Alþýðublaðið - 13.07.1994, Page 4

Alþýðublaðið - 13.07.1994, Page 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. júlf 1994 21. Landsmót UMFÍ hefst á morgun: Búist við um 10 þúsund gestum að Laugarvatni Skráðir keppendur á þessu 21. Landsmóti UMFÍ eru um 1.700 talsins og með áhorf- endum reiknum við með að hér verði um tíu þúsund manns þá daga sem mótið stendur. Öll aðstaða til að taka á móti fólki er til fyrirmynd- ar, næg tjaldstæði, bílastæði og veit- ingarekstur og annað sem til þarf. Mótið dreifist á þrjá daga og engin hætta á að það myndist einhver Þjóðhátíðarteppa á vegunum, sagði Þórunn Oddsdóttir hjá Landsmóti UMFT að Laugarvatni í samtali við Alþýðublaðið í gær. A morgun hefst að Laugarvatni ÓLAFUR ÖRN HARALDSSON, framkvœmdastjóri Landsmótsins. Landsmót Ungmennafélags Is- lands. Undirbúningur mótsins hefur staðið lengi og var á lokasprettinum þegar við ræddum við Þórunni í gær. Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað vegna Landsmótsins að Laug- arvatni og hefur endurbygging íþróttavallarins vakið hvað mesta athygli. Það tókst að ljúka við að leggja gerviefni á hlaupabrautir vallarins, en um tíma leit út fyrir að ekki tækist að ljúka þeim fram- kvæmdum vegna gjaldþrots íram- leiðenda efnisins í Þýskalandi. Kostnaður við endurbyggingu vall- arins mun nálgast eitt hundrað millj- ónir króna. Umhverfismál á mótinu Einn aðalkostunaraðili mótsins er Olís sem ásamt Landgrœðslunni stendur fyrir landgræðslu við hell- mnáLaugarvatnsvöllum. Á vegum Islandsbanka og fleiri aðila verður plantað landgræðsluskógi. Um- liverjisrúðuneytiö styður Lands- mótið með ýmsum hætti enda verð- ur mótið eins umhverfisvænt og kostur er. Þar má til dæmis nefna að skolp verður nýtt til landgræðslu á örfoka landi í samvinnu við Land- græðsluna og Heilbrigðis- eftirlit Suðurlands. Þá verður sorp sem til fellur á svæðinu flokkað í þrennt, almennt sorp, drykkjarumbúðir og líffænan úrgang og verður hann not- aður til jarðvegsgerðar. Strætisvagn mun ganga um Laugarvatn meðan mótið stendur til að draga úr bí- laumferð á svæðinu og gestir fá í hendur kynningarefni umhverfis- ráðuneytisins um bíla og útblásturs- mengun. Þá má geta þess að tóbaks- reykingar verða ekki leyfðar á móts- svæðinu. Fyrir alla fjölskylduna Nú sem fyrr er íþróttakeppnin kjami Landsmótsins en fjölskyldu- og skemmtidagskrá verður fjöl- breytt að Laugarvatni. Risatjald sem Selfossbœr á hefur verið sett upp á mótssvæðinu og í það sett trégólf sem notað var á Þingvöllum á þjóðhátfðinni. Dans- leikir verða í tjaldinu á föstudags- og laugardagskvöld. Þar spila meðal annars Hljómar sem koma saman á ný í tilefni mótsins. Einnig verða dansleikir að Borg þar sem hljóm- sveitimar Plúhnetan og Þúsund andlit skemmta. Á fjölskyldudagskrá mótsins verða meðal annars leiktæki fyrir böm, leiklist, dans, söngur og Magnús Scheving verður með sýn- ingar. Svo má ekki gleyma því að starfsíþróttir Landsmótsins em spennandi dagskrárliðir fyrir alla fjölskylduna svo sem starfshlaup, dráttarvélaakstur og pönnuköku- bakstur. TILKVNNING TIL C3 NOTENDA Hinn 1. janúar 1995 verfiur núvenandi Loran-C staðsetningarkerfi lagt niður Frá sama tíma verður GPS gervihnattakerfið aðalstaðsetningarkerfi við ísland. Samtímis því að núverandi Loran-C kerfi verður lagt niður hefst rekstur nýs lorankerfis, svo kallaðs NELS kerfis. Hætt verður að senda út loranmerki frá stöðvunum á Gufuskálum og á Grænlandi. Búast má við að þetta nýja kerfi nýtist ekki við vestanvert landið. Athugið að breyta þarf Loran-C tækjum svo að hægt sé að nota þau við NELS kerfið. Til að bæta þjónustu við notendur, sem þurfa meirí nákvæmni en GPS kerfið gefur, hefur samgönguráðuneytið staðið fyrir uppbyggingu á leiðréttingarkerfi sem gefur notendum 5 til 10 metra staðsetningarnákvæmni á hafsvæðinu umhverfis Island. Vita- og hafnarmálastofnun sér um rekstur leiðréttingarstöðva og eru fimm af sex þegar komnar í notkun og áætlað er að sú síðasta verði tilbúin fyrir áramót. Athygli notenda er vakin á því að mikill munur getur verið á staðsetningum eftir því í hvaða staðsetningarkerfi þær eru gerðar. Það er því ekki hægt að finna stað mældan í Loran-C kerfinu með GPS (eða NELS tækjum), Loranpunktasöfn verða því ónothæf. Unnið er að því að breyta Loran tölum í GPS tölur. Núnari upplýsingar veitir Vita- og hafnamálastofnun, sími 91-600000. Samgönguráðuneyti RÁÐUNEYTI FLUTNINGA, FJARSKIPTA OG FERÐAMÁLA RÚNAR JÚLÍUSSON með HLJÓMUM á Laugarvatni árið 1965. Hljómar leika fyrir dansi á Laugarvatni Hin fomfræga bítlahljómsveit Hljómar ffá Keflavík kemur saman í tilefni Landsmóts- ins að Laugarvatni og leikur þar fyrir dansi. Hljómar spiluðu líka á Landsmótinu sem haldið var að Laugarvatni sumarið 1965. Rúnar Júlíusson er liðsmaður Hljóma en hann var líka landsfrægur knattspymumaður. Á Lands- mótinu 1965 keppti hann f fótbolta með Keflav- íkurliðinu á daginn og spilaði síðan fyrir dansi með Hljómum á kvöldin. I viðtali við Skinfaxa, tímarit ungmennafélaganna, segir Rúnar að líklega hafi veðrið verið minnistæðast á mótinu 1965: „Það var alveg einstakt og stemmningin alveg sérstaklega góð. Þama vom allir í sólarlandaskapi. En samkoman í heild var mjög sérstök og mjög skemmtileg. Ekki spillti það fyrir að ég var í mjög vinsælli hljómsveit, Hljómum. Það lá við að við þyrftum lögregluvemd því allir vildu komast sem næst okkur til að skoða okkur. Við komum inn á svæðið í okkar merkta bfi og vöktum strax mikla at- hygli. Við vomm „öðmvísi" með bítlahár niður á herðar.“ Undarlega klætt fólk í Skinfaxa er vitnað í bókina Saga Landsmóta UMFÍ þar sem því er lýst þegar Hljómar komu þeysandi inn á svæðið: „Þegar íþróttakeppninni var að ljúka kom stór bfll bmnandi inn á svæðið, innanborðs var undarlega klætt fólk, síðhært og með hatta, hafði yfir sér ann- an blæ en var á flestum gestum staðarins. „Hvar getum við geymt græjumar, okkur vantar einhvem stað til að geta dressað okkur upp,“ var sagt og stjómendur mótsins mku upp til handa og fóta til að útvega Hljómum og fylgdarliði mann- sæmandi aðstöðu. Þeim var bent á skúr við völlinn nærri pallinum, þar væri aðsetur mótstjóra, stjöm- umar gætu notast við hann. Okey, við þangað!" Síðan segir að þegar Hljómar hafi byijað að leika hafi unglingamir þyrpst að þeim, en fáir hafi kunn- að eða haft uppburði til að dansa eftir þessari tónlist, hafi verið vanari gömlu dönsunum úr sínum heima- sveitum. í 65-nefndinni Rúnar Júlíusson segir í Skinfaxa að hann þekki starf ungmennafélagshreyfmgarinnar vel og raunar megi segja að hann hafi fæðst inn í hana. „Móðir mín, Guðrún Stefánsdóttir Bergmann, var einn af stofnendum Ungmennafélags Keflavík- ur. Ég var því nánast skráður inn í félagið um leið og ég var skírður. Ég helgaði mig fótboltanum en var ekki mikið á félagsmálasviðinu, enda var starf félagsins einkum í kringum íþróttimar.“ Nú er Rúnar ásamt fleirum í 65-nefndinni, sem ætlar sér að hóa sem flestum þátttakendum ífá Landsmótinu 1965 saman til ljúfra endurfunda. „Það er alltaf gaman að rifja upp svona skemmti- lega atburði,“ segir hann. „Það er sérstakur andi á þessum mótum. Svo er Laugarvatn alveg einstakur staður fyrir slíkt mótahald. Það er í hæfilegri fjar- lægð ffá þéttbýlinu og umhverfið aðlaðandi. Það er því tilhlökkunarefni að mæta á landsmótið nú,“ hef- ur blaðið eftir Rúnari.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.