Alþýðublaðið - 12.08.1994, Síða 3

Alþýðublaðið - 12.08.1994, Síða 3
Föstudagur 12. ágúst 1994 TIÐINDI ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Sýning úr saflii HAFNARBORGAR, menningarmiðstöðvar Hafhfirðinga: / Ur landslagi í afstrakt HAFNARBORG. Sannkölluð menningarmiðstöð Hafnfirðinga; miðstöð þar sem alltaf eru sýningar ígangi og ekki má gleyma kafftstofunni sem setur sterkan svip á safnið. Víst er að bœjarlífið væri fátœkara til muna án Hafnarborgar. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Amorgun verður opnuð í Hafnarborg í Hafn- arfirði sýning á verk- um úr safni hússins. Þema sýn- ingarinnar er samband íslensks landslagsmálverks við afstrakt- list - uppbrot landslagsmynda og ómur af landslagi í annars óhlutbundnum verkum. Sýn- ingin stendur til 29. ágúst. í frétt frá Hafnarborg um sýninguna segir meðal annars eftirfarandi: Það er einna helst í lands- lagsmálverkinu að segja má að nokkuð samhengi hafi verið milli kynslóða í íslensku lista- lífi og hefðin var svo sterk að margir sem höfðu lært á nýjasta módemmálverkið í listaskólum Evrópu fundu sig knúna til að takast á við landslagið þegar þeir snem aftur heim. Þannig varð hæg endumýjun í meðferð listmálara á landslaginu eftir því sem fleiri fóm að bræða það saman við nýjar og tillærð- ar aðferðir. Aðrar aðferðir Líklega er það mikilfengleiki íslensks landslags sem hefur orðið til þess að svo margir list- málarar einbeittu sér að því að máia það. íslenskt landslag kallar á allt aðrar aðferðir en evrópskt útsýni og í því er að finna slíkar öfgar að það verður listamanninum ótæmandi upp- spretta nýs myndefnis. Litir og form í landslaginu hér em stundum svo undarleg að ókunnugum kann að virðast jafnvel raunsæilegasta eftir- myndun þess jaðra við afstrakt- sjón eða vitfirringalist. Túlkun þessa landslags kveikir eitthvað í myndfletinum sem kallar á fijáisari útfærslu en kyrrlátar skógartjamir meginlandsins. Aður en málarinn veit af hefur málverkið losnað alveg frá fyr- irmyndinni og unnið sér í stað- inn tilvemrétt sem sjálfstætt framlag til veraldar litanna og formanna. Undarleg tvíræðni Á svipaðan hátt gerist það að málari sem tekur til við að mála mynd út frá afstrakt forsendum og hyggst aðeins fylgja þeirri reglu sem býr í litunum sjálfum eða hreinum formum finnur oft fljótlega að í myndinni verður til einhvers konar landslag. Einhvers staðar myndast sjón- deildarhringur og fyrr en varir verða litimir og formin á strig- anum að náttúmöflum sem tak- ast á í myndinni á hliðstæðan hátt við öflin í landslaginu. Á sýningunni er teflt saman myndum úr ýmsum áttum til að skerpa þessa undarlegu tví- ræðni og sýna fram á hin nánu tengsl sem oft em milli lands- lagsmynda og afstraktlistar. Kjarvalsmyndir I Sverrissal Hafnarborgar verður opnuð á morgun sýning á teikningum og vatnslita- myndum eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval sem fengn- ar hafa verið að láni frá Þor- valdi Guðmundssyni (í Síld & fisk). Eins og margir vita á Þor- valdur afbragðsgott safn mynda eftir Kjarval og á þessari sýn- ingu er aðeins um að ræða lítið brot úr því safni. Myndimar em af ýmsum toga og frá ýmsum tíma, en veita þó góða innsýn í mynd- hugsun Kjarvals og þá stefnu sem hann mótaði sér í listinni. Olivia Petrides Bandaríska listakonan Olivia Petrides sýnir kola- og olíupa- stelmyndir í Kaffistofu Hafnar- borgar. Olivia hefur áður komið til Islands og dvaldi hún hér í nokkra mánuði á síðasta ári. Þá var hún einkum að skoða landslag og fuglalíf við strend- ur landsins, en það er einmitt þema sýningarinnar sem hún setur upp nú. Olivia hefur sýnt verk sín víða erlendis auk þess sem mörg þeirra hafa komið út á bók. Þá kennir hún við skóla listastofnunar Chicagoborgar hefur dvöl hennar á íslandi orð- ið kveikjan að nýju námskeiði um listir og umhverfi þar við skólann. Bollar í kaffískála Hafnarborgar sýna meðlimir úr Leirlistarfé- laginu nýstárlega bolla. Með sýningunni er lögð megináhersla á það hvemig jafnvel hversdagslegustu hlutir geta umbreyst í höndum lista- mannsins og kveikt með okkur nýja tilfmningu fyrir umhverfi okkar og daglegu h'fi. Snyrtifræðingur í fiskútflutningi Inga Þyrí Kjart- ansdóttir, snyrti- fræðingur, söðlaði yfir og sneri sér að rekstri eigin fyrir- tækja í fiskverslun- argreinunt í desem- ber síðastliðnum, hætti í snyrtivörun- um eftir 24 ára starf. „Þeir sem taka frumkvæði í at- vinnumálum hafa meðbyr t' dag“, segir Inga Þyrí í viðtali við tíinaritið Gegn at- vinnuleysi. Inga Þyrí rekur fyrirtæki sín, AtlanLsfisk hf, og fyrirtækið Hjölur sem ijölskyldufyrirtæki með bömum sín- um. Þau fóru hægt í sakimar en smám saman hel'ur salan aukist. 94 mínútur um þunglyndi Merkilegur blaðamannafundur fer fram í Kaupmannahöfh 18. september næstkomandi í tengslum við 7. þing samtaka evrópskra sálfræðinga. Níutíuogfjórar mínútur um þung- lyndi heitir fundurinn. Þar verða lagðar fram niðurstöður sér- fræðinganefndar í Evrópu setn fjallað hefur um skæðan menningarsjúkdóm, þunglyndið. Þrátt fyrir umfang sjúk- dómsins segja sérfræðingamir að 3/4 hlutar sjúklinganna láti ekki í sér kræla og ræði ekki við sálfræðinga eða lækna, sem gætu mögulega kotnið til hjálpar. Sálfræðingarnir segja að þunglyndið sé ekki einasta þung byrði fyrir sjúklinga og að- standendur þeirra, heldur líka efnahagsleg böl fyrir Evrópu- þjóðirnar. Meðferð þunglyndra í Bretlandi kostar árlega að minnsta kostí 50-55 milljarða íslenskra króna. Þar í landi tapast árlega 155 milljónir vinnudagar vegna þunglyndis. 40-50% tilrauna til sjálfsvíga eiga rætur að rekja til sjúk- dómsins, aðallega hjá fólki sem ekki hefur fengið fræðilega meðíérð. Talið er að 5% Þjóðvetja þjáist af þunglyndi ein- hvemu'ma á ævinni, og það sama er að segja um aðrar Evr- ópuþjóðir. Hvaða bjór er bestur? Bjórtegundirnar Kronenbourg frá Frakklandi; Imperial frá Costa Rica; og Castle frá Suð- ur- Afríku, em bestu bjóntrnir að mati bjór- þekkjara Sum- arskólablaðs- itts sem var að konia út. Allir fá þessir bjórar ftmm stjömur. Fjórar og hálfa stjörnu fá þessir bjórar: Bitburger frá Þýska- landi; Oranjeboom frá Hollandi; og Guinnes frá írlandi. Átta bjórar fá fjórar stjömur hjá þeim Guðjóni B. Berg- mann og Svani Sigurðssyni, bjórþekkjumm. Þar af em tveir íslenskir, nefnilega Egils Dökkur og Egils Gull. Sumarskólanum slitiö í sumar hafa Iðnskólinn í Reykjavík og Reykjavíkurborg staðið að átaki til að efla menntun og atvinnumöguleika ungs atvinnulauss fólks. Hefur þetta verið gert með sumarstarfs- námi. Skólaslit Sumarskólans verða í dag kl. 14 í Iðnskólan- um og verður þar til sýnis ýmis afrakstur námsins í sumar. Þar er öllum velkomið að korna og kynna sér þessa nýjung. MOTOROLA og Danmörk Danir em einstakir sölumenn á vöru sína. I auðlindalausu landi að heiui má em framleiddar ótrúlegustu vörur. Meðal stóm fyrirtækjanna er Motorola með stórt útibú þar sem 1.000 Danir hafa lífsviðurværi sitt af framleiðslu og sölu há- tæknibúnaðar, rafeindaeininga og samskiptakerfa. Motorola á heimsvísu er með 117 þúsund starfsmenn, - og velta fyrir- tækisins á síðasta ári nam á að giska tíföldum ijttrlögum ís- lensku þjóðarinnar. Danir hafa með eljusemi og dugnaði komist með tæmar inn í fjölþjóðahringinn, - þeir hafa boðið erlendu íyriitæki aðstöðu, og hagnast vel á. Ekki fá allir vínveitingaleyfi Borgarráð mælir ekki með því að skemmtistaðurinn Kafll Bóhem að Vitastíg 3 fái viðbótarvínveitingaleyfi. Er það gert í samráði við félagsmálaráð borgarinnar. Þá hefur skentmti- staðurinn Casablanca að Skúlagötu 30 fengið leyfi til vín- veitinga til bráðabirgða, til 6 mánaða. Að þeim tíma loknum verður lagt mat á áframhaldandi vínveitingaleyfi með hlið- sjón af reynslu þess tímabils

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.