Alþýðublaðið - 01.07.1994, Síða 7
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7
Föstudagur 1. júlí 1994
STEMMNING
FjaDg^ng^ í naesta nágrenni boi^rinnar og í augsýn við hana -
HengiLssvæ'ðið, útivistarsvæði aUt árið:
Hitaveitan skipuleggur
stæi’sta litivistarsvæðið
Hátt á annað hundrað starfs-
menn, makar og böm starfs-
fólks Landspítalans tóku
þátt í fjölskyldugöngu á Hengils-
svœðinu á föstudagskvöldið fyrir
viku síðan. Þetta svæði er að stærst-
um hluta til í eigu Reykjavíkurborg-
ar sem átt hefur jörðina Nesjavelli
undanfarin 30 ár. Hitaveita Reykja-
víkur hefur gert skemmtilega hluti
fyrir ferðafólk sem fer um svæðið.
Þar hefur verið stikuð út leið á landi
veitunnar. Hengilssvæðið er að
verða stærsta skipulagða útivistar-
svæði landsins.
Erfitt en ánægjulegt
Fjallganga er talsvert mál fyrir
óvana, og þessi ganga þykir kannski
ekki merkileg fyrir fjallaljónin í
Ferðafélaginu og Utivist, en reyndi
talsvert á nýgræðingana. En ánægju-
leg var hún þessi ganga, líklega einir
12 til 15 kflómetrar um fjöll og fim-
indi, en kannski full fljótt farið yfir
að mati þeirra sem óvanir em fjall-
göngum.
Lagt var upp frá Landspítalanum
um hálfsjö og stuttur akstur að Kol-
viðarhóU, um Sandskeið þar sem
rigningin buldi á bflunum. En
skammt frá hinum foma áningarstað
ferðamanna, var lagt upp á íjalla-
kambinn í hinu ágætasta sumar-
verðri, sem hélst allt kvöldið. Síðan
lá leiðin um dali og fjöll, klofað og
hoppað yfir ár og lækjarsprænur á
leiðinni.
Höfuðborgin í augsýn
Á hæstu útsýnisstöðum á þessari
stikluðu leið mátti sjá glitta í höfuð-
borgina í vestri og þá einna helst
Hallgrímskirkjuturn, helsta kenni-
leiti borgarinnar, sem víða sést að.
Það var reyndar einkennileg tilfinn-
ing að sjá til heimaborgarinnar ofan
af ljöllum í næsta nágrenni, því þar
vom enn vorleysingar, jöklasvipur
og talsverðar fannbreiður.
Á göngunni var gantast með það
að trúlega yrðu einhverjir við bólið
daginn eftir vegna harðsperra. Ágæt-
ar teygjuæfingar vom hinsvegar
lækningin sem dugaði, og harðsperr-
ur komu ekki í ljós hjá þátttakenduin
sem spumir fengust af.
Hitaveitan hugar
að ferðafólki
Hitaveita Reykjavíkur hóf strax
haustið 1990 að merkja sumar-
gönguleiðir á Hengilssvæðinu. Það
framtak Hitaveitunnar er afar vin-
samlegt í garð ferðafólks.
Svæðið nær frá Mosfellsheiði að
vestan að Úlfljótsvatni í suðri og frá
Hellisheiði að sunnan að Þingvalla-
vatni í norðri. Reykjavíkurborg er
eigandi jarðarinnar Nesjavellir,
2.800 hektara jörð með miklum jarð-
hita eins og kunnugt er, vami sem er
allt að 300 gráður. Vamið er notað til
að hita upp kalt vatn úr Þingvalla-
vatni, sem síðan er sent eftir pípum
til nágrannabæja Reykjavíkur.
Þá eignaðist Hitaveita Reykjavík-
ur jörðina Ölfusvatn í Grafnings-
hreppi árið 1985, en hún er 1.600
hektarar að stærð. Fyrir átti borgin
jarðimar Úlfljótsvatn og Kolviðarhól
í Ölfushreppi. Borgin og Hitaveitan
em því stórir landeigendur á þessum
slóðum, en einhveijar einkalendur
em líka á þessum slóðum, og eigend-
um þeirra ekki gefið um ferðafólk.
Tvö sæluhúsog
göngusvæði skíðafólks
Skipulag gönguleiða var unnið
með aðstoð starfsmanna Borgar-
skipulags í Reykjavík og í samráði
við ráðgjafa vinnunefnda um svæð-
isskipulag Grafnings- og Ölfus-
hreppa. í drögum að skipulagi hrepp-
anna á þessu svæði er gert ráð fyrir
það þarna sé útivistarsvæði, enda er
það einstaklega vel fallið til hvers
konar útivistar, ekki síst vegna ná-
lægðar við byggðir þéttbýliskjamans
á suðvesturhomi landsins.
Gert er ráð fyrir að minnsta kosti
tvö sæluhús verði reist á svæðinu,
annað er reyndar komið upp, en þau
verða til afnota fyrir útivistarfólk og
verða opin allt árið.
Á svæðinu er gert ráð fyrir skíða-
gönguleiðum og þar em líka gamlir
reiðvegir. Allt verður þetta tryggi-
lega merkt og stikað. Þama em líka
ýmsar merkar menningarminjar sem
merktar verða, sem og þeir staðir
aðrir sem þykja einkum sérkennileg-
ir frá náttúmnnar hendi.
Stærsta skipulagða
útivistarsvæðið
Hengilssvæðið verður því eitt
stærsta skipulagða útivistarsvæði
landsins á komandi árum með vel
merktum gönguleiðum, athvarfi og
ýmsum sérkennum. Svæði sem
verður til afnota fyrir ferða- og
íþróttafólk allt árið um kring.
Fyrsti hjallinn var erfiðastur, síðan tók súrefnið að Bitinn tekinn upp á miðri leið, heitt kakó og smurt
flœða um líkamann og allir komust á leiðarenda brauð rann Ijúflega niður i svanga og þœgilega
heilu og höldnu. þreytta ferðalangana.
Fegurð Hengilssvœðisins er engu lík. Ekkert mál, smásprœna sem hœgt var að stikla yfir.
Lœknir lijálpar hjúkrunarfrœðingi yfir síðasta hjall-
ann, sjúkraliði bíður eftir aðstoðinni.
Þrjár úr heilbrigðisgeiranum hjá Landspítalanum A leiðarenda var slegið upp veislu og gerðu menn
komnar í snjóbreiðuna. matnum góð skil milli þess sem farið var í teygjuœf-
ingar.
„Sál vor breytist við hvert fótinál, sem vér stígum. Stemmningar koma
utan úr hinu ókunna, snerta vitund vora eins og annarlegur söngur og
hverfa aftur út í hið ókunna eins og farfuglar á hausti. Hver stund á sér
stemnuiingu. Hver stemmning á sér líf. “
- segir sögumaður í „Bréf til Láru“ eftir Þórberg Þórðarson.
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
jlue* ítemminq
& tev
l