Alþýðublaðið - 13.07.1994, Side 1
milljóna baggi
NEYTENDASAMTÖKIN mótmæla fimaháum færslugjöldum bankanna sem sakaðir eru um brot á samkeppnislögum:
Landsbankastjórar fá bréf
Samtökin spyrja ennfremur í
bréfi sínu - undin ituðu af Sól-
rúnu Halldórsdóttur - til
Landsbankans: „Hvers vegna
er greiðendum sem koma til
gjaldkera og greiða af skulda-
bréfum gert að greiða 350 krón-
ur, en ef greiðandi lætur skuld-
færa út af reikningi er hann kraf-
inn um 120 krónur? Hvers
vegna er hér um að ræða 230
króna mismun? Hvaða kostnað
hefur Landsbankinn af því að
komið er til gjaldkera, umfram
það þegar skuldfært er út af
reikningi?“
Þá spyrja samtökin Lands-
bankastjórana hvemig standi á
því að sama gjald er tekið fyrir
reikningsyfirlit sem sent er í
pósti og yfirlit sem afhent er í af-
greiðslu.
Ennfremur er beðið um rök-
semdir fyrir 9,50 króna færslu-
gjaldi vegna debetkorta og 19
króna færslugjaldi vegna tékka.
Spurt er um kostnað bankans
vegna færslna debetkorta og
tékka.
Bankar og sparisjóðir hafa
sameiginlega tekið
ákvörðun um að leggja
viðbótargjöld á neytendur sem
nemur um 700 milljónum króna
með því að hefja töku færslu-
gjalda við notkun ávísana og de-
betkorta auk annarra þjónustu-
gjalda, segir í ályktun sem stjóm
Neytendasamtakanna gerði á
fundi sínum í síðustu viku, og
send hefur verið öllum lána-
stofnunum landsins.
Samráð lánastofnana
- andstætt lögum
Bent er að á bankar og spari-
sjóðir taka þessa ákvörðun sam-
eiginlega. Fjárhæðimar em nán-
ast þær sömu frá einni stofnun til
annarrar. Það þykir stjóm Neyt-
endasamtakanna benda eindreg-
ið til að samráð hafi verið haft.
Slíkt er andstætt samkeppnis-
lögunum.
Er gjaldtökunni harðlega mót-
mælt, bæði vegna þess hversu
há hún er og eins vegna þess
mismunar sem hún felur í sér
milli greiðsluforma. Gjaldtakan
sé ákveðin einhliða og að full
ástæða sé til að ætla að hún sé
ekki í neinu samræmi við raun-
kostnað. Þá hafi ekkert samráð
verið haft við fulltrúa þeirra sem
eiga að borga þessar 700 millj-
ónir árlega.
Neytendasamtökin krefjast
þess að lagðir verði fram þeir út-
reikningar sem liggja að baki
ákvörðun um gjaldtöku bank-
anna fyrir debetkort og ávísana-
færslur.
Sólrún Halldórsdóttir segir í
bréfi sínu til Landsbankans að
væntanlega sé bankinn ekki að
fjárfesta í stækkun áReiknistofu
bankanna eingöngu debetkort-
anna vegna. Eldri búnaður stof-
unnar hafi verið orðinn of lítill.
Ekki sé því hægt að reikna með
því að fjárfestingar af þessu tagi
eigi að greiðast af notendum de-
betkorta á mjög stuttum tíma.
Sérkennilegt refsigjald
Þá benda samtökin á í ályktun
sinni að töluverður spamaður er
í því fólginn fyrir lánastofnanir
að fólk greiði fremur með ávís-
unum og debetkortum en pen-
ingum.
Hvað réttlætir þá gjaldtöku
vegna færslu á debetkortareikn-
ing og ávísanareikning?
Ennfremur benda Neytenda-
samtökin á að lánastofnanir hafa
krafið greiðendur skuldabréfa
um refsigjald þegar um vanskil á
skuldabréfum er að ræða. Að
mati Neytendasamtakanna er
þessi gjaldtaka algerlega heim-
ildarlaus. Hvetja samtökin fólk
til að greiða þetta gjald með fyr-
irvara, en látið verður reyna á
það hvort þessi gjaldtaka er
heimil eða ekki. Væntanlega
verður að fara dómstólaleiðina
til að fá úr þessu skorið. í bréfi
sínu til Landsbanka Islands óska
Neytendasamtökin eftir rökum
fyrir hinu sérstaka vanskila-
gjaldi. Þá vilja samtökin fá svar
við því hvort rétt sé að einungis
hluti færslna með debetkortum
sé athugaður með tilliti til inni-
stæðu.
Stjómvöld em átalin fyrir að
láta afskiptalausar þessar að-
gerðir banka og sparisjóða, að-
gerðir sem kosta neytendur 700
milljónir króna á ári.
„Ríkisstjóm á hverjum tíma
ber ekki minni skyldur gagnvart
neytendum en lánastofnunum.
Af þeim sökum er þess enn-
fremur krafist að stjómvöld
komi nú þegar í veg fyrir þessa
samræmdu og órökstuddu gjald-
töku lánastofnana“, segir í álykt-
un stjómar Neytendasamtak-
anna.
Alþýðublaðsmyndir / Einar Ólason
Einsog sjá má á myndunum hér og
inni í blaðinu á BLAÐSIÐU 3 var út-
sendari Alþýðublaðsins staddur á Snœ-
fellsnesi um helgina, nánar tiltekið á
Búðum. Allt gott um það að segja en
víkjum að minni myndinni: Heims-
meistarakeppnin í knattspyrnu í
Bandaríkjunum er á allra vörum þess-
ar vikurnar og margar sögur sagðar af
þvíhversu langt menn ganga til að
missa nú ekki af einum einasta leik.
„HM-frík“ munu þessar manngerðir
vera kallaðar. Útsendari okkar rakst á
þennan knattspyrnuáliugamann á
tjaldstœðinu þar sem hafði gert sér lítið
fyrir, tekið sjónvarp og straumbreyti
með að heiman og tengt það við raf-
geyminn í bílnum. Ætíaði sko ekki að
missa afneinu, varði sjónvarpið birtu
og veðri og stakk sér hálfum niðurí.
Það skondna við þessa mynd er stðan
að á meðan leikurinn stóð sem hœst
gerði stórstreymi mikið og stór hluti
tjaldstœðisins fór undir sjó. En knatt-
spyrnumaðurinn lét ekki sltka smá-
muni trufla sig heldur fylgdist einbeitt-
ur áfram með leiknum. Auðvitað!
IceMac með nýstáriega
framleiðslu:
Rússar kaupa
gámafrystihús
á meira en 200
milljónir
- Frystihúsið flutt utan í
næsta mánuði og sett
upp um borð í móður-
skipi frá Kamchatka
„Það hafa orðið allnokkrar
tafir á afhendingu gáma-
frystihússins sem við seldum
til Kamchatka vegna
greiðsluerfiðleika hjá rúss-
neska fyrirtækinu U.T.R.F.
sem keypti húsið. Nú hafa
þau mál hins vegar verið
leyst að mestu og frystihús-
inu væntanlega skipað út í
næsta mánuði. Þetta er verk-
efni upp á yfir tvö hundruð
milljónir króna,“ sagði
Gunnlaugur Ingvarsson
framkvæmdastjóri IceMac í
samtali við Alþýðublaðið í
gær.
Fyrirtækið IceMac hefur
framleitt og selt utan frysti-
hús af fullkomnustu gerð
sem mun verða starfrækt í
gámum um borð í rússneska
móðurskipinu Novaya Kako-
hvka. Búast má við að fleiri
samningar fylgi í kjölfarið ef
Rússunum gengur vel að
reka gámafrystihúsið frá Ice-
Mac.
Gunnlaugur Ingvarsson
sagði að um væri að ræða öll
tæki og framleiðslulínu
frystihúss allt frá móttöku til
frystingar. Gert væri ráð fyrir
65 starfsmönnum við frysti-
húsið á hvorri vakt um borð í
hinu 200 metra langa móður-
skipi. Samningur IceMac er
upp á 3,1 milljón Bandaríkja-
dala.
Afhending gámafrysti-
hússins átti að fara fram um
síðustu áramót. Kaupandinn,
rússneska fyrirtækið
U.T.R.F., gat hins vegar ekki
staðið í skilum með loka-
greiðslur á tilsettum tíma
vegna gjaldeyrisskorts.
Starfsmenn IceMac eru nú
að ganga frá frystihúsinu,
sem er 15 gámaeiningar, til
flutnings með Eimskip til
Hamborgar. Þaðan fer húsið
síðan með skipi frá Maersk
Line til Pusan í Suður Kóreu.
Þar munu tæknimenn Ice-
Mac stjóma uppsetningu
þess um borð í móðurskip-
inu.
IceMac er nú í öflugu
markaðsstarfi í sölu heildar-
lausnum í sjávarútvegi og
sérframleiðslu fyrirtækisins,
sem er sala á gámavæddum
fiskverksmiðjum út um allan
heim.