Alþýðublaðið - 05.08.1994, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 05.08.1994, Qupperneq 3
Föstudagur 5. ágúst 1994 TIÐINDI ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Breytingar í vændum á löggjöf um innflutning og sölu áfengis. Gert er ráð fyrir að í haust verði lögð fram á ALÞINGI frumvörp þar sem einkaréttur ATVR til innflutnings á áfengi verði afnuminn: ÁTVR missir einkarétt á innflutningi áfengis - Ekki er fyrirhugað að taka upp vmsölu í matvörubúðum Þráttfyrir að ATVR komi til með að missa einkrétt á innflutningi áfengis mun rík- ið áfram annast smásölu til neytenda og vínveitingastaða. Alþýðublaðsmynd Ríkisstjómin hefur sam- þykkt tillögur Friðriks Sophussonar fjármála- ráðherra um breytingar á lög- gjöf sem snerta innflutning og sölu á áfengi. Gert er ráð fyrir að í haust verði lögð fram áAl- þingi frumvörp þar sem einka- rétturÁTVR til innfiutnings á áfengi verði afnuminn. Innflytj- endum og framleiðendum verði heimilað að dreifa vöru sinni til þeirra sem hafa heimild til að endurselja áfengi, það er ÁTVR og veitingastaða sem hafa vínveitingaleyfi. Tillögur fj árm ál aráðh erra em liður í margvíslegum breyting- um á áfengis- og tóbakssölu hér á landi, sem unnið hefur verið að á undanfömum ámm. Hafa þær miðað að því setja skýrar reglur um vömval og innkaup, bæta þjónustu við neytendur og draga úr tilkostn- aði, meðal annars með útboði á rekstri útibúa. í samræmi við tillögur ijár- málaráðherra til ríkisstjómar- innar er nú hafin undirbúningur að ýmsum lagabreytingum. Auk afnáms einkaréttar ÁTVR til innflutnings á áfengi er stefnt að því að leggja vöm- gjald á áfengi. í stað þess að ríkið fái nú tekjur sínar af áfengissölu sem hagnað af áfengissölu komi gjald sem innheimt yrði í tolli af innflutn- ingi og við framleiðslu innan- lands. Fjármálaráðuneytið hefur ennfremur ákveðið að staðfesta með formlegum hætti reglur ÁTVR um val á vömm til sölu í verslunum sínum í þeim til- gangi að tryggja framkvæmd þeirra og að um hana gildi ákvæði stjómsýslulaga. Þær breytingar sem hér hafa verið nefndar snerta ekki smá- söluverslun með áfengi og hafa því ekki áhrif á þá stefnu í áfengismálum, sem framfylgt hefur verið hér á landi. Einkasalan og EES Fjármálaráðuneytið og eftir- litsstofnun EFTA (ESA) hafa á undanfömum mánuðum haft til athugunar ýmis málefni sem varða framkvæmd á EES- samningnum, þar á meðal fyrir- komulag áfengiseinkasölu á Is- landi. Fjármálaráðuneytið fer með forsvar gagnvart ESA í því máli. Hefur það gert stofn- uninni grein fyrir skipulagi og starfsemi ÁTVR og því að áfengiseinkasala hér á landi byggist á heilbrigðissjónarmið- um og félagslegum viðhorfum. Við gerð EES-samningsins gáfu EFTA-ríkin á Norðurlönd- um yfirlýsingu þess efnis. Var stofnuninni meðal annars gerð grein fyrir þeim ráðstöfunum sem þegar hafa verið gerðar í þeim tilgangi að starfsemi ÁTVR uppfylli þau ákvæði EES- samningsins að ríkisborg- umm frá aðildarríkjunum sé ekki mismunað. ESA skrifaði bréf í bréfi frá ESA, sem fjár- málaráðuneytinu barst fyrir nokkm og dagsett er 20. júlí 1994 er greint frá því að eins og stendur sé það skoðun ESA að tiltekin atriði í löggjöf um sölu á áfengi séu þess eðlis að þau kunni að brjóta í bága við ákvæði EES-samningsins. Er þar um að ræða einkarétt ÁTVR til innflutnings og heild- sölu á áfengi. íslenskum stjómvöldum er í bréfí þessu gefmn tveggja mán- aða frestur til að gera grein fyr- ir afstöðu sinni til þessara sjón- armiða. Að fengnu svari ís- lenskra stjómvalda eða eftir að fresturinn er útrunninn mun stofnunin taka málið til frekari athugunar. Telji hún þá enn að á skorti að ákvæði samningsins séu uppfyllt mun hún gefa út rök- stutt álit um málið. Þar mun koma fram hvaða breytingar em nauðsynlegar að mati stofn- unarinnar til þess að uppfylla samningsákvæðin. Fari íslensk stjómvöld ekki að þeim tilmæl- um, sem fram kunna að koma í hinu rökstudda áliti getur ESA farið með málið fyrir EFTA- dómstólinn, sem sker endan- lega úr um ágreiningsmálin. Ekki mismunun Islensk stjómvöld hafa greint ESA frá því að þau telji núver- andi fyrirkomulag áfengissölu ekki fela í sér mismunun milli seljenda eða framleiðenda á áfengum drykkjum og sé það því ekki í ósamræmi við EES- samninginn. Var í því sambandi sérstak- lega gerð grein fyrir þeim regl- um um vömval og innkaup, sem nýlega vom settar í þeim tilgangi að bæta þjónustu við neytendur og að auka mögu- leika á samkeppni. Jafnframt var stofnuninni tjáð að óháð þessari afstöðu væri af hálfu ijármálaráðherra stefnt að frek- ari breytingum á skipulagi áfengissölu og boðaðar aðgerð- ir í þeim tilgangi að auka frelsi í viðskiptum með áfengi innan þess ramma sem hin viðtekna stefna í áfengissölumálum set- ur. Fjármálaráðherra hefur skip- að þriggja manna nefnd til að undirbúa lagafrumvörp og aðr- ar þær breytingar sem að fram- an greinir. Árni Tryggvason HARÐUR Menn tóku stórt upp í sig í líílegum umræðum á síðasta að- alfundi Landssambands smábútaeigenda sem greint er frá í nýútkomnu fréttabréfi. Árni Tryggvason, leikarinn góð- kunni og alræmdur trillukarl í Hrisey, sagði meðal annars um vilja ráðamanna til að útrýma smábátum, sem hann sagði að biði ekki annað en að verða brenndir á báli: ,Ábyrgðar- menn ástandsins ættu að sitja á bak við lás og slá“. Hann sagði togara vera búna að eyðileggja fiskimiðin og vildu fara inn að þrem mflum. Gott væri að vita hvar smábátamenn hefðu Kristján Ragnarsson. Hitt hefðu menn ekki vitað, það væri hvar þeir hefðu þjóðina. Nú gætu menn geit eitt skynsamlegt, - það væri að standa s’aman og hætta að bíta hvem annan í hælana. Á meðfylgjandi mynd er Ámi með skrásetjara sínum, höfðingjanum Ingólfi Margeirssyni... Sumartónleikar í SKÁLHOLTI Um helgina lýkur 20. starfsári Sumartónleika íSkálholti. Flytjendur verða Hljómeyki og Guðrún Óskarsdóttir. sem- balleíkari. Tónleikamir verða klukkan 15 á laugardag. en þá syngur Hljómeyki fjölradda kirkjuverk frá Bretlandi undir stjóm Bernharðs Wilkinsson Klukkan 17 leikur Guðrún, hennar fyrstu einleikstónleikar, sembaltónlist frá 17. öld. Tónleikar hennar verða endurtluttir klukkan 15 á sunnudag, og Hljómeyki mun syngja trúarleg verk við messu sem hefst klukkan 17. Á laugardag klukkan 13.30 mun Þorsteinn Gylfason flytja erindi, sem hann nefnir: Er tönlist mál?. .. Erlend skip selja LOÐNU Alls bámst loðnuverksmiðjunum hér á landi 149.123 tonn af loðnutirú í júlí. Þetta er rúmlega 11 þúsund tonnum meiraen landað var í sama mánuði í fyrra. Afli íslensku skipanna í júlí er ekki nema 1.100 tonnum meiri en í júlí í fyrra. Það sern gerir gæfuntuninn er að erlend skip, aðallega norsk, lönduðu rúmlega 14 þúsund tonnum í íslenskum höfnutn í síðasta mánuði. í fyrra lönduðu erlend skip 3.794 tonnum. Sumarvertíðin í ár og í fyrra hefur gengið framar björtustu vonum. Fyrir tveim árum lönduðu íslensk skip aðeins 3.456 tonnum af loðnunni... ARNAR með fyrirlestur Arnar Gestsson, sérfræðingur, Kefisverkfræðistofu Verk- ftæðistofnunar Háskóla íslands, heldur opinn fyrirlestur t dag klukkan 15 í stofu 158 í húsi Verkfræðideildar og Raun- vísindadeildar, VRII við Hjarðarhaga 2-6. Fyrirlesturinn er hluti af meistaraprófi Amars. Fjallar hann unt „Uppbygg- ingu ijölbreytukerfa - afgagnverkandi stýringu fyrir FeSi- ofn“, greinilega ekki beinlínis við ahnenningshæfi, heldur sérfróða... Ausgewáhlte WANDERROUTEN Umfang ferðamannaþjónustunnar l'er vaxandi. Greinilegt er að allt of lítið hefur verið gefið út af leiðbeiningabókum á hinum ýmsu þjóðtungum. Almenna bókafélagiö hefur nú bætt úr og gefur út handbók á ensku og þýsku þar sem lýst er áhugaverðum gönguletðum í nágrenni höfuðborgarinnar. Höfundur er Einar Gudjohnsen. ferðagaipurinn kunni. Handbókin heitir Selected Hikes ttear Reykjavtk á ensku, en á þýsku Ausgewahlte Wanderrouten in der Umgebung von Reykjavtk. Gott framtak hjá AB... SVEINN heitir ekki PÉTUR! Hér á blaðsíðu 3 var í gær smá pistill um leiksýningu Bandamanna á Fornsagnaþinginu á Akureyri unt þessa helgi. Þau leiðu mistök vom gerð í myndatexta með pistlin- um að Sveinn Einarsson var nefndur Pétur. Og ekki einu sinni heldur þrisvar! Sveinn er beðinn þrefaldrar afsökunar á Ídúðrinu. (Því tná svo bæta við í ofanálag, að sýningunni - sem átti vitaskuld að vera í Sjallanum - hefur verið aflýst vegna veikinda.J Og hana nú...

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.