Alþýðublaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 14. júnf 1994______________m ♦ ■ ^ IV l\ J I V3 ■ ___________________________ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Stjómmálaályktun 47. flokksþings Alþýðuflokksins - Jaihaðarmannaflokks íslands, Suðumesjabæ, 10.-12. júní 1994: Skvr stefna til nvrrar aldar Jón Baldvin Hannibalsson formaður, Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður, Valgerður Guðmundsdóttir ritari og Sigurður Eðvarð Arnórsson gjaldkeri. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason 1. Atvinna og umbætur Þjóðin hefur ekki efni á öðru en hámarkshagkvæmni í sjávarútvegi, undirstöðugrein þjóðarbúsins. Hag- kvæmni og réttlæti má tryggja með hóflegu afnota- gjaldi af auðlindum sjávar. Bændur þurfa að endur- heimta sjálfstæði sitt, atvinnufrelsi og frumkvæði. í samvinnu við bændur þarf að hverfa frá ofstýringu og höftum sem hvorki þjóna neytendum né þeim sjálfum, og auðvelda þeim að laga sig að breyttum aðstæðum. 2. Ný sóknarfæri Atvinnugreinar næstu aldar byggja á hugmyndum, þekkingu og verkviti. Hlutverk stjórnvalda er að leggja til frjósaman jarðveg og styðja með almennum hætti við þá sem vilja sá til nýrrar uppskeru. Laða þarf að erienda fjárfestingu sem færir ungu og hæfileikaríku fólki að- gang að fjármagni og mörkuðum. 3. Varanleg velferð Samábyrgð og samhjálp er grunnur lífsskoðunar jafnaðarmanna. Jafnaðarmenn munu ekki hvika af verði sínum um þau gildi sem velferðarríkið grundvall- ast á. Sú varðstaða felst meðal annars í því að tryggja undirstöður velferðarkerfisins til frambúðar með ábyrgri stefnu í ríkisfjármálum. 4. Opnara þjóðfélag Islendingar hafa tjárfest gífurlega í ungu og vel menntuðu fólki sem er ein af okkar verðmætustu auð- lindum. Þetta unga fólk gerir kröfu um opið, nútímalegt þjóðfélag þar sem þekking þess fær notið sín í samjöfn- uði við það besta erlendis. Samkeppni verður æ alþjóð- legri. Það er Islendingum lífsnauðsyn að eiga hlut að þróuninni sem fullgildir þátttakendur. Því ber að láta á það reyna hvort unnt er að tryggja brýnustu þjóðarhags- muni í samningum við Evrópusambandið. 5. Lýðræði og valddreifing Halda ber áfram á braut valddreifingar til stærri og öflugri sveitarfélaga. Á umbrotatímum er enn ríkari ástæða en áður til að þjóðin sigli öll á sama báti og land- ið verði eitt k|ördæmi, auk jjess sem valfrelsi kjósenda verði aukið. Áfram þarf að endurbæta stjómkerfið og auka réttaröryggi. ★ ★ ★ Alþýðuflokkurinn hefúr setið í ríkisstjómum óslitið síðan 1987. Á þeim tíma hefur hlutverk flokksins í ís- lenskum stjómmálum verið hlutverk gerandans; um- bótatillögur hans hafa haslað völl umræðunnar í land- inu. Við erfiðar aðstæður í þjóðarbúskapnum hafa jafn- aðarmenn haft frumkvæði að róttækum breytingum, sem munu móta ísland um ókomna tfð. Verk flokksins síðan 1987 tala ským máli: ★ Verðbólgudraugurinn hefúr verið kveðinn niður og stöðugleiki ríkir í efnahagsmálum. Raungengið hef- ur sjaldan verið lægra, skattar hafa verið lækkaðir á at- vinnurekstri og vextir lækkaðir vemlega. Umhverfi at- vinnulífsins hefur því tekið stakkaskiptum. ★ ísland hefur tengst Evrópumarkaðnum sterkum böndum og frjálsræði í viðskiptum hefur aukist með EES og GATT. ★ Húsbréfakerfið hefur verið fest í sessi og félags- legum íbúðum fjölgað um 500 á ári. ★ Húsaleigubætur, gamalt baráttumál Alþýðuflokks- ins, voru lögfestar á síðasta þingi. ★ Fjórir bankar voru sameinaðir í einn öflugan einkabanka og ráðherrar flokksins undirbúa frekari ein- földum banka- og sjóðakerfisins. Leikreglum fjár- magnsmarkaðarins var breytt með nútímalegri löggjöf í samræmi við það sem algengast er í nágrannaríkjunum, þar sem jafnaðarmenn hafa löngum ráðið ríkjum. ★ Þróunarsjóður sjávarútvegsins er orðinn að veru- leika, og framundan er löngu tímabær hagræðing í sjáv- arútvegi. Fyrir forgöngu Alþýðuflokksins hefur fýrsti vísir veiðileyfagjalds náðst fram innan stjómkerfis fisk- veiða. ★ Landanir erlendra skipa etu nú mögulegar vegna breyttra laga, og hafa reynst mikilvæg búbót á tímum erfiðleika í sjávarútvegi. ★ Aukin áhersla hefur verið lögð á neytendamál, meðal annars með beinum fjárstuðningi við Neytenda- samtökin og löggjöf á sviði neytendamála. ★ Sameining sveitarfélaga er nú víða orðin að vem- leika, ekki síst fyrir atbeina og ffumkvæði jafnaðar- manna. Þannig hafa skapast forsendur fyrir þróttmeira atvinnulífi, betri nýtingu Ijár og auknu lýðræði og vald- dreifingu. ★ Bændum og einyrkjum í atvinnurekstri var veitt aðild að Atvinnuleysistryggingasjóði og tugum millj- óna varið í verkefni til þess að efla atvinnu kvenna í dreifbýli. ★ Tekist hefur að hemja sjálfvirka kostnaðarþenslu í heilbrigðiskerfinu án þess að dregið hafi úr nauðsyn- legri þjónustu við sjúklinga. ★ Nýjar heilsugæslustöðvar hafa verið reistar, sam- býlum fýrir fatlaðra fjölgað til mikilla muna sem og vist- og hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Þá vom sett ný lög um málefni fatlaðra sem fela í sér veigamikil ný- mæli í þjónustu og réttarbætur Jjeim til handa. ★ Átak hefur verið gert í samgöngumálum og jöfnun húshitunarkostnaðar. ★ I umhverfismálum hafa orðið gagnger umskipti eftir stofnun umhverfisráðuneytisins, sem lengst af hef- ur lotið stjóm jafnaðarmanna. ★ Viðskiptajöfnuður við útlönd er nú hagstæður í fyrsta skipti í hálfan annan áratug. Þjóðin er því hætt að lifa um efni fram. Þetta er mikið afrek í ljósi þeirra erf- iðu aðstæðna sem nú ríkja í efnahagsmálum. ★ Erlend skuldasöfnun hefur verið stöðvuð. Þetta em dæmi um mál sem þróttmikil þátttaka Al- þýðuflokksins í ríkisstjómum hefur skilað í höfn síðan 1987. Störf hans hafa einkennst af kraftmiklum umbót- um og ábyrgð. Vissulega hafa erfiðar ákvarðanir kostað átök og erfiðleika. En Alþýðuflokkurinn hefur aldrei keypt sér stundarvinsældir með því að skorast undan erfiðum ákvörðunum í ríkisfjármálum. Það hlutskipti hyggst hann heldur ekki kjósa sér í framtíðinni. Jafnað- armenn hafa kjark til að glíma við þau verk, sem þeim em falin, og em óhræddir við að leggja þau hvenær sem er undir dóm þjóðarinnar. Atvinna og umbætur Eldurinn, sem heitast brennur á íslandi samtíðarinn- ar, er atvinnuleysið. Orsök þess má að stjómm hluta rekja til úrelts hagkerfis, þar sem ríkisforsjá, samtök margvíslegra sérhagsmuna, spillt fyrirgreiðsla og óskil- virk byggðastefna hafa hindrað eðlilega þróun atvinnu- lífsins. Brýnasta verkefni í íslenskum stjómmálum er að ráða niðurlögum atvinnuleysisins. Gegn því boðar Al- þýðuflokkurinn markvissa sóknarstefnu í atvinnumál- um, sem ljallað er um í ítarlegum ályktunum flokks- þingsins og öðmm þingskjölum, en þar er meðal annars lögð áhersla á arðvænlega uppbyggingu heilbrigðs at- hafnalífs. I aðdraganda nýrrar aldar stendur fsland á tímamót- um í margvíslegum skilningi, og sjaldan hefur mótun nýrrar stefnu í atvinnumálum verið jafn knýjandi og núna. Sóknarstefna íslenskra jafnaðarmanna er skýr og hiklaus: ★ Þeir boða róttæka uppstokkun á öllum sviðum at- vinnulífsins, en segja einokun, ríkisforsjá og úreltu fyr- irgreiðslukerfi stríð á hendur. ★ Þeir leggja til aukin alþjóðleg tengsl, en hafna ein- angmnarhyggju annarra stjómmálaflokka. ★ Þeir trúa því, að með bættu hagkerfi og breyttu stjómkerfi geti Island spjarað sig í harðri samkeppni við hvem sem er. ★ Þeir boða nýja tíma, ný vinnubrögð. Framtíðin mun hvorki bera í skauti sér næga atvinnu né velmegun, nema okkur takist að þætta saman frum- kvæði og hugvit í fotmi nýrrar tækni og nýrrar fram- leiðslu. I ljósi þess að sterk fylgni er á milli atvinnuleys- is og menntunarstigs er brýnt að gera átak í endur- menntun og starfsþjálfun. Aukin menntun eykur mögu- leika atvinnulausra til að finna sér ný störf, en gerir Jjeim einnig kleift að viðhalda sjálfsvirðingu og lífsfyll- ingu í þeim sálrænu erfiðleikum, sem ævinlega fylgja atvinnuleysinu. Utanríkismál í utanríkismálum standa íslendingar á krossgötum. Síðan EFTA-þjóðimar gengu til samninga um EES í byijun árs 1989 hefur heimurinn í kringum okkur tekið stakkaskiptum. Hinar pólitísku forsendur sem lágu að baki samningnum em nú brostnar. Á lýðveldistímanum hafa homsteinar íslenskrar utanríkisstefnu verið þrír. í fyrsta lagi aðildin að Atl- antshafsbandalaginu og vamarsamningurinn við Bandaríkin. í öðm lagi norrænt samstarf og í þriðja lagi aðildin að EFTA og samningar við Evrópusambandið um gagnkvæma viðskiptahagsmuni. Við lok kalda stríðsins og hmn Sovétríkjanna sköpuðust nýjar að- stæður í heimsmálum. í Jjessari nýju heimsmynd verð- ur staða íslands óhjákvæmilega önnur í framtíðinni. Atlantshafsbandalagið mun í framtíðinni þróast sem tvíhliða samstarf ríkja Evrópusambandsins annars veg- ar og Bandaríkjanna og Kanada hins vegar. Við þessar breyttu aðstæður er hætta á að áhrif fs- lendinga þverri og einangmn þjóðarinnar vaxi. Aðild að Fríverslunarsamningi Norður-Ameríku (NAFTA) er ekki raunhæft svar við þessum breyttu aðstæðum, enda með öllu óljóst að slíkt standi til boða. ísland er, hefur verið og mun alltaf vera Evrópuþjóð í pólitískum og menningarlegum skilningi. Framtíðarhagsmunum íslands, jafnt pólitískum, menningarlegum og efnahagslegum, er því best borgið með því að láta á það reyna hvort unnt sé að koma fram brýnustu þjóðarhagsmunum í samningum við Evrópu- sambandið. Alþýðuflokkurinn mun beita sér fyrir víð- tækri umræðu í þjóðfélaginu um aðild að Evrópusam- bandinu. Flokkurinn mun bjóða hagsmunasamtökin, stjómmálahreyfingum og öðrum almannasamtökum við viðræðna um málið í |>eim tilgangi að auka sam- stöðu þjóðarinnar um þau hagsmunamál sem setja þarf á oddinn í viðræðum við sambandið. Þegar niðurstöður í þjóðaratkvæðagreiðslum EFTA- þjóðanna um aðild að Evrópusambandinu liggja fyrir síðla árs og viðræður stjómvalda, hagsmunasamtaka og stjómmálaflokka hafa átt sér stað mun Alþýðuflokkur- inn halda sérstakt aukaþing flokksins og taka afstöðu til aðildammsóknar að Evrópusambandinu. Endanleg af- staða til aðildar verður ekki tekin fyrr en að loknum samningum. Þjóðin ntun eiga síðasta orðið í þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið. Reynslan af aðildarviðræðum Norðurlandaþjóðanna er sú að Evrópusambandið taki tillit til grundvallarhags- muna og sérstakra aðstæðna í þeim löndum sem það á í samningum við. Grundvatlarhagsmunir fslands felast í óskomðum yfirráðum yfir auðlindum okkar tíl lands og sjávar. Jafnaðarmenn leggja sérstaka áherslu á að standa vörð um óskomð yfirráð fslendinga yfir fiski- miðunum. Á það verður að láta reyna í samningum hvort viðunandi lausn fáist á þessu mikla hagsmuna- máli. Um mikilvæga ákvörðun í sögu þjóðarinnar er að tefla. Ekki verður beðið öllu lengur með að hefja um- ræður um aðild að Evrópusambandinu. Aðild að Evr- ópusambandinu er komin á dagskrá íslenskra stjóm- mála. Lýðræði - valddreifing - ábyrgð Einokun og forréttindi em eitur í beinum jafnaðar- manna. Krafan um opið og lýðræðislegt samfélag hefur frá upphafi verið kjölfestan í stefnu þeirra. Þeir hvetja til aukinnar samkeppni og hafna hvarvetna óeðlilegum hagsmunatengslum. Jafnaðarmenn vilja bæta siðferði í viðskiptum og berjast með öllum ráðum gegn skattsvikum og hvetja til strangara eftirlits tíl að draga úr undanskotum. Með hnignun frjálshyggjunnar hefur bemsk ofurtrú á einkavæðingu rénað. Alþýðuflokkurinn telur að skoða eigi rekstrarform ríkisfyrirtækja með opnum og for- dómalausum hætti, en leggur áherslu á að einkavæðing fyrirtækja með einokunaraðstöðu kemur ekki til greina. Við einkavæðingu ber að leggja áherslu á að eignarhald dreifist á sem flestar hendur, og að eðlilegum leikregl- um viðskiptalífsins sé fylgt. Mikla áherslu verður að leggja á að tryggja réttindi starfsmanna komi til einka- væðingar opinberra íyrirtækja. Lögfesta á að starfs- menn eigi einn fulltrúa í stjóm stærri almenningshluta- félaga og auka þar með áhril' almennings á stjóm fyrir- tækja. Til að tryggja eðlilegan framgang lýðræðis í landinu er nauðsynlegt að setja lög um ijárreiður stjómmála- flokka og íjármögnun kosningabaráttu. Alþýðuflokkurinn vill draga úr miðstýringu á sem flestum sviðum. Sameining sveitarfélaga og tilfærsla verkefna frá ríki til sveitarfélaga er eitt brýnasta verk- efni stjómmálanna í dag. Alþýðuflokkurinn fagnar þeim árangri sem náðst hefúr við sameiningu sveitarfé- laga og tilkomu reynslusveitarfélaga. Með því er sveita- stjómastigið eflt, valdið er fært nær fólkinu og þannig dregið úr óhóflegri miðstýringu frá Reykjavík. I sama skyni hafa jafnaðarmenn haft forgöngu um að staðsetja þjónustu og stofnanir ríkisins utan höfuðborgarinnar. Tryggja þarf heilsárssamgöngur á landi milli landshluta og milli byggða og þjónustukjama í landshlutum og halda áfram jöfnun húshitunarkostnaðar sem jafnaðar- menn hafa haft forgöngu um. Breytingar á kjördæma- og kosningaskipan em löngu komnar á dagskrá. Jafn kosningaréttur snýst um mann- réttindi og grundvallarreglu lýðræðisins: Einn maður - eitt atkvæði. Farsælasta leiðin til að jafna vægi atkvæða er að mati jafnaðarmanna sú að gera landið allt að einu kjördæmi, en þar er á ferðinni réttlætis- og umbótamál sem jafnaðamtenn hafa barist fyrir allt frá því að Héð- inn Valdimarsson fluttí tillögur á Alþingi í þessa vem árið 1927. Jafnaðarstefnan - mannúðarstefna okkar tíma Jafnaðarstefnan er félagshyggja í besta skilningi þess orðs. Jafnaðarmenn hafa ætíð barist fyrir tvennu: Bætt- um kjömm og almennum lýðréttindum umbjóðenda sinna. Grunntónn jafnaðarstefnunnar frá öndverðu hef- ur verið: Frelsi, jafnrétti og bræðralag. Alþýðuflokkur- inn hefur í starfi sínu lagt áherslu á að skapa öllunt möguleika til að njóta þjónustu og lífsgæða án tillits til efnahags. Heilsugæsla, menntun, jafnréttí, mannsæm- andi húsnæði og atvinna fyrir alla hafa ávallt verið bar- áttumál Alþýðuflokksins. Til að tryggja öiyggi launa- fólks hafði flokkurinn forgöngu um lífskjaratryggingar fyrir sjúklinga, fatlaða, atvinnulausa og aldraða. Vel- ferðarríkið er því skilgetíð afkvæmi jafnaðarstefnunnar. Alþýðuflokkurinn er stoltur af Jjessari arfleifð og mun ekki hvika af verði sínum um þau gildi sem velferðar- kerfið byggir á. Jafnaðarmenn spyrja sig hins vegar hvemig standi á því að fjárhagslegar byrðar velferðarkerfisins þyngjast því meir sem þjóðirnar verða ríkari og almenningur efn- aðri. Velferðarkerfi sem engan mun gerir á ríkum og fá- tækum hefur veikan siðferðisgrunn og verður smám saman svo kostnaðarsamt að ekkert ríki getur axlað þær byrðar. Áhyggjur af vaxandi og lítt viðráðanlegri skuldabyrði hins opinbera knýja einnig á um breytt við- horf. Það er hlutverk jafnaðarmanna að hafa forystu um endurskoðun velferðarkerfisins, sem ella kann að bíða varanlegan skaða af ákvörðunum Jjeirra sem láta sig ör- lög þess í léttu rúmi liggja. Samhliða áherslunni á mannlega samábyrgð, réttlætí og jöfnuð leggur Alþýðuflokkurinn áherslu á frelsi ein- staklingsins, ábyrgð hans á eigin gjörðum og nauðsyn Jtess að frumkvæði og áræðni einstaklinganna fái að njóta sín á öllum sviðum samfélagsins. Grundvallarmarkmið jafnaðarstefnunnar breytast ekki, þó tímamir breytíst. Leiðimar að þessum mark- miðum hljóta hins vegar að taka stöðugum breytingum í takt við nýjar aðstæður. Á erfiðleikatímum krefst það áræðni að hugsa gagnrýnt um leiðimar, en að krefst jafnframt siðferðisstyrks og þolgæðis að hvika í engu frá markmiðunum. Hvort tveggja verður hreyfing jafn- aðarmanna að rækta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.