Alþýðublaðið - 29.07.1994, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 29.07.1994, Qupperneq 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ SAMSKIPTI Föstudagur 29. júlí 1994 TILKYNNING TIL SJÓFARENDA --- VEGNA LAGNAR SÆSTRENGSINS CANTAT 3 CANTAT 3 sæsíminn liggur 80 km í suður frá Vestmannaeyjum að aðalstrengnum sem kemur frá Kanada og liggur með suðurströnd íslands til Færeyja og áfram til Bretlands, Danmerkur og Þýskalands. CANTAT 3 verður aðaltenging íslands við umheiminn og er því mjög mikilvægt að hann verði ekki fyrir skemmdum. Á strengnum eru magnarar með 80 km millibili og eru þeir spennufæddir með allt að 9000 volta jafnspennu. -mr--------— GSfciANiaS, W& 1' átt til Kanada Datum: WGS 84 Frá Vestmannaeyjum Datum: WGS 84 N 62°34,0 62°23,4 62°00,0 6Í°30,0 60°27,6 V 20°39,0 21 »00,0 21°45,0 22°40,0 24°30,0 í átt til Færeyja Datum: WGS 84 N 62-50,0 63°05,0 63°07,0 63°11,0 63°13,0 63o15,0 63°15,0 63°13,7 V 19-30,0 15-25,0 14-40,0 12°26,0 11-31,0 09°22,0 08-55,0 06-50,0 BU1 N 63-24,3 63-24,3 63-24,5 63°24,5 63°24,3 63-22,0 63°21,0 63-17,0 63-16,0 63-12,0 63-11,0 63-07,0 63-03,2 63°02,0 63-01,0 63°00,0 62“59,0 62-57,0 62-46,0 V 20-16,7 20° 20°18,1 20°17,6 20°17,4 20°17,3 20°17,1 20°17,0 20-17,0 20-15,0 ATH! Þau hnit sem hér eru gefin upp verða endurskoðuð og leiðrétt ef þurfa þykir, eftir að lagningu strengsins er lokið, og strengleiðin færð á sjókort. VARÚÐ 9000V DC Óheimilt er að veiða með veiðarfærum sem fest eru í botni eða dregin eftir honum, svo sem netum, botnvörpum eða skelplógum, á svæðum þar sem sæstrengir liggja og eins er óheimilt að leggja skipum við akkeri eða önnur legufæri 200 m frá strenglegu til beggja átta (400 m öryggissvæði). Ef veiðarfæri eða legufæri festast í sæstreng, skal strax tilkynnt um það til næstu símstöðvar. Festið bauju eða belg við legufærið eða veiðarfærið. Gefið upp staðsetningu (hnit). Aðstoð verður veitt við að ná viðkomandi hlutum af strengnum, svo að sem minnstur skaði verði. Eins ef skip í nauð þarf að leggjast við akkeri á bannsvæði, þar sem sæstrengur liggur eða skip rekur á sæstreng, ber að draga akkerisfestina varlega inn og ef vart verður við að akkerið hafi fest á sæstreng, t.d. þannig að drátturinn verði stöðugt þyngri, eða að menn finna að akkerið rennur til, ber að slaka festinni varlega út aftur, setja við hana bauju eða belg og tilkynna til Pósts og síma. Aldrei má reyna að losa skip eða veiðarfæri við sæstreng með því að höggva eða saga strenginn sundur. Getur það valdið manntjóni, vegna raflosts, eða að minnsta kosti alvarlegum brunasárum, þar sem þessi sæstrengur er spennuhafandi. Með tilvísun til laga um fjarskipti frá 28. maí 1984 og alþjóða- samning frá 14. mars 1884, um vernd sæstrengja skal bent á að skemmi einhver viljandi, eða með gálausu atferli sæstrengi, skal sá sem veldur slíku tjóni, greiða allan kostnað sem það hefur í för með sér. 4 Áríðandi er að tilkynna ef grunur er um að fest hafi verið í sæ- streng, en síðan losnað aftur. Gefa skal upp staðsetningu (hnit). !i> Á það skal bent að ef skip hefur orðið að sieppa akkeri eða lagt veiðarfæri í sölurnar til að komast hjá að skemma sæstrengi, enda hafi skipið sjálft ekki stofnað til hættunnar með gálausu atferli, á það kröfu til skaðabóta frá eigendum strengjanna. V

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.