Alþýðublaðið - 05.08.1994, Blaðsíða 7
I-
Föstudagur 5. ágúst 1994
MENNING
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7
heim með „a capella“ söng sín-
um. Þar blanda þeir saman
hefðbundnum skólasöngvum
Yale háskólans, jassperlum, og
ljúfum ballöðum, svo sem
söngleikjatónlist eftir Cole
Porter, sem reyndar var með-
limur sönghópsins síðasta
námsár sitt við Yale, það er ár-
ið 1913.
The Yale Whiffenpoofs
koma fram í Ráðhúsi Reykja-
víkur á sunnudaginn klukkan
15 ásamt íslenska sönghópnum
A Capella sem flytur sams
konar tónlist. A sunnudags-
kvöldið kemur sönghópurinn
fram á Hard Rock Café klukk-
an 18.45. A mánudagskvöld
kemur hópurinn svo fram á
Kola- og
krítarteikningar
fegra Menningar-
stofnun
Bandaríkjanna:
OLIYIA
PETRIDAS
SÝNIR
í dag, föstudag, mun banda-
ríska listakonan Olivia Petri-
des opna sýningu á kola- og
krítarteikningum sínum í
Menningarstofnun Bandaríkj-
anna, Laugavegi 26. Sýningin
stendur til 25. ágúst og samtím-
is verður opin sýning á verkum
listakonunnar í Hafnarborg.
Olivia Petrides er aðstoðar-
prófessor í málun og teikningu
við School of the Art Institute í
Chicago, en þar hefur hún
kennt síðan 1985. Hún hefur
meðal annars sýnt í Van Straa-
ten galleríinu í Chicago. Olivia
fékk Fulbright-Hays rannsókn-
arstyrk árið 1993 til að koma til
íslands og vinna að myndlistar-
verkefni hér á landi. Við vinnu
sina einbeitti hún sér að hinum
mikla fjölda farfugla hér á landi
og jarðhita og eldvirkni í ís-
lenskri náttúru.
Hún hefur einnig mynd-
skreytt þrjár náttúrufræðibækur
í Peterson Field Guide ritröð-
inni sem gefin er út af hinni
virtu Houghton Mifflin bókaút-
gáfu.
ktemkýMlífm!
t
Gamlar
kvikmyndir frá
Reykjavík sýndar
í Arbæjarsafni á
sunnudaginn:
LOFTUR OG
KADORIAN
Fólki gefst kostur á að sjá
kvikmyndir sem veita innsýn í
líf og störf Reykvíkinga á lýð-
veldisárinu 1944 á Árbœjar-
safni á sunnudaginn. Þá verða
sýndar myndir Lofts Guð-
mundssonar og bandaríska
hermannsins Samuels Kadori-
ans.
Mynd Lofts ljósmyndara
sýnir mannlíf og framkvæmdir
í Reykjavík árið 1944, en mynd
Kadorians er brot úr heimildar-
mynd sem Kvikmyndasafn Is-
lands eignaðist nýlega. Er sú
mynd í lit og merk heimild um
Reykjavík á hemámsárunum.
Þennan dag verður boðið upp
á poppkom á safninu, en nú em
um 50 ár síðan bandarískir her-
menn fluttu með sér poppkom
til landsins, þó ekki yrði það
vinsælt meðal landsmanna fyrr
en mun síðar.
Sýningar í öllum
sölum í menning-
armiðstöðinni
Hafnarborg í
Hafnarfirði:
FRÁ
TEIKNINGUM
TIL
LEIRLISTAR
Um helgina verða síðustu
dagar sýningar Þorfinns Sig-
urgeirssonar í hafnfirsku
menningarmiðstöðinni Hafn-
arborg. Þorfinnur sýnir mál-
verk og teikningar í aðalsal.
Myndir hans em kyrrlífsstúdíur
þar sem birta og skuggi em
helsta viðfangsefnið, en fólk og
hlutir birtast líkt og minningar
eða sýnir á myndfletinum. Þor-
finnur hefur áður sýnt hér
heima og erlendis, síðast í
Listasafni ASÍ og Sólon ísland-
us.
Bandaríska listakonan Olivia
Petrides opnar sýningu á kola-
og pastelmyndum í kaffistofu
Hafnarborgar á morgun. Hún
sýnir einnig í Menningarstofn-
un Bandaríkjanna eins og fram
kemur hér á eftir.
í kaffiskála Hafnarborgar
sýna meðlimir úr Leirlistafé-
laginu nýstárlega bolla. Með
sýningunni er lögð áhersla á
það hvemig jafnvel hversdags-
legustu hlutir geta umbreyst í
höndum listamannsins og
kveikt með okkur nýja tilfinn-
ingu fyrir umhverfi okkar og
daglegu lífi.
I Sverrissal Hafnarborgar
stendur yfir sýning á verkum úr
safni hússins. Þar er einkum
um að ræða verk sem bæst hafa
í safnið á síðustu ámm eftir
ýmsa listamenn, íslenska og er-
lenda. Þetta er síðasta sýningar-
helgi.
Einn frægasti
háskóla-
sönghópur
Bandaríkjanna
kemur fram um
helgina í
Reykjavík:
THE YALE
WHIFFEN-
POOFS
Á morgun kemur hingað til
lands sönghópurinn The Yale
Whiffenpoofs, sem er einn
frægasti háskólasönghópur
Bandaríkjanna. Kórinn kemur
þrisvar fram í Reykjavík og er
aðgangur ókeypis að öllum
tónleikunum.
Heimsókn háskólakórsins til
íslands er hluti af menningar-
framlagi bandaríska sendiráðs-
ins til hátíðarhaldanna vegna
fimmtíu ára afmælis íslenska
lýðveldisins.
Sönghópurinn The Yale
Whiffenpoofs var stofnaður ár-
ið 1909 og hefur æ síðan heill-
að tónlistamnnendur um allan
Sólon íslandus klukkan 21 en
þar mun A Capella einnig
syngja.
OECD og Alþjóða gjaldeyríssjóðurínn sammála um stóraukinn
hagvöxt í heiminum á þessu og næsta ári:
Evkur sóknin<i í
íslenskar vörur
Hagvöxtur eykst í heim-
inum samkvæmt
skýrslum frá Efna-
hags- og framfarastofnuninni,
OECD frá í júní, segir í Vís-
bendingu, vikuriti um við-
skipti og efnahagsmál. Sömu
bjartsýni gætir hjá Alþjóða
gjaldeyrissjóðnum í skýrslu
frá því í maí.
Sérstaklega gætir bjartsýni í
spá OECD. Þar er gert ráð
fyrir að landsframleiðsla að-
ildarríkja [ress, iðnríkjanna,
aukist að meðaltali um 2,5% á
þessu ári og þar að auki um
3% á næsta ári. í fyrra var
hagvöxtur þessara ríkja um
1 %. GATT-samkomulagið
um frjálsari viðskipti milli
landa eykur á bjartsýni um
þróunina á næstu árum. Bcnda
athuganir til að það verði til
þess að auka heimsverslunina
um 10% og tekjur um að
minnsta kosti 1%. Þá mun
samkomulagið eyða hættu á
viðskiptastríði, sem hefði get-
að orðið dýrkeypt.
Athuganir á áhrifum
GA'IT-samkomulagsins
benda til að hagræðið sé mjög
undir stjómvöldum í hverju
landi komið, því þau hafi
nokkuð frjálsar hendur um
framkvæmdina. Að mati
OECD verður landsfram-
leiðsla Bandaríkjanna 0,4%
meiri árið 2002 en ella hefði
orðið, ef ekki hefði orðið af
samningnum. í Japan er talið
að landsframleiðsla aukist um
1,8% og í löndum Evrópu-
sambandsins um 1,7%. En
mestur er ávinningur þeirra
landa sem nú mynda EFTA,
og í þeim hópi eru íslending-
ar, - ávinningurinn er sagður
6%.
„Aukinn hagvöxtur í heim-
inum eykur sókn í íslenskar
vörur og hækkar verð þeirra.
Þessa sáust merki í spá Þjóð-
hagsstofnunar frá 4. júlí“, seg-
ir í Vísbendingu.
m
safni, sýning-
ar I öllum söl-
um í Hafnar-
borg, banda-
rískur há-
skólasöng-
hópur og kola-
og krítarteikn-
ingar I Menn-
ingarstofnun-
inni. Kannski
maöur skelli
sér...!“
Atþyóubladsmynd /
Einar Ólason