Alþýðublaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ SKILABOÐ Þriðjudagur 28. júní 1994 Veðurstofa íslands Reykjavík Á veðurþjónustusvið -Veðurstofu íslands vantar starfsmann, sem m.a. á að sinna veðurathugunum og tölvuvinnslu. Krafist er stúdentsprófs eða hliðstæðrar menntunar auk nokkurrar þekkingar á tölvur og tölvu- vinnslu. Um er að ræða vaktavinnu. Umsóknir skulu sendar Veðurstofu íslands, Bústaðavegi 9, 150 Reykjavík, fyrir 15. júlí. Veðurstofa íslands Keflavíkurflugvelli Átækni- og athuganasvið Veðurstofu íslands vantar veðurathugunarmann til starfa á Keflavíkurflugvelli. Góð almenn menntun áskilin og reynsla af tölvum æskileg. Um er að ræða vaktavinnú. Umsóknir skulu sendar Veðurstofu íslands, Bústaðavegi 9, 150 Reykjavík, fyrir 15. júlí. Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum eftir að ráða leikskólakennara eða annað upp- eldismenntað starfsfólk í neðangreinda leikskóla: Fífuborg v/Fífurima, s. 874515 Hlíðarenda v/Laugarásveg, s. 37911 Einnig vantar leikskólakennara eða þroskaþjálfa í stuðn- ingsstarf í leikskólann Brekkuborg v/Hlíðarhús, s.679380. Þá vantar í starf frá 1. ágúst á skóladagheimilið Hagakot v/Fornhaga, s. 29270. Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskóiastjórar og forstöðumaður skóladagheimilisins. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. Aðalfundur Alþýðubrauðgerðarinnar hf. Aðalfundur Alþýðubrauðgerðarinnar hf. verður haldinn mánudaginn 25. júlí næstkomandi, klukk- an 16:00. Dagskrá: 1. Lagabreytingar. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar Hafnarfjarðarbær leitar eftir kaupum á íbúð- um til nota sem félagslegar íbúðir. íbúðirnar skulu vera í samræmi við viðmiðun- arreglur Húsnæðisstofnunar ríkisins og inn- an eftirfarandi stærðarmarka: 1 herb. - brúttóstærð 60 mz 2 herb. - brúttóstærð 70 m2 3 herb. - brúttóstærð 90 m2 4 herb. - brúttóstærð 105 m2 5 herb. - brýttóstærð 120 m2 6 herb. - brúttóstærð 130 m2 Sé um þegar byggðar íbúðir eru heimil frá- vik frá hámarksstærðum fbúða. Tilboð, ertilgreina heildarverð, sem skal inni- fela allan kostnað, þ.mit. virðisaukaskatt, sendist húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar fyrir 15. júlí nk. Tilgreina skal herbergjafjölda, húsgerð, stað- setningu í húsi, aldur hússins og fylgja skal almenn lýsing á frágangi íbúða. Jafnframt skulu fylgja teikningar og áætlaður afhend- ingartími. Húsnæðisnefnd áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður hús- næðisnefndar. Húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar, Strandgötu 11, sími 651300. I§j V innumiðlun Reykjavíkurborgar Atvinnuráðgjafar Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða tvo atvinnuráðgjafa frá og með 1. ágúst nk. Störfin felast í margvíslegri aðstoð og ráðgjöf við fólk í atvinnuleit m.t.t. náms og starfa, ásamt upp- lýsingagjöf varðandi atvinnuleit, vinnumiðlun og atvinnuleysistryggingar. Umsækjendur skulu hafa reynslu af störfum við starfsmannahald, atvinnuráðgjöf, námsráðgjöf eða aðra hliðstæða starfsreynslu og æskilegt er að þeir hafi lokið burtfararprófi frá viðurkenndum háskóla í einhverri grein félagsvísinda eða lög- fræði. Umsóknir, með greinargóðum upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist fyrir 12. júlí nk. til framkvæmdastjóra Vinnumiðlunar Reykjavíkur- borgar, sem einnig gefur upplýsingar um störfin Engjateigur / / * Sími (91) 882580 * Fax ( 91) 882587 LANDSPÍTALINN /þágu mannáðar og vísinda Sérfræððngar í nýrnalækningum Á lyflækningadeild . Landspítalans er laus staða sérfræðings í nýrnalækningum. Staðan veitist frá 1. október 1994 eða síðar. Umsóknarfrestur er til 31. júlí 1994. Umsóknum fylgi upplýsingar um námsferil og störf til þessa. Nánari upplýsingar veita Þórður Harðarson, prófessor og Páll Ásmundsson, lyflækninga- deild Landspítalans. Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur Islands Sumarferð 2. júlí Sumarferð Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands - verður farin laugardaginn 2. júlí. Farið er frá Alþýðuhúsinu við Hverfísgötu í Reykjavík á laugardagsmorgni klukkan 09 og ekið sem leið liggur í Skálholt. Þar verður áð um stund og síðan farið að Gullfossi um Brúarhlöð. Frá Gullfossi verður svo farið að Geysi og þaðan að Laugarvatni og loks um Þingvelli að Nesjavöllum þar sem verður grillað. Komið erður til Reykjavíkur um Nesjavallaveg um klukkan 22. Reykjavík - Skálholt - Brúarhlöð - Geysir - Laugarvatn - Þingvellir - Nesjavelli - Nesjavallavegur - Reykjavík. Nánar auglýst síðar. §^1^^01100^101111111 íHafiiarfírði: Fundur bæjarmálaráðs Bæjarmálaráð Alþýðuflokksins í Hafnarfírði heldur fund miðvikudaginn 29. júní klukkan 20:30 í Gafl-Inn. Fundarefni: 1. Urslit kosninga. 2. Nýr meirihluti. 3. Starfið framundan. 4. Onnur mál. Brýnt er að jafnaðarmenn fjölmenni á fundinn og sérstaklega að þeir sem gegna störfum í ráðum, nefndum og stjórnum fyrir Alþýðuflokkinn láti sjá sig.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.