Alþýðublaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 20. júlí 1994 FJOLMIÐLAR ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 (1) -fiiH enðaUutA tututotápuópeM „ $töÖ l - ■ffákAtlálút". (Z) ktukkuítuuda itómtfud fóköuuu: „fhiuu Tmi fliuu Houxai". (1) fiötkutpeuuauöi kemitö&mpuö: „faóþuiuUtafuiÖ". STOÐ 2 hefur nú svarað hinni miklu sókn RIKIS- SJÓNVARPSINS í innlendri dagskrárgerð: Eig- endurnir bjuggu til eina létta sumarsápuóperu, STÖÐ 2 - HAKARLABÚR. Sápuóperan jjallar að sjálfsögðu um valdabaráttu eigendanna og inni- heldur ofbeldisatriði sem ekki eru við hœfi barna og ástaratriði sem vart teljast heldur hepppileg Jyr- ir ungviðið. Sjónvarpsáhorfendur jylgjast spenntir með baráttu ELÍNAR HIRST, EGGERTS SKÚLA, SIGURJÓNS SIGHVATS, JÓN ÓLAFS, PALLA MAGG, JAFETS ÍSLANDSBANKAMANNS og allra hinna krakkanna. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason etta ætlar að verða gott sum- ar. Ekki aðeins veður- fræðilega, heldur einnig undir merkjum stjómmála og ljöl- miðla. Þetta er sannkallað sum- ar sápuóperanna. Sápuópera Stöðvar 2 Stöð 2 hefur nú svarað hinni miklu sókn Ríkissjónvarpsins í innlendri dagskrárgerð. Auðvitað var ekki auðvelt að mæta hinni ríkisreknu dag- skrárgerð þegar kassamir era tómir og lánadrottnar öskra í hveiju homi. Hvemig bregst maður við því? Jú, eigendumir búa til eina létta sumarsápuóperu, Stöð 2 - Hákarlabúr, sem sjónvarpað er lon og don, ekki aðeins á Stöð 2 heldur mest í öðrum fjölmiðl- um. Sápuóperan fjallar að sjálf- sögðu um valdabaráttu eigend- anna og inniheldur ofbeldisat- riði sem ekki eru við hæfi bama og ástaratriði sem vart teljast heldur hepppileg fyrir ungviðið. Lilli klifurmús og Mikki refur Mörg aUiði úr þessari vel- heppnuðu sápuópera era þegar orðin kiassísk og eiga þannig eftir að halda nafni Stöðvar 2 á lofti um aldur og ævi. Þanrúg verður hákarlasenan með Eggerti Skúlasyni í heiðri höfð sem ein hrikalegasta og dramatískasta kvikmyndasena síðan Dr. No, erkifjandi James Bond, var og hét. Eggert var hins vegar ekki ét- inn af hákörlunum eins og fómarlömb Dr. No heldur af samstarfsmönnum sínum sem auðvitað eykur á dramatík óperannar. Þá verður ekki síst munað eftir hinni ljúfu ástarsenu milli Sigurjóns Sighvats og Jón OI- afssonar þar sem þeir slíðraðu sverðin og gerðust bandamenn í heillandi ástararíu. Bandalag fomijendanna minnir einna helst á lokaaa triðið í Dýrunum i Hálsaskógi þar sem Lilli klif- urmús og Mikki refur fallast í faðma og syngja lokasönginn um að enginn megi éta neinn í skóginum. * Ur hreiðursfréttum í hákarlabúrið Fleiri senur er sígildar úr sápu sumarsins. Þannig geta menn ekki gleymt Elínu Hirst í gervi hinnar blóðþyrstu fféttastýra sem umsvifalaust lét náðar- höggið falla er aðalfréttahaukur hennar hugðist klifra ofan í há- karlabúrið. Fréttahetjan var komin úr brókunum og búinn að stinga tánni ofan í gmggugt vatnið þegar fréttastýran rak hann í gegn aftan frá (á meðan hún tárvot bað hann um að fara ekki ofan í hákarlatankinn). En þar sem fífldirfskan heill- aði rannsóknafréttamanninn meira en hreiðursfréttir úr Öskjuhlíðinni, var ekki aftur snúið og dramatíkin náði há- marki er fréttahetjan féll í dauðateygjunum aftur fyrir sig með rýting fréttastýrannar í hryggnum og annan öklann kræktan um hákarlabúrið. Þetta atriði þykir minna um margt á hápunkt Laxdœlu, sér- staklega þegar Elín Hirst sagði með þunga í næsta þætti sápu- óperannar að henni hefði alltaf þótt mest til Eggerts koma af fréttamönnum sínum. Sáu margir glöggir menn samlíkinguna úr Laxdælu er Guðrún minntist sinnar mestu ástar: „Þeim var ek verst er ek unni mest“. Jeppaeltingaleikur og hvarf nýja bingóstjórans Önnur atriði era einnig minn- isstæð eins og lögeggjan Sig- mundar Ernis að leggja niður starfsmannafélagið; íjölda- morðin í Sýnar-verinu (sett á svið eins og fréttaskot frá Sarajevo), bílaeltingaleikurinn á jeppa Páls sjónvarpsstjóra sem endaði með útafakstri og gamli meirihlutinn sem orðinn var nýi meirihlutinn náði tang- arhaldi á bílnum en henti sjón- varpsstjóranum í skottið. Ógleymanlegar senur. Ekki má heldur gleyma öll- um atriðunum með lögmönn- um sem minntu einna helst á það besta úr Lagakrókum. Sum atriðin sem tekin vora á Holiday Inn minntu einna helst á íjöldasenur úr Hœstarétti enda allir í málaferlum við alla. Að lokum skulum við taka ofan hattinn fyrir hinum óvæntu leikhæfileikum starfs- manna og eigenda Stöðvar 2. Hvem hefði til að mynda granað að Eggert Skúlason gæti bragðið sér í gervi hins háskalega hluthafa; að Elín Hirst gæti túlkað hina bijóst- góðu fréttastýra; eða þá að nýi meirihlutinn gæti túlkað þol- endur á jafn sannfærandi hátt og þeir gerðu í lokaatriðunum? Förðunin var einnig mjög góð, sérstaklega andvökupok- amir undir augum og áhyggju- hrakkumar á andlitum nýja meirihlutans. Sviðsumgerð var einnig ágæt, sérstaklega leikmyndin úr fréttastofunni - enda mun hún hafa kostað skildinginn. Bæ ðö vei: Hvar er nýi bin- góstjórinn? Að lokum skal hinn nýi leik- ari, Jafet íslandsbankamað- ur, hylltur fyrir bestan leik í aukahlutverki, en hann stal al- veg senunni í lokin þegar hann stökk þrefalt heljarstökk úr fjár- málastjórastól bankans yfir í hákarlabúr sjónvarpsstöðvar- innar. Og án öryggislínu. Stórmynd um þjáningar Jóhönnu Reyndar hafa fleiri sápuóper- ur verið settar á svið í sumar. Þannig era hafnar tökur á nýrri stórmynd í tveimur hlut- um sem Jóhanna Sigurðar- dóttir leikstýrir og leikur aðal- hlutverkið í. Ólína Þorvarðardóttir skrifar handritið. Myndin tekur eina sjö tíma í sýningu og ber vinnuheitið Gangan langa, en endanlegt heiti verður sennilega Minn tími mun koma!. Fyrri hluti myndarinnar segir frá þrautargöngu Jóhönnu um eyðimerkur Alþýðuflokksins þar sem Messías verður stöð- ugt á vegi hennar í eyðimörk- inni og eykur á þjáningar henn- ar. Síðari hlutinn (þrír og hálfur klukkutími) segir frá göngu Jó- hönnu um byggðir Islands þar sem hún gerir tilraun til að kynnast fólkinu eftir áralanga dvöl í fílabeinstumi Félags- málaráðuneytisins en þar inni var hún læst auralaus af ill- menninu Johnny Bald gegn vilja sínum. Skal ekki meira sagt frá söguþræðinum en upphaflega mun hugmyndin að mynd Jó- hönnu vera komin frá mynd- inni Back To The Future. Kunnugir segja að söng- og dansatriðið í lokin sé stórkost- legt en þá ku Jóhanna syngja rokklagið Johnny B. Good með miklum tilþrifum og stígur villtan polka við taktinn. Þjófminjasafnið: Hörkuspennandi heimildarmynd Af öðram sápuóperam sem nú era í bígerð er söguleg fram- haldsmynd sem ber heitið Þjóf- minjasafnið. Þar segir frá ævintýramanni sem áður var heitur maóisti en hefur nú komist til valda og áhrifa í hægrisinnuðum stjóm- málaflokki. Ævintýramaðurinn, sem nefnist Gummi Magg, hefur fengið Minjasafn ríkisins til umráða gegnum pólitísk sam- bönd. Fljótlega kemur í ljós að ekki er allt með felldu í Minjasafn- inu. Hlutir týnast, era falsaðir eða jafnvel fluttir með launung á brott að næturþeli. Er þá farið að kalla safnið Þjófminjasafnið. Gummi Magg upplýsir hvem stórþjófnaðinn á fætur öðrum en sterkasta senan mun vera þegar breskum sérfræðingi sem Gummi hefur komið hingað til lands tekst að upplýsa að stolt safnsins, fomt helgitákn frá heiðnum tíma, sé alls ekki sá mikli safngripur sem menn héldu - heldur nýlegt sjón- varpsloftnet úr áli. Dregur nú rnjög t il tíðinda. Embættismenn fomminja lýsa yfir sakleysi sínu hver um annan þveran í fjölmiðlum landsins og benda einkum á sjónvarpsvirkja norður í landi en loftnetið kom einmitt fram í dagsljósið við uppgröft í rasla- haugi hans. Helsti rithöfundur landsins og sonur fyrrum Minjavarðar hefur villtar ádeilur á embættis- færslur fræðimannanna sem svara hver fyrir sig. Á meðan þessu fer fram hef- ur ævintýramaðurinn hægri- sinnaði látið af embætti Þjóf- minjavarðar og tekið við fréttastjóm æsingablaðsins Dagleg vitfirring. Taka nú undarlegustu fréttir af Þjófminjasafninu að berast á síðum blaðsins og leynist víða fiskur undir steini. Verður ekki sagt meira frá söguþræðinum enda gæti hann enn tekið óvænta stefnu. Þáttaröðin verður tilbúin næsta vor og verður stranglega bönnuð bömum. Fleiri sápur eru í bígerð og munu RÖKSTÓLAR geta þeirra á nœstunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.