Alþýðublaðið - 22.06.1994, Síða 1

Alþýðublaðið - 22.06.1994, Síða 1
JÓHANNA SIGURÐARDÓrilR segir af sér ráðherradómi vegna skoðanaágreinings við formann Alþýðuflokksins: „Verð að virða þá niðurstöðu flokksþingsins, að þar var Jóni Baldvini veitt umboð til formennsku...Styð rfldsstjómina tíl allra góðra verka” Eg er alls ekki hætt í pólit- ík“, sagði Jóhanna Sig- urðardóttir á frétta- mannafundi í gær, þegar hún til- kynnti afsögn sína sem félags- málaráðherra. Hún svaraði því aðspurð að hún mundi í framtíð- inni hafa ágæt tækifæri og sín áhrif til að verja velferðarkerfið innan þingflokks Alþýðuflokks- ins. Þar mundi hún starfa sem þingmaður og skoða mál eins og þau kæmu fyrir og gera sitt til að vinna sínum skoðunuin brautargengi. Jóhanna Sigurðardóttir lætur af störfum sem félagsmálaráð- hena eftir 7 ára heilladijúg störf, trúlega verður það á ríkis- ráðsfundi þann 28. júní næst- komandi. Jóhanna kvaðst sátt við íjölmargt sem gert hefur verið í félagsmálum á undan- fömum ámm, en það hefði líka kostað sitt. Jóhanna tilkynnti um ákvörð- un sína um afsögn á fundi með fjölmiðlum síðdegis í gær. Upp- sögn hennar kemur í kjölfar við- ræðna hennar og Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Al- þýðuflokksins. Ákvörðun sína tilkynnti hún Jóni Baldvini á fundi þeirra áður en hann hélt til Finnlands, sem og þingflokki Alþýðuflokksins á fundi í fyrrakvöld. Þá tilkynnti Jóhanna ákvörðun sína á rtkis- stjómarfundi í gærmorgun. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR á leið út af ríkisstjórnarfundi í gœrmorgun. Hún segir að hún muni íframtíðinni hafa ágœt tœki- fœri og sín áhrif til að verja velferðarkerfið innan þingflokks Al- þýðuflokksins. Þar muni hún starfa sem þingmaður og skoða mál eins og þau koma fyrir og gera sitt til að vinna sínum skoðunum brautargengi. Alþýðublaðsmynd/Einar Ólason Tíð sjálfsmrð lœkna Niðurstöður hóprannsóknar sýna að sjálfsmorð * eru um 60% tíðari meðal lœkna á lslandi en lög- frœðinga. í heild er krabbamein tíðari meðal lög- frœðinga en lœkna en heilakrabbamein er þó um 150% tíðara meðal lœkna en löglœrðra og hjá lœknum reyndist ristilkrabbamein tölfrœðilega marktœkt tíðara en hjá öðrum íslenskum körlum. Sérfrœðimenntaðir lœknar virðast vera í minni hœttu en aðrir. c*' o - Sjablaðswu 8. Jóhanna Sigurðardóttir sagð- ist kveðja ráðuneytið sátt við sín störf. Þegar hún hafi tekið við félagsmálaráðuneytinu hafi sú ráðherrastaða verði einskonar afgangsstærð, þegar stjómar- flokkar skiptu niður ráðuneyt- um. í dag væri félagsmálaráðu- neytið orðið „þungt ráðuneyti", eins og Jóhanna orðaði það. Um ástæður afsagnar sinnar sagði Jóhanna að milli hennar og Jóns Baldvins Hannibalsson- ar hefði lengi ríkt ágreiningur um lausnir í mörgurn og stómm málaflokkunt. Sá ágreiningur hefði komið upp aftur og aftur. „Ég gat ekki lengur sem ráð- herra axlað ábyrgð á stefnu Jóns Baldvins. Þess vegna freistaði ég þess að ná kjöri sem formað- ur flokksins og vildi gefa flokknum nýja ímynd, þá ímynd sem jafnaðarmannaflokkur á að hafa“, sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir. Jóhanna sagði að þau Jón Baldvin hefðu ræðst við í þrjá klukkutíma á sunnudaginn og rætt ágreiningsefnin. Hún sagði að úrslit þess fundar hefðu ekki gefið tilefni til áframhaldandi setu sinnar í ráðherrastóli. Að öðm leyti vildi Jóhanna ekki ræða það sem þeim fór á milli á fundinum. Hún sagði að ráð- herrastóll væri sér ekki fastur í hendi, þegar um væri að ræða baráttumál sín og stefnu. „Ég verð að virða þá niður- stöðu flokksþingsins, að þar var Jóni Baldvini veitt áframhald- andi umboð til formennsku. Ég mun bíða og sjá hvað setur og styð ríkisstjómina til allra góðra verka“, sagði Jóhanna. Hún neitaði því sem haldið hefur verið fram að ágreiningur þeina Jóns Baldvins væri per- sónulegur en ekki málefnalegur. Hér væri um viss grundvallarat- riði að ræða. Hún biði þess nú að flokkurinn ynni í samræmi við þá stefnu sem ákveðin var á flokksþinginu. Jóhanna Sigurðardóttir var spurð hvort hún mundi fara fram í næstu kosningum á lista Alþýðuflokksins. Hún svaraði því til að hún vildi meta stöðuna og ákveða það þegar þar að kæmi. Jóhanna sagði ennfrentur að hún vonaðist til þess að Al- þýðuflokkurinn kærni heill út úr væringum hennar og formanns- ins. Þá sagði ráðhenann að hún ætti ekki von á því að ríkis- stjómin spryngi vegna brottfar- ar sinnar úr ráðherrastóli. Jón Baldvin Hannibalsson er væntanlegur til landsins á fimmrndagskvöld. Þá má búast við að þingflokkur Alþýðu- flokksins taki ákvörðun um eft- irmann Jóhönnu Sigurðaidóttur sem félagsmálaráðherra. Stórhœttulegt seUerí Þrjár konur sem unnu við snyrtingu og inn- pökkun á selleríi í stórmarkaði í Reykjavík og fóru síðan í Ijós á sólbaðsstofu hlutu af slœman bruna. Sjúkdómstilfelli þessi voru rannsökuð af lœknunum Steingrími Davíðssyni og Jóni Hjalta- lín Olafssyni. Steingrímur lét síðan framkalla stíkt exem á húð sinni með því að bera safa úr selleríi á húð og lýsa síðan með útfjólubláu Ijost. _ gjá þfafisfón 3 Hagsmunir okkar á Reykjaiieshngg og Norðmanna og Rússa í Smugunni eru um flest hliðstæð mál, segir * Vinnuveitendasamband Mands: Leitað verði samninga - í yfirstandandi deilu Islands og Noregs um fískveiðihagsmuni á norðurslóðum, meðal annars vegna uppbyggingar og skiptingu veiðiheimilda úr norsk-Lslenska sfldarstofninum Brýnt er að ná hið fyrsta samkomulagi um uppbyggingu og skiptingu veiðiheimilda úr norsk-íslenska sfldar- stofninum, því ætla má að þýðing hans geti farið vax- andi á næstu árum“, segir í samþykkt framkvæmdastjómar Vinnuveitendasambands Islands. sem gerð var í gærdag. Vinnuveitendur hvetja íslensk stjómvöld til að leita þegar samninga við Noreg í yfirstandandi deilu þjóðanna um fisk- veiðihagsmuni á norðurslóðum. Vinnuveitendur segja að samhliða sé mikilvægt að leiða til lykta með samningum deilur um veiðiheimildir við Sval- barða og í Smugunni. Margþættir og um margt sameiginleg- ir hagsmunir Norðmanna og íslendinga á sviði sjávarútvegs- rnála knýi á um viðræður, sem taki með sanngjömum hætti á hagsmunum beggja aðila í þessum málum. Jafnframt er hvatt til þess að hraðað verði viðræðum við Rússa um gerð samnings um sameiginlega hagsmuni á sviði sjávarútvegsmála, meðal annars um veiðirétt í Smugunni. Ennfremur væri æskilegt og eðlilegt að slíkur samningur gæfi færi á víðtækari viðskiptum, horfa þurfi jafnt til hagsmuna fiskveiðiflotans, innlendrar fiskvinnslu og iðnaðar. I samþykktinni er lýst yfir áhyggjum yfir stjórnlausri sókn í karfastofnanna suður af landinu utan við fiskveiðilögsögu ís- lands og Grænlands á Reykjaneshrygg. „Margt teiknar nú til þess að sókn í þessa stofna sé orðin úr hófi og hafa íslendingar þegar neyðst til að takmarka eigin sókn á hefðbundna karfaslóð. Það dugir þó hvergi til, ef sókn annarra er óheft. Hagsmunir íslendinga á Reykjaneshrygg em því urn flest hliðstæðir hagsmunum Rússa og Norðmanna í Smugunni", segir Vinnuveitendasambandið.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.