Alþýðublaðið - 18.08.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.08.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Fimmtudagur 18. ágúst 1994 MÞYÐVBLMÐ HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Sími: 625566 - Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Milljarðamir sem töpuðust Alþýðublaðið birtir í dag athyglisverðar upplýsingar um gjald- þrot fyrirtækja hérlendis á árunum 1985 til 1993 og eru þær byggðar á gögnum frá Hagstofu Islands. Þar kemur fram að á þessum níu árum hafa á þriðja þúsund fyrirtæki verið tekin til gjaldþrotaskipta. í þessi þrotabú hefur verið lýst kröfum sem samtals nema liðlega 48 milljörðum króna á verðlagi dagsins í dag. Hins vegar hafa ekki nema sjö milljarðar króna fengist greiddar upp í lýstar kröfur. Þótt enn sé skiptum ólokið í yfir 400 þrotabúum eru litlar líkur á að það breyti heildarmyndinni. Eftir stendur sú staðreynd að á síðustu árum hafa tugir milljarðar króna tapast í gjaldþrotum og þjóðin öll hefur orðið fyrir barðinu á þessu gífurlega tapi. Ekki er vafi á að hluta þessara gjaldþrota má rekja til þeirrar kreppu sem hefur riðið hér húsum og ýmissa áfalla sem fyrirtæki í atvinnurekstri hafa orðið fyrir af þeim sökum. I sumum tilvik- um hefur gjaldþrot eins stórs fyrirtækis leitt til gjaldþrots nokk- urra smærri fyrirtækja og einstaklinga. Því má segja að nokkur fjöldi gjaldþrota sé af óviðráðanlegum orsökum. Hins vegar er þvi' ekki að leyna að hér hafa orðið stórfelld gjaldþrot sem skrifa verður á reikning stjómenda þjóðarskútunnar, fyrirtækja og fjár- málastofnana. Ráðist hefur verið í gífurlegar fjárfestingar af meira kappi en forsjá og fé hefur verið dælt í fyrirtæki úr opin- berum sjóðum þótt um vonlausan rekstur væri að ræða. Pólitísk- ir hagsmunir voru látnir ráða en ekki hagsmunir þjóðarinnar. Hér á landi hafa stjómmálamenn og fleiri haft uppi gáleysislegt tal um gjaldþrot. Það hefur jafnvel verið talað um gjaldþrotaleið fyrirtækja sem efnahagsúrræði. Lög kveða skýrt á um skyldu fyrirtækja og einstaklinga til að tilkynna gjaldþrot þegar í óefni er komið. Það er því út í hött að tala um hvort halda eigi áfram rekstri fyrirtækja sem em í raun gjaldþrota eða hvort gera eigi reksturinn upp. I nafni byggðastefnu hefur verið haldið áfram að lána fyrirtækjum á vonarvöl. I nafni atvinnusköpunar hefur fé verið ausið í fyrirtæki sem höfðu engan rekstrargmndvöll. Furðuleg útlán hafa átt sér stað í bönkum og sjóðum þar sem há- ar upphæðir hafa verið veittar að láni án nokkurra trygginga eft- ir því sem best verður séð. Gjaldþrotahrina undanfarinna ára endurspeglar ekki aðeins erf- iðleika vegna ytri áfalla. Milljarðagjaldþrot þar sem lítið sem ekkert fæst upp í lýstar kröfur endurspegla spillta og vanhæfa stjórnun og meðferð ljármuna. Þar koma ýmsir við sögu. Óprúttnir einstaklingar hafa vaðið á skítugum skónum í sjóði og lánastofnanir og slegið þar lán sem þeir hafa aldrei ætlað sér að greiða til baka. Sömu mennimir hafa stofnað fyrirtæki með jöfnu millibili og látið þau fara á hausinn. Hirt alla innkomu en svikið þá um greiðslur sem hafa selt þeim vöm og þjónustu. Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra hefur gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir athæfí sem þetta og er það sannarlega þakkar- vert. Lengi vel var verðbólgunni kennt um margs konar siðleysi í fjármálum hér á landi. Vissulega brenglaði óðaverðbólgan allt verðmætamat og ýmis vafasöm íjármálaviðskipti blómstraðu í skjóli hennar. Núverandi ríkisstjóm hefur tekist að ráða niður- lögum verðbólgunnar og jafnframt hefur hún stöðvað sjóða- sukkið sem ýtti undir vitlausar ljárfestingar og rekstur sem eng- inn gmndvöllur var fyrir. Viðskiptabankar, sparisjóðir og opin- berir sjóðir hafa lýst því yfír að tekin hafi verið upp ný og ábyrg- ari vinnubrögð við ákvörðun útlána. Vonandi gengur það eftir. Gjaldþrot liðinna ára hafa orðið þjóðinni dýr. Þau hafa átt sinn þátt í háum vöxtum, aukið halla ríkissjóðs, leitt hörmungar yfir fjölda einstaklinga sem þama áttu enga sök og síðast en ekki síst verið lýsandi dæmi um ábyrgðarleysi og spillingu. Um leið og við þurfum að súpa seyðið af óstjóm fyrri ára skulum við láta þetta verða okkur víti til vamaðar og efla heilbrigða athafna- og íjármálastarfsemi í landinu. Fólk er farið aö geyma peningana undir koddanum - segir JÓN MAGNÚSSON, lögmaður og formaður Neytendafélags höfuðborgarsvæðisins. Eftirviku munu NEYTENDASAMTÖKIN eigafund með bönkum, sparisjóðum og viðskiptaráðuneyti þar sem álögumar verða ræddar VIÐSKIPTAVINIRbanka og sparisjóða eru nú sumir hverjirfarnir að sofa með peningana undir koddanum í stað þess að leggja þá inn. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Við vitum dæmi þess að fólk er farið að geyma peninga sína undir koddanum einsog sagt er. Þetta er ekki góð þróun, hvorki fyrir almenning né bankana. Mér býður í gmn að þetta gerist í auknum mæli, þegar fólk upp- götvar verðlagningu banka- þjónustunnar“, sagði Jón Magnússon, fomiaður Neyt- endafélags höfuðborgarsvæðis- ins í samtali við Alþýðublaðið. Neytendasamtökin munu á þriðjudaginn í næstu viku eiga viðræður við banka og spari- sjóði um gjaldtökur þessara stofnana upp á líklega um 700 milljónir á ári, sem viðskipta- vinir þeina munu verða látnir greiða í fonni ýmissa þjónustu- gjalda. Hafa samtökin í samráði við peningastofn- anirnar ákveðið fundinn og til hans er boðið fulltrúum Sambands ís- lenskra við- skiptabanka, Sambands sparisjóða og viðskipta- ráðuneytis. Fundurinn átti upphaflega að fara fram í gær, en að ósk bankanna var fundinum frestað um eina viku. A fundinum munu Neyt- endasamtökin og fulltrúar þeirra ræða við bankamenn um ágreininginn um réttmæti ým- issaþjónustugjalda. „Eg er í sjálfu sér ekki að amast við því að bankamir við- hafi einhveija gjaldtöku, en gjaldtakan af þeim sent nota ávísanahefti er vægast sagt sér- kennilegt fyrirbæri", sagði Jón Magnússon. Eins og kunnugt eru ávísana- hefti orðin að dýmstu „bók- menntum“ landsmanna, - og færsla á hvert blað kostar 19 krónur. Vextir af ávísanareikn- ingum em aftur á móti rétt við núllið og viðskiptin með slíka reikninga vægast sagt hæpin ráðstöfun fyrir almenning. Steinar Agústsson - verkamaður í Vestmannaeyjum Fæddur 16. febrúar 1936 - Dáinn 7. ágúst 1994 Sunnudaginn 7. ágúst síðastliðinn lést Steinar Ágústsson á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja eftir erfiða og stranga baráttu við krabba- meinið sem lagði hann að lokum. Kynni mín af Steinari hófust þegar ég hóf að starfa fyrir Alþýðuflokkinn í Vest- mannaeyjum. Allt frá þeirri stundu varð mér ljóst að Steinar var mikill baráttu- maður fyrir jöfnuði og rétt- læti í þjóðfélaginu. Steinar hafði ákveðnar skoðanir og hann iá ekkert á þeim og var til, hvar og hve- nær sem var, að ræða þau mál í botn. Þá skrifaði hann blaðagreinar og var eftir þeim tekið. Steinar hafði sitt að segja, var rökfastur og fylg- inn sér. Oftar en ekki endaði hann mál sitt með því að berja hnefanum í borðið og þá oftar en einu sinnu ef mál- efnið varðaði vin hans Jón Baldvin Hannibalsson, en á honum hafði Steinar miklar mætur. Þegar hann rifjaði upp heimsóknir sínar til vina sinna á Vesturgötunni, Jóns Baldvins og Bryndísar, kom glampi í augun. Það var aldrei nein logn- molla í kringum Steinar, hvort sem honum líkaði hlut- imir betur eða verr. Hans stíll var með þessum eldheita hætti sem samræmdist vel þeirri hugsjón sem hann barðist fyrir og vann með. Ég hef oft velt því fyrir inér hvort Steinar hefði ekki verið einn af þeim sem klifið hafa hæstu tinda stjómmál- anna ef hann hefði ekki verið svona óreglusamur og raun bar vitni um í gegnum tíðina. Hann hafði alltaf margt til málanna að leggja en þegar óreglan var sem mest vom þau kannski ekki mörg, eyran sem hlustuðu. Steinar hringdi oft og lá alltaf jafn mikið niðri fyrir. Stundum var maður hund- skammaður ef hann var ekki sammála því sem verið var að gera og stundum stappaði hann í mann stálinu ef honum sýndist þess þörf. Ráðin vom góð og ef við vomm ósam- mála þá náði það ekkert lengra. Undir það síðasta var vem- lega dregið af Steinari og mátturinn lítill en þrátt fyrir það var eldmóðurinn mikill og hugsunin skýr. Þegar ég heimsótti hann undir lok bar- áttunnar við krabbameinið þá hélt hann áfram að tala af sama sannfæringarkraftinum þrátt fyrir að röddin væri brostin og hann þyrfti að hvísla. Steinar sagði mér þar frá blaðagreinum sem hann hafði verið að skrifa og þeirri ætlan sinni að efla Alþýðu- blaðið og stórauka áskrift þess í Vestmannaeyjum. Steinar bar ekki veikindi sín á torg og þegar maður spurði hann hvemig liði þá sagðist hann ávallt allur vera að hressast og þetta væri allt að koma hjá sér. Nú em farinn vinur og röddin þögnuð. Megi Guð blessa þig og varðveita. Hafði þakkir fyrir samfylgd- ina og allt sem þú hafðir að gefa. Guðmundur Þ.B. Olafsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.