf þó kost á sér í for- mannsslag í flokknum fyrir nokkru á aukaþingi SUJ.) Formaöurinn Jón Baldvin og stuðningsmenn hans fögnuðu að vonum ákaft úr- slitum kosningarinnar og sagðist formaðurinn líta á þau sem mikla traustsyfirlýsingu við sig og sín störf. Samheldni í flokknum myndi skipta öllu máli í framhaldinu. Við fjölmiðla lét hann hafa eftir sér að hann teldi úrslitin afdráttarlaus og þau myndu auðvelda honum að leiða flokkinn í átökum þeim er framundan væru á þessu kosninga- ári. Óvíst er hver staða Jóhönnu er eftir þessa kosningu en Jón Baldvin hefur lýst því yftr að geri Jóhanna ekki ágreining um þá stefnu sem mótuð var á þinginu, bæði hvað varðar málefni og forystu flokksins, þá sjái hann ekki neina ástæðu til að hún víki úr ríkisstjóm. Jón Baldvin telur það skipta öllu máli að forysta flokksins sé samhent og einhuga um störf og stefnu flokksins. Jó- hanna hefur ekki látið hafa neitt eft- ir sér um málið og er nú stödd í út- löndum. JÓN BALDVÍN HANNIBALSSON sigraði Jóhönnu Sigurðardóttir með 60% atkvœða (formannskomingum á 47, Jlokksþingi jafnaðarmanna. Alþýðublaó&mynd í Brn óimn Varaíormaðurinn í kosningu um varaformanns- embættið voru þrír frambjóðendur; þeir Össur Skarphéðinsson um- hverfisráðherra, Guðmundur Ámi Stefánsson heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra og Marías Þ. Guð- mundsson fulltrúi. Guðmundur Ámi var kjörinn varaformaður og hlaut hann 188 atkvæði eða 51 % en Össur hlaut 159 atkvæði eða 44%. Marías fékk 11 atkvæði. Ekki var Ijóst fyrr en örfáum mínútum fyrir kjörið hveijir yrðu í framboði til varaformanns fyrir ut- an Össur Skarphéðinsson sem hafði gefið kost á sér fyrir þingið. Eftir Vinmngstolur júní1994 11 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ ÁHVERN VINNING H 5af5 0 1.850.032 pH+4a!5 2 160.784 0 4af 5 68 8.157 03af5 2.540 509 Aðaltölur: @ BÓNUSTALA: (26j Heildarupphæd þessa viku: kr. 4.019.136 UPPLÝSmÖAR, StMGVARt »1- M 15 11 UIKKUdNA 9910 OO - TEKTAVARP 461 framboðsræður Össurar og Guð- mundar Áma gaf Marías kost á sér og þar varð ljóst með varafor- mannsefnin. Guðmundur Ámi var að vonum ánægður eftir að úrslit vom Ijós og Össur sagðist sætta sig vel við sinn hlut. Sighvatur Björg- vinsson og Rannveig Guðmunds- dóttir héldu bæði ræður og lýstu því yfir að þau væm ekki í fram- boði. Fnimkvæmík^jómin Valgerður Guðmundsdóttir var einróma endurkjörin ritari flokksins og Sigurður Eðvarð Arnórsson var einnig endurkjörinn einróma í embætti gjaldkera. Guðmundur Oddsson hlaut síðan nákvæmlega eins kosn- ingu í embætti formanns ffarn- kvæmdastjómar flokksins. I kosningu til framkvæmda- stjómar varð Magnús Árni Magnússon hlutskarpastur með 207 atkvæði og á hæla hans kom Petrína Baldurs- dóttir með 203 atkvæði. f þriðja sæti varð Steindór R. Haraldsson. Þar á eitir komu Arnór Benónýsson með 148 atkvæði, Hervar Gunnarsson með 137 atkvæði og síðust inn í framkvæmdastjóm var Bryn- dís Krístjánsdóttir með 106 atkvæði. Aðrir í kjöri fengu minna nema Eyjólfur Sæ- mundsson sem fékk 113 at- kvæði en komst ekki inn vegna svokallaðs kynjakvóta sem var tek- inn upp á þinginu. Góð kosning Magnúsar Áma, sem er formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, vakti athygli. Á flokksþinginu vom einnig kjömir 30 manns í flokksstjóm. Efstu fimm í því kjöri vom Aðal- heiður Sigursveinsdóttir SUJ með 205 atkvæði, Hörður Zóphanías- son með 198 atkvæði, Jón Karls- son með 194 atkvæði, Jón Þór Sturluson SUJ með 187 atkvæði og Lára V. Júlíusdóttir með 185 atkvæði. Góð kosning Aðalheiðar og Jóns Þórs þótti tíðindum sæta. Hér á eftir fara næstu 25 í flokks- stjómarkjörinu og em atkvæðatöl- umar birtar í sviga lyrir aftan nafn viðkomandi: Stefán Gunnarsson (173), Tryggvi L. Skjaldarson (172), Pétur Bjarnason (166), Stefán Friðfinnsson (166), Stein- dór Karvelsson SUJ (166), Gylfi Þ. Gfslason (165), Ragna Berg- mann (159), Cecil Haraldsson (158), Helga E. Jónsdóttir (158), Viggó V. Sigurðsson (158), Eirík- ur Bergmann Einarsson SUJ (157), Haukur Helgason (157), Jóna Ósk Guðjónsdóttir (154), Gylfi Þór Gíslason SUJ (151), Tryggvi Gunnarsson (150), Helgi Daníelsson (148), Hrafnkell Ósk- arsson (148), María Kjartans- dóttir SUJ (148), Kristín Jóhanna Bjömsdóttir (147), Bolli Runólf- ur Valgarðsson SUJ (146), Ólína Þorvarðardóttir (146), Elín Harðardóttir SUJ (145), Guð- finna Vigfúsdóttir (144), Hall- steinn Friðþjófsson (138), Sigþór Jóhannesson (138). Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir (135) og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir (134) komu síðastar inn í flokksstjóm sem uppbót kvenna vegna kynja- kvótans. - Atþýðublaðið ffáBar rtámrmn jiokksþingið á inmíðum blaðsimídagogá nœstudögum. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR beið íœgri hlutfyrir Jóni Batdvíni í kosningunum á taugardagínn var með 39% atkvœða. óvíst er rneð afstöðu hennar. Sfjúrnmálaálykíun 47, {lokJksþing,siiis: Látareynaá brýnustu þjtíðar- hagsmuni í samningum „Framtfðarhagsmunum íslands, jafnt pólitískum, menningarlegum og efna- hagslegum, er því best borg- ið með því að láta á það reyna hvort unnt sé að koma ffarn brýnustu þjóðarhags- munum í samningum við Evrópusambandið. Alþýðu- flokkurinn mun beita sér fyrir víðtækri umræðu í þjóðfélaginu unt aðiid að Evrópusambandinu. Flokk- urinn mun bjóða hagsmuna- samtökum, stjómmálahreyf- ingum og öðram almanna- samtökum til viðræðna um málið í þeirn tilgangi að auka samstöðu þjóðarinnar um þau hagsmunamál sem setja þarf á oddinn í viðræð- um við sambandið.“ Svo segir í utanríkismála- kafla stjómmálaályktunar 47. flokksþings Álþýðu- flokksins - Jafnaðarmanna- flokks Islands. Ályktun flokksþingsins um Evrópu- málin er boðar vatnaskil í ís- lenskum stjómmálum og hefur að vonum vakið mikla athygli. Þar segir ennfremur: „Þegar niðurstöður í þjóð- aratkvæðagreiðslum EFTA- þjóðanna um aðild að Evr- ópusambandinu liggja fyrir síðla árs og viðræður stjóm- valda, hagsmunasamtaka og stjómmálaflokka hafa átt sér stað mun Alþýðuflokkurinn halda sérstakt aukaþing flokksins og taka afstöðu til aðildarumsóknar að Evr- ópusambandinu. Endanleg afstaða til aðildar verður ekki tekin fyrr en að loknum samningum. Þjóðin mun eiga síðasta orðið í þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið. Reynslan af aðildarvið- ræðum Norðurlandaþjóð- anna er sú að Evrópusam- bandið taki tillit til grand- vallarhagsmuna og sérstakra aðstæðna í þeim löndum sem það á í samningum við. Grundvallarhagsmunir fs- lands felast í óskoruðum yfirráðum yfir auðlindum okkar til lands og sjávar. Jafnaðarmenn leggja sér- staka áherslu á að standa vörð um óskorað yfirrráð ís- lendinga yfir fiskimiðunum. Á það verður að láta reyna í samningum hvort viðunandi lausn fáist á þessu mikla hagmunamáli. Um mikilvæga ákvörðun í sögu þjóðarinnar er að tefla. Ekki verður beðið öllu lengur með að hefja umræð- ur um aðild að Evrópusam- bandinu. Aðild að Evrópu- sambandinu er komin á dag- skrá íslenskra stjómmála." - Stjórntnálaátyktan 47.jlokksþingsins er hirt á btaðsíðu 3.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.