Alþýðublaðið - 05.08.1994, Side 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5
Föstudagur 5. ágúst 1994
HAUSTKOSNINGAR
Líklegt er að BJÖRN SIGURBJÖRNSSON á Sauðárkróki gefi kost á sér
í fyrsta sæti Alþýðuflokksins á NORDIRI ,ANI)I YESTRA. Hann er
hinsvegar alfarið á mótí haustkosningum, telur engar gilclar ástæður
vera fyrir þeim. Bjöm óttast að verið sé að misnota þingroferéttínn:
Það er verið að tala um
kosningar - jafnvel í
haust menn eru famir
að velta fyrir sér hveijir verði í
framboði. Því er ekki að neita
að margt fólk hefur haft sam-
band og hvatt mig til að gefa
kost á mér í fyrsta sætið á fram-
boðslista Alþýðuflokksins hér á
Norðurlandi vestra. Ég hef
svarað þessum málaumleitun-
um þannig til, að auðvitað
muni maður velta því fyrir sér
þegar að framboðsfresti líður.
Ég segi ekki nei og ætla hugsa
málið. Ef til framboðs míns
kemur þá mun ég sækjast eftir
fyrsta sætinu,“ sagði Björn
Sigurbjörnsson á Sauðárkróki
í gær.
Mun gefast tími til að
halda prófkjör?
Aðspurður um prófkjörsmál
sagði Bjöm, að ef forsætisráð-
herra lýsi því yfir 15. ágúst að
kosningar verði í byijun októ-
ber þá sé þetta spuming um
hvort nokkur tími gæfist fyrir
prófkjör.
, Auðvitað væri best ef menn
gætu stillt upp framboðslista í
sátt og samlyndi. En hinsvegar
skapa prófkjörin alltaf ákveðna
stemmningu, flokksmenn em
virkjaðir og þau verða til þess
að hrista hópinn saman. Einnig
gefa prófkjörin oft kjósendum
góða mynd af þeim frambjóð-
endum sem í boði em, menn
kynna sig betur en ella.
Það er síðan gífurlega mikil-
vægt að menn hlíti þeim úrslit-
um sem koma fram í prófkjöri;
sérstaklega ef tekið er tillit til
þess að prófkjör í tiltölulega
litlum samfélögum verða oft
illvígari og persónulegri vegna
smæðarinnar, nálægðar fólks
við hvort annað,“ sagði Bjöm.
Eru alls engar
forsendur fyrir
haustkosningum?
- Björn, ertu stuðningsmað-
ur liaustkosninga?
„Nei. Ég tel alls enga nauð-
syn á að kjósa núna. Menn em
bara við öllu búnir hér í kjör-
dæminu. Við höfum nú því
miður lítið að segja með hvort
kosið verður eða ekki.
Mín persónulega skoðun er
sú að það eigi að setja ákvæði í
' M' ' '
BJÖRN SIGURBJÖRNSSON: „Mín persónulega
skoðun er sú að það eigi að setja ákvœði í stjórnar-
skrána um að það eigi að kjósa á Jjögurra ára jresti.
Enginn á að hafa þingrofsrétt. Það kemur of oft Jyrir
að hann er misnotaður. Lítum á hvað er að gerast
núna: Það er verið að nota þingrofsréttinn afhreinni
hentisemi vegna þess að viðkomandi flokkur stendur
vel í skoðanakönnunum. Ríkisstjórnin á að sitja út
kjörtímabilið, en ekki rjúka svona frá hálfkláruðu
verki.“ Alþýðublaösmynd/EinarÓlason
stjómarskrána um að það eigi
að kjósa á fjögurra ára ffesti.
Enginn á að hafa þingrofs-
rétt. Það kemur of oft fyrir að
hann er misnotaður. Lítum á
hvað er að gerast núna: Það er
verið að nota þingrofsréttinn af
hreinni hentisemi vegna þess
að viðkomandi flokkur stendur
vel í skoðanakönnunum.
Ríkisstjómin á að sitja út
kjörtímabilið, en ekki rjúka
svona ffá hálfkláruðu verki.“
Hvað varð um þessa
heilsteyptu stjórn?
- En hvað með þessa meintu
erfiðleika ísamstarfi ríkis-
stjórnarflokkanna ?
„Ég blæs á þá. Lítum bara á
sveitarstjómimar. Svonalagað
þekkist ekki þar. Ef menn geta
ekki unnið saman í meirihluta í
sveitarfélagi þá verður hrein-
lega að leitað annarra leiða.
Það eru þau vinnubrögð sem
menn viðhafa. Engum dettur í
hug að nauðsynlegt sé að kjósa
uppá nýtt. Kjörtímabilið er jú
íjögur ár.
Ég óttast það að ef á að fara
nota þingrofsréttinn á þennan
hátt í tíma og ótíma þá munum
við lenda í sömu hringavitleys-
unni og ítalimir þar sem stöð-
ugt er verið að rjúfa þing og
kjósa uppá nýtt, jafnvel annað
hvort ár.
Ég vil einnig benda á, að ein
meginforsendan fyrir því að
fara í þessa ríkisstjóm með
Sjálfstæðisflokkmjm var, að
menn töldu æskilegt að mynda
heilsteypta tveggja flokka
stjóm; rikisstjóm sem sæti út
kjörtímabilið og ynni sín verk.
Það er leitt ef það gengur ekki
eftir, sagði Bjöm.“
Afhverju eru menn að
hlaupa frá núna?
Hvað segirðu um þau rök
sem mennfœra Jyrirhaust-
kosningum?
„Ég veit ekki afhveiju menn
em að hlaupa frá núna. Menn
tala um erfíða fjárlagagerð, er
hún ekki alltaf erfíð? Menn
nefna erfiða samninga við
verkalýðshreyfinguna. Ég spyr,
verður ný ríkisstjóm eitthvað
betur í stakk búin til að semja
en þessi? Og hvað gerist svo ef
ekki nást samningar, verður þá
kosið aftur í vor?
Svo em einhverjir að tala um
veðurfarið snemma á vorin.
Gekk þetta ekki ágætlega í apríl
1983? Er ekki hægt að kjósa á
öllum tímum árs? Sumir vetur
em slæmir, aðrir góðir. Hvað ef
eldgos hæfust einhvers staðar?
Og enh eitt dæmi: Var ekki
kosið í desember 1979? Hafðist
þetta ekki þá? Samgöngur í dag
em almennt góðar um landið -
mun betri en fyrir 10 og 15 ár-
um - og Vegagerðin er öflug,
auðvitað em engar veðurfars-
legar ástæður fyrir því að kjósa
í haust frekar en í vor. Nei, ég
sé engar gildar ástæður fyrir
því að kjósa nú í haust,“ sagði
Bjöm Sigurbjömsson að lok-
um.