Alþýðublaðið - 17.08.1994, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.08.1994, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 17. ágúst 1994 ÝMISLEGT Jafinaðarmannafélag Islands: Aðalftmdur og stjómarkjör Mánudaginn 5. september næstkom- andi verður gengið til aðalfundar og stjórnarkjörs í Jafnaðarmannafélagi Islands. Fundurinn verður haldinn á Kornhlöðuloftinu við Bankastræti í Reykjavík og hefst klukkan 20:30. Allsherjaratkvæðagreiðsla fer fram um kjör tveggja aðaloddvita og varaodd- vita, en aðrir stjórnarmenn eru kjörnir á aðalfundi. Kjörnefnd er tekin til starfa og tekur við framboðum og tilnefningum til 13. ágúst. (Dóra Hafsteinsdóttir heimasími 91-11017 og vinnusími 91-16800.) Dagskrá aðalfundar og tilhögun kosninga verður nánar auglýst í Alþýðublaðinu og með bréflegu fundarboði síðar. Stjórn og kjörstjórn JFÍ. Jafiiaðarmenn á Suðumesjum: Mánudagsftmdir Bæjarmálafundir (mánudagsfundir) Alþýðuflokksins í Keflavík- Njarðvík- Höfnum, eru haldnir alla mánudaga klukkan 20:30, að Hafnargötu 31, ffl. hæð, Keflavík. Stjórn fulltrúaráðsins. VIRKJUN Jökulsár á Fjöllum og Dal: Kynningarftmdur um virkjunarkostí Iðnaðarráðuneytið gengst fyrir kynningu á hugsanleg- um virkjunarleiðum í Jök- ulsá á Fjöllum og Jökulsár á Dal dagana 18. til 20. ágúst. Undirbúningsrannsóknir hafa staðið yfir um alllangt skeið en um er virkjanir á íslenskan mæli- kvarða. Virkjun þessara vatns- falla hefði í för með sér umtals- verðar breytingar á ánum og umhverfmu en almenn kynning og umræða um leiðir til virkj- unar hefur hins vegar ekki farið fram til þessa. Iðnaðarráðuneytið skipaði seint á síðastliðnu ári vinnuhóp til að draga saman fyrirliggj- andi upplýsingar um leiðir til að virkja Jökulsá á Fjöllum og Jökulsá á Dal, semja kynning- arrit um virkjunarkostina og benda á með hvaða hætti heppi- legast kunni að verða að standa að virkjun þessara vatnsfalla ef til þess kæmi. I vinnuhópnum voru fulltrúar Landsvirkjunar, Orkustofnunar og umhverfis- ráðuneytisins auk fulltrúa iðn- aðarráðuneytisins. Undirbúningsrannsóknir á virkjun Jökulsár á Fjöllum og Jökulsár á Dal hafa staðið yfír um alllangt skeið og hafa verið til skoðunar íjölmargar leiðir í því sambandi. Um er að ræða stórvirkjanir á íslenskan mæli- kvarða og er markaður fyrir orku frá þeim ekki í augsýn. Ohjákvæmilega hefur virkjun þessara vatnsfalla í för með sér umtalsverðar breytingar á ánum og umhverfinu. Almenn kynn- ing og umræða um leiðir til að virkja árnar hefur hins vegar ekki farið fram. Mikilvægt er að góður tími gefist til slíkrar umræðu til þess að taka megi tillit til hennar við áframhald- andi undirbúning að hugsanleg- um virkjunum. Kynningin á hugsanlegum virkjunarleiðum í ánum er ætl- uð þingmönnum Norðurlands- kjördæmis eystra, Austurlands- kjördæmis og fulltrúum sveitar- félaga á svæðinu, Náttúru- vemdarráðs og náttúruvemdar- og ferðamálasamtaka á svæð- inu. Skipulagsstjóra, formanni hálendisnefndar umhverfisráðu- neytisins og fulltrúa Ferðamála- ráðs hefur einnig verið boðið að taka þátt í kynningunni. Kynningin verður með þeim hætti að gestir safnast saman að Eiðum síðdegis á fimmtudaginn þar sem afhent verður upplýs- ingarit um virkjunarkostina og síðan verður haldinn fundur þar sem ritið verður kynnt. Á föstu- daginn verður farið í ferð um efri hluta þess svæðis sem virkjun Jökulsár á Dal og Jök- ulsár á Fjöllum myndi ná til. Á laugardaginn verður síðan hringborðsumræða um hugsan- legar virkjunarleiðir þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að koma með fyrstu ábendingar og ræða almennt kosti og galla mismunandi leiða. Stefnt er að því að umræðan verði með fremur óformlegum hætti og að ekki verði ályktað á fundinum. Flensborgarskóli - Öldungadeild Innritun í öldungadeild Flensborgarskóla fyrir haustönn 1994, fer fram á skrifstofu skólans dagana 22.-24. ágúst klukkan 14:00-18:00. Kennsla hefst samkvæmt stunda- skrá fimmtudaginn 1. september. Kennt verður fjóra daga vikunnar, mánudaga-fimmtudaga, klukkan 17:20-21:40. Námsgjöld eru krónur 10.000,- fyrir 1.-2. námsáfanga og 15.000,- fyrir 3. áfanga og fleiri. Nemendafélagsgjald er krónur 400,-. Eftirtaldir námsáfangar eru næg þátttaka fæst: í boði og verða kenndir Bókfærsla 203 Sálfræði 103 Danska 153 Sálfræði 223 Enska 103 Stærðfræði 102 Enska 302 Stærðfræði 122 Enska 522 Stærðfræði 363 Félagsfræði 203 Stærðfræði 463 Franska 203 Tölvufræði 103 íslenska 103 Vélritun 202 íslenska 313 Þjóðhagfræði 103 Jarðfræði 103 Þýska 103 Landafræði 103 Þýska 302 Saga 103 Þýska 502 Stöðupróf í dönsku verður haldið mánudaginn 29. ágúst klukkan 18:00 og stöðupróf í vélritun þriðjudaginn 30. ág- úst klukkan 18:00. Skráning í stöðuprófin fer fram á skrifstofu skólans, í síma 650400. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu skólans. FLUGDAGURINN var haldinn hátíðlegur á og í kringum ReykjavúcuiflugvöU síðastliðinn sunnudag. Aðaltilefni dagsins var 75 ára ajmœli flugsins á íslandi Um herlegheitin sá FLUGMÁLAFÉLAG ÍSLANDS og þótti takasthið besta. Ltíum á svipmyndir Einars Ólasonar: UPPRENNANDI FLUGMENN fylgdust með himun ýms- ustu loftforum úr hœfilegri fjarlœgð; nefnilega í Öskjuhtíðinni. PÁLL SVEINSSON, hin gamla en trausta DC-3 (Þristurinn) áburðardreifingarflugvél Landgrœðslunnar, var til sýnis. LITLA OG STÓRA vœri hœgt að kalla þessa mynd af tveim- ur býsna ótíkum þyrlufórum sem sýndu kúnstir þennan dag. DORNIER FLUGVÉL íslandsflugs kom á óvart og hóf sig til flugs á tuttugu metra kafla (eftir að luifa bakkað aðeins).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.