Alþýðublaðið - 22.06.1994, Side 3

Alþýðublaðið - 22.06.1994, Side 3
Miðvikudagur 22. júní 1994 TIÐÍNDI ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Sellerí og ljósaböð eiga EKKI saman Læknablaðið birtir rannsókn á annars stígs briinum sem starfcstúlkur stórmarkaðar í Reykjavík urðu fyrir. Læknir framkallaði svokallað ,4jósertiexem“ á sjálfum sér. Dæmi eru um húðbruna meðal garðyrkjubænda á íslandi sem rækta sellerí Þannig leit handleggur sextugrar konu í grœnmetisdeild stórmarkaðar út sex dögum eftir að hafa handfjatlað sellerí og farið á sólbaðsstofu. Steingrímur lœknir fórnaði sjálfum sér íþágu lœknisvísind- anna, - og svona leit handleggur hans út tveim dögum eftir tilraunina. rjár konur sem unnu meðal annars við snyrtingu og innpökk- un á selleríi í stórmarkaði í Reykjavík og fóru í ljós á sólbaðsstofu hlutu af slæman annars stigs bruna. Sjúk- dómstilfelli þessi voru rann- sökuð af læknunum Stein- grími Davíðssyni og Jóni Hjaltalín Olafssyni, segir í nýútkomnu Lœknablaði. Læknamir kalla þessi tilfelli „ljósertiexem“. Þeir Steingrímur og Jón greina frá rannsóknum sín- um í blaðinu, og kemur þar fram að annar greinarhöf- undanna, Steingrímur Davíðsson, lét framkalla slíkt exem á húð sinni með því að bera safa úr selleríi á húð og lýsa síðan með út- fjólubláu ljósi. Læknamir segja að útfjólu- blátt ljós geti valdið bruna og að til séu efni sem auki næmi húðarinnar fyrir útfjólubláu ljósi. Meðal þessara efna er saftnn úr selleríi. Lýst er tilvikum tveggja sjúkdómstilfella, auk læknis- ins sem lagði það á sig að fá staðfestingu á sjálfum sér. Kona á sextugsaldri vann í stóiTnarkaðnum við að pakka óvenju stómm og safaríkum selleríplöntum sem höfðu komið til landsins tveimur til þremur vikum fyrr. Skar konan stilka af og snyrti plöntumar áður en þær voru settar í plast. Seinna um dag- inn fór konan á sólbaðsstofu og sólaði sig þar í 20 mínútur án þess að fara í bað áður. Fram að þessu hafði konan þolað sólarljósið vel. Daginn eftir kom fram roði á framhandleggjum og hönd- um. Þriðja daginn komu vökvafylltar blöðmr með sviða og verkjum. Fimm dögum eftir heimsóknina í sólbaðsstofuna höfðu blöðr- urnar rofnað og nokkur roði var í kring. Væg eymsli vom í handarkrika hægra megin en ekki sogæðabólga á hand- legg, segja læknamir. Á sjötta degi var útlitið eins og sýnt er á meðfylgjandi mynd. Þrátt fyrir meðhöndlun með lyfjagjöf og umbúðum var húðin enn ljósrauð og við- kvæm. Saga hins sjúklingsins, stúlku um tvítugt, er svipuð. Hún var meðhöndluð með sterakremi tvisvar á dag. Út- brotin greru hægt og hlutust af veruleg óþægindi þegar blöðmmar bmstu. Steingrímur læknir reyndi á sjálfum sér áhrif af seller- ísafa og ljósalömpum. Sams- konar einkenni komu fram á honum og konunum tveimur. Ljósertiexemi hefur ekki verið fyrr lýst á Islandi, en er þekkt fyiirbrigði erlendis. Dæmi eru um húðbreytingar hjá uppskemfólki sem vinnur við sellerí. Þá er nefnt slæmt dæmi frá Svíþjóð. Þar hafði kona nokkur borðað soðna sellerírót og drakk síðan soð- ið. Klukkustundu síðar fór konan í ljósalampa. Fékk hún útbreiddan og slæman bmna með blöðmmyndun- um. Sellerí er ræktað á nokkr- um stöðum á íslandi í gróð- urhúsum til að byija með og plöntumar síðan fluttar út undir bert loft þegar hlýna tekur um sumarið. Læknam- ir segja í ritgerð sinni að vit- að sé um að minnsta kosti tvö tilfelli þar sem litlir hópar ís- lenskra uppskerumanna fengu branablöðmr á hendur og ffamhandleggi dagana eftir að þeir höfðu tekið upp sellerí. Þeir nefna líka til gamans dæmi úr gamalli íslenskri garðyrkjubók. Þar er talað um að fólk geti fengið útbrot fái það á sig safa úr Bjarnar- kló, en það er stór planta sem vex í sumum görðum á ís- landi. Læknamir benda á að á Is- landi fáist fremur lítið magn af útfjólubláum geislum sól- ar við sólböð. Það geti þó engu að síður verið nægjan- legt til að framkalla ljóserti- exem í kjölfar þess að stað- bundin ljósertandi efni, eins og til dæmis safi úr selleríi, komist á húðina. Vara lækn- amir þá sem snerta sellerí sérstaklega við því að forðast útíjólubláa geislun sólbaðs- stofanna. REYKJAVÍKURHÖFN Smábátaeigendur Reykjavíkurhöfn tekur í notkun nýjar flotbryggjur við Suðurbugt í sumar. Um er að ræða einka heilsárslegur og er mánaðargjald kr. 3.920. Upplýsingar gefa, og taka á móti pöntunum, hafnarverð- ir í Vesturhöfn, sími 25898. Reykjavíkurhöfn. Unglingar gefa RAUÐA KROSS húsinu Krakkarnir í 7. bekk N í iMugamesskála héldu bingó og seldu kaí'ft og kðkur á dögunum í tengslum við Uons Quest námsefnið sem þau lærðu í vetur. Yfirskrift námsefnisins er „Að ná tökum á tilverunni“. í þvt er fjallað um þær breytingar sem unglingar ganga í gegnum. Unglingamir læra samskiptatækni sem auðveldar þcint að ná sam- bandi við fjölskyldu sína og vini. Einn liðurinn er að láta eitthvað gott af sér leiða og ákváðu krakkamir f þvt sambandi að safna fé fyrir Rauða kross húsið, neyðarathvarf unglinga, sem leitast við að hjálpa ungu fólki að ná tökum á tilverunni. A myndinni er Ólöf Helga hór, forstöðumaður Rauða kross hússins. ásamt krökkununt í 7. bekk N og kennaranum, Sesselíu Árnadóttur. VEÐURÞJÓNUSTA við ferðafólk Veðurstofan ætlar í byrjun júlí að taka upp sérþjónustu fyrir ferða- menn á símsvara sínum. Verið er að þróa og rnóta þá þjónustu í sam- ráði við Ferðamálaráð. Þar verður að finna vcðurspá á ensku ætlaða erlendum ferðamönnum auk þess sem íslensku ferðafólki verður gert auðveldara að nálgast veðumpplýsingar fyrir þann landshluta sem þeir hafa áhuga á hverju sinni. Þetta er þörf þjónusta, hingað til hefur Veðurstofan mest hugað að þörfum undirstöðugreinanna svokölluðu, landbúnaðar og sjávamtvegs. OLÍS - 25 milljónir í landgræðslu Olís hf. og viðskíptavinir fyrirtækisins, hafa gefið ótrúlega stóra upp- hæð til landgræðslu í landinu á aðeins tveimur ámm, - 25 milljónir któna. í fyrradag athenti Gunnþórunn Jónsdótíir. ekkja Óla Kr. Sigurðssonar sem var eigandi og forstjóri Olís hf„ 5 milljónir til Latidgrœðslu ríkisins. Óli heitinn var ffumkvöðull að þessu átaki scm skipúr vemlega sköpum f baráttunni við eyðingaröfiin f náttúr- unni. HÁSKÓLAHÁTÍÐ á laugardag Um það bil 530 kandídatar verða útskrifaðir á Háskólahútíð í Há- skólabíói á laugardaginn ktukkun 14. Atliöfnin hefst með því að Ca- milla Söderberg og Snorri Örn Snorrason leika á blokkflautu og lútur. Lýst verður kjöri heiðursdoktora. Því næst mun háskólarektor, Sveinbjörn Bjömsson ávarjta kandídata og ræða málefni Háskól- ans. Deildarforsetar munu afhenda kandidötum prófskírteini. Há- skólakórinn syngur nokkur lög undir stjóm Hákonar Iæifssonar. Af blöðum JÓNS FORSETA í tilefni af 50 ára aftnæli lýðveldis á íslandi hefur Almenna bókafélagið gefið út bókina Af blöðum Jóns for- seta eftir Sverri Jakobsson sagn- l'ræðing. í bókinni er að finna ýmsar ritgerða forsetans um hin ýmsu efni. skólamál, verslunarmál og heil- brigðismál svo eitthvað sé nefnt. Auk ritgerða Jóns Sigurðssonar er í bókinni einstaklega aðgcngileg ævi- saga hans. Bókin er 320 síður prýdd um 20 myndum og kostar hún 4.975 krónur, en er boðin á sérstöku kynn- ingarverði í sumar, 3.980 krónur. SHELL-mót í Eyjum Stærsti viðburður knattspynmmanna framtfðarinnar, strákanna í 7. flokki cr Shell-tnótið í Eyjum. sem Knattspyrnufélagið Týr hcldur árlega. Þátttakendur verða fi-á 24 félögum víða að af landinu. Shcll- mótið er ógleymanleg reynsla og setur mikinn svip á bæinn. Fram fara á fjórða hundrað leikir á timm dögum. Alþjóðleg ráðstefna um hafnarmál í HORNAFIRÐI Þessa dagana stendur alþjóðleg ráðstefna í Sindraba: í Homafirði. Þar fjallar hópur sérfræðinga á ýmsum sviðum um hafnargerð, strandbreytingar, sjávarfallaósa, veðurfarsáhrif, sjóvamir og fleira í þeim dúr. Málið er Homfirðingum vissulega skylt, og vonandi konta fram á ráðstefnunni góðar hugmyndir, sem gætu bætt innsiglinguna í Homafirði, sem gjaman hefur reynst viðsjárverður. AF BLÖÐUM JÓNS FORSETA

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.