Alþýðublaðið - 17.08.1994, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.08.1994, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 17. ágúst 1994 í rekstrar- og efnahags- reikningi SKEUUNGS HF. kemur fram að eigið fé Skeljungs hf. nemur 2.435 milljónum króna eða 46% heildareigna. Hlutafé nemur515 milljónum. Arðsemi eiginfjár miðað við 30. júní síðastliðinn er tæp 9%: Skeljungur græðir og græðir... - Rekstrarhagnaðurinn nemur 150,7 milljónum króna, að meðtöldum öðrum tekjum og gjöldum, samanborið við 54,3 milljónir á sama tíma í fyrra fólkinu vel. T'* ekstrar- hagn' JLVaður fyrir aðrar tekjur og gjöld hjá Skeljungi hf. nemur 148 milljónum króna, saman- borið við 77 milljónir á sama tíma í fyrra. Rekstr- arbagnaður að meðtöldum Öðmm tekjum og gjöldum er 150,7 milljónir en varásama tíma í fyrra 54,3 milljónir. Niðurstaða rekstrarreikningsins eftir skatta nemur 101,6 milljón- um króna samanborið við 31,5 milljónir á sama tíma í fyrra. Samanburðartölur frá 1993 em samræmdar þannig uppgjöri 1994, að áhrif breytinga á skattalögum, sem gerðar voru í desember í fyrra, em reiknuð og færð þar með. Þetta kom fram á stjómtir- fundi í Skeijungi hf. í gær þar sem var lagður fram rekstrar- og efnhagsreikn- ingur lyrir félagið miðað við 30. júní 1994, yfirfarinn og áritaður af löggiltum endur- skoðendum félagsins. Heildarrekstrartekjur Skeljungs hf. fyrstu sex mánuði ársins 1994 námu 2.916 milljónum króna, en vom 2.986 miiljónir á sama tíma síðastliðið ár. Lækkun- in heiidarrekstrartekna milli tfmabila nemur þannig 70 SKELJUNGUR HF. virðist gera það gott um þessar mundir - og efaðfyrir- tœkinu gengur vel..þá líður starfs- Alþýðubtaðsmynd/Einar Ólason milljónum. Hinsvegar hafa rekstrargjöldin lækkað um 141 milljón króna á sama tíma eða úr 2.909 milljónum 1993 í 2.768 núlljónir miðað við 30. júní 1994. I rekstrar- og efnahags- reikningi Skeljungs hf. em skammlímakröfur og verð- bréf færð niður um 188 milljónir króna. Ekki er unt endanlega afskrift að ræða heldur er þarna myndaður afskriftruTeikningur. Heildareignir félagsins námu 5.298 milljónura króna 30. júní síðastliðinn og hafa þær hækkað um 339 milljónir frá síðastliðnum áramótum, eða úr 4.959 milljónum. Eigið fé Skelj- ungs hf. nemur 2.435 millj- ónum króna eða 46% heild- areigna. Hlutafé nemur 515 inilljónum. Arðsemi eigin- fjár miðað við 30. júní síð- astliðinn er tæp 9%. MMDIIBIMII Samningur SIGHVATS BJÖRGVINSSONAR viðskiptaráðherra og ÚTLFUTNINGSRÁÐS um að auka erlenda fjárfestingu hér á landi: Skipulagt markaðs- starf hafið erlendis SIGHVATUR BJÖRGVINSSON iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Jón Ás- bergsson, framkvœmdastjóri Útflutningsráðs, undirrituðu ígœr samning um verk- efni er miði að því að auka erlenda fjárfestingu hér á landi. Aiþýðubiaðsmynd/Enaróiason Sighvatur Björgvinsson, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, og Jón Ásbergs- son, framkvæmdastjóri Út- flutningsráðs, undirrituðu í gær samnkig um verkefni er miði að því að auka erlenda fjárfest- ingu hér á landi. Útflutningsráð mun veita almenna þjónustu við þá erlendu aðila sem leita eftir upplýsingum um mögu- leika á fjárfestingu hér á landi, útbúa upplýsingaefni og undir- búa og stíga fyrstu skref í að skipuleggja markvisst markaðs- starf er beinist að erlendum að- ilurn. Þetta verkefni verður unnið á tímabilinu 1. september 1994 til 15. mars 1995 og gert er ráð fyrir að kostnaður verði um fimm milljónir króna. Fjárfest- ing hér á landi hefur dregist mikið saman á undanfömum árum og er nú mun lægri en í öðrum iðnríkjum að meðaltali. Þessari þróun verður að snúa við, meðal annars með því að laða hingað til lands erlenda fjárfesta. Gífurleg samkeppni ríkir þjóða á meðal um erlenda fjárfestingu. Flest iðnríkjanna stunda öflugt markaðsstarf á þessu sviði og reka sérstakar markaðsskrifstofur. Reynsla undanfarinna áratuga er sú að erlendir fjárfestar sýna Islandi fremur lítinn áhuga. Það þýðir að standi vilji til að ná góðum árangri á þessu sviði krefst það markviss, tímafreks og afar kostnaðarsams markaðsstarfs erlendis. Skipan verkefnisstjórnar Forsaga þessa máls er að á fundi ríkisstjómarinnar 22. mars 1994 var samþykkt tillaga iðnaðar- og viðskiptaráðherra um að skipuð yrði verkefnis- stjóm til að undirbúa stofnun upplýsinga- og söluskrifstofu vegna fjárfestinga erlendra að- ila á íslandi. Verkefnisstjóm var skipuð 5. apríl 1994. í henni sátu Þorkell Helgason ráðuneytisstjóri formaður, Geir A. Gunnlaugsson stjórnarfor- maður Markaðsskrifstofu iðn- aðarráðuneytis og Landsvirkj- unar, Gunnar Snorri Gunn- arsson sendiherra, Jón Birgir Jónsson ráðuneytisstjóri, Magnús Pétursson ráðuneytis- stjóri og María E. Ingvadóttir deildarstjóri. Með verkefnisstjóm störfuðu Margrét S. Björnsdóttir að- stoðarmaður iðnaðar- og við- skiptaráðherra og Finnur Sveinbjörnsson skrifstofu- stjóri. Tillögur stjómarinnar Verkefnisstjóm lauk störfum 18. júlí 1994.1 greinargerð hennar komu fram ýmsar til- lögur um aðgerðir, auk tillög- unnar um samning við Útflutn- ingsráð, og vom þær sam- þykktar á fundi ríkisstjómar- innar 22. júlí 1994: Einum starfsmanni iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis verður falið það verkefni að hafa um- sjón með málum er varða að- gerðir opinberra aðila er lúta að fjárfestingu erlendra aðila á Is- landi. I þessu felst bæði að hann verður milligöngumaður erlendra fjárfesta við hin ýmsu ráðuneyti og stofnanir og greið- ir götu þeirra gagnvart stjóm- völdum og að hann verður hafður með í ráðum þegar ráðuneyti eða stofnanir hyggj- ast breyta reglum þannig að það geti haft áhrif á vilja er- lendra aðila til að fjárfesta hér á landi. Iðnaðar- og viðskiptaráð- herra skipar átta manna mark- aðsnefnd um erlenda fjárfest- ingu sem verði til ráðuneytis á þessu sviði. í henni verða einn fulltrúi iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytis, einn fulltrúi fjár- málaráðuneytis, einn fulltrúi samgönguráðuneytis, einn full- trúi utanríkisráðuneytis, einn fulltrúi Útflutningsráðs Islands, tveir fulltniar Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og loks einn fulltrúi sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra skipar að höfðu samráði við hagsmuna- samtök í atvinnulífinu. Þegar hefur verið óskað eftir tilnefn- ingu í þessa nefnd. Afla fjár Auk samráðs um markaðs- starf verður nefndinni ætlað að vera stjómvöldum til ráðuneyt- is um aðgerðir af þeirra hálfu sem greitt geta fyrir fjárfestingu erlendra aðila, svo sem breyt- ingar á lögum og reglugerðum og hvemig markaðsstarf skuli fjármagnað. Leitað verður leiða til að afla frekari fjár til að standa undir markaðsstarfi í tengslum við fjárfestingar erlendra aðila hér á landi, einkum með markvissri þátttöku sveitarfélaga í þessu starfi. Sérstaklega er þörf á að auka það fé sem er til ráðstöf- unar erlendis, til dæmis með því að fjölga viðskiptafulltrúum Útflutningsráðs erlendis og fela þeim ákveðna þætti markaðs- starfsins. Náið samstarf verður haft við Markaðsskrifstofu iðn- aðarráðuneytisins og Lands- virkjunar, Aflvaka Reykjavíkur hf. og sveitarfélög víða um land sem lagt hafa áherslu á markaðsstarf í tengslum við fjárfestingu erlendra aðila. Fyr- ir árslok 1995 verði reynslan af nýju fyrirkomulagi metin og ákveðið hvort hún gefi tilefni til að sameina að einhverju eða öllu leyti þann þátt í starfsemi opinberra stofnana er lýtur að upplýsinga- og markaðsmálum gagnvart erlendum aðilum. SÖLUMIÐSTÖÐ HRAÐFRYSTIHÚSANNA gerði það gott fyrri part ársins og skilaði 350 milljóna króna hagnaði: Blikur á lofti - þegar minna er um búbótina, loðnu og úthafskarfa Hagnaður upp á 350 milljónir króna varð hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og dótt- urfyrirtækjum fyrstu 6 mán- uði þessa árs. Heildarhagnaður í fyrra nam um 600 milljónum króna. Ekki reikna þeir SH-menn með því að síðari hluti ársins verði jafn gjöfull, enda ekki útlit fyrir búbót eins og síð- ustu loðnuvertíð né heldur jafn mikinn úthafskarfa. Heildarsala SH fyrri hluta þessa árs jókst um 50% og kom margt til, - afburða góð loðnuvertíð, sú besta í sögu félagsins, og í annan stað mikil söluaukning á karfaaf- urðum, einkum úthafskarfa, - og loks að sala fyrir er- lenda fiskframleiðendur hef- ur aukist talsvert. Sala dótturfyrirtækjanna hefur ennfremur gengið að óskum og sém fyrr er það verksmiðjureksturinn í Bandaríkjunum og í Bret- landi sem mestum hagnaði skilar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.