Alþýðublaðið - 22.06.1994, Síða 4

Alþýðublaðið - 22.06.1994, Síða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ MOLAR Miðvikudagur 22. júní 1994 Bröste verðlaunar Helgu Ingólfsdóttur Helga Ingólfsdóttir semballeikari hefur verið útnefnd til Bjartsýnisverðlaum Bröste þetta árið. Hún mun veita verðlaunum viðtöku við hátíðlega athöí'n í Kaupmannahöfn á sunnudaginn þar sem forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, verður meðal gesta. Það er danski athafnamaðurinn Bröste sem hef- urárlega frá 1981 veitteinum íslendingi verðlaun fyrir bjartsýni og dugnað. Verðlaunin í ár nema 35 þúsund dönskum krónum eða sem svarar um 350 þúsund krónum íslenskum. Helga Ingólfsdóttir hefur haldið íjölda tónleika og hefur verið aðaldriffjöðurin í hinni árlegu Skál- holtshátíð. Fundur um mátefni Barentsráðsins Ráðuneytisstjórar utanrfkisráðuneytisins, Róbert Trausti Árnason, og um- hverfisráðuneytisins, Magnús Jóhannesson, áttu í gær fund með aðstoðarutan- ríkisráðherra Noregs, Tore Gundersen, um málefni Barentsráðsins. Noregur gegnir fonnennsku í Barentsráðinu og gerði aðstoðaioitanríkisráðherr- ann grein fyrir stöðu mála og verkefnum í nánustu framtíð. Af íslands hálfu var lögð áhersla á mikilvægi samstarfs innan Barentsráðsins til að koma í veg íyrir frekari mengun í norðurhöfum vegna notkunar kjamorku og losuriar geislavirks úrgangs. Einnig lögðu íslensku fulltrúamir áherslu á að staif ýmissa samtaka, sem vinna að umhverfismálum á norðurslóðum, verði samræmt eins og kostur er til að nýta sem best mannafla og ijármagn í umhverfismálum. Ráðheirafundur Barentsráðsins verður haldinn í Tromsö 14. og 15. september næstkomandi þar sem ráðherramir munu marka stefnu næsta árs, en Finnland tek- ur þá við formennsku í ráðinu af Noregi. Fyrsta ískndskvöldið í Norrœna húsinu Annað kvöld, fimmtudags- kvöld, klukkan 20 verður íyrsta íslandskvöldið í Nor- rœna húsinu á þessu sumri. Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur flytur fyrir- lestur á norsku um landafræði íslands. Á íslandskvöldum em haldnir fyrirlestrar um land og þjóð og er dagskráin einkum ætluð Norðurlandabúum. Fyr- irlestrarnir em því fluttir á einhveiju Norðurlandamálanna. Fyrirlesaramir em all- ir sérfræðingar á sínu sviði og efnið fjölbreytt eftir því. Jarðfræði, bókmenntir, handritin, umhverfismál, íslenskir fuglar, kvikmyndir og rímur. Að loknum fyrir- lesU'i og kaffihléi er sýnd kvikmynd frá íslandi. íslandskvöld verður á hveiju fimmtudagskvöldi til 18. ágúst. Fimmtudaginn 30. júní mun Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur fjalla um íslenskar bók- menntir. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. AiþýðuUaðsmynd/Einaróiason Kennslubók í knattspymu eftir Uneker Mál og menning hefur sent frá sér bókina „Knattspyma - fyrstu spor- irí‘, kennslubók í knattspymu fyrir byrjendur eftir enska knatLspyrnu- manninn Gary Lineker. Lineker er atvinnumaður í knatt- spyrnu, hann hefur verið fyrirliði enska landsliðsins og leikið tvívegis í úrslitakeppni heimsmeistaramóts- ins. í bókinni nýtir höfundur reynslu sína til að kenna byrjendum öll helstu tækniatriðin. Hann fræðir unga knattspymumenn um leikregl- ur, knattmeðferð og nokkrar leik- flétlur. Bókina prýðir tjöldi ljós- mynda sem skýra málið lið fyrir lið. Bókinni fylgir veggspjald um heimsmeistarakeppnina í knatt- spyrnu sem nú stendur yfir f Banda- ríkjunum, auk límmiða af búning- um þeirra þjóða sem taka þátt í úr- slitakeppninni. G A R Y L 1 \ K K !í K KNATTSPYRNA -FYRSTU SPORIN- Sighvatur á ferð og flugi Sighvatur Björgvinsson, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, hefur á undanföm- um mánuðum ferðast uin land- ið, kynnt sér starfsemi atvinnu- fyrirtækja, efnt til almennra funda um atvinnu- og iðnaðar- mál og átt viðræður við sveitar- stjómarmenn. í júnímánuði heimsækir Sig- hvatur ýmsa forsvarsmenn í matvælaiðnaði í Reykjavík og Hafnarfirði, kynnir sér starf- semi fyrirtækja, skiptist á skoð- unum við starfsfólk og ræðir ástand og horfur í iðnaðinum. Samtök iðnaðarins skipu- leggja fundi og heimsóknimar að þessu sinni, en hér er einkum um að ræða fyrirtæki innan vé- banda samtakanna í drykkjar- vömiðnaði, sælgætisgerð, smör- líkis- og lýsisframleiðslu, brauða- og kökugerð, kexgerð og kjötiðnaði. Framangreindar iðngreinar skipta í heild gífur- lega miklu máli fyrir atvinnust- igið í landinu og leggja drjúgan skerf til þjóðarframleiðslunnar. I för með ráðherra, auk emb- ættismanna, em Haraldur Sumarliðason, formaður Sam- taka iðnaðarins, Sveinn Hann- esson, framkvæmdastjóri sam- takanna, og Ragnheiður Héð- insdóttir fulltrúi hjá samtökun- um. í fyrradag sótti Sighvatur heim Kexverksmiðjuna Frón og Mylluna og ljósmyndari Al- þýðublaðsins tók við það tæki- færi myndimar tvær. KEXVERKSMIÐJAN FRÓN (frá vinstri til hœgri): Kjeld Jokumsen framleiðslustjóri, Björn R. Bjarnason framkvœmdastjóri, Magnús Ingimundarson forstjóri, Sighvatur Björgvinsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Haraldur Sumarliðason formaður Samtaka iðnaðarins, Asa Guðný Asgeirsdóttir og Sigrún Benediktsdóttir, báðar starfsmenn hjá Frón. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason : . MYLLAN (frá vinstri til hœgri): Haraldur Sumarliðason, Elísabet Anna Vignir starfsmaður Myll- unnar, Kolbeinn Kristjánsson framkvœmdastjóri, Sighvatur Björgvinsson, Jón Albert Kristinsson stjórnarformaður og framleiðslustjóri og Agnes Astvaldsdóttir starfsmaður Myllunnar. Alþýðublaðsmynd / Einar Óiason

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.