Alþýðublaðið - 06.09.1994, Síða 3

Alþýðublaðið - 06.09.1994, Síða 3
Þriðjudagur 6. september 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 TÍPINPI DAGBLAÐIÐ í frétlahraki reynir að gera Alþýðublaðið og Alþýðuflokkinn tortryggileg - DV og morgunblað þess, TIMINN, hafa ekki síður en Alþýðublaðið fengið auglýsingar frá Hafnarfjarðarbæ til birtingar, - einnig Kóþavogskaupstað þar sem bæjarstjórinn er framsóknarmaður. Þó erTíminn einkanlega blað dreifbýlisfólksins ERU ÞEIR LÍKA MEÐSKÆRIÁ TÍMANUM OG DV? SVARTUR FÖSTUDAGUR á ritstjórit DV - nœstum öllforsíða blaðsins fór íað ítreka dugtiað framkvœmdastjóra Alþýðublaðs- ins, sem er gott mál. En fréttahrakið hefur verið mikið á ritstjórn síðdegisblaðsins. FYRIR nokkrum dögum birtist auglýsing í Tíman- um frá Kópavogsbæ. Það er í sjálfu sér ekki merkilegur atburður. Nema hvað Dagblað- ið Vísir, sem reyndar gefur út Tímann í dag, er kominn í krossferð gegn Alþýðublaðinu, - einmitt vegna dugnaðar þess blaðs á viðskiptasviðinu. Að- al“frétt“ DV á föstudaginn var: Klipptu út auglýsingar í öðmm blöðum og birtu“. Lík í lestinni hjá DV og TÍMANUM í þessari „frétt“ DV er reynt eftir megni að koma því á framfæri við lesendur blaðsins að rotið samsæri framkvæmda- stjóra Alþýðublaðsins og Guð- mundar Arna Stefánssonar hafi fleytt miklum tekjum í sjóði blaðsins. Með þessu til- skrifi er næstum hálfsíðumynd af hinum vaska framkvæmda- stjóra Alþýðublaðsins, Ámunda Ámundasyni, þar sem hann er sagður vera að klippa út auglýsingu til birting- ar, sem er auðvitað haugalygi og aðeins uppstilling fyrir myndasmiðinn. En Frjáls ijölmiðlun hf., sem í reynd gefur út tvö af fimm dagblöðum landsins, DV og Tímann, hafa lík í lestinni sam- kvæmt eigin skilgreiningum. Sveitablaðið auglýsir fyrir Hafnarfjörð og Kópavog Tíminn, sem er í eilítið stærra upplagi en Alþýðublað- ið, og er að langmestu leyti dreift í sveitir landsins, hefur á þessu ári birt jafnmikið ef ekki meira af auglýsingum frá Hafn- arfjarðarkaupstað en Alþýðu- blaðið, sem er þó í góðri dreif- ingu í Hafnarfirði. Tíminn hef- ur líka birt fjölmargar auglýs- ingar frá Kópavogskaupstað, á sama tíma og Alþýðublaðinu eru meinaður aðgangur að þeim auglýsingamarkaði. Væntanlega getur DV slegið því upp næst að Sigurður Geirdal, framsóknarmaður og bæjarstjóri í Kópavogi, sé að hygla Tímanum og Frjálsri fjöl- miðlun á kostnað annarra með þessum birtingum. Hvort sem auglýsingadeild Tímans og kannski DV líka, hafa yfir að ráða skærum eða ekki, þá er það staðreynd að þeir högnuð- ust sæmilega á viðskiptum við Hafnfirðinga fram að síðustu kosningum. „Mega nota skærin sín að vild..“ „Ég hef aldrei vitað aðra eins vitleysu“, sagði Ámundi Ámundason, framkvæmdastjóri Alþýðublaðsins í gær. „Ég hef miðlað auglýsingum ýmissa aðila til DV og þar áður til Vís- is og Dagblaðsins, um 25 ára skeið. Þar var um að ræða munnlega samninga við aug- lýsingastjóra blaðanna, og þeir gátu þá notað skærin sín að vild mín vegna. Þessi tilhögun er ekki verri en hver önnur. Að Hafnarfjarðarkaupstaður, eitt helsta vígi Alþýðuflokksins á Islandi, skuli auglýsa fyrir rúm- ar 200 þúsund krónur á ári í Al- þýðublaðinu getur varla talist til stórra tíðinda“, sagði Ámundi. Hann benti á að dreifmg Al- þýðublaðsins í Hafnaríírði er til muna meiri en á Tímanum, sem einkum fer á sveitaheimili, þar sem auglýsingar Hafnfirð- inga eiga væntanlega lítið er- indi. Alþýðublaðið væri enn- fremur iðulega í dreifingu á hvert heimili í Hafnarfirði, en Tíminn sæist þar varla. Sýslumannsauglýsing- ar DV Athygli hefur lengi vakið að aðeins DV birtir hinar hroll- vekjandi uppboðsauglýsingar Sýslumannsins í Reykjavík, þar áður embætti Borgarfógeta. Hefur svo verið um fjölmörg ár. Auglýsingamenn blaðanna, ekki síst Morgunblaðsins, hafa undrast þetta stórum, enda er DV ekki nema kannski rétt hálfdrættingur á við Moggann í útbreiðslu. Engu að síður hefur DV haft einkarétt á þessum birtingum og hagnast af veru- lega. Nú ættu rannsóknarblaða- menn DV að svipta hulunni af þeim leyndardómi sem þessar birtingar eru. Hversvegna aug- lýsir sýslumaðurinn aðeins í litlu blaði, þegar annað til muna stærra er í boði? Og hvers vegna auglýsa ekki allir auglýsendur eingöngu í Morg- unblaðinu, en hætta auglýsing- um í blöðum eins og DV og Tímanum, sem hljóta að vera grútmáttlausir miðlar í saman- burði við risann á dagblaða- markaðnum? Ergelsi DV yfir velgengni Alþýðublaðsins er hlægilegt. Alþýðublaðið er að sjálfsögðu í samkeppni við aðra fjölmiðla og hefur gengið allbærilega að halda úti rekstri blaðsins á und- anfömum ámm, meðal annars með auglýsingatekjum. Blaðið hefur boðið auglýsingar á góðu verði og íjölmargir auglýsend- ur notfært sér þjónustu blaðs- ins. Það að Tíminn er nánast auglýsingalaus og DV með sí- minnkandi auglýsingamagn er hinsvegar ekki Alþýðublaðinu að kenna. En einhvers staðar þarf ergelsið að brjótast út, og það gerðist í DV fyrir helgina. Hversvegna auglýsa í TÍMANUM? Á þessu ári hefur Hafnar- fjarðarkaupstaður auglýst 17 auglýsingar í Tímanum, - og ekki sjaldnar í DV. Frjáls fjölmiðlun hefur því gert það gott í Firðinum. Át- hygli vekur að eftir bæjar- stjómarkosningar í vor hefur Hafnarljörður aðeins auglýst þrisvar í Tímanum. Kópavogskaupstaður, sem vill ekki skipta við Alþýðu- blaðið, hefur auglýst 11 sinnum á árinu í Tímanum, enda þótt nokkuð hafi dregið úr auglýs- ingum þar eftir kosningar, enda munu þeir Kópavogsmenn standa á bremsunni í öllum auglýsingakostnaði vegna slæmrar skuldastöðu bæjarfé- lagsins. Staðreynd er að Tíminn, blaðið sem kennir sig við fé- lagshyggjufólk, gefið út af Fijálsri fjölmiðlun hf., eiganda DV, hefur birt 360 dálksenti- metra af auglýsingum Hafnar- fjarðarkaupstaðar á þessu ári, - og 265 dálksentimetra af aug- lýsingum Kópavogskaupstaðar. Bændasamtökin og fyrirtæki tengd þeim hafa líka hugsað hlýlega til Tímans, enda þótt að þeim mætti vera ljóst að aug- lýsing í öðm blaði og stærra hefði borið betri árangur. J TT j? ^ TT J K, Fyrrum Hagkaupsmaður tif KA Þorsteinn Pálsson, fyn-verandi framkvæmdastjóri hjá Hag- kaupi hefur verið ráðinn frainkvæmdastjóri Kaupfelags Ar- nesinga og dótturfyrirtækja þess. Þorsteinn er 40 ára og menntaður frá Verslunarskóla íslands. Hann er sonur hjón- anna Jóhönnu Símonardóttur og Páls Þorsteinssonar, sem um áratugaskeið var aðalféhirðir Flugfélags íslands og síðar Flugleiða. Eiginkona Þorsteins er Kristín Árnadóttir, skrif- stofumaður, og eiga þau fimm böm. Hagkaup missti góðan mann þegar Þorsteinn lét af starfi og tók við framkvæmda- stjóm hjá Örtölvutækni hf.. KÁ er einn stærsti vinnuveit- andi Suðurlands með viðamikla og fjölbreytta staifsemi í verslun, iðnaði og ferðaþjónustu, og starfa á fjórða hundrað manns hjá fyrirtækinu. AÐVÖRUN við Mýrdalssand Fjarstýrð aðvörunarskilti vegna sandibks hafa verið sett upp sitt hvom megin við Mýrdalss- and og vom þau tengd fyrir skömmu. Þau virka þannig að þegar vegagerðarmenn í Vík verða varir við sandfok skrá þeir upplýsingamar í tölvu. Hún sér um að hringja í farsíma á skiltunum en við hann er tengdur búnaður sem kveikir á viðvörunarljosum. Þessar upplýsingar koma fiam í Framkvanndafréttum Vegagerðar- innar. Þannig háttar til í Vík að það sést vel út á sandinn úr áhaldahúsi Vegagerðarinnar og þekkja starfsinenn þar vel merki um sandfok. Einnig fá þeir yfirleitt fljótt fréttir frá veg- farendum ef sandfok er að byija. Veðurstöð hefur verið sett upp á sandinum og munu upplýsingar frá henni einnig nýtast. í fiumtíðinni verður kerfið líklega að hluta til sjálfvirkt, það er þegar veðurstöðin gefur upp veður sem þýðir ömgglega sandfok, þá kveikir tölvan á viðvömnarskiltunum. Hætta á sandfoki Þegar tjós btikka er haatta á sandfokl á Mýrdatssandi. Danger Sandstorm Rashlng ííghts indicate dangcr of sandstorm on Mýrdalssandur „ 'mjír Fjallkonuljóð vantar Æskulýðs- og lómstundarád Hafharijarðar sem umsjón hefur með 17. júní hátíðahöldum í bænum vinnur að því að safna saman ljóðuni sem flutt hafa verið af Ijallkonum há- tíðahaldanna frá árinu 1944. Enn vantar nokkuð upp á að fullgera ljóðasafnið. Þar vantar ljóðin frá 1944 til 1954. Árin 1955 og 1956 vantar, sem og 1958. Þá vantar árin 1963-1966. Þeir sem kunna að hafa þessi Ijóð og jafnvel ntyndir af fjallkonum þessara ára í farteski sínu em beðnir að hringja í Árna Guðmundsson, æskulýðsfulltrúa. Sírninn er 53444. Réttir í Landnámi Ingólfs Senn líður að því að bændur fara til smaiamennsku. Þetta ættu ökumenn að hafa í huga, því ævinlega er hætta á ferð- um, þegar reksturinn rennur eftir þjóðvegum landsins í haust- myrkrinu. Fjölmargir borgarbúar halda til rétta í sínu ná- grenni. I Landnámi Ingólfs er réttað á 11 stöðum. Styst er að fara í Lækjarbotnarétt fyrir Reykvfkinga og nágranna. Þar verða réttir í Fossvallarétt síðdegis sunnudaginn 18. septem- ber. Þá helgi verða réttir í Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Húsmúlarétt við Kolviðarhól, Nesjavallaiétt í Grafningi og Lönguhiíðarrétt við Bláljallaveg laugardaginn 17. september, en í Lækjarbotnum, Dalsrétt í Mosfellsdal og Þórkötlustaða- rétt í Grindavík á sunnudag, Stærstu réttimar em tnílega Ölf- usrétt í Ölfusi á þriðjudag, og Kjósanétt á mánudag um há- Okeypis bíó hjá MIR Regiubundnar kvikmyndasýningar félagsins MÍR em að hefjast að nýju eftir sumarleyfin. Sýnt er í salnum að Vatnsstíg 10, fyrsta sýn- ing á sunnudaginn kl. 16. í tilefni þess að nú er hálf öld liðin frá því að Sergei Eisenstein og samstaifs- menn hans luku við gerð fyrri hluta myndarinnar Ivan grimtni, verða báðir hlutar myndarinnar sýndir í þessum mánuði, sá fyrri á sunnu- daginn kemur, sá síðari sunnudag- inn 18. september. Úrkvikmynd Eisen- steins, - Ivan grimmt 140 þúsund þátttökuseðlar Mjólkurbikarleiknum sem íslenskur mjólkuriðnaður hefur staðið lyrir í sumar er nú formlega lokið. Þátttaka fór langt fram úr öllum væntingum, eins og Alþýðublaðið greindi frá nýlega. Upphafiega var gert ráð fyrir 20 þúsund þátttakend- um, en þátttökuseðlar urðu alls um 140 þúsund. Má ætla að 40-50 þúsund fjölskyidur hafi verið með í leiknum. Fjöl- margir fengu í hendur ávísanir á mjólkurbikarglösin eltir- sóttu og rnunu fá þau í hendur fyrri hluta næsta mánaðar og verður auglýst sérstaklega þegar glösin berast til landsins.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.