Alþýðublaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ STORVIRKI Miðvikudagur 20. júlí 1994 MÞMBLMD HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Sími: 625566 - Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Fjöreggið og Evrópusambandið Umræðan um hugsanlega aðild íslands að Evrópusambandinu er rétt að mjakast af stað á íslandi. Á sama tíma hafa þjóðþing hinna Norðurlandanna þegar gert upp hug sinn og nú er beðið eftir þjóðaratkvæðagreiðslu síðar á árinu. Ástæðurnar fyrir deyfð íslenskra stjómmálamanna gagnvart umræðu um hugsanlega að- ild landsins að Evrópusambandinu eru einkum þijár: í fyrsta lagi tiltölulega nýgerður samningur um Evrópska efnahagssvæðið sem talinn er tryggja íslendingum flest það ætlast var til; í öðm lagi er um að ræða almennt viðnám allra flokka - nema Alþýðu- flokksins - gegn alþjóðlegum samningum sem hugsanlega geta rift innflutningshöftum og öðmm úreltum nauðungarlögum í þágu sérhagsmuna; þriðja og stærsta ástæðan fyrir áhugaleysi stjómvalda er svo ótti íslendinga við að glata forræði yfxr eigin auðlindum, það er fyrst og fremst óttinn vegna lögsögu landsins. Lítum á þessa þætti aðeins nánar. Samanlagt hafa ofangreindar staðreyndir orðið flestum þing- mönnum ástæða til að loka á alla almenna umræðu um hugsan- lega aðildammsókn íslands að Evrópusambandinu. Almenning- ur í landinu er hins vegar ósammála þessu ef marka má skoðana- kannanir. Þar kemur greinilega fram sá vilji yfirgnæfandi meiri- hluta þjóðarinnar, að Island eigi ekki aðeins að ræða hugsanlega aðild að Evrópusambandinu heldur hreinlega, að ísland gangi í sambandið. Almenningur virðist því gera sér grein fyrir því, að hinar þrjár meginástæður stjómvalda og þingmanna fyrir því, að ræða ekki hugsanlega Evrópusambandsaðild em í raun tíma- skekkja. í fyrsta lagi ríkir óvissa um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið þegar ljóst er að EFTA er að leysast upp og flest aðildaríöndin að gerast Evrópusambandsþjóðir. Það er því spuming hve lengi samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið gagnast okkur. í öðm lagi er almenningur á allt annarri skoðun en flestir þingmenn gagnvart aukinni opnun landsins, írjálsræði og óhindmðum viðskiptum og verslun. Meðan mestallt þingið stendur vörð um sérhagsmuni fárra, skilur almenningur, að brott- nám haft og vemdunarstefnu og aukin samkeppni þýðir lægra vömverð og betri kjör. Þar sem um 80% af þjóðartekjum íslands koma frá sjávarút- vegi, er öllum ljóst að lögsaga Islendinga er hin heilaga kýr lýð- veldisins. Lögsagan er íjöregg þjóðarinnar. Ef fjöreggið brotnar er sjálfstætt líf íslendinga í bráðri hættu. Meginverkefni komandi ára og áratuga er einmitt að breikka lífsgmnn okkar, renna stoð- um undir aðra atvinnuþætti og dreifa þannig áhættunni. I þessu skyni má spyxja: Hvað myndi aðild landsins að Evrópusamband- inu færa okkur varðandi breiðari lífsgmnn, ný atvinnutækifæri, aukið ijármagn, stærri hlutdeild fyrir afurðir okkar á erlendum mörkuðum? Þá mætti einnig spyija: Hvemig höfum við íslend- ingar farið með fjöreggið okkar, lögsöguna? Höfum við ekki stundað rányrkju á miðunum, gengið svo hastarlega í skrokk á þorskstofninum að við höfum þurft að grípa til neyðaraðgerða til að vemda hann? Og í kjölfarið hafa verið búin til óréttlát kerfi líkt og kvótakerfið þar sem auðlind þjóðarinnar hefur verið tek- in úr höndum fólksins í landinu og afhent nokkmm kvótakóng- um og sægreifum. í raun hafa íslenskir stjómmálamenn gefið fjöreggið nokkmm útgerðaijöfmm. Það er hinn kaldi sannleikur málsins á þessari stundu þegar ekki má ræða hugsanlega um- sóknaraðild landsins að Evrópusambandinu af ótta við að Islend- ingar glati forræði sínu yfir íslenskri fískveiðilögsögu. Hitt ber að benda á, að auðvitað vitum við ekki hvemig samn- ingi við náum við Evrópusambandið hvað varðar sjávarútvegs- mál fyrr en við látum á reyna með aðildarviðræðum. Noregur féll mjög hagstæðan samning og ef trúa má orðum Uffe Elle- man-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, í ís- lenskum fjölmiðlum undanfama daga, þá fá íslendingar ekki lakari samning en Norðmenn. Samningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið bendir ennfremur til þess, að Evrópusambandsþjóð- imar em tilbúnar til að virða mikilvægi fiskveiða fyrir íslendinga og aðra sérstöðu okkar. Ef okkur hugnast ekki tillögur Evrópu- sambandsins, getum við einfaldlega þakkað fyrir okkur og neit- að aðild að sambandinu. Lokaspumingin hlýtur því að vera: Hverju höfum við íslend- ingar að tapa með því að heíja aðildarviðræður við Evrópusam- bandið? Svarið er einfalt: Engu. Þvert á móti höfum við allt að vinna. SIJMARLEIKHÚSIÐ við Hlcnim - Stórvirki ANTHONY BURGESS sett upp af kraftmiklu skólalólki sem fékk til þess styrk frá Borgarráði: - eða ,A Clockwork Orange“ frumsýnt á fíistudaginn í þýðingu VETURLIÐA GUÐNASONAR og leikstjóm ÞÓRS TUI.IMUS Sumarleikhúsið við Hlemm ræðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í verkefnavali. Næst- komandi fösmdag, 22. júlí, frumsýna þau stórvirki Ant- hony Burgess, A Clockwork Orange, sem í þýðingu Vetur- Iiða Guðnasonar nefnist Vél- gengt glóaldin. Leikstjóri er Þór Tulinius. Félagamir Bono og The Edge úr írsku hljómsveit- inni U2 hafa samið tónlist við verkið og verður hluti hennar notaður í uppfærslunni. Aðal- hlutverkin eru í höndum Gott- skálks Dags Sigurðssonar og Þorláks Lúðvíkssonar. Leik- mynd sjá Ólafur Árni Ólafsson og Auður Jónsdóttir. Ljósa- hönnuður er Sigurður Guð- mundsson og búningahönnuður er Linda Björg Árnadóttir. Saga Sumarleikhússins Forsaga Sumarleikhússins er sú, að þeir Sigurður Guðmunds- son og Gottskálk Dagur Sig- urðsson sóttu um styrk til Borg- arráðs úl leiklistarstarfs fyrir ungt og atvinnulaust skólafólk í Reykjavík. Borgarráð tók vel í hugmyndina og gerði hana mögulega með fjárframlögum. Sumarleikhúsið stóð fyrir skrúðgöngu í borginni á 50 ára lýðveldisafmælinu sem vakti mikla og verðskuldaða athygli. Þema göngunnar var landnámið í öllum sínum myndum. Nú eru starfandi um 30 manns á vegum leikhússins. Nánari upplýsingar em gefnar í símum 626392 og 624320. Óvægin þjóðfélagsádeila Vélgengt glóaldin (sem marg- ir kannast við í kvikmyndagerð snillingsins Stanley Kubrick) gerist í ótilgreindri framtíð og fjallar í stuttu máli um bemsku- brek, barsmíðar og Beethoven að sögn aðstandenda Sumarleik- hússins. Leikritið segir frá Alex, fímmtán ára unglingi sem hlust- ar á Beethoven og talar nadsat (rússneskuskotið slangur) á milli þess sem hann nauðgar og mis- þyrmir samborgumm sínum. Al- ex lendir í fangelsi eftir að hafa verið svikinn af vinum sínum. Þar undirgengst hann meðferð sem gerir honum ókleyft að beita nokkra lifandi sálu ofbeldi. I þessu verki sínu varpar höf- undurinn, Anthony Burgess, fram áleitnum hugleiðingum um eðli mannsins og hvort það sé ekki einmitt ófullkomleikinn sem geri manninn að skyni bor- inni vem. Burgess spyr spum- inga um frelsi mannsins og rétt hans til að velja. Áhorf- endum er látið eftir að hugsa upp svörin. Leikritið drepur á mörgum málefnum sem brenna á fólki, svo sem ofbeldi, atvinnuleysi og auknum hraða tækniald- arinnar sem hefur getið af sér rótleysi í þjóðfélaginu. SUMARLEIKHÚSIÐ við Hlemm frumsýnir „Vélgengt glóaldin“ eftir ANTHONY BURGESS nœstkomandi fóstudag, 22.júlí. Leikstjóri erÞÓR TULINIUS og þýðing- una sá VETURLIÐI GUÐNASON um. Á myndinni eru nokkrír leikendanna (frá vinstrí: SOFFÍA BJARNA- DÓTTIR, GOTTSKÁLK DAGUR SIGURÐSSON, SIGURÐUR GUÐ- MUNDSSON og GUÐ- MUNDUR ANDRÉS ERLINGSSON. í gœr- dag stóð yfir í leikhúsinu við Hlemm lokafrágang- ur á leikmynd. Stúlkan á minni myndinni mun heita ÞÓREY. Alþýðublaðsmyndir Athugasemd frá Pósti & síma Vegna greinar í Alþýðu- blaðinu fimmtudaginn 14. júlí síðastliðinn vill Póstur & sími taka fram að ýmislegt hefur verið gert til að bæta loftið í póst- og símstöðinni í Kringl- unni. Loftræstistokkurinn hef- ur verið hreinsaður og skipt er um síur á nokkurra vikna fresti, eða mun oftar en gert er við venjulegar aðstæður. Vinnustaðurinn er nú orðinn reyklaus og þannig hafa starfsmenn lagt sitt af mörk- um til að bæta loftið. Best hefði verið ef setja hefði mátt opnanleg fög á glugga hús- næðisins og fá þannig beina loftræstingu en fyrir því fékkst ekki leyfi hjá arkitekt hússins. Ofsagt var í greininni að liðið hefði yfír starfsfólk vegna hita og kannast enginn við að það hafí gerst. Sú loftræsting sem upphaf- lega var hönnuð og tekin í notkun í Kringlunni blæs lofti úr miðrými hússins inn í verslanir og afgreiðslustaði. Er því eins hagað í húsnæði því sem Póstur & sfmi hefur yfir að ráða. Fer það eftir ástandi loftsins í miðrými hvers konar loft berst inn í póst- og símstöðina. Eftir því sem loft er heitara og óhreinna f miðrými, því verra verður loftið á pósthúsinu. Þetta vandamál er vel þekkt hjá öðr- um fyrirtækjum í Kringlunni. Nokkur þeirra hafa nýlega keypt sérstakan loftkælingar- búnað en hann mun ekki bæta eða hreinsa ioftið heldur ein- ungis kæla það. Póstur & sími hefur á und- anfömum árurn lagt sig fram við að skapa starfsmönnum sínum heilsusamlegt og ör- uggt starfsumhverfi og fengið lof fyrir. Því kom umfjöllun Alþýðublaðsins og það hvem- ig tekið var á málum forráða- mönnum Pósts & síma í opna skjöldu. Áfram verður unnið að því að koma á viðunandi loftræstingu í afgreiðslunni í Kringlunni. nnnwUutja- os Wta f úííIhíí hrtrtuWJns iKRINGTANM. aAtUTiRÍl.K ogMDSKirrAVTNIR Uvarta -JiJÖn^Ttííuíhvrtaii- Itrauö. I Jltur úitianir i ttujjrtu. í cr |m'i «1 Wjaipi kifHavfingu. Sérfrtöítoem' I>eua l«i«minarpfla. VHKfnjKl kriii(ý»usirsejírJmtt nri »kV(jfJoanÍfj5muj>íuj3>mtt: Kringjanerónýt! - fogdí wmi toirtsuiarati Piírts A ama «14 ALÞVDtdlLABID i pn. Á’-CuMÍé) l«i trr «n tnmtukid aú noLkrir itartuuenn uTu mM mriVminH." "«RÍ8 :inair Athugasemd ritstjómar Atitugasemd fasteigna- deildar viðfrétt Alþýðublaðs- ins um ástand loftrœstingar- mála í útibúi Pósts Æ síma Kringiunni bœtir engu við umfjöUun blaðsins. Eitt skal þó tekiðfram varðandi yfiriið statfsfólks vegna slœmrar loftrœstingar: Alþýðublaðið hefurfleiri en einn heintildar- mann innan Pósts & sima fyr- irþessum upplýsingum og tel- urþær heimildir traustar. Al- þýðuhlaðið stendur þar af leiðandi 100% við frétt slna. Fasteignadeild Pósts & síma. RUstjórn Atþýðublaðsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.