Alþýðublaðið - 22.06.1994, Page 7

Alþýðublaðið - 22.06.1994, Page 7
Miðvikudagur 22. júní 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 LYÐVELDISHATIÐ ✓ Avarp júlíusar Hafstein, formanns lýðveldishátíðamefndar Reykjavíkur við setningu þjóðhátíðar í Reykjavík: „Lét brand orðsins dynja,- ekki sveðju v%amannsins“ JÚLIUS HAFSTEIN: „[Jón Sigurðsson] var framfarasinni í orðsins bestu merkingu, sem lét brand orðsins dynja, en ekki sveðju vígamannsins. “ Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Aþjóðhátíðardaginn, 17. júní, var haldin mikil þjóðhátíð venjunni samkvæmt í Reykjavík. Veðrið lék við Reykvíkinga þann dag og hina næstu og héldu í það minnsta 30 þúsund manns upp á 50 ára afmæli lýðveldisins á hefðbundinn hátt í borginni á sama tíma og þúsundir sátu fast- ir í umferðarhnút á vegunum að Þingvöllum. Þjóðhátíð í Reykjavík, sem var reyndar litin illum augum af ýmsum og talin „samkeppni“ við Þingvallahá- tíðina, hefur því örugglega komið í veg fyrir að enn verra ástand skapaðist. Hátíðin í Reykjavík stóð reyndar í 3 daga og tók mikið ljölmenni þátt í há- tíðahöldunum alla dagana. Júlí- us Hafstein, formaður Lýðveld- ishátíðarnefndar Reykjavíkur setti hátíðina að morgni þjóðhá- tíðardagsins. Avarp Júlíusar fer hér á eftir: Virðulegur forseti fs- lands, Vigdís Finnboga- dóttir, góðir hátíðar- gestir! Loksins kom þessi dag- ur, dagurinn sem íslenska þjóð- in hafði beðið svo lengi eftir - fullt frelsi og lýðveldi stofnað. Aldalöng sjálfstæðisbarátta, sem lauk með fullum sigri á Þingvöllum 17. júní 1944.1 dag minnumst við þess með hátíða- höldum um land allt, að lýð- veldið á Islandi hefur staðið í hálfa öld. A stund sem þessari, er hollt að gefa því gaum, að þjóðfrelsið fékkst ekki afhent á silfurfati, heldur með aldalangri baráttu, þar sem skiptust á skin og skúr- ir. Okkur, sem nú lifum og höf- um tekið í arf strit kynslóðanna, er bæði rétt og skylt að minnast þess að íslensk þjóð mátti í eina tíð búa við ófrelsi og allsleysi, sem virðist svo órafjarri þeirri velferð sem við nú búum við. Það er ágreiningslaust í hug- um íslendinga, að Jón Sigurðs- son hafi verið fremstur meðal jafningja í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Hann skilaði heilladrjúgu ævistarfi í þágu lands og lýðs og skynjaði öðrum íslenskum mönnum betur strauma og stefnur í stjómmálum samtíðar- innar. Hann skildi hveiju fijáls þjóð í frjálsu landi gæti fengið áorkað og hafnaði ákaft boðum og bönnum afturhaldssamra stjómvalda, hvort sem þau beindust gegn atvinnulífi eða stjómarháttum. Hann var fram- farasinni í orðsins bestu merk- ingu, sem lét brand orðsins dynja, en ekki sveðju víga- inannsins. í minningarljóði um Jón Sigurðsson, sem Hannes Hafstein, ráðherra og skáld, orti í tilefni þess að 100 ár vom lið- in frá fæðingu Jóns, lýsir Hann- es honum svo: Áfram bauð hann: „Ekki víkja". Aldrei vildi heitorð svíkja. Vissi: Hófœ verður ríkja, vilji menn ei undanhald. Víðsýnn, framsýnn, fastur, gœtinn, fjáði jafhan öfgalœtin, kostavandur, sigri sœtinn sótti réttinn, skildi vald. Þessi fleygu orð fyrsta ráð- herra landsins segja meira um frelsishetjuna Jón Sigurðsson en flest annað sem um hann hef- ur verið sagt. Tileinki íslensk þjóð sér þennan boðskap, þá getur hún á tímamótum sem þessum litið upplitsdjörf og ókvíðin til framtíðar. Þótt þjóðin sé fámenn, er hún stór í andanum og hefur á skömmum tíma skilað miklu dagsverki og gengið greiðlega götuna ffá fátækt til bjargálna. Við minnumst forvígismann- anna í djúpri virðingu um leið og við höldum hátíð til að minn- ast fullnaðarsigurs í frelsisbar- áttu þjóðarinnar. Hátíðahöldin hér í höfuð- borginni munu standa yfir næstu 3 dagana. Hér í miðborg- inni í dag og í kvöld og næstu 2 daga í Laugardalnum. Það er von lýðveldishátíðamefndar Reykjavíkur að allir finni eitt- hvað við sitt hæfi og við göng- um glöð og hamingjusöm í átt að 100 ára afmæli íslenska lýð- veldisins. Virðulegu tilheyrendur - til hamingju með afmælið - þjóð- hátíð í Reykjavík 1994 er sett.“ pákntí(4tóm kömuÍ í Einn góðviðrisdag fyrir stuttu brugðum við okkur til Suðumesjabæjar og tókum púlsinn á mannlífinu. Löngum hefur loðað við þennan hluta landsins að ef ekki sé þar rok og rigning - þá sé þar rigning og rok. En það er auðvitað bábilja ein..., allavega þennan dag. Einsog flesta aðra daga þegar sólin skín og vindurinn hefur hægt um sig iðaði allt af lífi. Mannlífeflóran blómstraði. Suðumesjabær fékk þama dágóðan skammt af Íslandsblíðunni sjaldgæfu. Alþýðublaðsmyndir / Einar Ólason Hvað er betra ígóða veðr- Fórnarlamb grassprett- inu en að pútta svolítið? unnar íhugar stöðu mála. Sumir mála kantsteina, aðrirýta barnavögnum. Arfinn reyttur, kantarnir skornir og allt ílagi... Skemmtileg og falleg sjón en svosem engin ný- ung... Línu-, lijóla- og rúllu- skautar, magnað tnaður, magnað! Úúúúútiitex, liva’ er ’etta Við œtlum að sigla í mar’? Þetta erfínt. kvöld, skilaðu kveðju í bœinn. Spáð í spilin og dyttað að smábátunum í blíðunni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.