Alþýðublaðið - 01.07.1994, Page 1
Verð í lausasölu kr. 140 m/vsk
Korfafyrirtækin í hár samán vegna
augiýanga á ddbdkortum:
-segirVISAÍSLAND
Nýtt stríð er hafið vegna
debetkortanna svoköll-
uðu. Stríð milli korta-
fyrirtækjanna VISA og EURO-
CARD. í stærsta íjölmiðli
landsins, fréttabréfi Visa Island
- sem berst í stærra upplagi en
Mogginn til korthafa þessa dag-
ana - er aðalfyrirsögnin: Vill-
andi auglýsingar fr á„Maestro“.
Þar segir frá því að birst hafi í
fjölmiðlum að undanfömu
„mjög sérkennilegar auglýsing-
ar, sem beint er sérstaklega til
korthafa VISA og þeir hvattir til
að fá sér Maestro debetkort. Þar
eð auglýsanda er að engu getið
hafa sumir korthafar okkar mis-
skilið málið og haldið að þessar
auglýsingar væm frá VISA ÍS-
LANDI, en aðrir jafnvel látið
sér detta í hug að vera kynni að
Kristján Jóhannsson, stórten-
ór, væri farinn að auglýsa beint
enda ekkert fyrirtæki með þessu
nafni ti) á skrá“, segir í frétta-
blaði VISA.
Segir að þegar nánar sé að
gáð, sé þama um að ræða Euro-
card í dulargervi. Þeir kjósi að
villa á sér heimildir og villa um
fyrir landsmönnum með amer-
ískum brellum, ef vera kynni að
með því móti mætti plata ein-
hverja korthafa VISA til að
kaupa „kortið" í sekknum.
Þá segir að það bæti ekki úr
skák að Kreditkort hf leyfi sér
að slá fram villandi og alröng-
um staðhæfingum til að gera
sinn fífil fegri. Því sé haldið
fram að fólk „tvöfaldi mögu-
leika sína“ með því að hafa
kreditkort frá einu fyrirtæki, en
debetkort frá öðm, og að kort-
hafar VISA geti fengið aðgang
að helmingi fleiri hraðbönkum
með því að fá sér Maestro- de-
betkort.
Bent er á að debetkort kom
einfaldlega ekki í stað kredit-
korts eða öfugt, og allra síst hjá
þeim sem ekki eiga peninga á
lausu.
I fréttabréfmu segir að Visa
Electron sé til muna útbreidd-
ara en Maestro, ekki aðeins hér
á landi heldur einnig í öðmm
löndum, ekki síst í Evrópu. Þar
geti fólk „gereytt möguleikum
sínum með notkun debetkorts í
stað þess að auka þá“, segir í
fréttabréfinu. Segir að í Dan-
mörku til dæmis séu 4 þúsund
afgreiðslustaðir sem taka Visa
Electron, - enginn taki Maestro.
í Belgíu sé Maestro alveg
óþekkt, og séu höfuðstöðvar
Eurocards þó þar í landi.
Gunnar Bæringsson hjá Kretítkortum:
Rœburður
Því miður er því oft svo
farið með stóra aðila á
markaðnum að þegar
keppinauturinn fer að sækja í
sig veðrið, þá er öllum tiltæk-
um ráðum beitt og jafnvel
gripið til rógburðar, þegar
önnur ráð duga ekki. Þetta er
mjög miður“, sagði Gunnar
Bæringsson, framkvæmda-
stjóri Kreditkorta hf. í samtali
við Alþýðublaðið í gær.
Hann segir flest rangt og
skrifað af miklu ergelsi í
Visa-blaðinu. Þannig væri
hreint ekki auglýst undir dul-
argervi, Maestro væri vöru-
merki fyrir debetkort, alveg
eins og Eurocard væri vöm-
merki fyrir kreditkort. Það sé
fyllilega eðlilegt að auglýsa
vömmerkið, nafn kortsins,
sem bankar og sparisjóðir
selja en Kreditkort hf. ekki.
„Það em auðvitað hin raka-
lausustu ósannindi að Kredit-
kort hf. sé að plata fólk til að
kaupa „kortið í sekknum",
eins og keppinauturinn orðar
það svo smekklega. Við
stöndum líka fyllilega við það
að með Maestro debetkorti
tvöfaldar korthafi möguleika
sína og tryggir aðgang að
fleiri hraðbönkum en hann
hefur aðgang að með debet-
kortinu. Þetta vita vanir ferða-
menn, það er betra að hafa að-
gang að báðum kerfunum í
stað þess að láta vísa sér á
dyr“, Sagði Gunnar Bærings-
son.
Gunnar sagði það fjarstæðu
eina að segja að enginn aðili
tæki Maestro í Danmörku og í
Belgíu. I báðum löndum taki
fjölmargir við kortunum og
fari stómm fjölgandi á þessu
ári. Þá sé því ranglega haldið
fram að fleiri verslanir taki
Visa-Electron en Maestro hér
á landi.
„Ég varpa því fram hvort
það sé trúleg saga að banki
eins og National Westminst-
er Bank í Bretlandi kjósi að
láta breyta öllum sínum
bankakortum, 5,6 milljónum
talsins, yfir í Maestro. Enginn
mun trúa því að slíkur banki
dreifi svikinni vöru“, sagði
Gunnar Bæringsson að lok-
um.
Jtolkkbt&wtkký kem&lé W
Beatrix Wilhelmina Armgaard Hollandsdrottning og eiginmaður hennar, Claus
prins von Armsberg, komu til íslands í opinbera heimsókn í gærmorgun. Þeim var
fagnað á Reykjavíkurflugvelli af ráðamönnum, þegar einkaflugvél þeirra hjóna
lenti þar upp úr klukkan 11. Haldið var að Hótel Sögu eftir móttökuathöfnina, en þar
munu drottningin og prinsinn dvelja meðan á heimsókninni stendur, en henni lýkur
í kvöld með móttöku og tónleikum í boði hollensku þjóðhöfðingjanna í Borgarleik-
húsinu. Að lokinni opinberu heimsókninni munu þau hjónin halda norður og austur
á land og dvelja þar um helgina. A stærri myndinni má sjá hina brosmildu drottning
Hollendinga, Beatrix, á Reykjavíkurflugvelli í gærmorgun, ásamt eiginmanni sín-
um, lengst til vinstri á myndinni, og Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands. Á inn-
felldu myndinni heilsar drottning uppá Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð-
herra. Á myndinni auk þeirra eru Davíð Oddsson, forsætisráðherra, Ástríður kona
hans Og Bryndís Schram. Alþýðublaðsmyndir/EinarÓlason
Vinmiiniðluri Reykjavíkurborgar:
Itérbætt þjóraista með nýju húsnæði
Vinnumiðlun Reykjavík-
urborgar og Vinnu-
skólinn hefja formlega
starfsemi á nýjum stað í dag, að
Engjateigi 11. Á atvinnuleysis-
skrá í Reykjavík eru nú 2.440
einstaklingar en voru 2.357 á
sama tíma í fyrra. í nýja húsinu
verður hægt að bjóða betri þjón-
ustu og má nefna númerakerfi í
afgreiðslu og að tveir atvinnu-
ráðgjafar hefja störf í byijun ág-
úst. Borgarsjóður keypti í
febrúar hluta hússins að Engja-
teigi 11 og var húsnæðið, sem
er á tveimur hæðum, tilbúið
undir tréverk. Kaupverð var 45
milljónir króna og kostnaðar-
áætlun vegna ffamkvæmda
við að gera húsnæðið tilbú-
ið til notkunar var upp á 30
milljónir króna. Vinnu-
miðlun Reykjavíkurborgar,
áður Ráðningarstofa
Reykjavíkurborgar, er 60
ára um þessar mundir. Við
flutning Vinnumiðlunar
Reykjavíkurborgar að
Engjateigi 11 voru endan-
lega lögð af handfærð
spjöld við atvinnuleysis-
skráningu og tölvum og
prenturum fjölgað. Skrán-
ing fer nú alfarið fram í
tölvukerfi og réttar tölur urn
atvinnuleysi liggja fyrir í
lok hvers vinnudags. Eftir örfá-
ar vikur verður sett upp núm-
erakerfi í afgreiðslu og munu þá
ekki myndast biðraðir við af-
greiðslubása. Umsækjendur
geta notað tímann til að fara í
upplýsingahorn þar sem hanga
uppi auglýsingar um laus störf
og námskeið í boði. Starfs-
menn Vinnumiðlunarinnar eru
nú 20 en í byrjun ágúst taka
tveir atvinnuráðgjafar til starfa.
Hver einstaklingur sem er að
koma í fyrsta sinn til skráningar
mun þá fá einkaviðtal við ráð-
gjafa þar sem farið er yfir um-
sókn hans, upplýst um réttindi
og skyldur og gefin ráð varð-
andi störf og nám. Einnig verða
langtímaatvinnulausir reglu-
bundið kallaðir til viðtals við
ráðgjafa. A þessu vori hafa ver-
ið ráðnir tæplega 700 einstak-
lingar af atvinnuleysisskrá í
átaksverkefni á vegum borgar-
innar. Þá er lokið við að ráða
alla atvinnulausa skólanema á
aldrinum 16 til 25 ára, alls rúm-
lega 3.100 manns, í störf hjá
borginni. Hjá Vinnuskóla borg-
arinnar starfa í sumar um 2.500
unglingar. Framkvæmdastjóri
Vinnumiðlunar Reykjavíkur-
borgar er Oddrún Kristjáns-
dóttir og skrifstofustjóri er
Erla Hrönn Sveinsdóttir.
Vinn ngsfölur
miðvikudaginn:
29. júní1994
m
VINNINGAR
6 af 6
5 af 6
l+bönus
a
5 af 6
E1
4 af 6
a
3 af 6
|+bónus
FJÖLDI
VINNINGA
580
2.098
UPPHÆÐ
Á HVERN VINNING
58.111.400
3.207.920
114.944
1.891
224
Aðaltölur:
®@<§>
(30) (40) (44)
BÓNUSTÖLUR
@@@
Heildarupphæð þessa viku
179.798.516
á Isl.:
5.464.316
immm — ------------- - —-
UJl/inningur fdétlU Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar
UPPLVSINGAR, SÍMSVARIB1- 68 15 11
LUKKULlNA 98 10 00 - TEXTAVARP 451
BIRT MEÐ FVRIRVARA UM PRENTVILLUR