Alþýðublaðið - 28.06.1994, Síða 7

Alþýðublaðið - 28.06.1994, Síða 7
Þriðjudagur 28. júní 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Wayne’s World 2 Kvikmyndin Wayne’s World 2 var frumsýnd síðastliðinn föstudag í Háskólabíói og Borgarbíói á Akureyri. í aðalhlutverkum Waynes Campell og Garths Algar eru sem fyrr félagamir Mike Myers og Dana Carvey. í öðrum hlutverkum eru söng- konan Tia Carrera sem, Cass- andra, ástkona Waynes, Christ- opher Walken leikur þrjótinn sem reynir að Cassöndru frá Wayne og loks er það gyðjan Kim Basinger sem fer með hlutverk Honey Homee er tál- dregur Garth sem loksins hefur náð kynþroska. Bostonguðirnir hmkkóttu (en vöðvuðu) í Aero- smith koma einnig talsvert við sögu því þeir stíga til jarðar og koma fram í myndinni - og taka þar við hlutverki þungarokkar- ans Alice Cooper sem gerði slíkt hið sama í fyrstu myndinni. Víst er að Aerosmith hetjumar, goð allra handknattleikslands- liðsmarkvarða, koma engum á óvart með stórkostlegum skap- gerðarleik..., ömgglega! En hvað er annars títt af Wayne Campell og Garth Alg- ar? Jú, einsog komið hefur fram í milljónum fréttatilkynninga em þeir búnir að láta klippa sig, skrá sig í menntaskóla og vinna á fullu með skólanum..., ömgg- lega! Félagamir em þó ennþá í stanslausum gleðskap og halda áfram að senda út sjónvarps- þáttinn margrómaða, Wayne’s World. En hvað geymir fram- tíðin í skauti sér? Wayne vill víst ná einhverjum árangri í líf- inu en ekkert virðist ætla að ger- ast þar til eldingu lýstur niður í hans fagurhærða höfuð og kveikir eld. Upp frá því rís hug- mynd að maraþonrokktónleik- um aldarinnar: Waynestock. Laga- og hljómsveitalisti myndarinnar er æði fjölbreyttur. Village People - „YMCA“, Ro- bert Plant - „Louie“, Aero- smith - „Dude Looks Like A Lady“ og „Shut Up And Dance“, Gin Blossoms - „Idiot Summer“, Superfan (Chrissie Hynde og Urge Overkill - „Superstar“, Joan Jett & The Blackhearts - „I Love Rock’n Roll“, Dynosaur jr. - „Out There“, Norman Greenbaum - „Spirit In The Sky“, 4 Non Blondes - „Mary’s House“, Golden Earring - „Radar Lo- ve“, Bad Company - „Can’t Get Enough" og Edgar Winter - „Frankensteirí? En snúum okkur aftur að Wayne og Garth sem reka sig á ýmsar hindranir við að koma Waynestock tónleikunum af stokkunum. Líf þeirra verður síðan enn óreiðukenndara (var það hægt?) þegar Wayne upp- götvar að samband hans og Cassöndm kann að vera í hættu og Garth lendir í naglalökkuð- um klóm skuggakvendisins Honey Homee. Og til að bæta gráu ofan á svart er ekki víst að nokkur lifandi sála mæti á Waynestock tónleikana - ekki einu sinni AiTowsmith sem vom búnir að lofa að mæta. En svona er þetta víst í rokkinu og rokk- inu og rokkinu og rokkinu og rokkinu (skratssjj)..., búið. Hús Jón Sigurðssonar í Kaupmannahöih: Níu fengu inní í fræðimannsíbúð Uthlutunamefnd fræði- mannsíbúðar sam- kvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaup- mannahöfn hefur úthlutað íbúðinni frá september á þessu ári til sama tíma á næsta ári. Alls bámst 39 umsóknir til nefndarinnar en níu fræðimenn hlutu úthlutun. Sú venja hefur verið að um- sækjendur ættu kost á íbúðinni í þrjá mánuði, en vegna þess hve margar umsóknir bárust var ákveðið að úthluta íbúðinni til skemmri tíma í senn að þessu sinni. Eftirtalin hlutu úthlutun: Doktor Bjarni Einarsson handritafræðingur, til að vinna að útgáfu Egilssögu; doktor Clarence E. Glad guðfræðing- ur, til að vinna að rannsókn á rit- um danskra og þýskra guðfræð- - 39 umsóknir bárust inga og áhrifum þeirra hér á Jandi; doktor Erling Ólafsson skordýrafræðingur, til að yfir- fara og skrá íslensk skordýr á Dýrafræðisafninu í Kaup- mannahöfn; Ketill Sigurjóns- sonlögfræðingur, til að kanna réttarheimildir á sviði hafréttar, einkum með hliðsjón af Roc- kall-klettinum; Magnús Ósk- arsson lögfræðingur, til að rannsaka höfundarrétt með sér- stöku tilliti til réttarstöðu arki- tekta og húseigenda; Margrét Jónasdóttir B.A., til að afla heimilda um íslenska stúdenta í Kaupmannahöfn og rita um sögu félags þeirra (1893 til 1993); María E. Kjeld skóla- stjóri, til að safna efni um full- orðinsfræðslu fatlaðra í Dan- mörku; doktor María K. Jóns- dóttir taugasálfræðingur, til að kynna sér endurhæfingu heila- skaðaðra í Center for Hjer- neskade í Kaupmannahöfn og undirbúa rannsókn á því hvem- ig þeim famast eftir sjúkravist og endurhæfíngu hérlendis; Ól- afur Guðmundsson skóla- stjóri, til að vinna í samvinnu við danska fræðimenn að úr- vinnslu kannana á samstarfi heimila og skóla. Fræðimannsíbúðin í Kaup- mannahöfn, sem tengd er nafni Jóns Sigurðssonar, er skammt frá Jónshúsi þar sem fræðimað- ur hefur skrifstofuaðstöðu. I úthlutunamefndinni eiga sæti Salome Þorkelsdóttir for- seti Alþingis, doktor Þórir Kr. Þórðarson prófessor, tilnefndur af rektor Háskóla íslands og Ól- afur Egilsson sendiherra ís- lands í Kaupmannahöfn og for- maður stjómar Húss Jóns Sig- urðssonar. FOTBOLTINN - Nýtt tánarit um knattspymu: Skemmtilegt blað 5 „I>að er verst fyrir Bólivíumenn að geta ekki tekið heimavöll sinn í La Paz með á HM því þessi völlur er í 3500 metra hæð og er eina ástæðan fyrir því að þeir eru þarna. - Suður-Kóreumenn fara lieim 28. júní og horfa á úrslitin í Samsung-tækjunum heima“ CpP'Sv 30 Ut er komið fyrsta tölublað Fót- boltans. nýs tímarits um knattspyrnu. Ritstjóri er Sig- urður Már Jónsson. fyrr- um ritstjómar- fulltrúi á Press- unni og útgef- andi er Friðrik Friðriksson, eigandi Press- unnar, Almenna bókalélagsins og fleiri útgáfufyrir- tækja. Fótboltinn er einsog nafnið gel'urtil aðkynna sérrit um knatt- spymu og rnun ætlunin vera að tímaritið kotni út 8 til 10 sinnum á ári. í blaðinu er skrifað um knatt- spymu frá öllum sjónarhornum, í senn fræðandi og dl skemmtunar. í blaðinu er bæði alvarleg og létt utnræða og þannig reynt að höfða til allra sem á annað borð hafa áhuga á knattspymu. Víða er- lendis em slík rit gefin út og að sögn útgefenda er ekkert leyndttrmál að Fótboltinn sækir fyrirmyndir og hliðstæð- ur ul vandaðra tímaiita einsog World Soccer í Englandi, Ouze í Frakklandi og Sport Bild í Þýskalandi, svo láein séu nefnd. Fótboltinn mun fyrst og l'remst fjalla urn íslenska knatt- spymu. Gróflega tná segja að milli sextíu og sjötíu prósent al’ efninu verði íslenskt en af- gangurinn erlent. í þessu fyrsta tölublaði Fót- boltans er nteðal annars að linna umíjöllun urn efnilegasta knattspymumann íslands í dag og ítarlega úttekt á þjálfunar- málum á íslandi með viðtölum við alla þjálfara í fyrstu deild- inni. í blaðinu er auk þessa 16 síðna blaðauki utn heims- meistarkeppnina í knattspyrnu sem nú fer fram í Bandaríkjun- um. Þess niá geta að ítarleg út- tekt er einnig á gervigrasvöll- um landsins í blaðinu auk þess sem tíu mattna dómnefnd gef- ur þeim öllum einkunn. í þeirri umfjöllun kemur ýmislegt á óvart. Af erlendu efni má nefna að ljallað er um tvo af athyglis- verðustu knattspymumenn heims og auk jacss sagt frá tveimur landsliðsferðum ís Allt um Baggio og Biggs Landsleiksgagnrýni Lárusar fá etnliWBo 10 - Hver þeirra fékk falleinkunn': Hveúb verSa meö og hvað geta þeir ’ Sérfrædingamir sfiá og ftMlliríkiadóniari skrífar J | j | | [J «m nýju leíkreglurnac lands í máli og myndum. Fyrsta tölublað Fótboltans er 48 blaðsíður og kostar aðeins 399 krónur. Tímaritið er prent- að hjá Prentbx. Fróðleg og skemmtileg og umfjöllun Það er ljóst efrir lestur þessa tyrsta tölublaðs Fótboltans að ef blöðin sem fylgja í kjölfarið verða jafngóð þá hefur þetta ágæla tímarit alla burði ril langhfis. Rit af þessu tagi hefur lengi (lengi, lengi, lengi, lengi, lengi) vantað í íslenska útgáfu- flóru. Blaðið er á kjamgóðu og skýru máli, skemmtilegt og læsilegt - jafnvel fyrir óinn- vígða - og lengi hægt að opna það og finn eitthvað nýtt. Rit- stjórinn Sigurður Már er aug- ljóslega hér á heimavelli með fullskipað lið, 1-0 fyrir Fót- boltann. Lítum á léttar glefsur úr HM-kynningunni: „Aðrir minni spámenrí’. Kamerún: „Flestir eru á því að Kamerúnmenn verði ekki sú uppspretta óvæntra úrslita sem jreir voru síðast. Ekki það að hæfileikaminni leikmenn séu í liðinu og kappinn Roger Milla mætir ltka alitur, orðinn 42 ára, eða svo segir afríska hagstofan. Það er hinsvegar ljóst að elnahagur knattspymu- sambandsins hrundi og undir- búningur þeirra er því í skötu- ltki.“ Spánn: „Það er ein af gátum knattspyrnusög- . unnar af hverju Spánverjar eru ekki bctri en raun: ber vitni með alla stna peninga og áhuga. Gárung- arnir segja að það séafþvíaðþaðsé svo mikið af Spánverjum í spænska lands- liðinu!“ Búlgaría : „Búlgarar etu ekki með neitt sérstakt lið en hafa þó snilling- inn Stoichkov innanborðs. Það erhinsvegarein- manalegt á HM með aðeins eitl spil á hendi og líklegt er að Búlgarar eyði ekki miklum gjaldeyri f Bandaríkjun- um.“ Sviss: „Menn hafa verið að reyna að telja knattspymu- heiminum trú um að þeir geti eitthvað og nú fá þeir tækifæri ril að sýna það.“ Grikkland: „Hver leikmað- ur fær 10 milljónir króna fyrir að komast 12. umferð sem gæti ýtt vel á eftir. Flestir em hins- vegar á því að Grikkir horfi á 16 liða úrslitin heiman íirá sér.“ Marokkó: „Það er ekki nóg að vera Afríkuþjóð lil að geta teflt fram hæfileikamönnum. Þeir em hinsvegar heppnir með dráttinn og llinkir á miðj- unni.“ Bandaríkin: „Bamlaríkja- menn hafa enga virka deilda- keppni og leikmenn liðsins hafa lítið gert undanfarin ár nema að vera landsliðsmenn. Þeir eiga eftir að verða fyrir vonbrigðum." Bólivía: „Það er verst fyrir Bólivíumenn að geta ekki tek- ið heimavöll sinn í La Pttz með á HM því þessi völlur er í 3500 metra hæð og er eina ástæðan lytir því að þeir em þama." Suður-Kórea: „Suður-Kór- eumenn hafa aldrei unnið leik í úrslitakeppni HM og hala þó mætt þar þrisvar. Það er ólík- legt að á því verði breyting. Þeir fara heim 28. júní og horfa á úrslitin í Samsung-tækjunum heima.” Saudi-Arabía: „Hvemig í ósköpunum getur nokkur mað- ur búist við því að þetta lið nái einu einasta stigi? var spuit í erlendu knaítspymuttmariti nýlega. Hægt er að taka undir þau orð.“

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.