Alþýðublaðið - 20.07.1994, Page 7

Alþýðublaðið - 20.07.1994, Page 7
Miðvikudagur 20. júlf 1994 UMRÆÐA ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 PALLBORÐIÐ: Steinar Ágústsson Hvert er eiginlega hlutverk Samtaka um Kvennalista? Lítill árangur í heilan áratug ,3verju hafa samtökum Kvennalista fengið áorkað öll þessi ár sem þau hafa verið í pólitík?Mérog sjálfeagt mörgum öðrum finnst það heldur lítið eftir rúman áratug...Mér hefur alltal' fundist hálfgerður kommaþefur af öllum þessum samtökum, sem konumarí Kvennalista koma úr“ Hlutur kvenna mætti vera stærri í okkar landi. En við hvem er að sakast nema þær sjálfar? í mínum flokki em þrjár sómakonur á Alþingi okkar og fjöldi í sveitastjómum vítt um landið. í tíu manna þingflokki okkar höfðum við einn ráð- herra, konu, en Sjálfstæðis- flokkur með tuttugu og sex þingmenn og höfðu ekki efni á að hafa einn kvenráðherra. Sæmdarkona Það er svo skarð fyrir skildi að sú mikla sæmdarkona og sannur jafnaðarmaður, ffú Jó- hanna Sigurðardóttir, skyldi segja af sér sem félagsmálaráð- herra. Hún hefur með sóma staðið sig og við söknum henn- ar öll. Og ekki stendur á hræ- gömmunum í stjómarandstöð- unni að bjóða henni í selskap- inn. Þeir vilja allt til vinna að fá hana til að yfirgefa flokk sinn, Alþýðuflokkinn. Það verður vonandi aldrei. Við jafnaðar- menn getum ekki án hennar ver- ið og hún ekki án okkar. Er það ekki skondin staða hjá Kvennalistanum að vænlegasti kosturinn til stjómarsamstarfs er að efna til samstarfs við Sjálf- stæðisflokkinn? Hún er skrítin tík, pólitíkin. Þessar elskur vom á móti álveri. Jafnvel þótt það skapaði fjölda manns atvinnu og auknar tekjur í þjóðarbúið. En viti menn! Eftir síðustu al- þingiskosningar vorið 1991 vom konumar að sporðrenna einu og einu álveri ef þær kæm- ust í stjómarsamstarf. Er ekki kominn tími til að athuga hvað er til bóta fyrir láglaunafólk, at- vinnulausa sem em við hungur- mörkin, gamla fólkið og öryrkj- ana? Ekki heyrist stuna eða hósti frá Kvennalista um hækk- un skattleysismarka né yfirleitt nokkuð til breytinga til hins betra í þjóðfélaginu. Ranglæti Ranglætið er orðið til skammar í landinu okkar. A sama tíma og alþýðufólk veitir sér þann munað að fara í bíó og öðm hvom á pöbb eða freistar gæfunnar í lottó, em fjármagns- eigendur á kaft í verðbréfa- braski og krafsa upp margfaldar tekjur verkafólks. Ekkert heyr- ist frá Kvennalista. Ég vona nú bara að stjómar- flokkamir taki sig nú til og fari að leggja láglaunafólki lið við þessar aðstæður. Ekki heyrist neitt frá dauðadæmdri stjómar- andstöðu sem bíður í startholun- um og væntir þess að taka yfir stjómarráðið, - sem verður von- andi ALDREI. Svona úrtölulið sem ekki sér til sólar um hásum- arið á ekkert erindi í stjóm landsins okkar. Kvennalisti og Alþýðubandalag em gamaldags samtök sem skilja ekki sinn vitj- unartíma. Nýir tímar í sambandi við Evrópusam- bandið og GATT sýna samtökin um Kvennalista og Alþýðu- bandalag hvað þau em langt frá þróuninni í breyttum heimi, nýj- um áherslum sem enginn fær vikist undan. Framsókn er nú eins og oft áður óheil í þessum málum en er þó að bæta ráð sitt. Nýir tímar em að renna yfir hinn stóra heim. Við íslending- ar höfum ekki efni á að horfa á aðra framkvæma hlutina, án þess að hreyfa legg né lið. Við emm einfaldlega ekki einir í veröldinni. Nei, undir farsælli stjóm landsins, komumst við með tímanum út úr okkar erfiðu stöðu í dag. í öllum samdrættinum er ástandið ekki eins svart og víða erlendis. Með samstöðu, kjarki og þori munum við með tíð og tíma vinna okkur út úr erfiðri stöðu dagsins í dag. Við höfum aldrei gefist upp, íslendingar, og förum varla að gera það nú. Við emm ekki svo illa stödd að við eigum hvergi heima. Skrum og kjaftæði Það er nefnilega málið að vera þakklát fyrir það sem við eigum og gefast ekki upp. Það er aðeins til einn jafnaðar- mannaflokkur á Islandi. Skmm og kjaftæði breytir þar engu um. Saga Alþýðuflokksins er saga alþýðunnar í landinu, sem brotist hefur frá örbirgð til álna, torfbæjalífi sveitanna til bjartari framtíðar. Ég mótmæli því að Alþýðu- flokkurinn sé að rústa velferðar- kerfi þjóðarinnar. Hvaða flokk- ur hefur unnið eins mikið að því að breyta landbúnaðarófreskj- unni? Að fólk geti keypt sitt ís- lenska lambakjöt án miðstýr- ingar að ofan. Um þessi réttlætismál heyrist ekki neitt frá stjómarandstöð- unni. Einfaldlega vegna þess að þetta fólk svartnættisins þorir ekki að taka réttláta afstöðu til þessa mikla hagsmunamáls heimilanna á ári Qölskyldunnar. Góð félagsleg pólitík stjómar- andstöðunnar segir alls staðar til sín. Ömurleg pólitík Þessir flokkar og samtök reka ömurlega pólitík, enda munu fá- ir kjósa þetta ógæfulið yfir sig. Orð em til alls fyrst. Þegar kem- ur að kosningum ræður atkvæði öllu um úrslit. Það verða Kvennalistakonur að skilja. Það fær enginn meiri stuðning ffá kjósendum en kemur í ljós að talningu lokinni. Ef ekki nást þau áhrif sem til þarf til áhrifa, hvort sem er á þingi eða í sveit- arstjómum, verða menn að setj- ast niður og ræða málin réttlát- lega, án hroka eða heimtufrekju. Þetta verða blessaðar kvennalis- takonumar að fara að skilja. Svona er þetta í lýðræðisríki og ekkert annað kemur til greina og það skilur hvert mannsbam. I dag þurfum við Islendingar á allt öðm en sundmngu að halda. Allir skilja vandann og hann leggst ekki af að sjálfu sér. Afl framtíðar Alþýðuflokkurinn er afl framtíðarinnar og allir sem vilja vera með í eðlilegri þróun mála og vinnu að bættu mannlífi á Is- landi styðja Alþýðuflokkinn. Við eigum öll samleið með Al- þýðuflokknum. Hann skilurkall nýrra tíma. Höfundur er verkamaður i Vestmannaeyjum. Hveiju hafa Samtök um Kvennalista fengið áorkað öll þessi ár sem þau hafa verið í pólitík? Mér og sjálfsagt mörgum öðmm finnst það heldur lítið eftir rúman ára- tug. Þær verða bara, þessar elsk- ur, að skilja það að við búum við lýðræði og þar gildir vægi atkvæða í öllum kosningum. Einræði og miðstýring er ekki til í okkar þjóðfélagi. Kommaþefur Margar af þessum heiðurs- konum í forystu innan Kvenna- listans em vel menntaðar og starfa í kerfinu og er allt gott um það að segja. Þær hafa margar verið í friðarsamtökum ís- lenskra kvenna, í samtökum hernámsandstæðinga, Fylking- unni, Sósíalistaflokknum og Al- þýðubandalaginu og em svo sem ekkert verri fyrir það. Auð- vitað er öllum fijáls að finna sér vettvang og kalla sér völl í þeim félagsskap sem það kýs sér. En ekki finnst mér þessi félags- skapur gefandi né þroskandi. Það er auðvitað enginn Islend- ingur sem vill hafa herstöð í landi sínu að þarflausu. En ástandið var nú ekki friðvænlegt fyrst eftir heimsstyijöldina eins og allir vita, sem komnir em á miðjan aldur. Mér hefur alltaf fundist hálf- gerður kommaþefur af öllum þessum samtökum, sem kon- umar í Kvennalista koma úr. Sem betur fer er kommúnism- inn nú liðinn undir lok. Ofbeldi, miðstýring og kúgun heyrir að mestu fortíðinni til. Blóði drifin jörð og kramin hjörtu fortíðar- innar í alræðisríkjum kommún- ismans heyra vonandi brátt sög- unni til. Að hugsa sér allt sem þetta blessaða fólk hefur mátt þola gegnum árin. Nátttröllin Hvert hefur hlutverk Kvenna- listans verið í velferðarmálum í þjóðfélagi okkar. Ekki finnst mér það hafa verið stórt. Ekki fer mikið fyrir láglaunakonum í samtökum um Kvennalista. Hvemig skyldu nú laun kvenna vera í þessu þjóðfélagi? Þau eru víða til skammar hjá ræstinga- konum og í verslunum og sjoppum. Hvað þá í verksmiðj- um og fiskverkun. Launamis- réttið er orðið allt of mikið. Oréttlætið og svínaríið lætur Kvennalistinn óátalið að mestu. En Alþýðuflokkurinn hefur alla tíð í sögu sinni unnið fyrir þessa hópa, alla þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Enginn vefengir það nema nátttröll stjómarandstöðunnar. Allir gömlu flokkamir hafa unnið vel hver á sínu sviði þó með mis- jöfnum árangri, því miður. Það þurfti engan Kvennalista til að koma á fullkomnasta heilbrigð- iskerfi í veröldinni eins og er hér í dag.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.