Alþýðublaðið - 20.07.1994, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 20.07.1994, Qupperneq 1
Verð í lausasölu kr. 140 m/vsk Áhersluatriði á formennskuári íslancls í NORÐURLANDARÁÐI: Serstök úttekt fari fram á húsnæðiskerfum landanna - í ljósi þeirra breytinga sem fylgja í kjölfar aukins Evrópusamstarfs / slenska ríkisstjómin leggur áherslu á það varðandi stefnumótandi þætti hús- næðismála á Norðurlöndum, að fram fari sérstök úttekt á hús- næðiskerfum Norðurlandanna í ljósi þeirra breytinga sem fylgja í kjölfar aukins Evrópusam- starfs. Frelsi til að vinna og setj- ast að getur haft áhrif á húsnæð- ismálin og til lengri tíma einnig á fyrirkomulag húsnæðismála. Þetta kemur meðal annars fram í bæklingnum Norrœnt samstarf (starfsárið 1994 til 1995) sem Sighvatur Björg- vinsson samstarfsráðherra Norðurlanda átti frumkvæði að. f bæklingnum em upplýsingar um þau mál sem ríkisstjómin leggur sérstaka áherslu á, á for- mennskuári fslands í norrænu samstarfi. Norrænt samstarf á sviði hús- næðis- og byggingamála byggir á samstarfsáætlun sem tekur til tímabilsins 1992 til 1996. Á næsta ári verður sérstök áhersla lögð á að efla samstarfið en á liðnu ári einkenndist það nokk- uð af óvissu í kjölfar breytinga sem vom þá til umræðu. ísland hefur á margan hátt notið góðs af samvinnu á þessum vettvangi bæði með beinum og óbeinum hætti. Fyrsta verkefnið við úttektina á húsnæðiskerfum Norðurland- anna er að taka saman yfirlit um fyrirkomulag húsnæðismála á Norðurlöndunum. Það er einnig hugsað sem gagn í mikilvægri aðstoð við baltnesku löndin vegna uppbyggingar á skipulagi og ljármögnun íbúðamála í löndunum. Samstarf ráðuneytanna og stofnana á sviði húsnæðismála mun beinast að sérstöku verk- efni sem ætlað er að miðla upp- lýsingum um greiðsluvanda íbúðarkaupenda og rannsaka ástæður vandans sem hefur gert vart við sig í öllum löndunum í mismiklum mæli þó. Miðlun upplýsinga um árangur aðgerða til að leysa úr vandanum og fyr- irbyggja greiðsluerfiðleika og útlánatöp verður snar þáttur í samstarfinu. Á sviði félagsmála verður lögð sérstök áhersla á samstarf vegna atvinnuleysis og áhrifa þess á ungt fólk. Um það bil helmingur þess íjár sem varið verður á árinu 1994 til vinnu- vemdarsamstarfs fer til verkefna sem Qalla um atvinnuleysi ungs fólks. Lögð verður sérstök áhersla á virka vinnumiðlun milli Norður- landanna. Jafnframt verður sam- starf aukið við vinnumiðlanir í Evrópu í gegnum EURES vinnumiðlunarkerfið. Lokið verði við samanburð á vinnurétti á Norðurlöndunum annars vegar og vinnurétti ESB hins vegar. Stefnt skal að því að Norður- lönd hafi samráð og samvinnu um það að hafa áhrif á vinnu Evrópusambandsins að undir- búningi tilskipana og áætlana á sviði vinnuvemdar. Hér er um afar mikilvægan þátt að ræða í starfi ESB að félagsmálum og ljóst að efni tilskipananna hefur mikil áhrif á öryggi, aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum hérlendis. Islenska ríkisstjórnin leggur áherslu á það varðandi stefnumótandi þœtti hús- nœðismála á Norðurlöndum, að fram fari sérstök úttekt á húsnœðiskerfum Norðurlandanna í Ijósi þeirra breyt- ittga sem fytgja í kjölfar aukins Evr- ópusamstarfs. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason STÉTT HELLUSTEYPA Elsta starfandi hellusteypa landsins. Hyrjarhöfða 8-112 Reykjavík - Sími: 87 62 11 - Fax: 87 32 40. Opið virka daga frá kl. 8.00 til 18.00 og laugardaga frá kl. 10.00 til 14.00

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.