Alþýðublaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 47. FLOKKSÞINGIÐ Þriöjudagur 14. júní 1994 MMtMD HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Sími: 625566 - Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð f lausasölu kr. 140 Sögulegt flokksþing - glæsileg forysta Lokið er 47. flokksþingi Alþýðuflokksins - Jafnaðar- mannaflokks íslands. Þetta flokksþing er um margt merkt og verður minnst sem þingi uppgjörs og sögulegra ákvarðana í ýmsum málefnum, ekki síst Evrópumálum. Flokksþingið samþykkti fyrst allra íslenskra stjómmála- flokka að beita sér fyrir víðtækri umræðu í þjóðfélaginu um aðild að Evrópusambandinu. Þannig vill Alþýðu- flokkurinn bjóða hagsmunasamtökum, stjómmálahreyf- ingum og öðrum almannasamtökum til viðræðna um málið í þeim tilgangi að efla samstöðu þjóðarinnar um þau hagsmunamál sem setja þarf á oddinn í viðræðum við sambandið. Kjör um embætti formanns og varaformanns skyggðu á flest annað í umfjöllun fjölmiðla um flokksþingið enda fólu þau átök í sér ákveðið uppgjör við heildarstefnu flokksins út á við sem inn á við. Alþýðublaðið hefur áð- ur áréttað þau sjónarmið að ekkert er jafn óheppilegt og skaðlegt fyrir eina stjómmálahreyfmgu eins og óupp- gerð deilumál eða átök um áherslur og málefni. Ríki op- ið ósamkomulag milli forystumanna flokksins um þessi efni, ber að fá niðurstöðu sem fyrst áður en alvarleg inn- anmein taka að gera vart við sig. Þess vegna hefur Al- þýðublaðið verið því fylgjandi að uppgjör færi fram milli formanns flokksins og fyrrum varaformanns, svo unnt yrði að fá niðurstöðu í stefnumál flokksins; niður- stöðu sem flokkurinn getur flykkt sér um. Nú er þessi niðurstaða fengin. Jón Baldvin Hannibals- son hlaut afgerandi meirihluta í kosningu flokksþing um formannsembættið. Þar með hefur Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur Islands sýnt Jóni Baldvini sam- stöðu og lýst trausti á verk hans og forystu. Að loknu 47. flokksþingi Alþýðuflokksins getur Jón Baldvin Hanni- balsson haldið áfram að veita stjómmálahreyfmgu jafn- aðarmanna brautargengi sem sterkur formaður. Þar með hefur Alþýðuflokkurinn einnig fylkt sér að baki málefn- um og áherslum Jóns Baldvins, ekki síst í Evrópumál- um. Jóhanna Sigurðardóttir fékk einnig viðunandi niður- stöðu en mátti vera ljóst að við ofurefli var að etja og að flestum þingfulltrúum féll þungt að gera uppá milli þess- ara tveggja vinsælu forystumanna flokksins. Þetta var erfítt kjör fyrir alla jafnaðarmenn. Uppgjörið er nú í höfn og hið mikilvæga fyrir alla jafnaðarmenn er að sætta sig við niðurstöðuna og standa saman um stefnu og mark- mið. (d 47. (tokkfjkýi Séð yfir skreyttan þingsal iþróttahússins. til starfa. Ágúst og Marías sposkir. Beðið í ofvœni eftir úrslitum kosninga Formaðurinn og varaformaður hans fagna ákaft. Jón Baldvin kynnir ályktunina „Island íEvrópu‘ Það var léttyfir mönnum þrátt fyrir sprengjuhótun. Guðmundur Árni Stefánsson og Össur Skarphéðinsson. Sigbjörn Gunnarsson heilsar upp á Jóhönnu. Landbúnaðarnefndfundaði utandyra vegna sprengju. Karl Steinar Guðnason: „Engin sprengja hér!“ Kosning Guðmundar Árna Stefánssonar í embætti vara- formanns styrkir enn forystu flokksins. Varaformanns- embættið styrkir einnig Guðmund Árna innan flokksins. Alþýðuflokkurinn kemur af flokksþingi sínu með glæsi- lega forystu, þá Jón Baldvin og Guðmund Árna sem saman mynda breiðfylkingu í áherslum jafnaðarmanna. Nútímaleg jafnaðarstefna byggist upp á samtengingu opins hagkerfis og velferðar. 47. flokksþing Alþýðu- flokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands hefur undir- strikað svo um munar að flokkurinn er frumkvæðis- flokkur svo orð Jóns Baldvins séu notuð; nútímalegur jafnaðarmannaflokkur sem vinnur jafnt að opnun hag- kerfisins og uppbyggingu atvinnulífs sem víðri skírskot- un og jöfnuði og velferð. Sighvatur Björgvinsson gaf ekki kost á sér. Rannveig Guðmundsdóttir gaf ekki kost á sér.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.