Alþýðublaðið - 26.07.1994, Side 1

Alþýðublaðið - 26.07.1994, Side 1
Átak RÍKKSKATTSTJÓRA og skattstofanna skilar hundruðum milljóna króna í ríklskassann: 529 milijónum króna bætt á fyrirtækin - 200 fyrírtæki kæra nvjar álögur til yfirskattanefiidar, en 400 láta úrskurðinn standa Sérstakt átak embættis Rík- isskattstjóra og skattstofa landsins sem hófst í árs- lok 1992 sem beindist að virð- isaukaskatti og tekjuskatti fyrir- tækja samtímis og ennfremur að kostnaði einstaklinga á móti ökutækjastyrk, leiddu til heild- arskattahækkana upp á 529 milljónir króna, þar af 440 milljóna vegna fyrirtækjanna. Garðar Valdimarsson, rík- isskattstjóri, segir í formálsorð- um með ársskýrslu embættis Ríkisskattstjóra að embættið og skattstofumar hefðu áður náð góðum árangri með sameigin- legu átaki. Haustið 1991 hófu þessir aðilar sérstakt samræmt átak í virðisaukaskatti, aðal- tekjuöflunartæki rikissjóðs, vegna gjalda ársins 1990. Því átaki lauk í ársbyrjun 1992 og varð til þess að hækka virðis- aukaskatt um 384 milljónir kióna. Samsvarandi aðgerðir vegnaársins 1991 hækkuðu skattinn um 303 milljónir króna. Hér er um að ræða hækkanir samkvæmt úrskurði skattstjór- anna. Gjaldandinn á þá leið eina að kæra úrskurð skattstjór- ans til yfirskattanefndar. Garðar segir að um 200 fyrirtæki hafi kært álagninguna til nefndar- innar. 1 átakinu nú voru hins vegar 1.500 fyrirtæki skoðuð og sættu 600 þeirra hækkunum opin- berra gjalda í framhaldi af skoðuninni. „Þetta eftirlitsátak hefur sætt gagnrýni frá ýmsum aðilum í atvinnulífinu og frá félagi lög- giltra endurskoðenda. Það þarf ekki að korna á óvart því ýmsir byrjunarörðugleikar komu upp við framkvæmdina og það ligg- ur því miður í hlutarins eðli að alltaf verða deilur milli skattyf- irvalda og gjaldenda um túlkun skattalaga“, segir Garðar Valdi- marsson. „Það sem kemur hins vegar verulega á óvart er hversu framtalsskilum var víða ábótavant og hve hækkanir reyndust miklar“ .Hann segir endanlega útkomu átaksins ekki verða metna fyrr en yfir- skattanefnd hefur fjallað um þau mál sem af átakinu leiddi og til hennar hefur verið vísað. Hann segir að við nýja eftirlits- áætlun vegna 1993 sem hófst í árslok hafi verið höfð hliðsjón af gagnrýninni, bæði varðandi val á fyrirtækjum til skoðunai' og áhersluatriði um skoðunar- aðferðir. Markmiðið með sér- stakri eftirlitsáætlun vegna rekstrarframtala fyrirtækja sé að tryggja það að ákveðið úrtak framtala aðila í rekstri fái sér- staka, samræmda skoðun á landinu öllu á sama tíma. Venlmæti útfluttra sjávarafurða fyrstu 5 mánaða ársins: vegna frystrar loðnu niiðað vB sama tíma í fyrra Venjulega kemur það ekki að sök þótt ein- staka afurðum sé sleppt við útreikning á áætluðu verð- lagi sjávarafurða. í ár bregður hins vegar svo við að magn og verð eins flokks afurða sem er ekki með í útreikningi á vísitöl- unni hefur breyst mikið. Hér er um að ræða frysta loðnu og loðnuhrogn en verð þessara af- urða hækkaði um 70 til 90% og magnið nær fimmfaldaðist. Verðmæti afurðanna nam 4,3 milljörðum króna, samanborið við 547 milljónir á árinu 1993. Þetta kemur fram í nýjum Hagvísum Þjóðhagsstofnunar. Þessi verðmætaaukning er helsta ástæða þess að verðmæti útfluttra sjávarafurða var 14,5% meira á fyrstu fimm mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir nær sama afla og framleiðslumagn. Fyrstu fimm mánuði þessa árs voru fluttar út sjávarafurðir fyr- ir 35,2 milljarða króna en á sama tíma í fyrra fyrir 30,7 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum sem Alþýðublað- ið fékk hjá Þjóðhagsstofnun. Hallarekstur og skuldasöfnun hafa einkennt búskap hins op- inbera undanfarin ár, segja Hagvísar. A þessu ári er talið að tekju- hallinn verði á bilinu 14 til 15 milljarðar króna eða sem svarar til um 4% af landsframleiðslu, sem er svipað og meðaltal OECD-ríkjanna. Slíkum hallarekstri fylgir mikil skuldasöfnun. í ár er talið að heildarskuldir hins opinbera verði um 57% af landsfram- leiðslu, en samsvarandi hlutfall OECD-ríkjanna er rúmlega 70% að meðaltali. Þrálátur hallarekstur hins opinbera og miklar skuldir eru því eitt helsta áhyggjuefni á sviði efna- hagsmála í mörgum þessara ríkja. Lánaflokkun bankakerfisins sýnir mikinn vöxt í lán- veitingum til ríkissjóðs og ríkisstofnana. Frá maílokum í fyrra til jafnlengdar í ár er aukningin 77% og 8,5% frá áramótum. Miklar sveiflur eru þó í lánafyrirgreiðslu banka- kerfisins við ríkissjóð. Lánsfjáreftirspum fyrir- tækja hefur minnkað til muna á undanfömum árum og gætir sömu þróunar á þessu ári. Skuldir heimilanna við bankakerfið hafa aukist á síðustu 12 mánuðum um tæp 9% sem er 6,5% umfram hækkun lánskjaravísitölu og frá áramótum um 3,5% umfram hækkun vísitölunnar. Þetta er nokkuð meiri aukning en á sama tíma í fyrra. 0 jjfe ■ - *■ | ::'ll '/ ' '; '* \ m ..... ,. ■ •• - •' ' ' • • - ' ■ ■ •-•• ■ ■'-<"•••"-: ..■■•.... Á; LSEYJARFÉLAGIÐ, félagsskapur lunda- veiðimanna, vígði síðastliðna Iaugardagsnótt ýtt hús félagsins í Álsey, sem er ein af Suður- eyjum Yestmannaeyja. ÁRNIJOHNSEN, raularinn góðkunni, samdi af þessu tilefni nýtt lag fyrir félagið og tók í það þriggja tíma Álseyjardvöl, þá var lagið tilbúið til flutnings. Gamla húsið í Álsey fór í aurskriðu í fyrra og var hvergi til sparað að gera nýja húsið sem glæsilegast úr garði. Þar er meðal annars að finna gufubað. EINAR ÓLASON, ljósmyndari Alþýðublaðsins, greip nokkra Álseyinga glóðvolga þar sem þeir voru á leið til gleðskaparins. Þess má geta að SIGURGEIR JÓNASSON, ljósmyndari Morgunblaðsins í Eyjum, er höfuðpaur Álseyinga og elsti meðlimur félagsins (rétt rúmlega þrítugur að eigin sögn). Góðir saman Umboðsmenn um land allt: Á.G. Guðmundsson sf„ Húsavik • Ásbyrgi hf„ Akureyri • Ásgeir Bjömsson, Siglufirði • Guðrún sf„ Vopnafirði • Hafsteinn Vilhjálmsson, isafirði • Reynir sf„ Blönduósi • Sigbjöm Brynjólfsson, Egilsstöðum • Svanberg hf„ Vest- mannaeyjum • Umboðssala Rósu Bachmann, Patreksfirði •

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.