Alþýðublaðið - 05.08.1994, Page 2

Alþýðublaðið - 05.08.1994, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Föstudagur 5. ágúst 1994 MÞYÐUBUÐH) HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Sími: 625566 - Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Hvað velti haustkosninga- boltanum af stað? Umræður um haustkosningar hafa ekki farið fram hjá nokkrum manni síðastliðnar vikur. Erfítt er hinsvegar að átta sig á því, hvað það er sem velt hefur boltanum af stað með þeim þunga að allflestir telja víst að forsætisráðherra muni tilkynna þingrof eftir helgi og boða til kosninga í byijun október. Er það er ef til vill Eggert Haukdal, sem lengi hefur talið nauðsyn bera til að slíta samstarfi við Alþýðuflokkinn? Earf Sjálfstæðisflokkurinn kannski að losna við ýmsa „óþekktargemlinga“ úr þingliðinu, sem með einum eða öðr- um hætti hafa oftsinnis lagst á sveif með stjómarandstöðunni á undanfömum þingum? Er það Björn Bjarnason, einn nánasti samstarfsmaður Davíðs Oddssonar, sem leynt og ljóst hefur stefnt að því að verða utanríkisráðherra? Ef svo er þá hlýtur Sjálfstœðisflokkurinn að vera búinn að gera samkomulag við allaballa um stjómarsamstarf að kosn- ingum loknum, því allaballar fá aldrei embætti utanríkisráð- herra. í samstarfi við framsókn fengi Sjálfstæðisflokkurinn varla bæði embætti forsætis- og utanríkisráðherra. I slíku samstarfi gæti Bjöm ef til vill orðið landbúnaðar- og félags- málaráðherra. Er það afstaðan til Evrópusambandsins? Varla getur það verið, þar sem forysta Sjálfstæðisflokksins hefur lýst því yfir að málið sé ekki á dagskrá fyrr en við lok aldarinnar. Er það langtímaveðurspá, sem gefur til kynna mikil óveður í mars og apríl? Er það gerð fjárlaga? Treystir Sjálfstæðisflokkurinn sér ekki til þess að takast á við þau vandamál sem uppi em; vanda- mál sem í sjálfu sér em ekkert meiri en endranær og hverfa ekki með kosningum úlAlþingis? Er ástæðan sú að kjarasamningar em lausir um áramót? Telja menn eitthvað auðveldara að ganga til kjarasamninga að loknum kosningum? Efalaust munu ýmis loforð hafa ver- ið gefin í kosningabaráttunni; loforð sem erfitt kann að reyn- ast, að standa við án þess að missa tök á ríkisfjármálunum. Islenskir launþegar þurfa á öllu öðm að halda en að verð- bólga fari úr böndunum með þeim skelfilegu afleiðingum sem íslensk þjóð þekkir og hefur fengið meira en nóg af. A sínum tíma gagnrýndi þáverandi borgarstjóri, Davíð Oddsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem þá var Þor- steinn Pálsson, fyrir að hafa ekki tekist að halda saman þriggja flokka stjóminni - sem mynduð var árið 1987 - út kjörtímabilið. Meðal annars vegna þeirrar gagnrýni komst Davíð til formennsku í Sjálfstæðisflokknum og síðar í stól forsætisráðherra. Það verður vart mikil upphefð sem Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur, með því að gefast upp við þau verk sem menn hafa verið kjömir til að vinna. Það er skrýtið ef kjósendur velja flokk til að takast á við þau verk sem hann heyktist á tveimur mánuðum fyrr. Isíðustu viku var því haldið fram að vel gæti farið svo að þeir veiðimenn sem ættu leyfi sín í ágúst og september á Norðurlandinu gætu orðið fyr- ir miklum vonbrigðum með veiðina. Eins árs laxinn hefur lítið látið sjá sig þar, enn sem komið er og bíða menn nú milli vonar og ótta eftir stórstreym- inu næstu daga. Gamla kempan, Laxá í Aðal- dal mmskaði við þessi áfrýjun- arorð af væmm blundi og að morgni 1. ágúst var veiðigyðjan svo sannarlega stödd við hlið eins veiðimannsins þar. ítalskur veiddi 26 pundara í Presthyl í Neslandi Að morgni 1. ágúst veiddi ítalskur veiðimaður 26 punda hæng í Presthyl í Neslandi í Laxá í Aðaldal. Er þar kominn stærsti lax sumarsins, því fram að þeim tíma höfðu veiðst tveir 25 pundarar, annar í Þverá í Borgarfirði og hinn í Laxá, að- eins fjórum dögum áður en 26 punda fiskurinn var dreginn á landi. Svæðið fyrir landi Ness í Að- aldal er án vafa eitt mesta stór- fiskasvæði landsins. Sá Islend- ingur sem trúlega hefur dregið flesta laxa sem vegið hafa 30 pund eða þar yfir er Heimir Sigurðsson frá Garði íAðal- dal, jafnframt kenndur við bæ- inn Tjörn. Heimir, sem lést árið 1976 taldi sig hafa veitt 20 laxa á stærðarbilinu 28 til 35 pund. Talsverðan hluta þeirra dró hann einmitt fyrir landi Ness og sagði svo sjálftir frá að mestu stórlaxastaðir Laxár í Aðaldal væm Símastrengur og Tjarn- arhólmi sem báðir er í Nes- landi. Öðrum 25 pundara úr Þverá landað af syni aflaklóar Fyrir nokkmm ámm lögðust fræðimenn í að hrekja þá alda- gömlu kenningu að menn væru misjafnlega „fisknir“, það er að einhveijir meðfæddir eiginleik- ar gerðu sumum auðveldara að veiða en öðmm. Þessum rannsóknum var beint að íslenskum skipstjómm og niðurstaðan var sú að „réttu græjurnar" ásamt þokkalegri skynsemi væm lykilorðin í ár- angri við fiskveiðar. I sjálfur sér skal ekki gert lít- ið úr þeirri niðurstöðu, nema hvað það hlýtur óneitanlega að vera gleðiefni fyrir andmælend- ur þessarar skriffinnskukenn- ingar það sem gerðist að morgni 28. júlí síðastliðinn við Höfðahyl í Laxá í Aðaldal. Þar gerði Vilhelm Þorsteinsson, 23 ára skíðamaður og sonur aflaklóarinnar Þorsteins Vil- helmssonar frá Akureyri, sér lítið fyrir og jafnaði þáverandi „sumarmet“ úr Þverá í Borgar- firði með því að landa 25 punda kollegnum hæng, sem þýðir að nokkur pund vom mnnin frá því fiskurinn kom í ána. Vil- helm veiddi fiskinn á 20 gramma svartan Toby í Höfða- hyl. Og nú geta fræðimennimir farið að velta þessu fyrir sér: Allt frá opnun veiðiánna hafa þúsundir stangaveiðimanna kastað hundmðum þúsunda kasta á þúsundum veiðistaða - þegar lítt reyndur veiðimaður, sem svo sannarlega rekur ættir sínar til veiðiklóa, slæðir upp bolta sem er jafn þeim stærsta sem dregist hafi á landi fram að þeim tíma. Að auki er allur fjöldinn af stangaveiðimönnum sem ganga í gegn um langa og giftudijúga veiðimannsævi - án þess nokk- urn tíma að veiða svo stóran fisk! Höfðahylur og „Knútsstaðabeljurnar“ alræmdu En það var vel við hæfi að Vilhelm veiddi fiskinn I Höfða- hyl, því staðurinn sá hefur áður komið við sögu stórlaxaveiða með eftirminnilegum hætti. Þann lO.júlí 1942veiddi Jakob V. Hafstein 36,5 punda hæng á flugu og er það stæsti lax sem veiðst hefur á stöng úr Laxá í Aðaldal og jafnframt stærsti lax sem veiðst hefur á flugu hérlendis. Höfðahylur liggur fyrir landi Knútsstaða í Aðaldal og úr þeim hyl eru margir af stærstu stangaveiddu löxum landsins skráðir. í „den“ var reyndar fleira sem stal senunni við Höfðahylinn en stóru laxamir í honum. Þar voru einnig hinar svo- kölluðu „Knútsstaðabeljur“ á sveimi og er þá ekki átt við hin- ar myndarlegu hrygnur hylsins, heldur gengi af hálfgerðum „hryðjuverkabeljum“ af spen- dýraætt. Gengi þetta lá yfir því að hrella veiðimennina þegar þeir voru búnir að koma sér fyrir á báti við stjóra fyrir ofan hylinn, eða stóðu á djúpu vatni fastir við stórlax á hinum enda spott- ans. Áttu þær þá það til að nota nestistöskur veiðimanna fyrir flór og háma í sig gómsætar veiðigræjur ásamt löxum sem lágu á bakkanum. Mun taugakerfi allmargra veiðimanna hafa beðið nokkuð tjón af viðureignum við flokk þennan, sem hefur reyndar ekki heyrst af nú í nokkur ár. Þeir stóru farnir að gefa sig grimmt í Aðaldalnum Þar sem við höfum eingöngu dvalið í Aðaldalnum er engin ástæða til að víkja þaðan. Nú í kringum mánaðamótin veiddust auk þessara tveggja stórlaxa sem hér hefur verið frá greint, að minnsta kosti fimm 20 punda fiskar, flestir á flugu. Hafa þær systur og dætur Þórðar Péturssonar á Húsa- vík, Dimmblá og Iuixá blá, verið gjöfular - sem svo oft áð- ur. Áin hefur nú gefið um 700 laxa. Óvanalega hátt hlutfall af veiðinni þetta árið er ofan Æð- arfossasvæðisins, en það vill frekar henda þegar tveggja ára

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.