Alþýðublaðið - 17.08.1994, Side 2

Alþýðublaðið - 17.08.1994, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Miðvikudagur 17. ágúst 1994 iMBVBLMB HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Sími: 625566 - Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Atvinnuástand batnar Fyrr á þessu sumri kom það fram í máli forsvarsmanna ríkisstjómarinnar að botni kreppunnar væri náð, og fram- undan væri bjartari tíð. Þessum tíðindum tóku margir með varúð; og stjómarandstaðan beinlínis gerði grín að þeim, og taldi að með þeim væru stjómarflokkamir að slá ryki í augu kjósenda, og undirbúa haustkosningar. Staðreyndin er hins vegar sú, að þeim teiknum fjölgar á himni efnahagsmála, sem renna stoðum undir þá skoðun, að efnahagslægðin sé að ganga yfír. Nýbirtar tölur um af- komu ríkissjóðs sýna mun meiri tekjur hins opinbera en ætlað var, og þessi óvænti tekjuauki stafar fyrst og fremst af meiri veltu í þjóðfélaginu. Hjólin snúast einfaldlega hraðar en áður. Jafnhliða hefur það gerst, að fjöldi fyrir- tækja sýnir mun meiri hagnað en menn ráðgerðu, sem jafnan er traust vísbending um heilsufar atvinnulífsins. I gær vom svo birtar tölur um fjölda atvinnulausra í síð- asta mánuði, sem sannarlega gefa tilefni til að ætla, að bjartsýni ráðamanna hafí verið á rökum byggð. I heild er atvinnuleysið 3,2 prósent; þar af er atvinnuleysi karla 2,1 prósent en hjá konum er það enn 4,8 prósent. Þetta er að sjálfsögðu of mikið atvinnuleysi, en þróunin er hins vegar afar jákvæð, einsog sést ef skoðuð er fækkunin milli júní og júlí. Þá kemur í ljós, að atvinnuleysi milli mánuðanna minnkar um hvorki meira né minna en 20,9 prósent! Að sönnu er það svo, að oft fækkar atvinnulausum milli júní og júlí. Fækkunin núna er hins vegar miklu meiri en fækkun milli sömu mánuða á undanfömum ámm. Þetta sést best ef skoðað er meðaltal breytinga síðustu tíu árin. Þá kemur í ljós, að milli júní og júlí fækkar að meðaltali atvinnulausum um 2,9 prósent yfir áratuginn. Fækkunin núna er því meira en sjö sinnum meiri en í meðalári. Steinar Agustsson - verkamaður í Vestmannaeyjum Fæddur 16. febrúar 1936 - Dáinn 7. ágást 1994 Sunnudaginn 7. ágúst síðastliðinn lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja, Steinar Ágústs- son, Steini kokkur, eins og hann var oftast nefndur hér í Eyjum, eftir stutt en erfið veikindi. Steinar var fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Hann byijaði ungur að stunda sjó og var starfsvettvangur hans að sjá um matargerð á hinum ýmsu skerjum og var hann um tíma á millilanda- skipum og sigldi víða um heim. Snemma á sjöunda ára- tugnum flutti Steinar hingað til Vestmannaeyja og átti hér heimili til dauðadags. Lengst af stundaði hann sjómennsku hér en seinni ár vann hann al- menna verkamannavinnu. Steinar hafði mikinn áhuga á íþróttum, sérstaklega knatt- spymu og lét sig sjaidan vanta og var ötull stuðnings- maður Í.B.V. Oft skrifaði hann greinar hér í bæjarblöðin með hvatn- ingu til leikmanna. í Reykja- vík hafði hann fylgt fram og var það hans lið á fastaland- inu. Ungur gekk hann til liðs við Alþýðuflokkinn og var mikill og dyggur stuðnings- maður jafnaðarstefnunnar og verkalýðshreyfingarinnar og skrifaði margar greinar um þau mái, bæði í bæjarblöðin hér í Eyjum og svo í Alþýðu- blaðið. Steinar var kröftugur liðs- maður í Alþýðuflokksfélagi Vestmannaeyja, mætti vel á fundi og tók oft til máls, og sagði skoðanir sínar tæpi- tungulaust. Þá var hans þáttur í kringum kosningar, hvort sem um var að ræða Alþingis eða til sveitarstjómar, dijúg- ur. Alþýðuflokksfélagar í Eyj- um þakka Steinari samfylgd- ina og sjá á eftir góðum fé- laga langt um aidur fram. Megi minningin um góðan dreng og mikinn jafnaðar- mann geymast í huga okkar allra. Steinar far þú í friði, hafðu þökk fyrir allt og allt. Fyrir hönd Alþýðuflokksfélags Vestmannaeyja, Þór I. Vilhjálmsson. Athugasemdir vegna umfjöllunar Alþýðublaðsins um bókina SKREIÐARANNÁL: Ekkí eíntóm axarsköft Aiis staðar á landinu fækkar atvinnulausum, og talsvert meira dregur úr atvinnuleysi kvenna en karla. Á Aust- fjörðum, Suðurlandi og Vestfjörðum, auk höfuðborgar- svæðisins, er nú minna atvinnuleysi en í fyrra. Á lands- byggðinni eru að vísu fleiri atvinnulausir í júlímánuði en í fyrra, en þó hefur þeim fækkað um næstum 30 prósent milli júní og júlí. Þetta eru afar jákvæðar fréttir fyrir þróun atvinnumála á landsbyggðinni. Skýringamar liggja í því, að aflabrögð eru ágæt; átaks- verkefni á vegum hins opinbera skipta líka miklu, en íyrst og síðast er tekið að gæta uppsveiflu í sumum atvinnu- greinum. Þá er líka rétt að rifja upp, að Þjóðhagsstofnun birti fyrr á þessu ári spá, þar sem leiddar voru líkur að því, að á næsta ári myndu fjárfestingar loksins aukast, en þær hafa dregist saman á sfðustu árum. Auknar fjárfestingar spegla í senn traustari grunn atvinnulífs, og vaxandi bjart- sýni þess á framtíðina. Minnkun atvinnuleysis, auknar fjárfestingar, vaxandi velta í þjóðfélaginu og fregnir af góðum hagnaði fyrir- tækja eru allt vísbendingar um að íslendingar eru að rétta úr kútnum. Stefna ríkisstjómarinnar og gætni í íjármálum hefur skilað árangri; kreppan er á fömm. - segir OLAFUR B JORNSSON, fyrrverandi stjómarformaður Samlags skreiðarframleiðenda og höfimdur bókarinnar Varðandi umfjöllun Al- þýðublaðsins um Skreiðarannál vill höf- undur bókarinnar, Ólafur Björnsson, koma á framfæri nokkrum athugasemdum við umfjöllunina, sem að sjálf- sögðu voru orð blaðsins en ekki höfundar. Ólafi finnst of sterkt að orði kveðið að meta starf ráðuneyta sem vanhæfni. Sér hafi þó stundum fundist þau sinnulaus. Þá hafi bankastjórar yfirleitt ekki framið nein afglöp, en vissulega sé það rétt að sumir þeirra gerðu mistök, sem af- drifank urðu. Hjá Landsbanka og Seðlabanka hafi tveir banka- stjórar komið að málunum, en rangt sé að alhæfa í þessu efni. í sambandi við nótukaup, það er kaup á ríkisverðbréfum Níg- eríu, segir Ólafur að Lands- bankinn hafi aðeins keypt af ÓLAFUR BJÖRNSSON. SÍS, en ekki Bjarna V. Magn- ússyni í Islensku umboðssöl- unni. Bjami hafi verið með sín viðskipti í Útvegsbankanum. „í þeim banka þekkti ég lítið til og hef aðeins hugmyndir um að ekki hafi allt verið slétt og fellt“, segir Ólafur. í sambandi við samstarf þeirra „Skreiðar- bræðra“ segir Ólafur að hann meti það svo að ekki sé rétt að nefna Bjama V. Magnússon í þessu sambandi. Þá segir Ólafur að Norðmenn hafi aðeins lítillega komið við sögu í undirboðum á skreið á Nígeríumarkaði. Þar vom ís- lenskir aðilar skæðastir. Samskiptin við bankastjóra segir Ólafur yfirleitt hafa verið greið. Til dæmis hafi gengið vel að ná til Helga Bergs í Landsbankanum og Björns Tryggvasonar í Seðlabankan- um og ekki síst Björgvins Vil- mundarsonar, en sá síðast- nefndi kom sáralítið að vanda- málum skreiðarviðskiptanna. Þau vom í höndum Helga Bergs að mestu í Landsbanka og Bjöms í Seðlabanka. Sverr- ir Hermannsson tók hinsvegar við þessum málaflokki í Lands- bankanum þegar Helgi hætti. Tókst Ólafi aldrei að fá viðtal við hann, þrátt fyrir margar til- raunir og ærin tilefni. Ólafur sagðist ekki skrifa undir að Landsbankastjórar hafi „gleymt að leysa til sín fé sem beið á banka í Nígeríu mánuð- um og ámm saman...“. Þetta hefði ég frekar orðað svo, segir Ólafur: „Landsbankinn hirti ekki um að ganga eftir fé sem beið á banka í Nígeríu“, segir Ólafur. Hann segir að sér þyki miður ef lesandinn fái það út úr lestr- inum að bankamenn hafi gert eintóm axarsköft. Svo hafi hreint ekki verið, enda þótt mistök hafi vissulega átt sér stað. Verst hafi sér þótt að yfir- völd bankanna heyktust á að koma skreiðarsölunni á eina hendi eins og allir voru þó sam- mála um að væri okkar eina lausn.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.